Vikan


Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 16.01.1958, Blaðsíða 12
HAMMOND INNES...... I OLPUNUIVI Engles kyikmyndastjóri hefur beðið Neil Blair að heimsækja skíðaskála nokkum í ítölsku Ölpunum, undir því yfirskini, að hann sé þangað kominn til þess að semja kvik- myndarhandrit. Jtaunin er þó allt önnur. Hann á að fylgj- ast með því sem fram fer í skálanum, gefa Engles skýrsiu um gestina og svipast um eftir stúlku, sem Engles fær honum mynd af. Joe Wesson kvikmyndatökumaður fylgir Neil. Þrír gestir koma í skálann um svipað leyti og þeir: Valdini, Gilbert Mayne og Grikkinn Keramikos. Auk þess rekst Neil á stúlkuna á myndinni, sem nú kailar sig Forelli greif- ynju. Óþekktur aðili kaupir skiðaskálann, þegar hann er settur undir hamarinn. Skömmu seinna uppgötvar Neil að Keramikos er í sambandi við einhvern dularfullan mann, sem sýnist staðráðinn í að komast yfir skálann. Allt bendir líka tll þess, að Gilbert Mayne sé í einhverju leynimakki og vilji jafnvel Neil feigan. y'H) biðum. Loksins klukkan hálf ellefu, heyrð- ist drynja í vélinni, sem dró sleðann upp. Eng- inn hreyfði sig. En það leyndi sér ekki, að allir biðu með eftirvæntingu. Ég stóð upp og gekk að glugganum sem sneri út að sleðabrautinni. „Hver er að koma upp — leikstjórinn?" spurði Mayne. „Sé það ekki enn,“ sagði ég við hann. Það var lélegt skyggni. Sleðabrautin hvarf í fallandi snjóhaf. Mayne kom til mín. Það tognaði á tauginni sem dró sleðann. Síðan kom sleðinn út úr þykkninu eins og draugaskip. „Mér sýnast vera tveir far- þegar í honum," sagði hann. „Hver ætli vilji koma hingað á degi sem þessum?“ Hann sneri ,sér við. „Vitið þér, hver hinn farþeginn er, Valdini ?“ Litli maðurinn leit upp. Hann hafði verið að jrannsaka á sér neglurnar. Hann var í ljósbláum fötum og dökkblárri skyrtu, með eldrautt bindi. Mér kom í hug hljómsveitarstjóri jazzhljómsveit- ,ar, þegar ég leit á hann. Hann glotti. En hann glotti ekki með augunum, sem voru á varðbergi. Hann saug á milli tannanna. „Gæti verið,“ sagði hann. „., Sleðinn var nú nærri kominn alla leið. Hann var þakinn snjó. Ég þekkti farþegana, sem sátu bak við Emilio — það voru Engles og greif- ynjan. Sleðinn staðnæmdist vil litla trépallinn, sem var næstum beint undir glugganum. Engles leit upp og, kom auga á mig og kinkaði kolli til mín. (M:ayne andvarpaði og gekk síðan kæruleysislega ,qð. arninum. Carla var í fjörugum samræðum við Éngles,. Anna fór út og tók við tveimur ferða- .töskum,„sem Engles hafði með sér. „ .Ég sneri mér frá glugganum. Hinir sátu ná- fkvæmiega. eins og þeir höfðu setið áður. Enginn íj,agði orþ,. Það heyrðist greinilega í klukkunni. Ég fór að barnum og náði í koníaksflösku og .jiokkur, glös. Það heyrðist í skíðum, sem voru lögð upp við yegginn fyrir utan. Síðan opnuðust ^dyrnar ,pg greifynjan kom inn og á eftir henni ^ngles1: jQe stóð upp og sagði: „Halló, Engles. ^íaman að sjá þig. Gekk ferðin vel?“ Aðrir við ar- jninn, hreyfðu sig ekki. Mayne og Keramikos Jiorfðu á Engles, en Valdini horfði á greifynj- una. Joe, tók eftir þögninni, og reyndi að láta á sem minnstu' bera. „Hérna, ég skal setja frakkann þinn á borðið. Þú þarft að fá eitthvað að drekka, b u karl minn. Nú, ég sé að Neil hefur fengið sömu hugmynd. Jæja, það er bezt að kynna þig, úr því að þú átt eftir að búa hérna eitthvað. Við erum öll hérna. Komumst ekkert út í þessu bölvaðu veðri.“ Engles kinkaði lauslega kolli til þeirra fé- laga við arininn, þegar Joe kynnti þá. Síðan sagði hann: „Komdu og fáðu þér að drekka með okkur, Joe. Mig langar til þess að heyra hvers konar myndir þú ert búinn að taka fyrir mig. Þú ættir líka að fá þér í glas, Carla. Hvað viltu að drekka?“ Hún lyfti loðjakkanum sínum til. Hún var í rauðu skíðafötunum sínum. Það stakk viðkunn- anlega í stúf við litadeyfðina í herberginu. „Eg ætla að fá strega, ef þú vilt gjöra svo vel, Derek.“ Og hún tók hann undir arminn eins og hann væri eini karlmaðurinn í heiminum. Engles brosti laumulega til mín. Ég hellti i glösin. Joe byrjaði að tala um fókalpúnktinn sinn. Engles hlustaði á annars hugar. Hann horfði í spegilinn sem hékk yfir barnum. Fyrst hélt ég að hann væri að horfa á sjálfan sig. Honum var mjög annt um að hann liti vel út, þegar konur voru nærstaddar. En þá skildi ég að hann gat ekki séð sjálfan sig i speglinum. En hann gat séð hópinn við arininn. Ég leit til þeirra félaga, og sá að Mayne horfði einnig í spegilinn. Joe hélt áfram að tala um mikilvægi togbrautarinnar og fókalpúnktinn. Engles reyndi ekki einu sinni að látast hafa á- huga á þvaðrinu í Joe. Hann var að horfa á Mayne og það brá fyrir blendingi af glettni og æsingi í dökkum augum hans, Loks stóð Mayne á fætur og kom að barnum. Hann gekk kæruleysislega, en það var uppgerðar- kæruleysi. Hann og Engles voru um það bil jafn- háir, enda þótt Engles virtist minni, vegna þess hve hann var lotinn I herðum. Joe hætti og Mayne sagði: „Þar sem þér eruð nú orðinn einn af okkur, mætti ég þá ekki drekka yður til samlætis?" „Mín er ánægjan," sagði Engles. Mayne hellti í glösin, náði í Keramikos og Valdini, og hagaði sér eins og fyrirmyndar gest- gjafi, og talaði rólega um það hve flugsamgöngur væru miklu betri á friðartímum heldur en í stríði. „En hvort sem það er friður eða ekki friður," sagði hann, „þá get ég aldrei sætt mig við flug- takið — þessa óhugnanlegu hálfu mínútu, þegar maður getur ekki haft hugann við neitt, manni er heitt, það hvín í hreyflunum og jörðin þýtur framhjá glugganum hraðar ög hraðar, þangað til hún hverfur manni sjónum." Joe, sem hafði látið það gott heita að hætta að tala, meðan við vorum að drekka, byrjaði nú aftur af fullum krafti. „Það er aðeins eitt, sem ég vil fá staðfest, áður en ég tek fleiri myndir, Engles,“ sagði hann. „Eigum við eða eigum við ekki að . . .?“ „l5g geri ekki ráð fyrir því, að þið munið taka mikið af myndum í bili,“ sagði Mayne. „Lítið þér bara út.“ Hann benti á gluggánn, og við snerum okkur öll við. Mayne stóð við gluggann og benti út. Við snerum okkur öll við. Það var næstum niða- myrkur úti. Snjórinn kom niður í þykkum strók- um. Það va reins og þessar milljónir snjókorna væru að berjast við trén. Kofinn nötraði undan vindinum. Það var eins og vindurinn ætlaði sér að taka kofann á loft og þeyta honum út í rúmið. Trén skulfu undan hviðunum og snjór- inn á greinum trjánna féll til jarðar í stórum flyksum. Snjóalda þyrlaðist upp í loftið og féll niður á sleðabrautina. Síðan kom blæjalogn og snjórinn féll til jarðar næstum lóðrétt. „Þú verður víst að vera hérna í nótt, Carla,“ sagði Engles. Hún brosti. „Ætlarðu þá að vera góður og láta mig sofa í herberginu þínu?“ „Þér þurfið ekkert að óttast, herra Engles,“ sagði Valdini með djöfullegu glotti á vörum. „Hún er svo góðhjörtuð — hún ætlast áreiðanlega ekki til þess, að þér sofið hérna niðri.“ Það varð óþægileg þögn, þangað til Carla skellti upp úr. „Taktu ekki mark á Stefan," sagði hún við Engles. „Hann er bara afbrýðisamur." „Afbrýðisayiur!" Valdini varð hörkulegur á svipinn og leit á Mayne. „Já, ég er afbrýðisam- ur. Vitið þér hvað það er að vera afbrýðisamur, herra Mayne?" Rödd hans var óþægilega smjað- ursleg og skyndilega fann ég fyrir hinum niður- bældu hugsunum hans. Kofinn skalf undan nýrri vindhviðu. Snjór- inn var nú horfinn af trjánum, og þau stóðu svört og drungaleg upp úr hreinhvítum snjónum. „Við megum þakka fyrir að vera ekki á jökl- inum núna, Blair," sagði Mayne við mig. Síðan sneri hann sér að Engles. „Þér vitið, að þér voruð næstum því búinn að missa einn manna yðar í gær ?“ „Ég heyi'ði eitthvað um óhapp á skíðum" svaraði Engles. „Hvað kom fyrir?“ Mayne sagði honum sína sögu. Hann sagði vel frá, og ég hlustaði með talsverðum áhuga. Engles gat fengið að vita, hvað í rauninni hafði komið fyrir, en ekki fyrr en seinna. „Þetta getur auðvit- að alltaf komið fyrir,“ sagði Mayne að lokum. „Það var eiginlega mér að kenna. Ég hefði ekki átt að fara svona langt á undan honurn." „Hvað kom fyrir þig,“ spurði Engles og snerl sér að mér. „Þú hefur runnið til í mjúkum snjó, geri ég ráð fyrir. Komstu sjálfur aftur til skál- ans?“ Ég sagði honum frá hinum snöggu veðraskipt- um, og því hvernig ég hafði komizt aftur yfir jökullinn og hvernig leiðangursmennirnir höfðu náð mér. „Ég tók mynd af honum, þar sem hann dettur við fætur okkar,“ sagði Joe. „Stórkostleg mynd. Þú ættir að nota eitthvað því líkt í myndinni. Áhorfendur verða gagnteknir. Félagi hans hring- ir frá gistihúsinu, leitarflokkar sendir á vett- vang, maðurinn sjálfur að berjast við mjúkan snjóinn og fellur svo í öngvit, þegar mennirnir finna hann. Svo þarf bara að hafa kærustuna hans' i leitarflokknum." Engles virtist niðursokkinn í hugsanir sínar. Síðan loguðu augu hans af ákafa. „Nei, það myndi bara eyðileggja það, Joe. Það er hægt að gera það áhrifaríkara en það. Og til fjandans með 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.