Vikan


Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 4
#iIhiinnintf um nsorð eftir Agöthu Christie CRADDOCK íór þvi næst fram í eldhús og Fletcher í fylgd með honum. Þar fann hann Mitzi. Hún var að fletja út kökudeig og leit tortryggnislega upp, þegar þeir komu inn. Svarta hárið á henni hékk niður yfir augun, það var ólundarsvipur á henni og purpurarauða peysan og hágræna pilsið, sem hún var i, fóru illa við hinn bleiklita hörundslit hennar. Til hvers kemurðu inn i eldhúsið mitt, herra lögregluþjónn Þú ert lögregluþjónn, já? Alltaf þessar ofsóknir ,— oh! Ég ætti svosem að vera orðin því vön. Það er sagt að það sé allt annað hér í Englandi, ekki aldeilis, það er alveg sama sagan. Þið komið til að pína mig, en ég segi ekkert, nei, nei. Þið rifið af mér neglurnar og leggið logandi eldspýtur á húðina á mér — ójá, eða farið ennþá verr með mig. En ég segi ekkert, heyrið þið það? Ég mun ekki segja neitt — alls ekki neitt. Þið sendið mig í fangabúðir, en mér stendur á sama. Craddock horfði hugsandi á hana, meðan hann var að ákveða hvaða að- ferð mundi eiga bezt við. Loks andvarpaði hann og sagði: —• Jæja þá, náið í kápuna yðar og hattinn. Hvað segið þér? — Náið í hattinn yðar og kápuna og komið með mér. Ég er ekki með tækið til að rífa af neglur eða áhaldatöskuna mina með mér. Við gevmum allt slíkt á stöðinni. Hefurðu handjárnin við hendina, Fletcher? — Já herra, svaraði Fletcher með aðdáun. En ég vil ekki fara, skrækti Mitzi og hörfaði aftur á bak. — Þá verðið þér að svara almennum spúrningum almennilega. Þér megið hafa lögfræðing viðstaddan ef þér viljið. — Lögfræðing? Ég vil ekki sjá lögfræðinga. Ég vil engan lögfræðing. Hún lagði frá sér kökukeflið, þurrkaði af höndunum á sér á handklæði og settist. — Hvað viljið þið fá að vita? spurði hún svo ólundarlega. — Ég vil að þér segið mér frá því sem gerðist hér i gærkveldi. — Þér vitið vel hvað gerðist. En ég vil að þér segið mér frá því. - Ég reyndi að fara héðanT Sagði hún yður það ekki? Þegar ég las um morðið í blaðinu. Ég vildi fara i burtu. En hún vildi ekki leyfa mér það. Hún er hörð — á ekki til samúð. Hún lét mig vera kyrra. En ég vissi — ég vissi hvað mundi koma fyrir. Ég vissi að ég mundi verða drepin. En þér voruð ekki drepin, eða hvað? — Nei, svaraði Mitzi ólundarlega. Svona nú, segið mér hvað kom fyrir. — Ég var i uppnámi. ó, ég var svo æst. Allan heila daginn. Ég heyrði hljóð. Fólkið gekk um. Einu sinni hélt ég að einhver væri frammi í anddyr- inu og væri að læðast þar um - en það var bara frú Haymes, sem var að koma inn um hliðardyrnar (til að óhreinka ekki forstofuna, sagði hún. Eins og henni sé ekki sama!) Hún er nazisti, sú kona, með ljóst hár og blá augu, þykist hafin yfir aðra og hún lítur á mig eins og ég sé einhver - - einhver tuska —. -— Skiptum okkur ekkert af frú Haymes. — Hver heldur hún eiginlega að hún sé? Hefur hún fengið dýra há- skólamenntun eins og ég? Hefur hún próf í viðskiptafræðí ? Nei, hún er ekkert annað en verkakona. Hún mokar og slær gras og fær laun á hverj- um laugardegi. Hvað þykist hún eiginlega vera? Einhver hefðarkona? • Ég sagði að við skyldum ekkert hirða um frú Haymes. Haldið áfram! — Ég fór með sherryið og glösin og litlu sætu kökurnar, sem ég var búin að baka, inn í setustofuna. Þá hringdi dyrabjallan og ég svaraði. Aftui' og aftur fór ég til dyra. Það er niðurlægjandi — en ég geri það samt. Svo fór ég fram i búr og byrjaði að fægja silfrið. Mér fannst það ákaflega heppilegt, því ef einhver kæmi til að drepa mig, þá hefði ég við hendina stóra kjöthnifinn, alveg flugbeittan. Eftlrfarandi auglýsing birtist í þorpsblaðinu i Chipping Gleghorn á föstudagsmorgni: „Tilkynning um morð, sem mun verða framið föstudaginn 29. október í Little Paddocks kiukkan 6,80 e. h. Vinir, taklð eftir, þetta verður síðasta kallið“. Vinir húsráðandans í Little Paddocks, ungfrú Blacklock, halda að þetta sé einhver frumleg aðferð til að bjóða gestum og mæta þar alllr á tilsettum tíma. En imgfrú Blacklock og heimilisfólk hennar vlta ekkert meira imi þetta. Morðið verður þó að veru- lelka, þvf ungur ókimnur maður hnígur niður með skot í gegnum sig á tilsettum tíma, og nú er lögreglan farin að rannsaka málið. — Þar sýnduð þér forsjálni. — Þá heyri ég allt í einu skot. Og ég hugsa: ,,Þarna kom það — nú er það byrjað". Ég hleyp því gegnum borðstofuna (það er ekki hægt að opna hinar dyrnar). Ég stend kyrr og hlusta, þangað til ég heyri annað skot og háværan skell frammi í anddyrinu, þá tek ég í handfangið, en hurðin er læst að utan. Ég æpi og æpi og lem í hurðina. Loksins — loksins — er lykl- inum snúið og mér hleypt út. Svo kem ég með kerti — mörg, mörg kerti — og Ijósin kvikna aftur og ég sé blóð — blóð! Ach, Gott in Himmel, blóð! Það er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé blóð. Litli bróðii' minn — ég sá hann drepinn fyrir framan augun á mér — ég sá blóð á götunum — fólk skotið, deyjandi — ég .... — Já, sagði Craddock lögreglufulltrúi. Þakka yður kærlega fyrir. — Og nú getið þið tekið mig fasta og sent mig í fangelsi, sagði Mitzi, eins og hún væri að leika í sorgarleik. — Nei, það verður ekki af því í dag, svaraði Craddock lögreglufulltrúi. ! III. ‘ Um leið og Craddock og Fletcher komu gegnum anddyrið í áttina að útihurðinni, opnaðist hún og hár og myndarlegur ungur maður næstum hljóp þá um koll. — Sporhundar, svei mér þá! hrópaði ungi maðui'inn upp. Patrick Simmons, er ekki svo? Alveg rétt, lögreglufulltrúi. Þér eruð lögreglufulltrúi, er það ekki ? Og hinn er frá rannsóknarlögreglunni ? — Það er rétt hjá yður, hr. Simmons. Má ég tala við yður ofurlitla stund ? - Ég er saklaus, lögreglufulltrúi. Ég sver að ég er blásaklaus. — Svona nú hr. Simmons, verið ekki með þessi bjánalæti. Ég þarf að hitta marga aðra og vil helzt ekki eyða tímanum til einskis. Hvað er þarna inni ? Getum við farið þarna inn ? —- Það er bókaherbergið — en enginn hér les bækur. Mér var sagt að þér væruð í skólanum? sagði Craddock. — Ég komst að raun um að mér var ómögulegt að festa hugann við stærðfræðína, svo ég kom heim. Craddock spurði fyrst í embættistón um fullt nafn, aldur og herþjón- ustutíma. — Og viljið þér svo segja mér hvað gerðist í gærkveldi, hr. Simmons ? — Við slátruðum alikálfinum, fulltrúi. Það er að segja, Mitzi bakaði gómsætar kökur, Letty frænka opnaði nýja sherrvflösku .... Craddock greip fram í fyrir honum. — Nýja flösku? Var til átekin flaska? — Já, hálffull. En Letty frænka virtist ekkert um hana. — Var hún þá taugaóstyrk? — O-o nei, ekki beinlinis. Hún er full af heilbrigðri skynsemi. Ég býst við að Bunny gamla hafi gert hana taugaóstyrka — með því að spá ógnum og skelfingum allan heila daginn. — Ungfrú Bunner hefur þá verið hrædd? • - Ójá, hún var í essinu sinu. Hún hefui' tekið tilkynninguna alvarlega? - Já, hún gerði hana alveg logandi hrædda. —- Ég heyri að ungfrú Blacklock hafi álitið að þér ættuð einhvei'n þátt í þessu, þegar hún las auglýsinguna fyrst. Hvei'S vegna? — Auðvitað! Mér er kennt um allt á þessu heimili. — Þér hafið þá ekki átt neinn þátt í því, hr. Simmons? — Kemur ekki til mála. — Höfðuð þér nokkurn tima séð Rudi Scherz eða talað við hann ? — Aldrei á ævi minni litið hann augum. — Þetta var nú samt hrekkjarbragð, sem þér hefðuð getað átt til að leika. — Hver hefur sagt yður það? Bara af því ég lét eplaköku í rúmið hennar Bunnyai' — og sendi Mitzi kort, sem á stóð að Gestapo væri á hælunum á henni....... — Segið mér aðeins frá því sem gerðist. — Ég var rétt genginn inn í litlu stofuna til að sækja flöskuna, þegar ljósin fóru allt í einu. Ég sneri mér við og þarna í dyrunum stóð einhver náungi, sem sagði: ,,Upp með hendurnar", og allt fólkið greip andann á lofti og saup hveljur. Og rétt þegar ég var að hugsa um það hvort ég gæti komið honum á óvart, byi'jaði hann að skjóta, skall sjálfur í gólfið og það slokknaði á vasaljósinu, svo við stóðum aftur í myrkrinu. Easterbrook ofursti byrjaði að hrópa skipanir, eins og hann væri staddur í herbúðmn. Ljós, sagði hann, og haldið þér að það hafi kviknað á kveikjaranum mínum ? Nei, það var eins og vant er með þessar fjandans uppfinningar. — Virtist yður árásarmaðurinn miða beinlínis á ungfrú Blacklock? 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.