Vikan


Vikan - 12.09.1956, Page 11

Vikan - 12.09.1956, Page 11
YÐAR EINLÆGVR Einn af vinsælustu rithöfundum ungu kynslóðarinnar í Bandaríkjunum segir hér sögu frá Hollywood * * * * * * með 7 bréfum og 4 skeytum. * * * *. * * San Francisco, 3. apríl 1956. Ungfrú Evelyn LEIGHTON PARAVOX kvikmyndaverinu, HOLLYWOOD Kæra ungfrú Leighton, Afsakið ef ég er ósvífinn . . . Ég er búinn að dást að yður í mörg ár, og ár- um saman hefur mig líka langað til að leggja fyrir yður eina spurningu: Það vill víst ekki svo til að þér séuð Eva nokk- ur Leiden, skólasystir mín frá Tómasar Jefferson menntaskólanum árið 1935? Eva var þá fjórtán ára gömul, allir strákarnir í skólanum voru hugfangnir af henni og kepptust um að eyða tíma henn- ar á kvöldin. Ef þér eruð þessi Eva Leid- en, þá minnir nafn mitt yður kannski á eitthvað. Ef ekki, bið ég yður að afsaka þetta bréf og gleyma því. Yðar einlægur GEORGES F. JOHNSON. Hollywood, 10. april 1956. Kæri Johnson, Einkaritari minn sér venjulega um all- ar bréfaskriftir mínar, en hann áleit sér samt bera skylda til að sýna mér bréf yð- ar; það var líka rétt gert. Já, ég er Eva Leiden og ég man ákaflega vel eftir yð- ur. Ef mér skjátlast ekki, þá eruð þér sá sami ,,Jojo“, sem bauð mér ákveðið kvöld á „Yngri nemenda“ dansleikinn í skólan- um, og fóruð svo þangað með aðra skóla- systur mína, meðan ég stóð og beið heima hjá mér. Skrýtið hve lengi slíkir atburð- ir geymast lifandi í endurminningunum, ekki satt? Eruð þér þessi „Jojo“? Mér þætti gam- an að vita hvort mér skjátlast nokkuð frekar en yður? Yðar einlæg EVELYN LEIGHTON. San Francisco, 13. apríl 1956. Kæra ungfrú Leighton, Þér hafið aðdáunarvert minni! Eg dá- ist að því að heimsfræg kvikmyndastjarna, eins og þér eruð orðnar, skuli muna eftir mannvesalingi á borð við mig! Já, ungfrú Eva, kvöldið sem dansleik- ur vngri nemendanna var haldinn, stakk ég yður af. Leyfið mér að útskýra ástæð- una: Þér voruð fallegasta litla tepran í skólanum, og þér höfðuð gaman af því að leika aðdáendur yðar grátt. Ég þekkti að minnsta kosti tuttugu þeirra aðeins úr mínum bekk, sem gengu með brostið hjarta yðar vegna. Ég var ákveðinn í að launa yður svartan belg fyrir gráan. Og hvað það tókst vel! Ég gleymi aldrei hve ofsareiðar þér voruð. „Aldrei skal nokkur strákur gera mér annað eins aftur“, sögð- uð þér í símann. Og það var orð að sönnu: aldrei þáðuð þér aftur boð um að eyða kvöldinu með mér. Og nú eruð þér orðin fræg leikkona; Lífið er skrýtið, finnst yð- ur það ekki? Ég yrði bæði hamingjusamur og stolt- ur af að fá áritaða mynd af yður, og sendi hérmeð 25 cent fyrir burðargjald- inu; það er venjan, að ég held. Yðar einlægur GEORGES F. JOHNSON. eftir HERMANN WOUK Hollywood, 20. april 1956. Kæri Johnson, Héi-með sendi ég yður árituðu mynd- ina, og 25 centin yðar, sem voru alveg óþörf. Satt að segja eruð þér einasti mað- urinn í heiminum, sem hefur dirfst að stinga mig af, þó ekki væri nema einu sinni, alveg frá því ég fæddist, og ég er dálítið forvitin að vita hvað hefur orðið um þann eina sem leyfði sér það. Þér eruð líka einasti pilturinn sem ég þekki, sem hefur sýnt vott af frumleika . . . Segið mér eitthvað um yður sjálf- an, ég fullvissa yður um að ég hef áhuga fyrir því. Yðar einlæg EVELYN LEIGHTON. San Francisco, 23. apiíl 1956. Kæra ungfrú Leighton, Ég er ákaflega hreykinn af því að þér skulið hafa áhuga fyrir svona lítilfjör- legum manni. Hvað á ég að segja yður? Ég er kvæntur alveg stórkostlegri konu, blátt áfram sagt. Hún heitir Corinne. Ég rek sokkaheildverzlun, sem gengur vel og spjara mig þrátt fyrir þessa hræðilegu skatta, sem eitra líf okkar. Þér kannizt við það, ekki satt? (Ha! Ha! Ha!) Ef ég skyldi einhvem tíma koma til Hollywood, þá læt ég einhvern af fylgdar- mönnunum, sem sýna forvitnu fólki bæ- inn, benda mér á húsið yðar og segi við hann: „Trúið því ef þér viljið, ég hef þekkt Évelyn Leighton í tuttugu ár“, og ég verð hreykinn eins og hani. Ég óska yður alls góðs og þakka yður enn einu sinni. Yðar einlægur GEORGES F. JOHNSON. Hollywood, 24. apríl 1956. Kæri Johnson, Nú verður yður skemmt: hugsið yður, á þeirri stundu sem ég fékk bréfið yðar, var Bob Tollinger, umboðsmaðurinn minn, staddur hjá mér. Honum kom strax í hug ljómandi hugmynd: að láta yður koma til Hollywood (í boði mínu, auðvitað). Það mundi hafa alveg óviðjafnanlegt auglýsingagildi, að láta fræga kvikmynda- stjörnu hitta aftur gamlan tilbiðjanda úr menntaskólanum. Við skulum hittast ein hjá Ciro, þér og ég, og eyða kvöldinu þar saman. Ég vona að konan yðar setji sig ekki upp á móti því? Þér getið sagt, ef þér viljið, að þarna sé kvenfólkið lifandi komið, en mér finnst það skemmtileg tilhugsun að eiga að hitta aftur einasta manninn í heim- inum, sem hefur stungið mig af, og það eftir tuttugu ár og undir svona ólíkum kringumstæðum. Þiggið þér boðið? Það væri mér mikil ánægja. Yðar einlæg EVELYN LEIGHTON. SÍMSKEYTI: San Francisco — 26. apríl — kl. 9.30. Móttekið boð yðar — Fegursti dag- ur lífi mínu — Reiðubúinn sleppa öllu hér til að fljúga Hollywood — Kona mín stórhrifin — Tiltakið dag og stund ég kem — Trúi varla slíkri heppni. JOHNSON SÍMSKEYTI: Hollywood — 26. apríl — kl. 14. Getið þér verið í veitingahúsinu Ciro klukkan 21,30 þann 28 — Blaðamenn og ljósmyndarar viðstaddir — Vinsamlegast staðfestist. LEIGHTON SlMSKEYTI: San Francisco — 26. apríl — kl. 18. Flugfar pantað — Pakkað í ferðatösk- una — Sjáumst 28. — Dreymir dásamlegt æfintýri. JOHNSON. SÍMSKEYTI: Hollywood — 29. apríl kl. 1,30. Hvað kom fyrir — beið yðar tvo tíma hjá Ciro — beið heima eftir símtali eða símskeyti til klukkan eitt — Vænti skýr- ingar. LEIGHTON. San Francisco, 29. apríl 1956. Þakka yður fyrir símskeytið. Ég græði Framliald á bls. IJf. 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.