Vikan


Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 3
Senn liðin tuttugu ár síðan Flugfélag Islands hóf innanlandsflug. Tvær verð- launakeppnir Vikunnar af því tilefni TTÉR eru góð tíðindi fyrir lesendur Vikunnar. Takið nú eftir! Blaðið boðar hér með til tveggja verðlaunakeppna og hefst önnur þegar með þessu tölublaði. Hin byrjar í næstu viku. Hún er við það miðuð, að allir geti tekið þátt í henni, konur og karlar, ungir sem gamlir. Hún verður tengd forsíðu blaðsins. Lesendur verða beðnir að spreyta sig við tíu einfaldar þrautir. Á næstu forsíðum Vikunn- ar munu til dæmis birtast myndir af stúlkunni, sem við kynnum hér á síðunni og sem þið nú sjáið í fyrsta skipti á forsíðu blaðsins. Lesandinn mun mæta henni í ýmsum gerfum: í flugmannsbúningi,. í gömlum íslenzk- um viðhafnarbúningi o. s. fry. Á myndunum verða líka happdrættis- skuldabréf þau, sem Flugfélag íslands nú býður til sölu — hundrað króna bréfin, sem gefa eigendum tækifæri til stórra vinninga um leið og þeir styrkja eitt af þörfustu fyrirtækjum þjóðarinnar. Nú munu lesendur verða beðnir að segja, hve mörg af þessum happ- drættisskuldabréfum séu á næstu forsíðum Vikunnar. Þessi verðlauna- keppni mun standa í tíu vikur. í hverju tölublaði verður miði (merktur 1, 2, 3, o. s. frv.), sem lesandanum er ætlað að klippa út. Á miðann á hann að skrifa lausn þrautarinnar hverju sinni og geyma síðan. Þegar keppninni lýkur hinn 27. marz, hefur þátttakandinn því tíu tölu- setta miða undir höndum með jafnmörgum lausnum. Miðakippuna á hann þá að senda ritstjórn Vikunnar, þó ekki seinna en tíu dögum eftir lok keppninnar, eða fyrir sunnudaginn 6. apríl. Verðui’ þá dregið úr nöfnurn þeirra, sem í öll skiptin hafa fundið rétta lausn, og úrslitin tilkynnt í blað- inu. sem út kemur 17. apríl. En verðlaun sigurvegarans verða — Flugferö til Kaupmannahafnar og íieim aftur Verðlaunakeppnin, sem hefst í blaðinu í dag, er aftur á rnóti ætluð áhugaljósmyndurum. Nafnið ,,áhugaljósmyndari“ hefur ákaflega víða merkingu; við á Vikunni leggjum nánast þann skilning í það, að það sé í rauninni samnefni allra þeirra, sem eiga myndavél og hafa gaman af að nota hana. Jæja, látið nú hendur standa fram úr ermum! Vikan auglýsir hér með eftir myndum, sem á einhvern hátt — og sem skemmtilegastan — má setja í samband við starfsemi Flugfélags íslands. Þó skal það tekið fram, að starfsmenn félagsins verður því rniður að útiloka frá keppni; hinir ágætu áhugaljósmyndarar í hópi þeirra hafa of góða aðstöðu til þess að skjóta öðrum aftur fyrir sig. Myndirnar þurfa að vera þokkalega unnar og mega ekki vera smærri en 24x30 cm. Vikan áskilur sér rétt til að birta beztu myndirnar. Þessari keppni lýkur 22. febrúar. Myndir, sem berast kunna eftir þann tíma, verða ekki teknar til greina. Vænt þætti Vikunni líka, ef menn geymdu ekki til síðasta dags að senda myndir sínar. Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi og ritstjóri Vikunnar munu fá blaðaljósmyndara sér til aðstoðar við val verðlaunamyndarinnar. IJrslit verða tilkynnt hinn 6. marz. En verðlaun sigurvegarans verða — Flugferð til London og heim aftur Eins og að er vikið í fyrirsögn, er það tilefni þessara verðlaunakeppna, að Flugfélag íslands hefur á þessu ári stundað innanlandsflug í tuttugu ár. Menn skyldu gefa þessu gaum. Þjónusta félagsins við landsmenn verð- ur seint metin til peninga. Það heldur nú uppi samgöngum milli tuttugu staða á landinu. Það flutti 59,501 farþega á innanlandsleiðum síðastliðið ár — og að auki 18,570 farþega með millilandvélum sínum. Happdrættis- skuldabréfin, sem það nú býður til sölu, gefur það út til þess að afla fjár til nauðsynlegra endurbóta á flugflota sínum. Vel mættu menn líka minn- ast þess, að Flugfélag Islands er eitt af þeim fáu flugfélögum veraldar, sem annast innanlandsflug án þess að til komi opinberir styrkir. Félagið á því skilið stuðning allra landsmanna. Sá sem hefur efni á að leggja hundrað krónur á banka, hann hefur vissulega efni á að kaupa hundrað króna happdrættisbréf, sem ekki einungis getur fært honum verðmæta vinninga heldur verður innleyst að sex árum liðnum með vöxtum og vaxta- vöxtum. Því að hið hundrað króna bréf verður þá 134 króna virði. En takið nú til óspilltra málanna, áhugaljósmyndarar um land allt. Flugvélin til London bíður! Og þið hin, sem ekki hafið myndavél við hendina, takið eftir foi'síð- unni á næsta blaði. Og gætið þess að telja nú rétt! Flugvélin til Kaup- mannahafnar bíður sigurvegarans. Munið eftir þessari stúlku! NAFN: Ása Jónsdóttir. Foreldi ar: Jón SigurSs- son frá Kaldaðarnesi og' kona hans Anna Guðmundsdóttir. Aldur: 21 árs. Hún er Reykvíkingur. Hún útskrifaðist úr Menntaskólanum í Reykjavík árið 1956 og vinn- úr nú hjá bænum. Ef þú hringir á bæjarskrif- stofurnar fyrir hádegi, kann vel að vera, að hún svari í símann. Hún hefur fallegan málróm. Hún ef- lfka ljóshærð og litfríð. Lesendur blaðsins eiga eftir að kynnast henni vel næst.u vikurnar. Þegar ákveðið var að hleypa af stokkunum verðlaunakepp'num þeim, sem sagt er frá hér á síðunni, hófst mikil leit að ungri stúlku á forsíðuna. Tvö skilyroi varð hfm að upp- fylla: 1) að vera lagleg og 2) að kunna að sitja fyrir. Við enduoum uppi í leikskóla Þjóðleikhússins. Það var mikið lán. Þar fundum við Ásu. Hún byrjaði í leikskólanum haustið 1956. Þetta er tveggja ára nám og í vor kemur prófið. Það er kennt frá 5—7 virka daga nema á laugardög- um, þá er kennslan frá 2 7. Kennarar eru margir: Haraldur Björnsson, Ævar Kvaran, Baldvin Halldórsson, Hildur Kal- nián, Klemens Jónsson (skilmingar), Haraldur Adolfsson (andlitsgerfi), Bidsted balletmeistari (,,plastik“ eða hreyfingarlist). Auk þess er kennd leiklistarsaga og lítilsháttar sálarfræði. Það er engu líkara en leikarar almennt þjáist af feimni. A bls. 11 i þessu blaði segir lítils- háttar frá viðureign Árna Tryggvasonar við feimnina. Og nú kemur Ása og segist vera heil- mikið feimin. Auðvitað harkar hún af sér. Og það er eins og dragi úr feimninni, segir hún, eftir fyrstu mínúturnar á sviðinu. En það kemur ósvik- inn skelfingarglampi í augu hennai' þegar minnst er á inntökuprófið í skólann: „Eg var svo skjálf- hent, að ég gat varla haldið á blaöinu, sem ég átti að lQsa af.“ Níu gengu undir próf, sjö eru í skólanum. Nýir nemendur eru aðeins teknir í skólann á tveggja ára fresti, og fleiri eru þeir semsagt ekki í þetta skipti. Við spurðum Ásu, hvað hún hygðist fyrir, þeg- ar hún útskrifaðist úr leiklistarskólanum; hvort hún ætlaði kannski að labba sig niður í Iðnó, banka, búkka og segja kurteislega: „Jæja, hér' er ég!“ Hún hló. Hana langar til útlanda til framhalds- náms. I-lún er reyndar síður en svo ósigld. Sum- arið 1954 var hún á skóla á suðurströnd Eng- lands, þar sem hún lagði stund á enskunám; þar að auki var hún um skeið á húsmæðraskól- anum í Holte við Kaupmannahöfn; og til Þýzka- lands hefur hún komið og Frakklands. HÚN hefur gert sér far um það erlendis að kynnast leikhúsum og leiklist. Hún sá af- burðaleikkonuna Edith Evans í London, og í Kaupmannahöfn átti hún ógleymanlega kvöld- stund þegar hún sá Ingeborg Brams í „Fröken Júlía“. Jæja, þetta er það helsta um forsíðufröken blaðsins, stúlkuna sem þið þurfið að muna vel eftir næstu vikurnar. Og þó: Hana hefur langað að leika frá því hún fyrst man eftir. Árið 1947 — tiu ára gömul lék hún telpuhnokka í „Bærinn okkar“. Þegar hún var í 5. bekk Menntaskólans, var hún einn vetur í leikskóla Lárusar Pálssonar. 1 vetur las hún upp á Jónasarhátíð Háskólans. Um þessar mundir .bregður henni fyrir í „Úlla Winblad“ Þjóðleikhússins. Þar fá nemendur leikskólans gjarnan „statistahlutverk". Ása sést í hirðveizlu í 4. atriði leiksins. Hún leikur aðalsmær — en fær ejíki að segja aukatekið orð. Enn er þessu við að bæta: Ása vann ýmsa vinnu á skólaárunum. Senr unglingstelpn var hún í sveit. Hún var á Reynistað í Skagafirði og í Ásgarði í Dalasýslu. Og á sumrin þegar sólin skín og fuglarnir syngja scm hæst, langar þessa upprennnndi leik- konu enn þann dag í dag í sveitina. Forsíöumynd: Sveinn Sæmundsson VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.