Vikan


Vikan - 12.09.1956, Page 8

Vikan - 12.09.1956, Page 8
GISSUR IIITTIR RÆNINGJANN. Þjónninn: Þaö voru fleiri menn rœndir í þessu hverfi í nótt, frú. Rasmína: Hvað þetta er hrœðilegt! Rasmína: Finnst þér ekki hræðileg öll þessi rán Rasmína: Það stendur hér, að einn hérna í nágrenninu, Gissur? ' framið alla glcepina. Lögreglan lýsir Gissur: Jú, það finnst mér sannarlega. Eg vona hdum, grönnum ungum manni. að þeir nái þessum þorpara. maður hafi honum sem Skrifstofumaðurinn: Eg var að lesa að rœning- inn hafi verið œði aðsópsmikill í hverfinu yðar í nótt. Gissur: Já, það fer varla að vera óhœtt að fara út á kvöldin. Rasmina: Bimmi, vertu ekki að fara út! Það er hcettulegt að vera úti í myrkrinu. Það er alltaf verið að ráðast á fólk. Bimmi: Hafðu engar áliyggjur af mér. Eg geng ekki með peninga á mér. Gissur: Já, ég kom heim í leigybíl. Eg œtla ekki að eiga neitt á hœttu. Rasmína: Eg hef svo miklar áhyggjur af Bimma, bróður mínum. Ég vona að ekkert hafi komið fyrir vesálings drenginn. Þulurinn í útvarpinu: 1 nótt hefur hann framið sex rán í viðbót og rœnt peningum, slcartgripum og loðskinnum. Fórnarlömbin segja að þetta hafi verið sami hái, granni ungi maðurinn, sem . . . Rasmina: Vœri það ekki hrœðilegt, ef vesalings Bimmi rœkist á þennan miskunnarlausa rœningja. Gissur: Rasmína! Mér heyrist ein- lwer vera að lœðast inn. Gissur: Það lítur út fyrir að Bimmi hafi einmitt rekist á rœningjann! Rasmína: B-i-m-m-i! Bimmi: N-ú, ég hélt að þið vœruð löngu sofnuð. DROTTNINGIN AF SABA auðgaðist á VAR drottningin af Saba önnur eins fegurðardís og sagan telur okkur trú um? Var hún hvað fegurð sneri á borð við Cleopötru og Helenu of Tróju? Þegar drottningin gekk í fyrsta sinn inn í hinn dýrðlega hásætissal Salomons konungs með gljábónaða marmaragólf- inu, þá glampaði svo á það, áð hún hélt að það væri blautt og lyfti ósjálfrátt upp síða pilsinu sínu — svo að öll hin tigna hirð konungsins sá að hún var kafloðin á fótunum. Þessi saga hefur að minnsta kosti geng- ið frá kynslóð til kynslóðar meðal hinna dreifðu hirðingjaflokka, sem enn búa í þeim hluta eyðimerkurinnar, sem einu sinni var konungsríki frægrar drottning- ar. Ég bjó í nokkra mánuði meðal þess- ara Araba og var fyrsti hvíti maðurinn, sem margir þeirra höfðu nokkurn tíma séð. Þó að enginn þessara hirðingja kunni að lesa eða skrifa og þeir eigi engar rit- aðar sögur, þá þekkja þeir sögu kyn- flokks síns margar aldir aftur í tímann. Hún gengur frá föður til sonar í sögu- formi og þetta fólk hefur frábært minni á nöfn og jafnvel dagsetningar. Meðal annars kunna hirðingjarnir frá því að segja að drottningin af Saba hafi haft vanskapaðan fót. Því á hún að hafa haldið leyndu með því að vera alltaf í dragsíðum pilsum. Og þar sem kveneðlið hefur lítið breytzt, þá fylgdu kvenþegn- arnir fordæmi drottningar sinnar og gengu líka í dragsíðum pilsum, svo að hún þurfti ekki að finna til þess þó hún gengi í pilsum, sem voru óvenjulega síð að þeirra tíma arabískum sið. Ég var fullvissaður um, að fyrir utan gallaða fótinn og leggina, hefði hún verið falleg, með mikið kolsvart, gljáandi hár, klassískt andlit og kaffibrúna og silki- mjúka húð. Kynflokkurinn gat ekki nógsamlega lofað vaxtarlag hennar. Mér skildist að tölurnar sem mestu máli skipta í því efni, hafi verið eitthvað nálægt 100 : 58 : 95. Svo hreykin var hún af þessu granna mitti og þessum fagra bol, að hún gekk vatni mmmm oft um ber fyrir ofan mitti. Hinar kon- urnar voru fljótar að komast upp á þá tízku. Mér var sagt, að fagurt vaxtarlag hafi alltaf verið einkenni Sababúa. Karlmenn- irnir benda enn í dag hreyknir á kven- fólk ættflokksins, sem er einasta Araba- kvenfólkið sem ég þekki, sem ekki geng- ur í neinu að ofan nema slæðum. Drottningin hét Bilquis. Saba var nafn- ið á landi því sem hún ríkti yfir. Þó að karlmenn kynflokksins töluðu mikið um fegurð Bilquisar drottningar, þá fannst þeim jafnvel ennþá meiri á- stæða til að tala um hinar slyngu verzl- unaraðferðir hennar, sem færðu henni öll þessi geysilegu auðæfi. I Biblíunni lesum við að hún hafi gefið Salomon konungi „hundrað og tuttugu talentur gulls og afarmikið af kryddjurt- um og gimsteina“. Hún aflaði auðæfa sinna með því að hafa vald á reykelsis- markaðinum. Reykelsi er ilmandi gúmmi- kvoða, sem á þeim dögum var í öllum Arabalöndum mikið notuð við helgiat- hafnir. Cana á suðurströnd Arabíu var svo að segja eini staðurinn, þar sem þetta eftirsótta reykelsi fékkst, og þar er það ræktað enn þann dag í dag. Cana var aðeins lítið land, og kaup- mennirnir urðu að flytja reykelsið á úlvöldum yfir mjótt fjallaskarð, til að koma því á markaðinn í stóru Arabalönd- unum í norðri. Um þetta skarð lá einasta leiðin norðuryfir. Svo óheppilega vildi til — fyrir kaupmennina — að rétt hinu megin við skarðið voru borgarhliðin á Saba, höfuðborg Bilquisar drottningar. Og þar voru einustu fáanlegu vatns- birgðimar á margra mílna svæði. Næstu brunnar á leiðinni voru of langt í burtu til að menn og úlvaldar gætu komizt þangað, án þess að birgja sig upp í brunn- unum í Saba. Það var heldur ekki hægt að snúa við, án þess að fylla vatnsbelg- ina fyrst. Bilquis gat því borið fram kröfur að vild sinni á hendur kaupmönnunum, sem sátu svona vel í gildrunni. Annaðhvort urðu þeir að selja henni allar reykelsis- Drottningin lyfti upp pilsinu nm leið og hún gekk inn í hallarsal Salomons konungs. birgðar sínar fyrir verð, sem hún ákvað sjálf, eða þeim var varnað aðgöngu að brunnunum. Þeir áttu ekki um annað að velja en að selja henni reykelsið eða deyja úr þorsta. Með svo miskunnarlausum aðferðum fyllti hún stóra vöruhúsið sitt með reyk- elsi. Og þar sem kaupmennirnir frá Cana komust ekki norður, þá komu kaupmenn frá Egyptalandi, Sýrlandi og mörgum öðrum löndum suðureftir til að kaupa. Þeir urðu fyrir samskonar meðferð. Ann- að hvort borguðu þeir verðið, sem Bil- quis drottning krafðist — eða þeir fengu ekkert vatn. Það þýddi ekkert um það að tala, og jafnvel þrjózkustu kaupmennirn- ir fundu enga aðra lausn en að borga að endingu umbeðið verð. Og hvílíkt verð! Bilquis gat hirt sex hundruð pro cent. Það er ekki að furða þó sögunni hafi sést yfir jafn vel falin galla og þó fæt- urnir á henni væru ekki eins og bezt varð á kosið, úr því hún hafði annað eins vaxt- arlag og annað eins fjármálahöfuð til að halda við minningunum um sig. — Er konan þín listhneigð? Listhneigð! Hún er svo listhneigð að henni er alveg sama hvernig súpan er á bragðið, ef hún er bara falleg á litinn. —o— Hvað myndirðu gera, ef þú værir einn á eyðieyju ? Setjast niður og leggja kapal. Þá kæmi áreiðanlega einhver og segði „Fyrirgefðu, en þú getur lagt fimmið þarna ofan á sexið. BLESSAÐ BARIMIÐ Mamman: Eg vildi að þú hefðir ekki lofað Lilla, að hann skyldi fá að sofa úti í tjaldinu í nótt. Það rignir kannski. Pábbinn: Hafðu engar áhyggjur. Strax og hann er sofnaður, ber ég hann inn í rúmið sitt. Lilli: J-ii, pabbi, finnst þér þetta ekki gaman? Pabbinn: Jú, Lilli. En nú er kominn tími til að fara að sofa. Mamman (um morguninn): Jœja, Lilli, var ekki miklu betra að sofa t sínu eigin rúmi? Lilli: Jú, það'var'það sannarlega. Mér var svo kált þarna úti, en pábba var alveg sama. Mamman: Ha? Flutti pabbi þinn þig ekki inn ? Lilli: Nei, ég gat ekki einu sinni vakið hann. Frúin: Líttu á hann! Þarna steinsefúr hdnn undir berum himni! Er þetta ekki heimskulggt ?. Maðurinn: Bg.er viss um að Lilli litli.soyur hans vœri ckki svo heimskur oð gera þetta. 8

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.