Vikan


Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 20

Vikan - 09.01.1958, Blaðsíða 20
MMappdrmttislán Greiddir verða 5% vextir og vaxtavextir af skuldabréfunum Auk þess verða greiddar árlega KR. 300.000.00 í VIIMIMIIMGUM Islendingar eru ein mesta flugþjóð í heimi. Fáar þjóðir eiga jafn mikið undir flugsam- göngum, enda tala tölur sínu máli. Á árinu, sem nú er að líða, flytja flugvélar Flugfélags Islands um 80.000 farþega, eða sem svarar helmingi allra landsmanna. Þessar tölur bera jjósan vott um hina öru þróun í flugsamgöngum okkar. Flugfélag Islands hefur ávallt stefnt að því marki að veita sem bezta þjónustu með bættum flugvélakosti og tíðari ferð- um til sem flestra staða. Vegna mikillar fjárfestingar í sambandi við flugvélakaup og aukinnar þjónustu, er fé- lagið hyggst veita í æ ríkari mæli í framtíðinni með því að efla enn frekar flugsamgöngur innanlands og milli landa, verður ekki hjá því komizt, að Flugfélag Islands afli sér aukins f jármagns. Með hliðsjón af framangreindu hefur stjórn félagsins ákveðið að leita stuðnings landsmanna. Hefur Alþingi og Ríkisstjórn í því skyni heimilað Flugfélagi Islands útgáfu happdrættisskuldabréfa að upphæð kr. 10.000.000.00. Gefin verða út 100.000 sérskuldabréf, hvert að upphæð kr. 100,00. Verða þau að fullu ehdurgreidd 30. des. 1963, með 5% vöxtum og vaxtavöxtum, eða samtals með kr. 134.00. Hvert skuldabréf gildir jafnframt sem happdrættismiði, og verður eigendum sérskulda- bréfanna úthlutað í 6 ár vinningum að upphæð kr. 300.000,00 á ári. Vinningar verða greidd- ir í farseðlum með flugvélum Flugfélags Islands innanlands eða milli landa, eftir vali. IJt- dráttur á vinningum fer fram einu sinni á ári, í fyrsta skipti í apríl 1958. v. VINNINGAR : i ■ ■■■■■!■ 1 1 5 10 20 30 84 vinningur á kr. 10.000 — kr. 10.000 ------------- 8.000 --------- 8.000 --------------- 7.000 7.000 ------------- 6.000 --------- 6.000 --------------- 5.000 25.000 --------------- 4.000 40.000 --------------- 3.000 60.000 ------------- 2.000 --------- 60.000 --------------- 1.000 — — 84.000 Samtals kr. 300.000 SÖLUSTAÐIR: Fyrst í stað verður sölu skuldabréf- anna hagað sem hér segir: Aðalsöluumboð verður hjá afgreiðslum og umboðsmönnum Flugfélags Islands víðs vegar um land. Auk þess munu Landsbanki lsiands, Utvegsbanki Islands og Búnaðarbanlti Islands, svo og útibú þeirra, annast sölu happdrættis- skuldabréfanna. Ennfremur Verzlunarspari- sjóðurinn og Samvinnusparisjóðurinn. 5TEINDDR5PRENT H. F.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.