Vikan


Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 17

Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 17
var erfitt að dæma um augnaráð hans bak við þessi þykku gler. Það glampaði á gleraugun eins og tvo diska. „Jæja þá,“ sagði hann, „það var þá ekki togbrautin." „Hvað meinið þér?“ spurði ég. En ég skildi vel hvað hann meinti. Hann skeytti spurningu minni engu. „Þér læs- ið á eftir yður núna. Þér eruð alltaf að læra.“ „Það kemur yður ekkert á óvart, að ég varð fyrir óhappi, þegar ég var úti með Mayne, er það?“ spurði ég. „Það kemur mér aldrei neitt á óvart, vinur minn,“ sagði hann, eins og hann vildi komast hjá þvi að svara. Ég reyndi aftur. „Þér sögðuð mér, að Mayne væri liðhlaupi og hefði gengið í herinn árið 1942. Hann segist hafa gengið í herinn árið 1940.“ „Hann hefur þá eflaust rétt fyrir sér. Ég þekki ekki sögu Gilbert Maynes. Ég þekki aðeins sögu þessa manns.“ „Eruð þér að gefa í skyn, að þetta sé ekki hinn rétti Gilbert Mayne?“ því að ég vissi ekki hvaða merkingu ég átti að leggja í orð hans. Hann yppti öxlum. „Ef til vill,“ sagði hann. „En ég kom ekki til þess að tala um Mayne við yður. Mér fannst það bara almenn kurteisi. Ég kom til þess að samgleðjast yður yfir að hafa sloppið svona naumlega. Wesson var að segja mér, að leikstjórinn í fyrirtæki ykkar væri kom- inn. Verður hann hérna í skálanum?“ „1 nokkra daga,“ sagði ég. „Þið hafið eflaust sameiginleg áhugamál. Hann var einu sinni í Grikklandi." „Grikklandi?" Hann virtist hafa áhuga ' á þessu. „I hernum?" „Já,“ sagði ég. „Upplýsingaþjónustunni." Hann leit snöggt á mig. „Þá höfum við ef- laust um margt að spjalla." Hann bauð mér góða nótt. En á leiðinni til dyra sneri hann sér við. Ég sagði við hann: „Með- al annarra orða, þegar þér rannsakið það sem skrifað er á blað, sem stendur í ritvél, þá skuluð þér sjá um, að það sé rétt sett í aftur." „Ég skil ekki,“ sagði hann. „Þér leituðuð i herberginu mínu í gærkvöldi," sagði ég við hann. Hann leit hörkulega á mig. Síðan sagði hann: „Hver sem hefur leitað í herbergi yður, herra Blair, þá var það ekki ég — ég fullvissa yður um það.“ Hann lokaði á eftir sér. Ég stóð þegar á fætur og læsti hurðinni. Þegar ég leit út um gluggann morguninn eftir, sá ég að allt var gjörbreytt. Það var ekkert sól- skin, engar andstæður í náttúrunni. Himininn var grár af fallandi snjó — stórar flyksur í billjónatali. Jörðin var eins og hulin gráhvítu teppi. Trén voru svo þakin snjó, að þau virtust ekki einu sinni vera tré! Veröndin var ekki lengur viðarpallur. Yfir henni hvíldi hreinhvítur snjór, og borðin voru að sligast undan snjóbyrgðinni. Mér leið ágætlega — ég var bara þreyttur og með miklar harðsperrur. Ég fór niður og hringdi i Emillio sem var í kofanum við hinn enda tog- brautarinnar. Hann sagði mér að sleðinn myndi hafa það upp eins og var, en ef hann hvessti og snjórinn færi að fjúka, þá væri það ekki lengur hægt. Síðan hringdi ég niður í Splendido og bað um skilaboð til Engles á þá leið, að ef hann kæmist til Tre Croci, þá gæti hann komizt með togsleðanum upp til Col da Varda. Síðan sagði ég Aldo að taka til i lausa herberginu. Ég ætti nú að segja frá þvi, þegar Engles kom, því að ekkert kom fyrir fyrr en hann var kominn. En vegna þess að allt sem skeði var í sambandi við komu hans þá ætla ég að segja frá því, þegar við vorum að bíða eftir honum. Það var skiljanlegt, að Joe og ég biðum eftir honum með nokkurri eftirvæntingu. Joe var að þúa sig undir orðasennu við leikstjórann. „Eng- les vei'ður með hausinn fullan af alls konar hugmyndum, bölvaður," sagði hann í kvörtunar- tón. En kvikmynd verður að hafa vissan fókal- púnkt, og fókalpúnkturinn er þessi kofi og tog- brautin. Það tekur sig stórkostlega út á kvik- mynd. Sjáðu bara þennan morgunn. Eftir nokkr- ar klukkustundir verðum við tepptir hérna uppi. Hugsaðu þér, ef fólkið hérna hataði hvort annað, og hefði hvert sitt áhugamál." Þetta sagði hann við morgunverðarborðið, og hinir fylgdust með með miklum áhuga. „Og togbrautin," bætti hann við. „Ég er búinn að ná ágætum myndum af henni. Bara að búa til gerfisleða og láta hann þjóta niður með slitna taug. Og eltingaleikur á skíðum — ég tók ágæta mynd af þér, Neil, þegar þú komst niður og féllst við fætur okkar. Ef Engles er mér ekki sammála — ja, þá má f jand- inn hirða mig ef ég segi ekki upp.“ Joe var fullur ákafa. Mér var hálf órótt inn- anbrjósts. Mér fannst Engles verða að segja mér hversvegna hann hafði sent mig hingað, eftir allt sem komið hafði fyrir. En hinir. Hversvegna voru þeir svona þögulir? Mayne hafði tekið glaðlega á móti mér, þegar ég kom niður. Hann spurði hvernig mér liði, eins og honum væri mjög annt um velferð mína. Hann var hlýlegur í viðmóti og eðlilegur, en þögull venju fremur. Augu Önnu brostu til hans, þegar hún bar á borðið, en hann virti hana ekki viðlits. Og þegar Joe kom niður og byrjaði að tala um Engles þá þagnaði hann alveg. Og Valdini, sem var alltaf síkjaftandi, sagði ekki orð. Joe tók eftir þessu og sagði: „Um hvað eruð þér að hugsa, Valdini? Hefur eitthvað slegizt upp á vinskapinn milli ykkar greifaynj- unnai' ?“ „Þér eruð alltaf að hæðast að mér, Wesson," svaraði litli Sikileyjarbúinn önuglega. „Þér lituð út fyrir að vera mjög áhyggjufullur, eftir að hún hafði hringt í yður í gær," sagði Joe. „Hvenær var það?“ spurði ég. „O, þegar þú varst loksins kom-inn í rúmið," svaraði Joe. Svo að hún hafði hringt í hann, eftir að Engles liafði hringt í mig. Ég hefði viljað gefa mikið fyrir að vita hvað hún hafði sagt. Það var enginn vafi á því, að það var eitthvað út af Engles. Og Keramikos. Hann var alltaf þögull og ó- mannblendinn. En í dag virtist hann hafa augun hjá sér. Hann horfði einkennilega á morgun- verðarborðið. Hann virtist eitthvað taugaóstyrk- ur. Seinna skildi ég, að hann hafði ástæðu til þess að vera taugaóstyrkur. En mér fannst það einkennilegt þá, þvl að venjulega var hann svo sjálfsöruggur. Joe talaði við mig dálitla stund um kvikmynd- ina. Hann kvaðst þurfa á stuðningi mínum að halda. Hann vildi fá mig til þess að segja hon- um eitthvað um kvikmyndahandritið, sem ég hafði átt að semja. Hvernig áttu sviðin að vera? En, þegar hann fann, að ég vildi ekki segja hon- um neitt þagnaði hann líka. Að lokum sagði hann við mig, að það lægi eitthvað í loftinu. „Það er eins og þessi snjór hafi sömu áhrif á fólk og misserisvindarnir og sirocco vindarnir. Hvað ætli það verði svona lengi Mayne?" „Iúklegast svona tvo daga,“ svaraði Mayne. „Guð minn góður!" sagði Joe. „Eigum við að sitja hérna eins og hálfdauðar uglur í nokkra daga? 1 guðanna bænum, Mayne, spilið þér eitt- hvað upplífgandi á þetta píanó þarna. Þó get ég ekki sagt að mér ’sé vel við, það þegar þér eruð að hamra á það á morgnana. En það er allt skárra en að við sitjum hérna allir og glápum á arininn þann arna.“ En Mayne kvaðst ekki vera upplagður. Og enginn tók undir ósk Joes. Loks stóð hann upp og náði sér í bók. En þótt hann væri með einn af sinum ágætu kúrekareifurum, þá virtist hann ekki geta einbeitt sér að efninu. Valdini sat og stangaði úr tönnunum með eldspýtu. Mayne og Keramikos virtust niðursokknir í hugsanir sínar. Framháld í næsta hlaði. Svör vlö „Veiztu — ?“ á bls. 4: 1. 1 orðabók. — 2. Sigriðarstaðavatn upp aí Húnaflóa. Sigurðarstaðavatn á Melra.kkasléttu. — 3. Anthony Eden. — 4. Volgu. — 5. Samuel Gold- win. — 6. Jan Mayen og Svalbarði. — 7. Daisy (Ljúfa Baisy, láttu mig vissu fá. Þú ein getur l eknað mín hjartans sár). — 8. Edgar Allan Poe. — 9. Ðí.yx. — 10. F'.mm fingur. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Vélsmiðja Hafnarf jarðar h.f. i Óskum öllum okkar viðskiptavinum Gleðilegs nýárs með þökk fyrir það liðna. Stebbabúð Hafnarfirði. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Bókabúð Olivers Steins Bókaútgáfan Röðull Hafnarfirði. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árínu. Skipasmíðastöðin Dröfn h.f. Byggingafélagið I»ór h.f. Hafnarfirði. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. PALLABÚÐ, Hverfisgötu 56, Hafnarfirði. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Bókabúð Böðvars Sigurðssonar, Strandgötu 3, Hafnarfirði. Gleðilegt nýár! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. H.f. Raftækjaverksmiðjan Hafnarfirði. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.