Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 8
^^& FAGRIR MUNER tJR GULLI OG SILFKI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÖSUUTUR EDIKSYRA — BORÐEDBK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavlk. TRICHLORHREINSUN , (ÞURRHREINSUN) SOLVALLAGOTU 74 • SIMM3Z37 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.S. | Skólavörðustíg 18. Simár 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávaJLlt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröf u um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Sðluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum KÍnum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. Alla vikuna i skóm frá HECTOR frd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess Laugaveg 11 Laugaveg 81 Endurprentanir frægra málverka TJndanfarnar vikur hefur verið á boðstólum hér mik- ið og fallegt úrval af endur- prentuðum málverkum, bæði innlendum og erlendum. Jafnvel þó budda margra hafi verið œði létt eftir jólainnkaupín, þá hafa allir Reykvíkingar átt kost á að skoða þessar endurprentan- ir og njóta þeirra, án þess að eyða grænum eyri. 1 Morgunblaðsglugganum hafa hangið endurprentanir af íslenzkum málverkum eftir okkar þekktustu mál- ara. Þessar myndir hefur Ragnar Jónsson forstjóri látið gera erlendis og eru þær til sölu i Unuhúsi við Veghúsastíg. Og í Sýningarsalnum við Hverfisgötu hefur verið sýning á endurprentuðum málverkum eftir þekktustu listamenn heimsins, fyrr og nú. Mest ber þó á impressi- onistunum, enda munu þeirra myndir njóta mestra vinsælda á Islandi. Mynd- irnar hafa vakið athygli og selzt vel. Endurprentun á listaverk- um hefur tekið gífurlegum framförum á síðasta ára- tug, svo að litir og form myndanna njóta sín nú fyllilega á eftirmyndinni. Fallegastar eru endurprent- anir af málverkum á striga og er ómögulegt að sjá ann- að en að þar sé um málverk að ræða. En slíkar myndir eru ákaflega dýrar og hafa ekki flutzt hingað. Ragnar Jónsson, mun þó hafa látið þrykkja nokkrum af ls- lenzku myndunum á léreft, og fer það mjög vel. Nú getum við þvi flest veitt okkur. þá ánægju að prýða heimili okkar með þessum listaverkum, sem aðeins stór listasöfn og auð- kýfingar hafa hingað til getað eignast. Aðalgallinn við endurprentuðu málverk- in er sá, að þau verður að setja undir gler til að varð- veita þau, og' oft vill glampa illa á glerið. Ég hef þó heyrt talað um að hægt sé að lakka yfir myndirnar með sérstöku lakki, en aldrei séð það. Þegar myndin hefur verið valin og fengin, þarf að láta innramma hana. Og þá reynir á smekkvísi eigand- ans, hvort sem um mynd í nýjum stíl er að ræða eða gömlum. Sé ramminn illa valinn, ef hann er of ný- tízkulegur, of dökkur, of á- berandi, of fyrirferðarmikill o. s. frv., getur hann eyði- lagt myndina sem hann á sömu mynd í mismunandi römmum, svo að áhorf endur gætu áttað sig á því hvaða ahrif ramminn hefði á myndina. Hér birtum við nú eina af myndum franska málarans Braque í tveimur römmum. Hve smekklegar eruð þið? Hvor ramminn fer betur við myndina? Lausnina er að finna á bsl. 14. Minnismerki húsmóðurinnar. Margt hefur verið sagt um konuna, gamalt og nýtt, spaklegt og heimskulegt. Nýlega lét brezki marskálk- urinn Sir William Slim sér eftirfarandi um munn fara: ,,Það er ekki til neitt minnismerki húsmóðurinn- ar. Ef til vill þarf hún ekk- ert, ef betur er að gáð. Það er með hana eins og Chris- tofer Wren, en grafskrift hans í St. Pálskirkjunni hljóðar svo: „Ef þú leitar að minnismerk- inu, þá líttu 1 kringum þig." Sérhver móðir, sem getur horft hreykin á hraustleg, vel upp alin börn sín, á sér bezta minnismerkið í veröldinni — og það hefur hún reist sér sjálf." * Bóndakona tízkufrömuður. Munið þið eftir því, að þegár pokatízkan kom fyrst á markaðinn, þá sagði ég ykkur frá fyrstu konunni sem ég sá í pokakjól, á þeim árum þegar ég var send á gras á hverju sumri? Þetta var bóndakona norður i landi, sem saumaði kjólana sína úr hveitipokum og stakk höfðinu upp um há- lendi íslands á vörumerk- inu. Sú góða kona hefur sennilega verið að skapa nýja tízku fyrir sveitakon- ur, þó hún vissi ekki af því. 1 ensku blaði lesum við að kornframleiðendur séu nú farnir að hafa kjólasídd á pokunum sínum og prenta á þá falleg mynstur, og það fýlgir sögunni að sveitakon- ur séu þegar búnar að sauma pokakjóla úr tæp- lega 100.000.000 metrum af pokaefni. Skyldi ekki vera hægt að flytja inn þessa ágætu hveitipoka ? Mánuður fagiirra loforöa að prýða eða hann leysir að minnsta kosti ekki það hlutverk sitt af hendi að fanga athygli áhorfandans. Frægur sýningarsalur í New York hafði í fyrra ný- stárlega sýningu á endur- prentunum frægra lista- verka og var þar um að ræða sömu myndirnar, sem nú hafa verið til sölu í Sýn- ingarsalnum. Hengdar voru upp tvær endurprentanir af Vín með skyri. Hafið þið reynt að bera á borð vin með skyri? Hug- myndina hef ég úr gömlu ljóði um Jón Grimsson eftir Bjarna Jónsson skálda (1575—1655): Mörgum var þar gjörður greiði, þá grös voru sótt og rót á heiði, óríkum var enginn leiði, . ört þeir fengu að sleikja um spón; þegar menn fóru & fjallaveíði, fengu hvítu dalla. Vel þykkt skyr og vín á könnum vinirnir báru I tjöldin hrönnum, af þeim helztu herramönnum hann fékk jafnan sína bón; við þá stóð hann oft í önnum ef svo vildi falla. TJt janúar- mánuð, fyrsta mánuð hins nýja ár.s, streiL- ast þeir skap- föstu (eða þráustu, eftir því hvernig litið er á mál- ið) við að halda áramóta- heitin sín. Eitt af þeim lof- orðum, sem flestar kon- ur gefa sjálfum sér, er að hafa framvegis hemil á græðginni og mæta næstu áramótum sem nýjar og grennri manneskjur. Italska söngkonan fræga, María Meneghini Callas, er ágætt dæmi um það hvaða árangri er hægt að ná með nægilegri skapfestu. Hún léttist á skömmum tíma um 44 kíló, úr 100 kg. í 56 kg., og heldur þó fullri heilsu. Það er að segja, hún er ekk- ert taugaveiklaðri eða skap- verri en áður. 1 hverju landi á einhver ákveðin megrunaraðferð miklu fylgi að fagna, og trúin ku flytja fjöll. ftalskar konur gæta þess t. d. vandlega að borða ekki saman eggjahvituauðuga fæðu og kolvetnaríka, ef þær vilja vera sæmilega rennilegar. Þær borða því t. d. aldrei spaghetti um Ieið og kjöt, fisk eða egg. Þýzkar konur hafa óbil- andi trú á grænmeti, sem þær álíta heilsusamlegt og alls ekki fitandi. Austurrískar konur kenna lélegri blóðrás um það, ef þær eru of feitar, og telja ósoðinn mat bezta megrun- arfæðið. Bandarískar konur telja það mesta vandræðaástand að þurfa að borða brauð í hádegismat, en það er siður í þeirra landi. Sænskar konur taka líf- inu með ró, þó þær séu að reyna að grennast. Þær borða sinn venjulega skammt sex daga vikunnar og lifa svo á „mjólkur- fæðu" þann sjöunda. Það fyllir magann og gefur nægilega margar hitaein- ingar. HoIIyiwood-dísirnar láta aldrei ofan í sig neina fitu úr dýraríkinu, nota bara grænmetisoliu í staðinn, og halda í eggjahvíturlka fæðu við sig. Ástralskar konur borða á- vexti og magurt kjöt og reyna að grenna sig á sumr- in í mestu hitunum. Afríkanskar konur megra sig með því að borða ávöxt í morgunmat, kolvetni í há- degismat og eggjahvltu- efnisrika fæðu með salati á kvöldin. En þær þykjast geta borðað alla þá ávexti sem þær langar í milli mál- tiða. Kanadískar konur standa með blað og blýant og reikna út meðan þær neyta megrunarfæðu, pg hætta að borða þegar þær eru komnar upp í 1600 hitaein- ingar á dag. Suður-amerískar konur halda sig við kjöt og eggja- rétti. Franskar konur láta það eftir sér að borða oft, en Htið í hvert sinn, svo að þær verða aldrei svangar. Og nú skulið þið bara á- kveða hvað þið viljið trúa á. Eg horfðist í augu við staðreyndirnar EINHVERN tíma æf innar kemur það fyrir flest okkar að við stöndum and- spænis mikilli ógæfu. Örlög- in skoruðu mig á hólm, og ég tók áskoruninni og horfðist I augu við lífið. Ég var búin að þjást af kveljandi höfuðverk í mörg ár, og enginn gat fundið or- sökina. Heilasérfræðingur var reiðubúinn til að opna höfuðkúpuna á mér og skera á taug þá, sem símar sársaukann til heilans. Ég gekk undir uppskurð- inn reiðubúin til að gera þessa síðustu tilraun og taka því sem að höndum bæri með hugrekki. Það lá við að mér létti við að vita að nú loksins yrði eitthvað gert fyrir mig. Það mundi að minnsta kosti binda endi á kvalirnar. Þetta sagði ég við sjálfa mig, meðan ég var að missa meðvitundina. 1 fyrstu hafði ég ekki hugmynd um að þetta hefði verið ákaflega langur upp- skurður, sem reynzt hefði miklu erfiðari viðfangs en ætlað hafði verið í fyrstu, því það hafði komið í ljós að ég var fædd með auka slagæðar þeim megin við heilann. Það varð að brenna þær burt. Ef ég hefði ekki lagt mig I þessa hættu, hef ði ég dáið. Nú haf ði snilli skurðlækri- isins bjargað lífi mínu, ég var orðin góð í höfðinu. En fyrir það þurfti ég að borga. Ég hef komizt að raun um að þannig er það alltaf í líf- inu. Þegar ég bað um spegil, virtust hjúkrunarkonurnar verða alveg heyrnarlausar. Ég átti erfitt um mál, ég muldraði og það sem verra var, ég slefaði. Mér fannst andlitið á mér öðru megin vera eins og blý, og mér var sagt að ég væri orðin til- finningalaus i því. Undir eins og mér var það fært, laumaðist ég fram úr rúm- inu og læddist að speglin- um. Þá komst ég að raun um sannleikann. ANDLTTID A MÉR VAR DAMAÐ VINSTRA MEGIN. Mér fannst að ég mundi aldrei hafa hugrekki til að horfast í augu við veröldina aftur. Fólk mundi hörfa frá mér. Ósjál'frátt mundu allra augu beinast að ljóta munn- vikinu og auganu, þvi af- myndun hefur óhugnanlegt aðdráttarafl. Ég spurði hvað væri hægt að gera? Allir voru afar elskulegir. Ég mundi venjast þessu og ráða betur við það, sagði það. Enginn mundi i raun- inni veita þessu athygli. Þetta var svosem ekkert. Eg hafði verið lagleg kona. Eg segi það með hæ- versku, og það er satt. Eg lifði opinberu lífi, hélt fyrir- lestra, var mikið á ferðinni, og stöðugt að kynnast fólki. Nú glotti hræðileg vofa framan I mig. Ég var stödd á krossgötum, og ég var mér þess meðvitandi. Ekk- ert var auðveldara fyrir mig en að fá minnimáttar- kennd, loka mig inni í skel og draga mig í hlé. Ég byrjaði að æfa mig. Ég æf ði mig í að tala skýrt, og tókst það nokkuð fljótt. Með æfingunni varð ég heil- brigðari, en langt frá því að verða sælli. Munnvikið á mér hékk niður. Og þar sem augað í mér hafði ekki lengur neina tilfinningu, gat það ekki varið sig fyr- ir utanaðkomandi áhrifum, sem nú ollu ekki neinum sársauka, svo það gerði mér oft grikk. 1 marga mánuði var því haldið aftur og ég látin ganga með hlíf fyrir auganu. Það þarf hugrekki til að horfast í augu við veröld- ina þegar svona stendur á. Og ég verð að játa það að ég gugnaði hvað eftir ann- að. En ég hélt samt áfram. „Viljið þér leyfa mér að hjálpa yður?" sagði sér- fræðingur nokkur í andlits- aðgerðum við mig. Tor- tryggnislega spurði ég hann hvað hann gæti gert fyrir mig. Hann sagði að það mundi taka langan tima. Það þyrfti marga upp- skurði, en smám saman mundum við ná einhverjum árangri. Svo sagði hann hreint út: „Þér komizt ekki langt svona. En þér eruð nægilega hugrökk. Skellið yður í það". Þegar ég gekk inn í skurðstofuna kiknaði ég í fyrsta skipti í hnjáliðunum. Deyfisprautan stakk mig. Eg var gripin skelfingu. Ef sársaukinn yrði mikill, þá mundi ég aldrei hafa kjark til að halda áfram, og ég yrði að halda áfram. Þetta var mín síðasta von.og hvað sem fyrir kæmi, yrði ég að halda í síðustu vonina. Ég fann ekki meira til. „Þér megið horfa á ef þér viljið," sagði læknirinn. Hann vann eftir mynd, sem tekin hafði verið af mér fyrir heilauppskurðinn, og lá nú við hliðina á honum. Ég horfði á í handspegli, meðan hann fékkst við efri vörina á mér. Hann lyfti henni hiklaust og festi hana með saumi í réttar skorður. Ef honum líkaði ekki eitt- hvert sporið, þá rakti hann uppsvifalaust upp og byrj- aði að nýju. Ég fann ekkert til. Ég var alveg heilluð af snilli þess- ara handa, af hikleysi hans og einbeittni. Ég sá aldrei neitt blóð, og eftir fyrsta taugaskjálftann, sem að mestu var aðeins ímyndun, þá var þetta næstum því leiðinlegt. „Þá er þetta I lagi", sagði hann og fékk mér aftur spegilinn. Þarna voru níu saumar og minn eigin munnur hló við mér. Minn eigin munnur! Getið þið ímyndað ykkur hvers virði það var mér? Ég fann engan sársauka. Daginn eftir voru sumir saumarnir teknir úr og f jó»- um dögum seinna tók ég þatt í opinberu hádegisverö- arboði. Þar gat ég hrósaS sigri! Þar veittust mér ni» dýrmætu laun. Engpt augu flöktu frá signa augnalok- inu og ofan að munninum a mér, því þar var ekkert 6- venjulegt að sjá. Það var búið að lyfta munnvikinw til fullnustu. Skurðlæknirinn skar mig upp níu sinnum í allt- Arangurinn næst aðeins smám saman. Hann hafði sagt, að ef ég vildi syna. þolinmæði og hugrekki, þá gæti hann hjálpað mér. Það eru engin ör á and- litinu á mér. Ég efast um að þið munduð veita því at- hygli að snert hefur verið við því. Ég fór aldrei a sjúkrahús og aldrei í rúm- ið, meðan þessir uppskurðir fóru fram, þvi vonin kveikti í mér, svo ég næstum sveif á vængjum heim. Nú get ég staðið fyrir framan sjónvarpsvélina. Andlitið á mér er ennþá lamað. Þannig verður það að vera til eilífðar, en hðlm- skorun örlaganna kom, mér til að brjóta mér leið. Ég hef riú hulið verstu lýtin. Ég þori að horfast í augu við lífið. Ég vísaði minnlmáttar- kenndinni, sem lifið bauð mér upp á, á bug, með þvf að hrinda frá mér þeirri freistingu að draga mig út úr opinberu llfi, skrifa bæk- ur heima, hitta fáa, eiga kött og hekla. Það borgar sig að taka áskoruninni og að ganga 4 hólm við örlögin. »» Moldvörpustarfsemi 46 Brezka lögreglan leitar nú innbrotsþjófa, sem grófu göng inn í loðskinnageymslu og stálu skinnum, sem virt eru á eina ög hálfa milljón króna. Þeir höfðu falið sig í næsta húsi og beðið þar til allt var orðið hljótt og þeir gátu unnið óáreittir. Afbrotamenn hafa ekki einungis grafið sér göng til þess að komast inn á staði heldur líka til þess að komast út. Ellefu skæruliðar, sem dæmclir voru til dauða í Alsýr, grófu sig út úr fangelsinu í fyrra. Svipað átti sér stað í fylkisfangelsinu í Washington fyrir skemmstu. Tíu fangar grófu sig niður úr sjö tommu steingólfi, héldu áfram 60 fet neðanjarðar og komu upp fyrir utan fang- elsisvegginn. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.