Vikan


Vikan - 21.04.1955, Qupperneq 14

Vikan - 21.04.1955, Qupperneq 14
Aftaka klukkan átta Framhald af bls. 5. út úr kirkjunni klukkan 15 mínútur yfir þrjú, eins og hann væri veikur. Hann dó tveimur dögum seinna. Hann hlýtur af einhverjum ástæðum að hafa opnað dyrnar, og síðan orðið veikur og gleymt að læsa þeim aftur. Presturinn var orðinn náfölur. Hann starði á fætur Milhecks og varir hans fóru að titra. Svo kallaði hann með hásri röddu til varð- anna: — Hleypið mér héðan út! 1 guðs bænum, hleypið mér út! KLUKHUNA vantaði 10 mínútur í átta, þegar barið var á klefadyrnar. Robson lagði hendina hughreystandi á öxl fang- ans, sem sagði: Þakka yður fyrir. Ég er til- búinn. Robson opnaði hurðina. 1 dyrunum stóð fangelsisstjórinn ásamt prestinum. — Ég var að tala við dómsmálaráðherrann, sagði hann. — Aftökunni verður frestað — að minnsta kosti. Útskýrið það fyrir honum, faðir. Presturinn hló og grét í einu. — Þér sögðuð satt, Milbeck. Við getum sannað það. Mér datt það allt í einu í hug þegar ég var hérna inni hjá yður. Ég hef farið upp í turninn einu sinni eða tvisvar. Það var þykkt ryklag í stiganum. Ef þér væruð að segja satt, vissi ég að fótsporin yðar mundu sjást í rykinu. Ég hringdi til kirkjuvarðarins í St. Stefánskirkj- unni og bað hann um áð hlaupa strax út í kirkjuna og athuga það. Ég beið í sjö mínút- ur í símanum, áður en ég fékk að vita, að það væru fótspor í rykinu alla leiðina upp. Og þó það hafi fallið ryk í þau síðan, er hægt að sjá, að þau eru eftir skó með hrágúmmísólum, eins og þá sem þér eruð í. Hann spennti greip- ar. — Guð, ég þakka þér! Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Ameríski kvikmyndaleikarinn Ray Milland. 2. Sigyn. 3. Circus Maximus og Coliseum. 4. ' Nei, höfundurinn er amerískur rithöfundur, þremur árum eldri en stjórnmálamaðurinn. 5. Norður af Siglunesi. 6. Árið 79 eftir Krists burð. 7. Við þessar götur eru stjórnarráðsskrifstofur a) Frakka b) Englendinga c) Þjóðverja. 8. Mátulega hratt. 9. 12 km. (Frá Lækjartorgi). 10. Rokkur. 1 KONA í kulda og myrkri Framhald af bls. 7. Bók Christiane Ritter er fögur og hrífandi, þrátt fyrir myrkrið og kuldann. Maður dáist að kjarki og seiglu þessarar ungu konu. Hún lagði á sig ótrúlegt erfiði, til þess að geta verið í návist manns- ins, sem hún elskaði. En hann átti aðra unnustu, sem hún fékk ekki sigrað — hina hvítu, stálhörðu jörð á hjara veraldar. Dingullinn Framhald af bls. 11. sér út í hringiðu glaðværðarinnar, jafn frjálslega og kátur piparsveinn. Hann gæti setið að drykkju, reikað um og skemmt sér fram undir morgun, ef hann vildi; og engin reið Katy mundi bíða hans, með kaleikinn með dreggjunum af ánægjunni í hendinni. Hann gæti spilað við svall- félaga sína hjá McCloskey, þangað til morgunroðinn drægi úr birtu rafljósanna, ef hann vildi. Hjúskaparhlekkirnir, sem höfðu hvílt þungt á honum, þegar hann var þreyttur á íbúðinni í Frogmoreleigu- húsinu, höfðu nú losnað. Katy var farin. John Perkins var ekki vanur að kryfja tilfinningar sínar til mergjar. En þegar hann sat þarna í Katyarlausri litlu stof- imni, fann hann hiklaust lykilinn að ó- þægindum sínum. Hann vissi núna, að Katy var nauðsynleg til að gera hann ham- ingjusaman. Tilfinningar hans í hennar garð, sem hið tilbreytingarlausa hvers- dagslíf hafði svæft, höfðu nú vaknað harkalega við fjarveru hennar. Hefur því ejíki verið barið inn í okkur með málshátt- um, predikunum og dæmisögum, að við kunnum aldrei að meta sönginn, fyrr en yndislegi söngfuglinn er floginn — eða þá með hversdagslegu en sönnu orðalagi? — Ég er bansettur svíðingur, hugsaði John Perkins. — Hvernig ég hef komið fram við Katy! Ég hef spilað á hverju kvöldi ög flækzt með strákunum, í stað þess að sitja heima hjá henni. Veslings stúlkan hefur verið hér alein, án þess að hafa nokkuð til að stytta sér stundir við, og ég hefi hegðað mér svona. John Perkins, þú ert mesti þorpari. Ég ætla að bæta litlu stúlkunni minni þetta upp. Ég ætla að bjóða henni út og leyfa henni að skemmta sér. Og upp frá þessari stundu, er ég 'hætt- ur að umgangast strákana hjá McCloskey. Já, úti fyrir kallaði borgin á John Perk- ins, og bauð honum að koma og dansa í fylkingu skemmtiguðsins. Og hjá McClosk- ey slógu piltarnir kúlurnar kæruleysis- lega ofan í pokana, eins og venjulega á kvöldin. En hvorki blómum stráð braut né smellir stangar við kúlur gátu rekið sökn- uðinn úr hinni hryggu sál Perkins. Eign hans, sem hann hafði haldið laust í og að nokkru leyti forsmáð, hafði verið tekin frá honum og hann saknaði hennar. í hryggð sinni gat Perkins rakið uppruna sinn aftur til manns að nafni Adam, sem englarnir ráku úr aldingarðinum. Hægra megin við John Perkins stóð stóll. Á baki hans hékk bláa blússan hennar Katyar. Ennþá vottaði fyrir lagi hennar. Á miðjum ermunum voru fíngerðar, per- sónulegar hrukkur, sem höfðu myndast í olnbogabótunum þegar hún var að vinna að einhverju til að gera honum lífið þægi- legra og skemmtilegra. Af henni lagði daufan en ásækinn bláklukkuilm. John tók hana upp og horfði lengi og stillilega á þetta samúðarsnauða fat. Katy var aldrei samúðarsnauð. Tár — já, tár — komu í augu John Perkins. Þegar hún kæmi aft- ur, skyldi allt verða öðruvísi. Hann ætlaði að bæta fyrir vanrækslu sína. Hvað var lífið án hennar? Hurðin var opnuð. Katy gekk inn með litla handtösku í hendinni. John starði agndofa á hana. — En hvað ég er fegin að vera komin aftur, sagði Katy. — Mamma var ekkert að ráði veik. Sam tók á móti mér á stöð- inni og sagði, að hún hefði aðeins fengið dálítið kast, en það hefði lagast strax eftir að þau sendu skeytið. Svo ég sneri við með næstu lest. Ég er svo sannarlega þurfandi fyrir kaffibolla. Enginn heyrði smellina og skröltið í tannhjólunum, þegar íbúðin á framhlið- inni í Frogmoreleiguhúsinu stillti vélar sínar aftur á venjulegan gang. Bandi var smeygt af, þrýst á fjöður, skipt um gír og hjólin gengu aftur eftir sinni gömlu braut. John Perkins leit á klukkuna. Hún var 15 mínútur yfir átta. Hann teygði sig eftir hattinum sínum og gekk fram að dyr- unum. — Hvert ertu nú að fara? Það þætti mér gaman að vita, John Perkins? sagði Katy í nöldurtón. — Mér datt í hug að líta inn hjá Mc- Closkey og spila eitt eða tvö kúluspil með strákunum. 758. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 hestur — 3 glöggur —■ 9 fjölda — 12 tveir samstæðir — 13 kvenmaður — 14 kvenmanns- nafn —16 limur — 17 ungviði —• 20 i útistöðum — 22 tímabil — 23 möguleikar — 25 vindur — 26 stjórn —- 27 óvissa — 29 steinefni —- 31 tölu — 32 sjór — 33 tunga — 35 úrgangur — 37 sagnmynd — 38 ásóknin (i karlmenn) — 40 bókstafur — 41 tafl — 42 húsdýr — 44 hljóð — 45 ekki ófáir — 46 blikna — 49 áflog — 51 forsetning -— 53 utan við sig — 54 einkennisstafir — 55' vot — 57 málmur — 58 óðagot — 59 spil — 60 ungviði — 62 kaldur — 64 forðageymsla — 66 flokkur — 68b stilltur —- 69 dýrahljóð — 71 menntasetur — 74 flík — 76 húsdýr — 77 spýtu — 79 vagn — 80 eldsneyti — 81 máttur ■— 82 fjarstæðukennd — 83 tryllt. Lóðrétt skýring: 1 skáldkonunafn — 2 sjá — 3 jörð — 4 sár — 5 frumefni — 6 hætta — 7 sælgætis — 8 ein — 10 kyn — 11 þraut — 13 óvild — 15 ræktað land — 18 dreytill — 19 vanin — 21 alda — 23 ljúka — 24 gefa frá sér hljóð — 26 for — 27 óþokkarn- ir — 28 ræningi — 30 blástur — 31 smíðaður — 32 holt — 34 mjúk — 36 einráða — 38 fugl — 39 áhald — 41 muna — 43 tré — 47 farða — 48 mannsnafn — 49 karldýr — 50 nokkur — 52 samneyti — 54 gangskiptir — 56 drykkur — 59 þýðanda — 61 skaut — 63 skaut ■— 64 rönd — 65 úrgangur — 68 rifa •— 69 húsdýr — 70. frumefni — 72 búngu — 73 þrír eins — 74 upp- hrópun — 75 hljóð — 78 bókstafur — 79 tónn. Lausn á krossgátu nr. 757. Lárétt: 1 emm — 4 hlekkur — 10 ham — 13 taug — 15 orrar — 16 mala — 17 Arnes -— 19 R. A. F. — 20 sægur — 21 ratað — 23 metur — 25 Rauðskinnar — 29 ks. — 31 ðð — 32 áin — 33 dr. — 34 la — 35 Eva — 37 Sem — 39 ami — 41 eir — 42 kinoki — 43 óbermi — 44 inn — 45 iða — 47 sko — 48 ris — 49 nn — 50 nn — 51 Rín — 53 ðe — 55 re — 56 mannfræðing -— 60 hótir — 61 engar —• 63 rotið — 64 bar — 66 nitin — 68 ópin — 69 rónar — 71 naga — 72 tað — 73 sindrar — 74 nam. Lóðrétt: 1 eta — 2 marr — 3 munar -— 5 io. — 6 err — 7 krakki — 8 kaf — 9 ur — 10 hagur — 11 alur — 12 mar — 14 getað — 16 mætar — 18 sauðskinnið — 20 sendiboðinn — 22 ðð — 23 mn — 24 skekinn — 26 Sám — 27 ina — 28 Farisei — 30 svinn — 34 limir — 36 ann — 38 eið — 40 mók — 41 err — 46 arf -—- 47 snæ — 50 natin — 52 Irland — 54 engin — 56 mótið — 57 nr. -— 58 ðe — 59 gatan — 60 hopa — 62 Riga — 63 rót — 64 bón — 65 rar — 67 nam — 69 ri — 70 ra. Odýrt vín — Kæri kennari, skrifaði móðir eins drengsins í bekknum. — Gerið það fyrir mig, að láta Tomma ekki fá fleiri dæmi með wiskyflöskum, sem kosta 50 krónur. Það heldur vöku fyrir föður hans á hverri nóttu. 14

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.