Vikan


Vikan - 12.09.1956, Side 4

Vikan - 12.09.1956, Side 4
Ævintýrið um P»r7i! ^ifem 11!HE. 1 V UHI Ævisaga annáluöustu kvikmyndastjörnu veraldar ÍO F O B S A G A : Tuttngu »g am. árn gðnnl er Greta Garbo orðln dáðasta kvik - myndastjanui beimeina og þar að aoki miUjónamœringur. En hún er líka orffin óm&nnblendin og á sífeldum flótta nndan aSdáendum og blaðnmðnnnm. Frama sinn á hún algeriega að þakka kvikmynda- stjóranum fnega, Manritz Stiller, sem tók hana fátseka og fáknnnandi npp af götn sinni í Stockhólmi, og kenndi henni smátt •on stórt, þangað til hann skildi viS hana fræga stjörnu i Hollywood, en fór sjálfur heim til SvfþjóSar til aB deyja. Annar karlmaðurinn i lifi hennar, John Gilhert, er lika dáinn, nokkuð löngn eftir að hinn fræga ástarœfintýri þeirra hefur lokið. Hljómsveitarstjóranum Leopold Stokowski og matarræðissérfræðingnum Hauser tekst hvorugum að leiða hana upp að altarinu. Greta liafði staðið af sér umrótið sem varð þegar talmyndirnar komu til sög- unnar, en þegar stríðið lokaði Evrópu- markaðinum, ákvað Metro að breyta „týp- unni“, sem hún hafði skapað, og gera hana að venjulegri amerískri stúlku i myndinni „Tviburasysturnar“, með þeim afleiðingum að hún fékk slæmar viðtökur — í fyrsta sinn á æfinni. HIÐ hieinþvegna útgáfa af „Tvíburasystrun- um“ var frumsýnd í New York 31. des- ember 1941. Það var aðeins einum mánuði eftir árásina á Pearl Haibor og tíminn því langt frá því að vera heppilegur. Hún fékk heldur lítil- fjörlegar móttökur. Örfáum tryggum Garbo- dýrkendum, eins og Howard Barnes, fannst mynd- in „skemmtileg" en það var líka allt og sumt. Time talaði um „alveg ómögulegt hlutverk fyrir Gretu“, „tilræði við fagra, viðkvæma og djúp- næma leikkonu" og bætti svo við: „Áhrifin eru næstum eins og manni væri sýnd akfeit Sarah Bernhardt. Það er allt að þvi eins mikið áfall og að sjá móður sína drukkna." Hollywoodmáltækið miskunnarlausa — „leik- hæfileikar manns eru nákvæmlega jafnmiklir og í síðustu myndinni'* á síður við um Gretu en nokkra aðra leikkonu í sögu kvikmyndanna. En upp að vissu marki á hann jafnvel við hana. Hún hafði vissulega fengið meðalhlutverk fyrr, en alltaf tekizt að gylla þau með leikhæfni sinni og leiktöfrum. En myndin „Tvíburasysturnar" var jafnvel hennar leikkröftum ofviða. Metro varð fyrir vonbrigðum af þessari misheppnuðu til- íaun til að breyta henni í „venjulega" stúlku og þó félagið væri fúst til að halda tilraununum áfram, þá var Greta það ekki. Hún hafði frá upphafi litið öll þessi áform þeirra tortryggnum augum, og hún tók nærri sér árásirnar á myndina. Við þetta bættist svo kæruleysi gagnrýnenda og almennings gagnvart „Tvíburasystrunum". Hún var alveg sannfærð um, að illviljuð öfl hefðu unnið að falli hennar. Tortryggni hennar, hin óhjákvæmilega sneypuför myndarinnar, sti’íðið, það að hún var rík og enguilr háð og hin meðfædda tilhneiging henn- ar til að vera ein — allt stuðlaði þetta að því að draga úr áhuga hennar fyrir áframhaldandi frama. 36 ára gömul, meðan leikhæfileikar henn- ar voru upp á sitt bezta, ákvað Greta að draga sig út úr kvikmvndaheiminum, að minnsta kosti þangað til stríðinu lyki. Það var ekki í eina skiptið i lífi hennar sem hún varð fyrir kald- hæðni örlaganna og hún sneri aldrei aftur. 28. KAFLI. 1 fimmtán ár er Greta búin að vera frægust í heimi af þeim konum, sem búnar eru að draga sig í hlé. Hún hefur staðið utan við sjóndeildar- hring fólksins, en ekki utan við áhugasvið þess. Það væri líka óhugsandi, því Greta er helgimynd og helgimynd getur ekki dregið sig í hlé. Þessi huldu ár hafa aðeins aukið á eftirvæntinguna í sambandi við hana og seiðmagn hennar. Almenn- ingur gat aldrei „útskýrt" Gretu (ekki sízt af því að hún hefur aldrei áttað sig almennilega á sjálfri sér), og þegar hún dró sig í hlé, þá tók pMMIHMHMMMMMMHMIHMHHMMMMtMHHHHMHHMMIMIMMHMHMHHHIHniMMI VEIZTD —? I 1. Vitið þið hvar í Þýzkalandi höftið- 1 borgin Bonn er ? 2. Er það rétt, að ítalska leikkonan | Sophia Loren sé kvænt Júgóslavanum j Milko Skofic? 3. Hvað hét mánudaguririn til forna? : 4. Hvar og hvað er La Scala? 5. Hvor sonurinn var eldri, Kain eða j Abel? 6. 1 hvaða landi er það vinsæl tómstunda- | iðja að rækta dvergvaxin tré? 7. 1 hvaða hæð yfir sjávarmál er Möðru- I dalur ? 8. Sakamálasöguritarinn Agatha Christie I skapaði handa okkur lítinn, belgiskan j leynilögreglumann, sem leysti glæpa- | málin með því að nota „litlu, gráu I | heilafrumurnar“. Hvað heitir hann? j i 9. Er það rétt, að Aþena sé „borgin á j hæðunum sjö“ ? | f 10. Gáta: Hver er sá, sem hleypur (lauður j heims á láði, oftast hraður, aldrei glaður, eins og sér hver lifandi maður. | Framhald ú bls. S. í ! V nnfinwmi——iwhb.imwmí—w—iwct .. tw.iniiiinniiiO^ hún þessa óráönu gátu með sér inn i ennþá meiri einangrun. Nú var hún úr seilingsfæri. En þar sem hún var orðin að gátu, þá gerði það hana bara ennþá meira freistandi. Það sem ekki var lengur hægt að fá að sjá með því að kaupa bíómiða, varð bara ennþá meira spennandi og dularfullt. Oft hafa heyrzt kveinstafii' yfir því að Greta skyldi hætta þannig af frjálsum vilja. Gagnrýn- andi nokkur álítur það „ófyrirgefanlegt, að við skulum nú aldrei eiga eftir að sjá hana í hlut- verki Mashu í „Systurnar þrjár", hlutverki sem Theckov hefði skrifað fyrir hana eina. Við fáum heldur aldrei að sjá hana sem Jeanne d’Arc eða Heddu Gabler! Það hörmulegasta í sambandi við Gretu — harmleikurinn í lífi hennar, ef maður vill orða það svo — er mismunui'inn á því sem hún í raun- inni er og þessum fagurfræðilegu, rómantísku áhrifum, sem hún hefur vakið og er tákn fyrir. Þetta tvennt, konan og helgimyndin, eru gagn- stæð skaut, sem ekki er með nokkru móti hægt að sameina. Og samt verður Greta að lifa eins og það væri hægt! Það er táknmyndin Greta Garbo — „þetta guð- dómlega tákn um kaldhæðnina í lífinu" -— sem alltaf hefur hrifið almenning og heldur því áfram. Þessvegna er hún nú um fimmtugt eftir- sóttasta leikkona veraldarinnar. Það kvikmynda- félag er ekki til í Hollywood, sem ekki reynir að tala hana á að snúa aftur. Og hún hefur fengið ennþá fleiri tilboð frá Englandi, Þýzkalandi, Frakkland og Italíu. Hvern einasta sjálfstæðan framleiðanda dreymir um að gera beztu viðskipti æfi sinnar, með því að fá Gretu á samning hjá sér. Hún hefur ekki alltaf skellt skolleyrum við slík- um tilboðum, þar sem það var ætlun hennar að snúa sér aftur að leiklistinni, að minnsta kosti í upphafi. Hún hefur á þessum árum hlustað á ótal til- lögur og lesið hundruð handrita. Henni hafa borizt uppástungur um að leika Madame Bovary, Söruh Bernhardt, Duse, Modjesku, Cyrano de Bergerae, já og Frans af Assisi. Clarence Brown, uppáhalds stjórnandinn hennar setti fram þá hugmynd, að kvikmynda „Þrá" i annað sinn. Greta hafði raunverulega áhuga fyrir þessu, seg- ir Brown, en svo fór Metro að tala um gera kvikmyndina í Suður-Ameríku með innfæddum fjallabúa í aðalhlutverkinu. „Ég sagði þeim að gleyma þessu", segir Brown. Greta hafði þegar gert það. Einu sinni hreifst Greta líka af þeirri hug- mynd að leika erlendan fréttamann og kven- njósnara — en sú hugmynd kom frá utanríkis- rnála og stjórnmálagreinahöfundinum velþekkta John Gunther. Gunther byrjaði að semja hand- ritið samkvæmt ósk Gretu og með samþykki Dore Schary, framkvæmdastjóra hjá Metro. Þegai' Greta las það yfir, sagði hún: „Eg hugsa að þetta sé afbragðs hlutverk fyrir Greer Garson" og þarmeð var málið úr sögunni. Það eru þó varla meira en sex eða sjö af öllum þeim handritum, sem hún hefur lesið, sem hún hefur hugsað í alvöru til að nota. Eitt þeirra var sagan um George Sand, og 1947 kvaðst hún 4

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.