Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 3
Æ1' €05CÉW*€ÞÉ er minn dans VIKU-nraður hitti fyrir skemmstu munu á förnum vogi — knnnlngja. sum nanar tilteklS — og áttl við hann langt sam- taL Þegar þvf var lokið, spurði V lriU-maðurinn hvort hann mætti birta samtallð — nánar tiltoklð það sem maSurinn hefðl að segja um dans. Jú, það var velkomlð. Kn matti VTKAN þá birta mynd af höfundi? Nei. En nafn hans? lOnuþú sfður. Svo að þessar huglelðingar um dans verða að vera myndalausar og öfeðraðar. En það er ekki okkur að kenna. KONAN mín segir að ég dansi eins og engill. Það er eitthvað bogið við þetta. Víst finnst mér hólið gott, en hvernig stendur á því að í sama orðinu er hún farin að tala um náttkjól, sem hún hafi séð í búðarglugga, eða skó, sem hún hafi séð í Hector, eða að strákana vanti tilfinnanlega ný sængurver? Hvers- vegna getur hún ekki talað um dans án þess að þlanda sængurverum í málið? Satt að segja er ég alls ekki viss um að ég dansi eins og engill. Það er til dæmis vals. Ég hef aldrei getað dansað vals óaðfinnanlega. Ég tek dýfur. Þar að auki verð ég að gæta ítrustu varfærni til þess að detta ekki aftur fyrir mig og lemja hnakkanum í gólfið. Miðflóttaaflið bregst mér í vals. Hljómsveitarstjórar gefa mér hornauga, eins og þeir búist við því að ég sendist þá og þegar aftur á bak inn í hljómsveitina og setji gat á stóru tromm- xina. Aftur á móti er ég upp á mitt bezta í fremur hröðum foxtrot. Ég losna við dýfurnar. Ég yrki með fótunum — „im- próvisera". Ég snarsnýst kannski í ör- smáa hnitmiðaða hringi, og í næstu and- ránni strika ég beint yfir gólfið, eins og fálki sem sér hagamús. Þar snýst ég aftur, hratt og tryllt, minnst tuttugu hringi, eða ég svíf, undurþýtt eins og örn sem sér hagamús, eftir ystu brún dansgólfsins, allt fram að dyrum. Það er öryggi og mýkt í hreyfingum mínum. Það er engin spenna í líkamanum, eins og þegar ég dansa vals og tek dýfurnar. Fætur mínir eru slapp- ir — og þó ekki slappir; þeir gera það sem ég býð þeim, en þeir gera það með heimsmannslegum elegans. Poxtrot er minn dans. Ég rokka fremur af kurteisi en gleði. Yfir rokki mínu er hógværð og stilling hins hugsandi manns. Eg tefli aldrei á tæp- seðill £ verðlaunakeppni Vikunnar: Finnið happdrættis- I , skuldabréfin á forsíðunni Tala happdrættisskuldabréfanna er ................ að þessu sinni. Nafn____................_______.........____ Heimilisfang _____........____........___ asta vaðið í rokki. Ég rokka til dæmis aldrei í kringum dömuna, sem þó er al- gengt. Það er hrein undantekning ef ég sleppi af henni hendinni. Mér kemur ekki til hugar að sleppa dömunni eins og sumir menn gera og rokka einn míns liðs út í salinn og svo aftur til baka. Eg rokka í mesta lagi tvo metra frá henni, og þó aldrei lengra en svo að ég geti þrifið í hana og haldið henni ef mér sýnist hún vera að týnast. Það er hægt að týna döm- unni í rokki, og þá verður maður að rokka um allan salinn og spyrja fólk hvort það hafi séð hana; eða maður verður að fara til hljómsveitarstjórans og biðja hann að lýsa eftir henni. Yfirleitt er mér fremur illa við rokk. Ef ég sé það á hljómsveitinni að hún ætl- ar að fara að spila rokklag, þá flýti ég mér að kvarta undan þrautum í bakinu eða ég fer fram að kaupa mér sígarettur. Stund- um er ég með alla vasa fulla af sígarettum. En maður er aldrei óhultur. Það gera syrpurnar svokölluðu. Gaman þætti mér að hitta þann mann í dimmu, þröngu húsa- sundi seint um kvöld sem innleiddi þann sið að herra megi ekki bjóða dömu upp í dans án þess að þrauka „syrpuna" — þrjá dansa. Þessi venja veldur því að skyldudansinn getur snúist upp í hreina martröð. Maður horfir á kjötstykkið and- spænis manni og maður er búinn að reikna út að hún sé minnst tvö hundruð pund. En af því hún situr við sama borð og af því hún er kona forstjórans, þá er maður dóni og ruddi ef maður býður henni ekki upp í dans. Maður gefur hljómsveitinni gætur, mað- ur safnar kröftum. Svo byrjar hljómsveit- in að spila hægan foxtrot og maður veit að þarna er manns sérgrein. Maður stýrir frúnni út á gólfið. Og þremur mínútum seinna er hljómsveitin byrjuð að spila „Murder my Baby and Rock Her to Sleep" og maður ber einn ábyrgð á því að konan velti ekki um koll og rúlli eins og tunna um gólfið og brjóti allt og bramli. Ef það er nokkur mælikvarði á dans- hæfni mína, þá má ég eiga það að ég stíg núorðið sjaldan á tærnar á þeim sem ég dansa við. Ég þykist líka vera búinn að læra að tala á dansgólfi. I gamla daga þegar maður steig á tærnar á dömunni, sagði maður stutt og laggott: „Pyrir- gefðu átroðninginn"; og ef dömunni varð á samskonar slys, þá sagði maður: „Hvern fjandann ertu að fara?" En nú ef ég stíg á tærnar á dömu, segi ég: „Æ, afsakið frú, óttalega var þetta leiðinlegt"; og ef hún stígur á tærnar á mér, þá segi ég alls ekkert þó að ég gnísti tönnum yfir öxlina á henni. Eg dansa bara gleiðfættur það sem eftir er. Annars er það eins með dansinn og aðra samkvæmislist: það er ekki sama hvar hún Framhald á bls. 14. Verðlaunakeppni Vikunnar FINNIÐ BRÉFIN! H&B með hefst verðlaunakeppnin, scra auglyst var í siðasta tolublaði og nefna mætti: FTNNH) HAPPDBÆTTIS- SKULDABBEF FLUGFÉLAGS lSLANDS. Við sögðum lítillega frá þessum hundraff króna happdrættisskuldabréfum síðast, hvernig þau gefa eigendum tœkifæri til allt að 10.000 króna vinninga og hvernlg flugfélagið mun innleysa þau að sex árum liðnum með vöxtum og vaxtavöxtum, þ. e. a, s. með 134 krónum pr. bréf. Nú skulu leikreglur endurteknar i stuttu . máli. En fyrst er þess að geta, að sigur- I vegarinn hreppir að launum — Flugferð til Kaupmannahafnar - og heim' aftur | Keppnin stendur í tíu vikur og verður i bundin við forsíðu blaðsins. Siðasta forsíð- I an verður birt hinn %t. marz, og ætlazt er I til þess, að lesendur verði búnir að skila lausnum sinum eigi síðar en 6. april. Þetta þurfa þátttakendur að gera: 1) Að athuga forsíðuna hverju sinni og akveða tölu happdrættisskuldabréfanna, sem- á henni eru. 2) Að skrifa töluna á miðann, sem er neðst í vinstra horni þessarar síðu. 3) Að senda Vikunni alla miðana (þeir verða tiu alls sem fyrr segir) um leið og keppni lýkur. Auk heimilisfangs Vikunnar, þarf að auðkenna umslagið með orðinu „Vei-ðlaunakeppnin". Þetta er allt og sumt. Ef fleiri en einn hafa fundið öll happdrættisskuldabréfin hverju sinni, verður dregið úr nöfnum þeirra. Og sigurvegarinn fær semsagt ó- keypis utanferð. Hér er þá 1. miði. Skoðið forsíðuna, telj- ið bréfin, skrifið greinilega á miðann, klippið hann úr blaðinu og geymið hann. NU ER liðin vika af hinni fyrri verð- launakeppni Vikunnar, ljósmynda- keppninni. AHUGALJÓSMYNDABAB um land ALL.T, hér skulu endurteknar leikreglurnar eins og þær birtust í siðasta blaði. Vikan auglýsir eftir myndum, sem á ein- hvern hátt má setja í samband við starf- semi Flugfélags fslands, sem á þessu ári hefur stundað innanlandsflug í tuttugu ár. Myndirnar þurfa að vera þokkalega unn- ar og mega ekki vera SMÆBBI en 24x30 cm. Vikan áskilur sér rétt til að birta beztu myndirnar. Ljósmyndakeppninni lýkur 22. febrúar; myndir, sem berast kunna að þeim tíma liðnum, verða ekki teknar til greina. En vænt þætti blaðinu að menn drægju ekki fram á síðasta dag að senda myndir sínar. Með myndunum á að f ylgja 1 o k a ð . umslag með nafni ljósmyndarans. Bitstjóri Vikunnar og Sveinn Sæmunds- I son blaðafulltrúi munu fá blaðaljósmynd- Iara sér tíl aðstoðar við val verðlanna- myndarinnar. Crslit verða tilkynnt 6.' marz. Og verðlaun sigurvegarans verða — i Flugferð til London og heim aftur VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.