Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 2
fpeq_ OAr/^o/s/r/oðu w/£u/itiar« HÉR er til að byrja með dálítið smellin frétt frá Sunderland, Englandi. Svo er mál með vexti, að maður að nafni William Moon var dreginn fyrir rétt fyrir skemmstu og spurSur hvernig á því stæði, að bæði hann og konan hans tæki atvinnu- leysisstyrk, þótt vitað væri að hún að minnsta kosti hefði vinnu. Og hér er skýring Moons: Þau höfðu ekki yrt hvort á annað, hjónin, árum saman, og þessvegna hafði hann ekki hugmynd um, að hún var farin að vinna. AÐALFYRIRSÖGN í Daily Mirror (víðlesnasta dag- blaði veraldar) þegar bandaríski „spútnikinn" splundraðist við jörðu: „Æ, hver skrambinn!" I>EIR dönsku fóru svo illa með okkur (hermir sag- an) Bldum saman, að það er næstum því léttir að heyra sögu þar sem hlut- verkunum er snúið við. Þannig kvaS Islenzkur f járplógsmaður, sem ekki kallaði allt ömmu sína og var samtíðarmaður Ein- ars Ben., hafa leikið sér að því að selja dönskum ritstjóra jörð, sem enginn vildi líta við hér heima. Það sem gerði jörðina sér- staklega girnilega í aug- um ritstjórans var þetta, að Islendingurinn gaf honum fúslega vottorð upp á, að henni fylgdu „ítök í jarSskjálftum". ÞÓTT tvidálka myndin hérna efra sé dálítið 6- akýr, getum við ekki stillt okkur um að birta hana. Konan í barnahópnum heitir Sue Ryder og er brezk. Sérgrein: Að hjálpa bágstöddum. Fyrir skemmstu kom öt bók um ungfrú Ryder. Hcfundur ók með henni 12,000 mílur á líknarferð- um hennar. Og svo hug- fanginn varð hann af því sem hann sá, að helming- urinn af ritlaunum hans mun renna til líknar- sjóðs þessarar fágætu heiourskonu. Ilvcrjum hjálpar Sue Ryd- er ? Vesalingunum, sem rifnir voru frá heimilum sinum í heimsstyrjöldinni, fangabúðaþrælunum, sem í stríðslok áttu sér ekkert föðurland. Hvernig hjálpar hún þessu fólki? Með því að safna fé handa því, færa því matvæli og fatnað, ferð- ast milli þess, leiðbeina því, gera málstað þess að sínum málstað, útvega því fastan samastað. Hvar ? Hvar sem menn vilja veita þessu ógæfusamá fólki móttöku. Til ann- árra heimsálfa hefur hún vælum til þess að hjálpa brezkum stríðsföngum, sem voru að verða hung- urmorða. Varð uppvíst, dæmd til dauða. Flutt til Þýzkalands, þvælt milli fimm Gestapofang- elsa, hafnaði að lokum í Ravensbriick fangabúðun- um — „kvennavítinu". Losnaði í stríðslok. Sótti um leyfi til að fara úr landi. En var hafnað af hernámsstjórn vestur- veldanna — þar sem hún var „dæmdur þjófur" samkvæmt þýzkum rétt- arskjölum! Hér eru bara faein af börnunum komið því. Og sínu eigin fagra húsi í Englandí hef- ur hún breytt í skýli yfir flóttafólk. Hve lengi hefur þessi bros- milda gæf ukona innt líkn- arstarf sitt af hendi ? Síð- an styrjöldinni lauk. Hún var í brezka kvennahern- um í stríðínu. Hún kynnt- ist hörmungum stríðsins. Hún hefur verið sívinn- andi síðan. Þessvegna birtum við mynd- ina af henni hérna, þótt hún mætti vera skýrari. Og hver eru börnin? ör- fá af þeim hundruSum barna af þrjátiu þjóðern- um sem Sue Ryder hefur hjálpað. IIÉR er í örfáum orðum saga stúlku, sem Sue Ryder hjalpaði. Hvítur mátar í þrem leikj- ¦ um (lausn neffst í 3. dálki) Starf: Hjúkrunarkona. Handtekin af , nasistum snemma í styrjöldinni og sett í þrælkunarvinnu í Tékkóslóvakiu. Stal mat- ALÞJÓÐLEGA flótta- mannastofnunin komst í málið — og Sue Ryder. Árangur: Hjúkrunarkonan fékk landvistarleyfi í Ástralíu og dvelst þar nú. Hún er ánægð i nýja föð- urlandinu. Hún ber engin merki eftir þjáningarnar — nema á höndunum. Á fingrum hennar eru ör eftir pyndingatól nasista. EN TÖKUM nú upp léttara hjal. Cairo — Þar fór frú Aliyale Ibrahim fram á skilnað á þeim grundvelli, að mað- urinn hennar héldi henni vakandi fram á morgun með ljóðalestri. „Það svarar ekki kostnaði," sagði frúin, „að vera vak- in klukkan þrjú á hverri nóttu til þess að heyra lesið upp úr Shake- speare." GRAND ISLAND, Neb- raska — Ritstjóra viku- blaösins „Independence" lék forvitni á að vita, hvort fólk læsi alltaf það sem þaS skrifaði undir. Hann gerði út af örkinni ungan blaðamann með bænarskrá til lögreglu- stjórans á staSnum, þar sem hann var beSinn um að „hengja undirritaSa innan sextán daga." Þrjátíu og fimm skrifuSu undir. SKÁKIN WHs ax(a)d - - axa z X-ea 'I Mig langar til að leita upp- lýsinga hjá þér um hvort teknar séu aSstoðarstúlkur á hárgeiðslustofur, þ. e. a. s. þó þær séu ekki iðnskóla- gengnar, og hvaða kaup myndi vera b'orgaS fyrir það mánaðarlega. Svar: Það eru að sjálfsögðu Uknir lœrlingar á hár- greiðslustofur. En það er sennilega ekki það sem þú átt við. Það er Utið um aðrar aðstoðarstúlkur, þvi lœrlingarnir eru ódýr vinnu- kraftur til aðstoðar. Að visu er hugsanlegt að komast að á hárgreiðslustofu sem ólœrð aðstoðarstúlka, en það verður þá að vera með sérsamningi við einhvern sérstakan hárgreiðslustofu- eiganda. Hvaða litir fara mér bezt, ég er há og grönn, með ljóst Iiðað hár, Ijósa húð og grá augu? Og hvað á ég að vera þung þegar ég er 162 sm. á hæð og 13 ára? Svar: Svart er auðvitað góður litur fyrir þig, þeg- ar þú verður svolítið eldri. Af köldum litum eru grá- blátt, grœnt og fjólublátt ágœtir. Einnig rósrautt, gulrautt og fjólurautt og svo brúnt og bleikt. Hvað þyngdinni viðvikur, þá ertu of ung til að hœgt sé að gefa þér ákveðna þyngd. Þú átt eftir að breytast mikið á nœstu tveimur árum, kannski fitna og grennast aftur, án þess að nokkuð sé að marka það. Viltu segja mér eitthvað um Ror'y Calhoun . . . SVAB: Hann er fœddur i Los Angeles 8. ágúst, en ekki er getið um ártalið. Hann átti við ömurlega fá- tœkt "að búa i cesku og lenti 13 ára gamall á vand- ræðadrengjahæli fyrir þjófnað og ölóglegan vopna- burð. Þaðan strauk hann alls 17 sinnum á 8—3 árum og var álitinn „vonlaust til- felli". Prestinum í El Bemo fangelsinu tókst að beina orku hans inn á aðrar brautir, m. a. með því að velja handa honum bœkur, og hann útvegaði honum skógarvarðarstöðu þegar hann hafði tekið út alla refsingu sina, í fyrsta sinn á œfinni. Þá var hann 19 ára gamáll. Skömmu seinna hitti hann Alan Ladd, sem kom honum á framfœri hjá kvikmyndatökumönnum, en hann hafði strax sagt Alan sögu sína. Hann skipti nú v.m nafn (hét áður Timothy Durgin) og gekk með áhuga upp í starfi sínu. Hann er glæsilegur á að líta og hef- ur mest verið notaður í kú- rekamyndir og meldodrama- tiskar myndir. Rory er ekki mikill leikari, en hann er vinsœll og hefur leikíð á móti frœgum leikkonum, eíns og Susan Hayward, Gene Tierney og Gorinne Galvet. Árið 1957 lék hann í þremur eða fjórum mynd- um og 1958 mun hann a. m. ieika í tveimur: Höfnin í Call og Herra villimaður. Heldurðu að þú vildir birta fyrir mig frumortan texta við Calypso Rock. Eg hef sjálfur samiS hann við lagið Calypso Rock. Svar: Við skulum heldur birta fyrir þig texta vvð Kalypsó Kokk eftir Bjórn Braga. Hann er svona: Kalypsó rokk kvölds og morgna, Kalypsó rokk okkur ornar, Kalypsó rokk Stína og Stjáni stökkva á einum sokk. Þegar dómkirkjuklukkan á kvöldin slær, er sem kóifurinn rokki og verði ær, °S þegar vetrar aftur, verSur þá rokk vinsælt enn að nýju hjá Stjána kokk? Kalypsó rokk .... Fyrrum var það einungis vals hjá þeim, þá var vor og bjartara 1 þessum heim. Níi r öllu breytt, sem báðum finnst leitt, nú baslast þau að rokka, svo löðursveitt. Kalypsó rokk .... Og hún Stína er orðin svo agnarmjó að undrun sætir, en meira er þó, að Stjáni sem áður ístruna bar er nú þvengmjór loks, sem hann forðum var. Kalypsó rokk .... Utgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 495.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.