Vikan


Vikan - 12.09.1956, Side 10

Vikan - 12.09.1956, Side 10
HE IMIL IÐ BIT8TJÓKI: ELÍN PÁLMADÓTTIB í SLÁTURTÍDINNI Um þetta leyti er slátrun að hefjast. Slátunnatur hefur löngum verið mikið á borðum íslendinga, þó hann sé nú óð- um að hverfa í kaupstöðunum. Þegar rætt er um sláturmat, heyrast ungar konur oft kvarta undan því, að jafnvel þó þær vildu taka slátur, þá kunni þær það ekki og ekki sé lengur nokkra manneskju að fá til þeirra hluta. Hér fara á eftir leiðbeining- ar fyrir þær sem vilja reyna upp á eigin spýtur, teknar upp úr Kvennafræðaranum: Að verka innyflin ... Vambirnar eru þve'gnar úr möi'gum volgurn vötnum, þangað til vatnið af þeim verður hreint. Lika má hreinsa vambirnar þannig, að reka þær ofan í brennheitt vatn og skafa af þeim allt flusið þangað til þær verða hvítar; eftir þörfum vei'ð- ur að dýfa þeim ofan í heita vatnið, svo allt flusið losni. Síðan eru þær þvegnar úr tvennum vötnum. Á sama hátt er fagri keppurinn verkaður. tJr hverri vömb eru sniðnir og saumað- ir 4—6 keppir. Vinstrarnar og lang- ana skal skafa á fjöl með hnífsbakka upp úr volgu sódavatni, þangað til ekkert slím er eftir á þeim, síðan er þetta þvegið úr mörgum vötnum. Garnir skal skafa og þvo á sama hátt; eru þær síðan annaðhvort flétt- aðar eða vafðar utan um hjartað eða annað kjöt, og svo soðnar og súrsað- ar. Lundabaggar Ristilinn skal rekja volgan og láta eins og hver vill tolla við af garn- mörnum, þá er hann ristur strax og skafið svo vel, sem unnt er, allt slím og óhreinindi úr honum. Lundirnar skal skera svo stórar sem hægt er, einnig skal skera kjötið framan af hálsinum. Þetta skal nú þvo úr köldu vatni og láta síga vel af því og þerra það. Feitari endann á ristlin- um skal leggja saman nokkrum sinn- um og hafa lengdina, eins og lunda- bagginn á að vera langur, þá eru einar lundii' og hálskjötið lagt ofan á og hér urn bil 1 tsk. af salti stráð á það, þá er ristillinn brotinn nokkr- um sinnum ofan á; síðan er vafið þétt utan um þetta með því, sem eft- it- er af ristlinum, þá er þindin, sem áður skal þvo, saumuð utan um lundabaggann. Bezt að sjóða þá sem allra fyrst, en ef þeir þurfa að bíða ósoðnir yfir nótt, skal strá á þá salti. Ef blóð eða óhreinindi hafa komið á ristilinn, skal þvo hann áður en búinn er til úr honum lundabaggi. Lundabagga má bæði súrsa og reykja. Blóðmör 2 pt. blóð 4 pd. rúgmjöl 1 pt. vatn 2% pd. mör 1 hnefi salt Að meðaltali eru oftast 2 pt. af blóði í kind. Jafnótt sem slátrað er skal hella blóðinu í ílát og halda áfram að hræra í því litla stund. Blóðið ásamt vatninu skal sía, og hræra svo sarnan við það rúgmjöli og brytjuðum mör; þá eru keppir og langar hálffylltir af þessum graut, og saumað fyrir opið á keppnum og bundið fyrir opin á löngunum; oftast verður að nota léreftskeppi með, og er bezt að sníða þá mjórri í annan endann, svo hægt sé að fletta þeim utan af. Áður en látið er í léreftskeppina, skal bæta mjöli út í blóðið, helzt grjónamjöli; þegar lát- ið er í þá, eiga þeir að vera blautir og skal alveg fylla þá, svo blóðmör- inn verði sniðfastur. Vatnið skal sjóða, þegar blóðmörinn er látinn of- an i, og verður að pikka hann um leið (nema léreftskeppina). Við og við þarf að snúa og pikka í pottin- um. Blóðmörinn er soðinn, þegar hníf- ur hreinsar sig í honum. Annars þarf hann vanalega að sjóða í 2—4 klukkutíma eftir stærð keppanna. 1 blóðmör má hafa alls konar mjöl og grjón, og þykir gott að blanda saman fleiri tegundum. Soðin fjalla- grös má hafa í blóðmör, einnig kál og söl. Lifrarpylsa 2 lifrar, 4 nýru iy2 pd. mör tæpur 1 hnefi salt 2 pd. mjöl 1 pt. mjólk. Nýrun og lifrarnar eru þvegnar vel og himnan tekin af. Lifrin er nú skorin í bita og söxuð ásamt nýrun- um þrisvar sinnum í söxunarvél og tægjurnar, sem koma á hnífinn tekn- ar úr. Saltinu, mjólkinni, mjölinu og mörnum skal hræra saman við lifr- ina; þá er hún er látin í langa og vinstrar og farið síðan með hana eins og blóðmör. Að súrsa blóðmör ög lifrarpylsu. Þegar lifrarpylsan og blóðmörinn er orðinn kaldur, skal raða keppun- um ofan í hreint og vatnshelt ílát og hella köldu, síuðu vatni á þá, þangað til flýtur vel yfir. .Ofan á ílátið skal láta hlemm, og eftir nokkra daga skal gæta að, hvort ekki þarf að bæta vatni á, þar eð slátrið drekkur í sig vatnið. Síðan skal bræða yfir ílátið. Að súrsa svið og lundabagga m. m. •Þeim skal raða köldum í hreint og vatnshelt ílát ásamt blóðmör og hella svo í það góðri sýru, þar til flýtur yfir. Sé blóðmör ekki með, er sýran orðin dauf, þegar komið er fram á miðjan vetur, og skal þá skifta um sýru, eða flytja sviðin og lundabaggana í sláturstunnurnar, því vatnið er þá í sambandi við mjölið í slátrinu orðið að sýru. Lungu og hjörtu má súrsa á sama hátt. Lungu og hjörtu .... Barkana skal skera eftir endilöngu og skera hjörtun vel upp, svo allt blóðið náist úr þeim, þvo þetta síðan úr mörgum vötnum. Þetta er síðan soðið meyrt í söltu vatni. Til vetrarins eru þau geymd í súr. Líka má búa til reykt bjúgu úr lungum og hjörtum, eru þau þá söxuð 3—4 sinnum í söxunarvél, síðan hnoðuð vel og látin í þau salt, pipar, engifer, nokkuö af söxuðum mör og lítið eitt af vatni. Þessu er síðan troðið í langa og bjúgun reykt vel i gegn. Heilastappa Heilinn er tekinn úr hausunum, um leið og þeir eru klofnir, og þveginn úr tvennum köldum vötnum. Saman við heilann skal hræra nokkru af mjöli og vatni og setja yfir eld með ögn af salti og pipar. Þegar hann hefur soðið hér um bil V2—1 tíma, Nú er koniiiui tími til að fara að hugsa fyrir vetrarfatnaðin- mn. Hér er fallegur og hlýr ullarkjóll frá tízkuhúsinu Heim. Spællinn heldur víddinni af fell- ingunum saman. Hann er hnepptur niður í mitti á bakinu. • Konrn- ættu ekki að vera í skóm með háum hælum, þegar þær aka bíl, segir umferðarlög- reglan í Ohio í Bandaríkjunum. — Þegar þær þurfa að stíga snögglega á hemlana, hindrar hællinn þá í að ganga alveg niður. • Nú skrýðist kvenþjóðin ,,ull- ar“-kjólum úr berki eða mjólk. „Silki“-nærfötin og kvöldkjóll- inn eru úr trjákvoðu eða lín- skafi, ,,gimsteina“-skrautið úr harpeis, ,,leður“ skór úr gerfi- efni og hatturinn úr sellófan. Þjál (plast) er ágætt í grind fyrir handtösku kvenna úr gerfisilki, gler leggur til arm- hringi úr ,,jade“, einnig „fíla- beins“ perlubönd og gerfi- moskus getur hún dreypt á vasaklútinn sinn. Sokkarnir eru nú gerðir úr kolum og lofti og skór gerðir úr fölsku krókó- dílaskinni og þykja hinir feg- urstu. (Úr vesturheimska blaðinu Heimskringlu). skal taka hann ofan, og' borða hann heitan með brauði. Heilapylsa XJr heilanum er látið mjöl og grjón útbleytt í mjólk, einnig' salt og' kúm- en, síðan er þessi grautur látinn i langa og soðinn eins og blóðmör. Soðkæfa 40 pd. kjöt 1,20 pd. salt 200 gr. laukur 25 gr. steyttur pipar 25 gr. steytt allrahanda vatn. Þegar búið er að höggva og verka kjötið, er það látið ofan í sjóðandi vatn ásamt 200 gr. af saltinu, og soðið, þangað til beinin nást úr því, þá er það fært upp og öllum beinuni smeygt úr. Þau eru sett í pottinn aft- ur og soðin í soðinu, á meðan verið er að saxa kjötið í söxunarvél. Þá er soðið síað og sett yfir eldinn aftur, og soðið, þar til það er farið að þykkna, þá er,flotið af kjötinu sett í pottinn og látið renna, ef kæfan á að vera feit, er látið meira flot eða tólg í pottinn. Laukurinn er saxaður og hann látinn út í, ásamt saltinu og kryddinu. Þá er kjötið látið út í pott- inn og hitað vel í gegn við hægan eld og stöðugt hrært í kæfunni á meðan, þá er hún strax tekin ofan og látin í það ílát, sem hún á að geym- ast í. Kæfu þá sem á að geyma til sumars, er bezt að sjóða niður í blikkdósir. Saltinu í kæfuna má haga nokkuð eftir bragði og eftir því, hve lengi á að geyma hana og hvernig hún er geymd; t. d. þegar hún er soð- in niður í dósir, þarf hún ekki að vera eins sölt, og þegar hún á að geymast í belg, þangað til seinni part vetrar. Soðlaus kæfa Hún er búin til á sama hátt og soðkæfa, nema soðið er ekki notað í hana og flotið af kjötinu látið í pott- inn um leið og kjötið. 10

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.