Vikan


Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 6
Ókunna konan í nœturlestinni T7*ÖGUR kona œtti aldrei að ferð- JF ast ein síns liðs! Ég hafði verið niðursokkin í þægilegar hugsanir um heimili mitt í Englandi, en nú varð ég mér aftur meðvitandi um stund og stað. Þegar vel liggur á mér, hef ég ekkert á móti því að ímynda mér að ég sé aðlaðandi kona, en ég veit að ég er ekki falleg. Þessi athuga- semd hlýjaði mér samt sem áður um hjartarætumar, þangað til ég áttaði mig á því að þessum orðum var beint til konunnar sem sat á móti mér. Hún hafði til að bera þessa hátið- iegu, sláandi fegurð, sem gefur í- myndunaraflinu byr undir báða vængi. Augun voru dökk og að því er virtist botnlaus undir vel af- mörkuðum augabrúnum, munnurinn var beinn og einbeittnislegur, næst- um stranglegur, en þó enginn svip- brigði sæust á andliti hennar, hafði maður það á tilfinningunni að bak við þetta föla, rólegr. andlit brynnu heitar tilfinningar. Við höfðum ferðast saman alla leið frá Prague, ég, hún og Ameríku- maðurinn, en þó höfðum við ekki yrt hvert á annað. Hver hugsaði sitt meðan lestin þaut gegnum nóttina, í áttina að tékknesku landamærunum, þar sem járntjaldið yrði dregið til hliðar og okkur hleypt í gegn. Nú hafði fjórði farþeginn, sá sem komið hafði í lestina á síðustu stöð, rofið þögnina. „Fögur kona ætti aldrei að ferðast ein sins liðs“, sagði hann aftur. Þetta var sennilega hluti af venjulegu orðagjálfri hans. Hann var hár, hvíthærður, mynd- arlegur á velli og frá honum lagði ilm af kölnarvatni, lauk og koníaki. Har.n var sýnilega vanur að hafa heppnina með sér. Ég held að hún hafi ekki látið viljandi sem hún sæi hann ekki, neldur hafi hún blátt áfram ekki heyrt til hans. En hann tók þögn hennar þannig að hún vildi ekkert hafa með hann að gera. Hann reis þunglega en virðulega á fætur, hneigði sig örlitið hátíð- lega i áttina til hennar og gaf þann- ig til kynna, að hann skildi að hann væri ekki velkominn. Um leið og hann gekk út, sneri hún andlitinu frá glugganum, horfði undrandi á eftir honum og deplaði ofurlítið aug- unum, eins og birtan í lestarklef- anum færi í augun á henni eftir myrkrið úti. Hún leit spyrjandi á mig. Ég skýrði fyrir henni hvað gerzt hafði. Það er mín revnzla að konur séu fljótar að læra að taka aðdáun sem sjálfsögðum hiut, og ég var því eftir MARY HOCKING dálítið undrandi þegar ég sá að hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Demanturinn var ekki fágaður. Hún leit undan og fór aftur að horfa út um gluggann. — Hafið þér verið lengi hér aust- urfrá ? spurði Amerikumaðurinn mig, — Tvö ár í brezka sendiráðinu í Prague. Hann brosti. — Líklega tveimur árum of lengi, er það ekki? Hann hafði fallegt bros. Það breiddist hægt út og dýpkaði hrukk- urnar kringum munninn og augun. Hann var einn af þessum Ameríku- mönnum af Lincolngerðinni, hár og renglulegur og villandi hjálparvana að sjá. — Ég er starfsmaður hjá Ocean- blaðahringnum og er búinn að vera talsvert í Prague. Skrýtið að ég skuli aldrei hafa hitt yður, sagði hann, en hann var ekki á hnöttunum eftir nánari kynnum. Konan í sæt- inu á móti mér átti hug hans allan. Alveg frá þvi hún kom fyrst inn í klefann hafði hann horft í laumi á hana, eins og hún væri einhver gyðja. — Eruð þér kunnugur í Texas ? Hún hafði djúpa rödd og áhrifa- meiri en nokkur rödd sem ég mundi eftir að hafa heyrt síðan á dögum Gretu Garbo. Við snerum okkur bæði að henni. Og hún bætti við hikandi, eins og hún væri því ekki vön að tala við ókunnuga: — Bróðir minn er i Texas. — Ég og Ameríkumaðurinn spjöll- uðum saman, og öðru hverju litum við í áttina til hennar. Hún var í látlausri svartri dragt, heídur illa- sniðinni og úr lélegu efni. Útlit hennar bar vott um heiðarleika og fá- tækt. Samt var hún með perlunælu, sem leit vel út, og' á fingrinum hafði hún hring með roðasteini, eftir því sem ég gat bezt séð. Steinn- inn glóði fagurlega á hvítri húð hennar. Lestin þaut gegnum nóttina. Við reyndum ekki að sofa. Það var of stutt til landamæranna. Hún starði út í myrkrið. Einu sinni spurði Ameríkumaðurinn hvar við værum nú og hún svar,aði samstundis: -— Nálægt þorpinu Senka. Það var ekki tunglskin, svo hún hlaut að hafa fylgst með landslaginu í huganum, Annaðhvort það . . . eða þá hún fór þessa leið oft. Bandaríkjamanninuni var ýtt út úr klefanum Ég tók niður töskuna mína og dró upp brauðsneiðarnar mínar. Maturinn í lestunum er venjulega vondur. Ameríkumaðurinn var með einn af þessum óviðjafnanlegu nestis- pökkum. Hann gaf mér kjúklings- læri og hnetupoka og bauð henni líka að borða, en hún kvaðst ekki vera svöng. Einmitt þegar ég var að óska þess að ég hefði haft með mér kaffi, tók hann upp hitabrúsa. Hann hélt á brúsanum í hendinni og allt í einu sagði hann: — Ég býst ekki við að það skipti máli þó ég segi ykkur frá því. Meðan hann talaði, renndi hann fingrunum niður eftir hitabrúsanum, það heyrðist lágur smellur og botninn á brúsanum opnaðist. Þaðan dró hann einhvern hlut, vafinn í silkipappír. Hann vafði utan af honum og rétti varfærnislega fram lófann, svo ég gæti séð þetta. Aldrei mun ég gleyma henni, litlu fílabeinsmadonnunni. Óþekkti iðnað- armaðurinn, sem hafði unnið hana með listamannshöndum sínum, kann- ski fyrir hundruðum ára, hafði lagt í hvern drátt alla sína ást og við- kvæmni, allt ofan frá rólega þung- lyndislega andlitinu og niður í mjúk- legu fellingarnar í kjólnum, sem lá um smáu fæturna. Skuggi féll á líkneskjuna og ég sá að konan stóð þarna með útrétta hendína. Hann fékk henni þegjandi styttuna. Hún hélt á henni í lófa sín- um, og bros hennar var eins og sól- skin á páskadagsmorgni. Ég held að hann hafi langað mest til að gefa henni styttuna, þegar hann leit á hana. Um leið og hún fékk honum hana aftur, sagði hún: — Þeim er ekkert um að þessháttar fari út úr landinu. Þeim finnst heiður sinn vera í veði — fegurðin skiptir þá ekki máli. — Sá sem átti hana seldi mér hana án nokkurra skilyrða. Hann brosti og bætti við: — Fyrir meira en ég hafði efni á að borga. Hún settist við hliðina á honum. — Eruð þér safnari? spurði hún. Hann leit á litlu fílabeinsstyttuna. — Nei. Satt að segja hef ég ekkert vit á þessháttar. Ég býst við að það virðist heimskulegt, en ég hugsa að ég hafi keypt hana af því að hún leit út fyrir að vera .... næstum því raunveruleg. Mér fannst ég verða að fara burtu með hana, út úr þessu landi. Andlitið á henni var í skugga, en mér fannst einhver kynlegur blær á rödd hennar, þegar hún spurði: — Var það svo mikils virði að gera það? Hann kinkaði kolli. — Já, það var svo mikils virði. Ef til vill er það að- eins einskisverð viðleitni. En ég var svo. . . . svo gramur af að vera hér. Mér fannst ég verðr að sýna einhverja viðleitni. Hann tók silki- pappírinn. Hún stöðvaði hann og horfði lengi niður á madonnuna. Þegar hann kom henni aftur fyrir í felustað sínum, spurði hún: — Hvern- ig verkar fjöðrin ? Ég man að mér fannst það dálítið skrýtið að hún skyldi hafa svona mikinn áhuga fyr- ir þessu. Ferðin var næstum á enda. Við ók- um inn á landamærastöðina og ég hallaðí mér út um gluggann. Þarna var lítill stöðvarpallur og hinu meg- in við hann sá ég bugðóttan veg, sem lokað var með slá. Hinum megin við Framhald á hl.s 10. HfUMifJ: Verðlaunakeppnin hefst í næsta blaði! — VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.