Vikan


Vikan - 23.01.1958, Side 5

Vikan - 23.01.1958, Side 5
— Ég held að Philippa Haymes hafi verið farin þangað inn. Hún stóð við arninn i stofunni, sem er fjær. Ég held að hún hafi verið að leita að einhverju. - Vitið þér hvort þriðja skotið hljóp úr byssunni af slysni eða hvort þetta var sjálfsmorð? - Ég hef enga hugmynd um það. Maðurinn virtist snúast skyndilega á hæli, síga svo saman og velta á gólfið. En það var erfitt að átta sig á þvi. Þér hljótið að skilja að við gátum ekkert séð. Þá byrjaði flóttastúlkan að öskra, svo allt ætlaði niður að keyra. — Mér skilst að þér hafið opnað borðstofuhurðina og hleypt henni út. Var hurðin áreiðinlega læst að utan ? Edmund leit forvitnislega á hann. — Já, áreiðanlega. Þér haldið þó ekki. . . - Ég vil bara helzt fá sem skýrasta mynd af öllu. Þakka yður fyrir, Swettenham. III. Craddock fulltrúi varð að eyða löngum tíma hjá Easterbrook ofursta og konu hans. Hann mátti hlusta á langar ræður um hina sálfræðilegu skýringu á málinu. Nú á dögum skiptir það eitt máli að beita sálfræðilegum rannsókn- um, sagði ofurstinn. Maður verður að skilja glæpamanninn. Það sem hér gerðist liggur ljóst fyrir manni, sem hefur haft aðra eins í'eynslu og ég. Hvers vegna setur pilturinn auglýsinguna í blaðið? Beitum nú sálfræð- inni. Hann vill auglýsa sjálfan sig — draga athyglina að sér. Það hefur verið gengið fram hjá honum, kannski hefur hitt starfsfólkið á hótelinu haft fyrirlitningu á honum, af því hann er útlendingur. Ef til vill hefur einhver stúlka visað honum á bug. Hann vill draga að sér athygli hennar. Hver er hetjan í kvikmyndunum nú á dögum? Glæpamaðurinn — kaldi karlinn. Jæja, hann ætlar að vera kaldur karl. Með ofbeldi og ráni. Hann hefur grímu og skammbyssu, en hann vantar áhorfendur - hann verður að hafa áhorfendur. Þessvegna útvegar hann áhorfendur. Á úrslitastund- inni verður hlutverkið honum of raunverulegt - hann verður meira en innbrotsþjófur. Hann er morðingi. Hann skýtur — í blindni . . . Craddok fulltrúi tók hann á orðinu: —Sögðuð þér i blindni, Easterbrook ofursti? Þér álítið þá ekki að hann hafi skotið viljandi á ákveðið mark —• eða á ungfrú Blackloek? — Nei, nei. Hann hleypti bara af í blindni, eins og ég sagði. Og þá kom hann aftur til sjálfs síns. Kúla hafði hitt einhvern - hún hafði að vísu aðeins rispað, en það vissi hann ekkert um. Hann kom allt í einu til sjálfs sín. Þetta sem hann hafði verið að leika — var orðið raunverulegt. Hann hefur skotið á einhvern — kannski drepið hann . . . Nú er hann búinn að vera. Og í skelfingu snýr hann hlaupinu að sjálfum sér. Easterbrook þagnaði, ræskti sig glaðklakkalega og sagði ánægðui' með sjálfan sig. - - Það er ljóst eins og dagurinn, ljóst eins og dagurinn. Er það ekki stórkostlegt hvernig þú getur vitað alveg nákvæmlega hvað gerðist, Archie, sagði frú Easterbrook, og röddin var hlý af aðdáun. Craddock lögreglufulltrúa fannst, það líka alveg stórkostlegt, en hann var langt frá þvi að vera jafn fullur aðdáunar. Hvar voruð þér staddur, Easterbrook ofursti, þegar skotin riðu af? Ég stóð við hliðina á konunni minni — rétt við borðið með blómun- um á miðju gólfi. Ég greip um handlegginn á þér, Archie, þegar það byrjaði, var það ekki? Ég var alveg að sálast úr hræðslu. Ég gat ekki sleppt af þér hend- inni. — Aumingja litli kettlingurinn, sagði ofurstinn glettnislega. IV. Fulltrúinn leitaði ungfrú Hinchliffe uppi og fann hana hjá svínastí- unni. — Skemmtilegar skepnur, þessi svín, sagði ungfrú Hinchliffe, og klóraði ljósum bakfellingunum. Hann vex og dafnar vel, sýnist yður það ekki. Verður gott flesk á jólunum. Jæja, hvað viljið þér mér? Ég sagði einhverjum frá lögreglunni í gær, að ég hefði ekki nokkra hugmynd um það hver maðurinn væri. Ég hef aldrei séð hann neins staðar hér í ná- grenninu. Frú Mopp segir að hann hafi komið frá einhverju af stóru heilsu- hótelunum í Medenham Wells. Hvers vegna gat hann ekki ógnað ein- hverjum þar, úr því hann langaði til þess? Þar hefði hann náð í miklu meiri feng. Þetta var óneitanlega rétt — Craddock hélt áfram að afla sér upp- lýsinga. — Hvar voruð þér stödd, þegar atburðurinn gerðist? Atburðurinn! Þetta orðalag minnir mig á störf mín á stríðsárunum. Þá gerðust ýmsir atburðir, sem eru í frásögur færandi, það get ég sagt yðui'. Þér viljið vita hvar ég var þegar skotinu var hleypt af, er það ekki? Ég hallaði mér upp að arinhillunni, og vonaði heitt og innilega að einhver mundi bjóða mér glas af einhverju hið bráðasta, svaraði ungfrú Hinchliffe hvatlega. - Álítið þér að skottmum hafi verið hleypt af í blindni, eða að miðað hafi verið á einhverja ákveðna manneskju? Eigið þér við hvort miðað hafi verið á Letty Blacklock sérstaklega? Hvernig i veröldinni ætti ég að vita það. Það er svo andsvítli erfitt að gera sér grein fyrir því eftirá hvað í rauninni gerðist. Ég veit bara að ljósin slokknuðu, ljósgeisli lék um herbergið, skotum var hleypt úr byssu og ég man að ég hugsaði með sjálfi'i mér: Ef heimskinginn hann Pati'ick Simmons er að fíflast eitthvað með hlaðna skammbyssu, þá getur einhvei' orðið fyrir slysi. — Svo þér kennduð Patrick Simmons um þetta? FramliaUl á bls. 14. BORÐDUKARINIIR MÍNM ERU SKJANNAHVÍIIR OG FALLEGIR Gestir mínir segja að vísu ekkert, en ég les aðdáunina úr svip þeirra. Ég nota ávallt Sparr til þvottanna. Það veitir ör- yggi, því Sparr freyðir betur, þvær betur og gerir þvottinn hvítari, bragglegri og ilmandi. fÉg ráðlegg yðui’ að nota ávallt Sparr. Á mínu heimili er allt þvegið með Sparri og engu nema Sparri. Sparið og notið Spar VIKAN 5

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.