Vikan


Vikan - 23.01.1958, Qupperneq 4

Vikan - 23.01.1958, Qupperneq 4
Tilhynmimg 9. uwm mmrð eftir Agöthu Christie CRADDOCK fann Philippu Haymes í eplagai'ðinum, eins og honum hafði verið sagt. Fyrst kom hann auga á leggi i bláum verka- mannabuxum, sem renndu sér niður eftir trjábol. Og brátt stóð Philippa fyrir framan hann, eldrauð i andliti, með hárið úfið eftir snertinguna við trjágreinarnar og henni virtist bregða við að sjá hann. — Rosalindarhlutverkið mundi henta henni vel, hugsaði Craddock ó- sjálfrátt, því Craddock lögreglufulltrúi vai' ákafur Shakespeareunnandi og hafði leikið hlutverk þunglynda Jakobs 5 Sem yður þóknast við mikinn orð- stý á sýningu til ágóða fyrir föðurlaus börn lögreglumanna. Skömmu seinna sá hann að þetta var rangt. Phillippa Haymes vai' allt- of stíf og fastmótuð fyrir Rosalindu. Hún var ljós á brún og brá og hlé- drægni hennar vai' ákafiega ensk, en miklu fremur ensk á tuttugustu ald- ar visu en sextándu aldar. Vel uppalin, ekki vön að flíka tilfinningum sín- um og algerlega laus við allt glens. — Góðan daginn, frú Haymes. Mér þykii' leitt ef ég hef gert yður bilt við. Ég er Craddock lögreglufulltrúi frá Middleshirelögi-eglunni. Mig lang- ar tii að hafa tal af yður. — Um það sem gerðist í gærkveldi? — Já. — Tekur það iangan tíma. Eigum við . . . Hún leit í kringum sig á báð- um áttum. Craddock benti henni á trjábol. — Ég skal ekki trufla yður lengur en nauðsyn krefur, sagði Craddock. Þetta er aðeins í sambandi við skýrslugerðina. Hvenær komuð þér heim í gærkveldi? — Klukkan hálf sex. Ég tafðist í tuttugu minútur fram yfir venjuiegan tíma við að vökva í gróðurhúsunum. — Gegnum hvaða dyr komuð þér? — Gegnum garðdyrnar. Það er hægt að stytta sér leiö af veginum framhjá andakofanum og hænsnEihúsinu. Það spaxar manni að fara allan hringinn og þá óhreinkast ekki framtröppumeir. SJg er stundum æði moldug. — Komið þér aiitaf inn þeim megin ? — Já. — Voru dyrnar ólæstar? —- Já. Á sumrin standa þær venjulega upp á gátt. Á þessum tíma árs er hurðin lokuð en ekki læst. Við göngum þar öll út og inn. ©g læsti á eftlr mér. — Eruð þér alveg vissai' um að þér hafið læst í þetta sinn? — Já, ég er alveg viss um það. — Jæja, frú Haymes. Og hvað gerðuð þér svo? Sparkaði af mér molduðu stígvélunum, fór upp á loft, tók bað og skipti um föt. Þegar ég kom niður, sá ég að einhverskonar boð var í undir- búningi. Ég vissi ekkert um þessa kynlegu auglýsingu fyrr en þá. — Viljið þér nú gjöra svo vel og lýsa því fyrir okkur hvað gerðist, þeg- ar maðurinn ruddist inn. —- Ég stóð við ai'inhilluna og var að leita að kveikjaranum mínum, sem ég hélt að ég hefði lagt þar frá mér. Ljósin slokknuðu — og það skríkti í öllum. Þá var hurðinni hrundið upp og maðurinn beindi vasaljósinu að okkur, veifaði skammbyssunni og skipaði okkur að rétta upp hendurnar. — Og það hafið þið gert? Ja, ég gerði það nú ekki. Ég hélt að þetta væri bara grín og ég var þreytt og fannst satt að segja lítið til um það. Svo hljóp skotið úr byss- imni. Skothvellurinn glumdi í eyrunum á mér og ég varð dauðskelkuð. LJósgeislinn lék um herbergið, vasaljósið datt og það sloknaði á því. Um leið byrjaði Mitzi að æpa. Hljóðin í henni voru eins og i svtni, sem leitt er til siátrunar. EftLrfarandi auglýsing birtist í þorpsblaðinu í Chipplng Glegiiorn á föstudagsmorgni: „Tilkynning um morð, sem mun verða framlð föstudaglnn 29. október í Littie Paddocks klukkan 6,80 e. h. Vinir, takið eftir, þetta verður síðasta kallið". Vinir húsráöandans í Little Paddocks, ungfrú Blacklock, halda að þetta sé einhver fmmleg aðferð til að bjóða gestum og mæta þor alllr á tilsettum tima. En ungfrú Blaicklock og heimilisfólk hennar vita ekkert meira imi þetta. Morðið verður þó að veru- leika, því ungur ókunnur maður hnígur nlður með skot í gegnum sig á tilsettum tima, og nú er lögreglan farin að rannsaka málið. Lesendur em nú búnir að lesa skýrslu flestra viðstaddra og geta farið að ráða gátuna. — Gerði vasáljósið yður ruglaða? — Nei, ekkert mjög. Það var þó æði sterkt. Andartak skein það á ungfrú, Bunner og hún leit út alveg eins og framliðin vofa —• snjóhvit í framan, með starandi augu og opinn munn, skiljið þér ? Augun virtust alveg ætla út úr höfðinu á henni. Maðurinn hefur þá hreyft vasaljósið ? — Já, hann lét ljósgeislann leika um herbergið. - Eins og hann væri að leita að einhverjum? -— Ekki endilega það, held ég. En það fór allt á ringulreið. Edmund Swetteniiam og Patrick Simmons kveiktu á kveikjurunum sinum og fóru fram i anddjTið. Við hin eltum þá og einhver opnaði borðstofudymai' —- ljósíð þar hafði ekki slokknað — Edmund Swettenham rak Mitzi rokna löðrung, svo að hún hætti að æpa, og eftir það skánaði ástandiö. — Sáuð þér ekki líkið? Þekktuð þér það? Höfðuð þér séð manninn áður ? — Nei, aldrei. Hafið þér myndað yður skoðun um það hvort þetta hafi verið slys eða hvort hann hafi skotið sig viljandi? — Ég hef enga hugmynd um það. Svo þér sáuð hann ekki þegar hann kom hér í fyrra skiptið ? — Nei, ég held að það hafi verið fyrir hádegi og þá er ég ekki heima. - Þakka yður fyrir, frú Haymes. Aðeins eitt enn. Vitið þér af nokkr- um verðmætum hlutum í húsinu? Eigið þér nokkra verðmæta skartgripi? Hringi, armbönd eða þessháttar? — Trúlofunarhringinn minn og nokkrar nælui'. Eftir þvi sem ég bezt veít er ekkeri sérlega verðmætt i húsinu, það er að segja, það eru til ansi failegir silfurmimir. •— Þakka yður fyi’ir. n. — - Það er alveg hræðilegt, sagði frú Swettenham harla ánægð á svip. — Alveg hræðilegt, og eins og ég hef alltaf sagt, ætti Gazette að vera miklu vandlátara á auglýsingamar sem það tekur til birtingar. Mér fannst þessi auglýsing ákaflega undarleg þegar ég las hana. Og það sagði ég líka, var það ekki, Edmund? — Munið þér hvað þér voruð að gera þegai' ljósin slokknuðu spurði lögreglufulltrúinn. — Hvað þetta minnir mig á gömlu barnagæzluna okkar. Hvar var Moses þegar Ijósin slokknuðu? Svarið var auðvitað: 1 dimmunni. Þannig var það í gær. Við stóðum bara öll kyrr og veitum því fyrir okkur hvað mundi gerast næst. Og loftið var þrungið svo miklum spenningi þegar við ailt í einu stóðum svona í kol niða, myrkri. Og þegar djnnar opnuðust — og' einhver mannvera stóð í dyragættinni með skammbyssu og beindi blindandi ljósi í augun á okkur og sagði ógnandi röddu: Peningana eða lífið'. Ó, ég hef aidrei á æfí minni verið svona spennt. Það var aiveg stórkostlegt. En andartaki síðar var þetta auðvitað aðeins skelfilegt. Ósviknar byssukúlur hvinu um eyrun á okkui'! Það hlýtur að hafa verið alveg eins og á víg- vellinum. — Hvar stóðuð þér eða sátuð þegar þetta gerðist, frú ? —- Andartak! Hvar var ég nú? Við hvern var ég að tala, Edmund? - Ég hef satt að segja enga hugmynd um það, mamma. Var ég að spyrja ungfrú Hinchcliffe um það hvort rétt væri að gefa hænunum þorskalýsi, þegar kalt er I veðri? Eða vai' ég að tala við frú Harmon — nei, hún var rétt nýkomin. Ég held að ég hafi verið að segja Easterbrooic ofursta, að ég áliti það alltof hættulegt að hafa atómrann- sóknarstöð i Englandi. Slíkar stöðvar ættu að vera á afskekktum eyjum, ef geislavirk efni losna og leika lausum hala. — Munið þér ekki hvort þér sátuð eða stóðuð? — Skiptir það í rauninni m*tí, fulltrúi? Ég vai' stödd einhversstaðar nálægt glugganum eða nálægt arinhillunni, þvi óg veit að ég var ekki langt frá kiukkunni, þegar hún sló. Það var svo spennandi stund; meðan við biðum öll eftir að vita hvort nokkuð mundi gerast. — Þór segið að ljósgeislinn hafi verið blindandi. Skein hann beint á yður? Hreyfðist hann um herbergið? — Hann skein beint í augun á mér. Ég sá ekki glóru. Edmund, hreyfð- íst ljósgeislinn, eða var hann kyrr? — Hann færðist hægt um herbergið, frá einum til annars, eins og mað- urinn væri að athuga hvað við værum öll að gera, sennilega til að vita hvort við mundum reyna að koma honum á óvart og ráðast á hann. Og hvm' voruð þér, Swettenham? — Ég hafði verið að tala við Júlíu Simmons. Við stóðum bæði í miðri stofunni — stóru stofunni. — Voru allir staddir í þeirri stofu, eða var oitthvað af ykkur í innri stofunni ? 4 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.