Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 6
AUMINGJA JEJVÆÝ HÚN laut höfði meðan hún prjón- aði til að fá sem bezta birtu frá lampanum. Hún er rétt eins og bóndakona, hugsaði hann gramur. EJn það versta var, að bóndakona gat verið bæði hressileg og hrifandi, minnsta kosti mundi Jenný taka þetta sem gullhamra. Hún tók allt sem gullhamra. Ef hann sagði: „Hárið á þér er úfið, Jenny", þá svaraði hún með dreymandi brosi: "Etr það? Það er víst af því það er eðlilega krullað." Það var alls ekki eölilega krullað. Þrert á móti, það var svo mikið perm&nent í því, að það líktist mest þvottabretti. Nei, þetta áttu að vera aöltlegar krullur . . . . og þá var ekkert meira um það að segja, það varð bara að fá að standa út í loftið. Og Jenný hélt áfram að raula á- neegjulega fyrir munni sér — hún var siraulandi — glöð og ánægð með sjálfa sig og engum öðrum lik. Hún kallaði hann ástina sína, strákinn sinn og Bjamadreng, svo að það fór hrollur um hann í hvert sinn. Aldrei sagðl hún blátt áfram Bjarni — hún gat aldrei kallað hluttna sínum réttu nðfnum, og það fór í taugamar á honum. Oft reyndi hann að afsaka hana. Hún hafði verið skemmd af dekri heima hjá sér — þvi foreldrar hennar höfðu eignast hana eftir tíu ára bamlaust hjónaband og reyndu svo að vemda þessa viðkvæmu bamssál með því að sveipa veru- leikann mjúkum umbúðum. Ekkert vtir kallað sínu rétta nafni. Jafnvel eftir að Jenny var orðtn uppkomin varpaði tunglið birtu eins og kin- verskt ljósker og kínversku ljósker- in llktust mest fallegum tunglum. Það var látið svo heita að ófæddu bömin „svæfu á rauðum púða við hjarta mömmu sinnar" — og svo var Jenný látin beita hugmyndaflugi skólastúlkunnar við að komast að þvl hvemig þau yfirleitt sáu dagsins ljós. Hún elskaði hann — hún prjónaði á hann, — hún hlúði að honum, — hún fyllti húsið af malandi vinkon- um, honum til ánægju — 6, hún var svo elskuleg, lítil brúðukona, eins og hún sagði sjálf! Hún var símalandi og slfellt að vekja athygli hans á þvi sem hún gerði fyrir hann allan lið- langan daginn — alveg sama hvar þau vom stödd. 1 strætisvagninum átti hún það jafnvel til að draga fram i dagsljósið sín persónulegustu hugð- arefni, með sólskinsbrosi, sem hefði farið bami ákaflega vel — en alls ekki henni! Honum fannst hann ekki geta um frjálst höfuð strokið nema á skrif- stofunni. Móðir Jennýar hafði kennt dóttur sinni að stórir, sterkir karl- menn ættu að ríkja einir á skrifstof- imum, svo að litlar, veikbyggðar kon- ur gætu búið í skjóli heima. Satt að segja var þetta það eina í hinum fjarstæðu uppeldisaðferðum, sem Bjami var tengdamóður sinni þakk- iátur fyrir. 1 eitt einasta skipti hafði Jenný vogað sér á skrifstofuna hans og alla leið inn i hið allra helgasta — einka- skrifstofuna. ,,Hæ, ljúflingur, fallega stúlkan þín i glerbúrinu er bara al- veg eins og Hollywoodstjarna", hafði hún hrópað, fólkinu á fremri skrif- stofunni, sem ekkert var nema eyru, til hinnar beztu skemmtunar. ,,Að þvi einu undanskildu, auðvitað, að i Hollýwood heita þær ameriskum nöfnum", bætti hún við. Stúlkan í glerbúrinu hét Elsa Jóns- dóttir. Hún var glæsileg af því að hún var vel til höfð og á sinn rólega hátt vann hún störf einkaritarans og var hans hægri hönd. Rödd hennar lét þægilega í eyrum. Hún brosti sjaldan, en brosið hennar var ekkert tilgerðarbros. Hún var ekki degin- um yngri en Jenny, en hún leit út fyrir að vera tíu ámm yngri-------- Hann leit á Jenný og ræskti sig hátt. Það verður fjári erfitt að segja henni það, hugsaði hann. Þetta yrði i fyrsta sinn á ævi hennar að hún yrði að horfast í augu við þann raunveru- leika, sem ekki væri hægt að vísa frá sér með einhverri bjánalegri athuga- semd og bamalegum kjánahlátri — sem hún kallaði „dillandi hláturinn minn, ekki satt, elskan?" Hann yrði að koma peningagreiðslunum hennar þannig fyrir að hún gæti ekki hringt til hans í miðjum hverjum mánuði og kveinað yfir að nú ætti hún ekki grænan eyri til að lifa á það sem eftir væri mánaðarins. Hann yrði lika að hjálpa henni svolítið með að eign- ast hugðarefni í lífinu, svo að hún ekki ranglaði aðgerðarlaus um. Hing- að til höfðu þau haft stúlku til að þrífa húsið. Sjálf vildi hún laga mat- inn, sem var bæði lítilfjörlegur og aldrei til á réttum tíma. Það sem eftir var dagsins spjallaði hún í síma, heimsótti vinkonur sínar eða sat bara og fletti blöðum og merkti i þau litla rauða krossa með litblýanti. Móðir hennar kallaði heimiliö „dúnmjúka hreiðrið litlu stúlkunnar sirrnar", og honum fannst hann vera mesta fól, að vera nú að hrista hana upp af draumum sínum. Ibúðinni gæti hún haldið, með öllu þvi sem í henni var. Hann gæti séð um sig og hann hafði í hyggju að hafa framvegis fleiri bækur og færri púða. En hann gat ekki yfirgefið þetta fullorðna bam, án þess að hafa fyrst reynt að vekja áhuga þess og skilning á lífinu. Jenný og lífið? Hann hristi ósjálf- rátt höfuðið. Hún mundi iúthella tára- flóði, gráta eins og fertugt barn og ekki skilja neitt í neinu. Nú sleit hún gráa garnið frá og byrjaði á grænu. „Þetta verður sætt, heldurðu það ekki, Bjamabangsi? Kuldaboli skal ekki fá að bíta þig í nöpm vetrar- kuldunum". Hún brosti ástleitnu brosi og sveiflaði nokkru af hárlubbanum aftur á bak. Hún var alltaf með laus hár á blússunni sirrni, og reyndar um sig alla. Hún var vön að greiða sér hvar sem hún stóð, með greiðu sem hún stakk undir pilsstrenginn sinn. „Jenný. ... “ Honum fannst flibb- inn þrengja að hálsinum á sér og hann stakk fingrinum á milli og strauk honum eftir flibbanum innan- verðum .... svona, honum létti ofur- lítið við þetta. „Þú hefur víst aldrei látið þér detta í hug að neitt gæti komið fyrir hjónaband okkar, er það ? Ég á við þetta sem daglega kemur fyrir á hundmðum heimila?" Ef hún aðeins hætti að stara svona á hann. „Jenný, þú skilur að það hefur verið fjári erfitt fyrir mig að'tala um þetta við þig — en mér finnst ég ekki geta verið með neinn leikara- skap, það væri ekki heiðarlegt gagn- vart þér, og nú í kvöld skulum við skipuleggja framtíð þína í samein- ingu. Við emm engir óvinir, er það ? Við emm bara fyrir löngu búin að gera okkur það ljóst, að við erum allt of ólík." Neðri kjálkinn seig og kringluleita andlitið á Jenný varð smám saman svo undarlega langt. Hún svaraði engu. Nú var hún líkust allt of feitri, líflausri grímu. Ósjálfrátt lagði hún prjónana frá sér. Handleggimir hvíldu máttlausir í kjöltu hennar, þessir feitu, hnöttóttu handleggir, sem vom eins og bleikar pylsur. Hún sat þama undir leslampanum og virt- ist eins og leysast hægt upp. Allt rauðleita hörundið varð grátt eins og strokleður og allur smáhrokkni hár- lubbinn stóð eins og krans um dautt andlitið. „Bjami .... áttu við .... að við ....?"! fyrsta sinn á ævinni var hún orðlaus og gleymdi að kalla hann gælunafni. Hugsánimar byltust um í kollinum á henni, rákust á prjónauppskriftir, matamppskriftir og símanúmer, en frrndu engan vel- þekktan stað, þar sem þær gætu kom- ið sér fyrir og sezt að. Þær áttu alls ekki heima í þessum heila, sem aldrei var notaður til að hugsa svona fjar- lægar hugsanir og nú sat hann þarna og krafðist þess að heilabú hennar hæfi algerlega nýja starfsemi .... „Þú færð allt sem hér er", flýtti Bjarni sér að segja. „Svo ekkert þarf að breytast. Og auðvitað skal ég að- stoða þig eftir beztu getu. Þetta verð- ur bezt fyrir okkur bæði". Hann talaði hratt og skýrt og lagði með skipulegum setningum fyrir hana framtíðaráætlanir þeirra. Þetta var auðheyrilega meira en utanað- lærð lexía. Það var vandamál, sem hann var oft búinn að kryfja og leggja niður fyrir sér, bæta, laga og — að síðustu búinn að taka ákvörð- un um, svo fullkomin sem hún var. En hvers vegna svaraði hún engu? Hvers vegna sat hún þama við borð- ið með handleggina lafandi mátt- lausa og fætuma í ljóslitu, slitnu skónum ofurlítið skjálfandi, eins og fótleggimir hefðu lamast. Hún var þó ekki vön að vera orðlaus, hún sem alltaf talaði hátt og óaflátanlega eins og vatnsfall. Hann mjakaði sér órólega á stóln- um og reis á fætur til að kveikja sér' í pípu, en lagði hana svo aftur frá sér og settist aftur. „Eins og allar nútímamanneskjur- getum við vel lagað okkur eftir nýj- um aðstæðum, ekki satt Jenný? 1 rauninni höfum við svo lítið að bera á borð hvort fyrir annað. Þú ert sí- brosandi og glöð i lund (hann lagði áherzlu á þetta síðasta, svo að það hljómaði sem hrósyrði), en ég er einn af þessum alvarlegu mönnum, sérðu það ekki? Þessu hefurðu svo' oft veitt athygli sjálf og nú þykir mér fyrir því hve illa mér hefur oft tekizt að dylja það hvað mig langaði til að vera einan, þegar þú varst einmitt svo ánægð með að hafa vinkonur þínar í kringum okkur. Mér þykir gaman að spila, þér er meinilla við spil (hún gat aldrei lært að þekkja í sundur tígulgosa og hjarta- Framhald á bls. 10 EFTIR KAREN BRA5EN G vikan;

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.