Alþýðublaðið - 05.02.1923, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.02.1923, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Húsmæður! lícynslau mun sanua, að „Smárasmjöiiíkið“ cr bragðbezt og uotadrýgst, til viðbfts og bbktinar. — Bæmið sjálfar nm gæðin. Skakan lítnr Itaunig út: vera lcomin á markaðinn þing- tíðindi hverrar viku íyrir iok þeirrar næstu. Býst ég við, að til þess þyríti talsvert fleiri menn í þjónustu þingsins en nú starfa að útgáfunum, en hvern mann í styttri tíma. Að ioknu þingi kæmi loks út yfirlitið og leið- réttingar, ef þörf gerðist. Sjálfsigt væri, að þingtíðindin yrðu eigi að eins seld föstum kaupendum, heldur væru heftin einnig seld í lausasölu. Þó að heftin yrðu nokkru dýrari — ‘hver örk — í lausasölu, heldur en hún er í þingtíðindunum nú, myndi salan samt verða miklu meiri, einkanlega á sumum heft- unum, þau sem stórmái, er al- menningur hefði áhuga á, væri til umræðu. Kæmi þannig dálítið upp í kostnaðinn. Aðalgagnið væri þó það, að þingtíðindin kæmu að seiii mest- um notum, margföldum notum á við þaö, sem þau gera nú. Almenningur fengi fullkomha og óhlutdrœga þingsögu jafnóðum og hún gerðist, en þyrfti ekki að treysta á frásagnir blaðanna eingöngu, sem eins og kunnugt er eru oft ekki að eins einhliða, heldur margsinnis meira og minna hlutdrægar. Öllum heiðarlegum þingmönn- um og stjórnmáiamönnum ætti því að vera ljúft að styðja að því, að svofeld endurbót á út- gátu Alþingistíðindanna kom- ist sem allra, fyrst í framkvæmd. Þá íyrst er Alþingi opið til fulls. Munu slfkar endurbætur stofna til meira stjórnmálaþrif- naðar, heldur en lokunarstefnan, er keppir að því, að Ioka um- ræðum á Alþingi fyrir kjósend- unum. Ouöm. JR. Ólafsson úr Grindavík. Erlend símskejti. Khöfn, 3. febrúar. í*ýsltir jafiiaðarmeim og sam- komulag við Frakka, Frá Berlín er símað: Flokks- fundar jáinaðarmanna hefir sam- þykt að raunsaka, í hverri mynd megi taka upp tilraunir til sam- komulags við Frakka. Wlrth aftur kanslari? Wirth, fyrr kanzlari, hefir verið hafður á orði sem kanzlari í stjórn með nýrri skipan. Óánægja við Frakba. Fi á Lundúnum er sfmað: Skeyti Poincarés til Angorástjórnarinnar veldur stöðugu ósamkoniulagi. Samgiingur hcfjast aftur í Ituhi-héiuðunuia. Blaðið i«Times« skýrir frá því, að fyrir milligöngu Englendinga hafi landtökuyfirvöldín og þýzka járnbrautastjórnin gert samkomu- Iags, og muni því samgöngur bráðlega komast í lag aftur. Verkamenn óánægðir. Komin er upp óánægja meðal verkamanna í Ruhrhéruðunum út af mótþióa-stefnu stjórnarinn- ar þýzku. Ný siglíngaleið milli Eng- lands og Amoríku. Bandaríkjamenn ætla sér að byrja í júlí ferðir eftir nýrri siglingaleið milli Southampton og New York til farþegaflutn- inga. Ensk skipafélög hafa sett niður fargjöldin. Gfengi peninga. Sterlingspund kostar nú kr. 2475, dollar kr. 5.33, mörk (100) 1,6 eyri, sænskar kr. (100) kr. 141.75, norskar (100) kr. 98,75. Næturlæknii’ í nótt Jón Hj. Sigurðsson. Frá Hesteyri er Alþbl, skrifað 25. f. m.: >Á þingmálafundi, er Sigurður prest- ur (Stefánsson) ( Vigur lét um- boðsmann sinn (Guðmund Sig- urðsson á Látrum) halda hér, voru m. a. samþyktar fundar- ályktanir þess efnis, að fundur- inn teldi vel farið, að lands- mönnum sé forðað frá Steinolíu- félaginu, aö fundurinn væd óá- nægður með óstjórn þá, er ríkt hefir . í íslandsbanka á síðustu tímum og slælegt eftiriit stjórn- arinnar með honum, að fundur- inn óskaði, að frumvarp svo sem það, er kom fram á Alþingi um frestun fræðslulaga, verði ekki samþykt á Aiþingi. — Einnig taldi fundurinn rétt, að ferða- kostnaður þingmanna sé lögá- kveðin (eða það þlngfararkaup, er hverjum þeirra skal greiða). Tjáði fundurinn sig einnig mót- fallinn föstum sendiherrastöðum og fálkaorðum. Enn fremur lýsti hann sig því samþykkan, að dómarar í hæstarétti séu að eins 3, en undirréttur sé settur Jíkt og áður var. Þá var og skorað á landsstjórnina að hiutast til um, að sem allra fyrst verði sett íullnægjandi iandhelgisvörn frá Látrabjargi að Horni á tímabil- unum 1. maí til 30. nóv. — Það bar til tíðinda hér, sem sjaldgæft er 'á eigi fjölmennari stöðum, að fundir voru halduir þrjú kvöld í röð (rædd ýmis héraðsmál), en fjórða daginn (15. janúar) var haldinn þingmálafundurinn, . . . blysför þann 16., og 17. janúar sást sólin f fyrsta sinn á árinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.