Vikan


Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 16

Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 16
Neil Blair er atviimulaus blaða- maður. Gamall vinur úr hernum, þekktur kvikmyndastjóri, býður honum starf og sendir hann ásamt kvikmyndatökumanninum m Joe Wesson, í skíðaskála I “m suður í ítölsku Öipunum. ™ Þangað kemur hann undir því yfirskini að hann sé að skrifa kvikmyndahandrit, en í rauninni á hann aðeins að fylgjast með öllu sem gerizt í skálanum og gestun- um þar og láta Engles vita. Auk þess hefur hann fengið mynd af stúlku, sem hann á að svipast um eftir. í skálann koma þrír gestir um svipað leyti og hann, þeir Val- dini, Gilbert Mayne og Grikkinn Keramikos. Auk þess hefur Neil hitt Forelli greifafrú, sem hann þykist þekkja af myndinni. Dag- inn eftir að hann kemur er skíða- skálinn boðinn upp. Feneyskur lög- frœðingur á hæsta boð. — Blair kemst að því að Keramikos hefur óliréint mél í pokahominu og er í sambandi við ókunnan mann, sem virðist staðráðinn í að komast yfir skálann. Næsta dag stingur Gilbert Mayne upp á því, að Blair fari með honum á skíði. Hann jánkar eftir nokkurt hik — og er það nærri búið að kosta hann lífið. ÞEGAR hann var farinn rétti Joe mér hrærð egg á bakka. „Hvern andskotann ertu að reyna að gefá í skyn, Neil?“ sagði hann þegar ég var byrjaður á eggjunum. „Hversvegna varstu að spyrja hann um herinn og það allt?" ' „Af .því að mér var sagt að hann hefði verið Jiðhlaupi," sagði ég, með munninn fullan. Það var gott að bragða mat aftur. „Annar er lygari. ‘Ég kemst áreiðanlega að því hver er lygarinn." „Ég skil þig ekki," muldraði hann. „Mayne er ágætis náungi. Hann gat ekki gert meir. Hann hringdi undir eins og hann kom til Carbonin. Ég svaraði í símann. Hann var mjög áhyggjufullur. Hánn hlýtur að hafa verið orðinn dauðþreyttur. En hann fór rakleitt áfram með leitarflokknum. Hann kom ekki fyrr en það var orðið dimmt. Það var ekki honum að kenna, að hann fann þig ekki.“ Ég ýppti öxlum og hélt áfram að borða. Hann , virtist ekki kunna við þögnina. „Mér finnst þú fjandi ósanngjarn við hann," hélt hann áfram. ic> SKiD&nniNN EFTIR HAMMOND INNES „Veiztu hvað þú sagðir, þegar þú raknaðir úr rot- inu og fékkst koníakið. Ég spurði hvað komið hefði fyrir. Og þú sagðir mér, að Mayne hefði reynt að drepa þig.“ Ég leit á vingjarnlegt andlit hans. Hann var svo viss með sjálfan sig. Veröldin var ekki til annars en að taka myndir af henni. „Og þú hélzt að ég væri með óráð.“ „Auðvitað varstu með óráð," sagði hann ró- andi. „Trúðu mér, hann gerði allt sem hann gat. Það var ekki honum að kenna, að þú lentir í skafli og snjórinn fauk yfir förin. Það getur allt komið fyrir uppi í fjöllunum. Leiðsögumaðurinn, sem bar þig dálítinn spöl, sagði mér margar sög- ur um slíka atburði. Það sem að er, er að þú færðist of mikið í fang." Ég sagði ekkert. Það þýddi heldur ekki. En Mayne hafði logið, þegar hann sagðist hafa beygt neðst niðri í dalnum, án þess að stansa. Joe fór og skildi mig einan eftir í rúminu. Ég reyndi að lesa. En ég gat ekki einbeitt mér að efninu. Loks lagði ég frá mér bókina, og fór að hugsa um hvað skeð hafði. Líklega um klukkustund síðar kom Joe inn. „Engles vill tala við þig í símanum," sagði hann. „Hann er niðri á Splendido. Segist hafa reynt að ná í þig áður, en hafi ekkert fengið upp úr Aldo. Ég sagði, að það mætti helzt ekki draga þig á lappir, en hann vildi hafa sitt fram. Þú kannast við það," bætti hann við í afsökunartón. „Þótt þú lægir fyrir dauðanum myndi hann láta mig draga þig upp úr rúminu. Ég reyndi að segja honum hvað kom fyrir. En hann vildi ekki hlusta á mig. Hann vill aldrei hlusta á neitt, nema hann hafi sjálfur komið þar við sögu. Heldurðu að þú getir komið niður, eða á ég að segja honum að fara til andskotans." „Nei, ég kem," sagði ég. Ég. stóð upp og setti teppi yfir axlirnar utan yfir sloppinn. „Hvað ætli hann vilji hingað ?“ sagði Joe, þeg- ar hann fylgdi mér niður. Ég var ekki ailt of styrkur í hnjáliðunum. Annars leið mér vel. „Hversvegna í fjandanum er hann að skipta sér af okkur?“ muldraði hann fyrir aftan mig. „Það er alltaf eins. Honum finnst ekkert vera hægt að gera án hans. Ertu búinn að skrifa eitthvað?" „Jamm, eitthvað," sagði ég. En ég var ekki að hugsa um kvikmyndarhandritið. Síminn var á barnum við hliðina á kaffibrús- anum. Mayne og Valdini litu upp, þegar ég kom inn. Þeir sátu við arininn. Valdini sagði: „Yður líður betur, herra Elair. Það gleður mig. Ég var farinn að óttast um yður." „Mér liður ágætlega núna, takk," sagði ég. Ég tók upp heyrnartólið. „Ert þetta þú, Neil?" sagði Engles í símann. „Hvað var Wesson að tauta um slys?“ Ég sá, að bæði Mayne og Valdini fylgdust með mér. „Það er kannski of mikið sagt," svaraði ég. „Ég skal segja þér það á morgun. Ætlarðu að koma hingað upp?" „Snjórinn er nokkuð djúpur hérna," svaraði hann. „En ég skal koma, þótt ég verði að fara þetta á skíðum. Ég er búinn að panta herbergi. Hefurðu komizt að nokkru um Mayne?" „Heyrðu," sagði ég. „Ég get ekki sagt þér neitt núna. Síminn er í barstofunni. Segi þér allt á morgun." „Ég skil. En ég held ég kannist við hann af þessum myndum, sem þú sendir. Ég lét fram-' kalla þær um leið og ég fékk þær. Það var örið, sem kom mér á sporið. Þessvegna flaug ég hing- að. Varaðu þig á honum, Neil. Ef hann er eins slæmur og ég held hann sé, þá er hann hættu- legur. Meðal annarra orða, ég er með litlu drós- ina, hana Cörlu með mér. Hún er búin að fá tiu kokteila og segir, að ég sé voða sætur og alls ekki enskur I ,mér. Við skulum vona, að við höf- um sömu skoðun á henni." Hann hló við. „Jæja, ég sé þig þá á morgun." Hann hringdi af. Ég kvaddi Engles. Joe rétti að mér glas, þegar ég setti niður heyrnartólið. „Er allt í lagi?" spurði hann. „Já, það virðist vera það,“ sagði ég. „Hvað er hann að gera hingað? Sagði hann þér það ?“ „O, ég held hann ætli bara að líta á staðinn sjálfur." „Einmitt. Hann er samt déskoti góður leikstjóri. Einkennilegur karl. Mamma hans var frá Wales. Þaðan hefur hann ást sína á tónlist og málæði og gáfurnar. Þessir Walesbúar eru allir eins — yfir- borðskenndir samt." „Engles er mesti kostakarl," sagði ég. „Hann er heldur ekki walskur nema í aðra ætt- ina. Veit ekki hver pabbi hans var — líklega Skoti. Þessvegna er hann svona duttlungafullur og nákvæmur í sér. Hann á í stöðugri baráttu innbyrðis. Það er erfitt að vinna með honum. Samt er hann fyrirmyndar leikstjóri." Ég lauk úr glasi. mínu og hélt aftur upp i her- bergi mitt. Joe stumraði yfir mér eins og móðir — lét setja heitt vatn á Hitaflöskwrnar, setti cognac við hliðina á mér og sá um að ég hefði nógu mikið af sígarettum. „Á ég að kyssa þig góða nótt?" snurði hann glottandi. „Ætli ég hafi það ekki af án þess," svaraði ég hlæjandi. „Allt í lagi," sagði hann og slökkti ljósið. „Þér líður ágætlega á morgun." Þegar h->nn var farinn, stóð ég upp og læsti hurðinni. Ég vildi ekki eiga neitt á hættu. Ég hafði okki Jegið undir hlýrri sænginni meira en nokkrar mínútur, þegar heyrðist gengið eftir gangini"--> í skíðaklossum. Síðan var barið. „Hver er hað?“ spurði ég. „Keramikos." var svarað. „Ég kem '-’veg," svaraði ég. Ég skreið út úr rúminu og opnaði. S’ðan kveikti ég og stökk upp í aftur. „Kom inn,“ kallaði ég. Hann kom inn og lokaði á eftir sér. Hann stóð stundarkorn við rúmgaflinn og horfði á mig. Það VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.