Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 10
Glóandi gull Það eru víðar sjó- ræningjar en í Karabiska hafi Iflestum sögum um falda f jár- sjóði er talað um Karabiska hafið og eyjar þess. En ef nokk- urt mark er yfirleitt takandi á gömlum sögnum og annálum, þá liggja fjársjóðir af þessu tagi ekki síður við norðurströnd Astralíu. Sú var tíðin að Hollendingar Jiéldu uppi föstum ferðum við Austur-Indíur. Skip þeirra sneru heim hlaðin gulli og dýrmætum steinum. Það er vitað með vissu, að verðmæti sumra f arm- anna nam tugum milljóna. Auðvitað freistaði þetta sjó- ræningjanna. Þeir voru sjaldn- ast langt undan, og margt kaup- skipið brotnaði og týndist þeg- ar það reyndi að forða sér inn fyrir kóralrifin á þessum slóð- um. Fárviðri kröfðust líka sinna fórna. Skráðar heimildir segja frá þessum skipstöpum. Batavta strandaði á skeri við Albrohos árið 1629. Auk meir en tvö hundruð farþega, hafði skipið mikið af silfri í lestum sínum. Það sökk ekki, heldur stóð á skerinu; en var mikið brotið og ósjófært. Á meðan skipstjórinn leitaði hjálpar, gerðu nokkrir af á- höfninni uppreisn og myrtu megnið af farþegunum. En áð- ur en illvirkjarnir kæmust undan með silfrið, skaut skip- stjóranum upp á freigátunni Sardan. Nú var barist í návígi og lykt- aði bardaganum með því að ¦ allir uppreisnarseggirnir voru felldir. Þá var byrjað að flytja silfurfarminn yfir í freigátuna, en skömmu seinna skall á stormur. Batavía gliðnaði í sundur, rann fram af skerinu og sökk. Og enn þann dag í dag hefur engum tekist að ná upp fjársjóðnum. Sömu sögu er að segja af 'silfrinu og gullinu, sem týndist þegar Vergulde Drœck fórst í ofviðri árið 1656. Margar til- raunir voru gerðar til þess að ná fjársjóðnum upp, en þær | fóru út um þúfur. Þar sem skip- ¦ ið fórst éru miklir straumar. Silfursjóður fannst af tilvilj- ! un árið 1890, þegar stóreflis- : alda bar perluveiðara inn á lón i eitt í Portlock eyjaklasanum. j Þegar veðrinu slotaði, upp- S götvaði áhöfnin, að hún var með i öllu króuð inni. Skipsmenn tóku sér þá fyrir hendur að ryðja skipi sínu leið út úr kóralgildr- unni og réðust að „girðingunni" vopnaðir járnköllum. Við þessa vinnu komu þeir niður á hrúgu af spænskum silfurpeningum. Nokkru seinna fundu þeir slatta af gulldúkötum. Eigandi perlu- veiðarans, maður að nafni Jardine, lét bræða silfrið upp og smíða úr þyí forláta borðbúnað. Á ströndu Nýja-Bretlands er falinn mikill perlufjársjóður. Hollenskur æfintýramaður að nafni Le Maire gróf perlurnar þarna árið 1616. Hann var að leita að gulli, en við því lá blátt bann, þar sem hollensku stjórn- arvöldin eignuðu sér allan rétt til gullleitar á þessum slóðum. Le Maire fann ekkert gull, en hann fékk hina innfæddu til þess að gefa sér perlur í hundr- aðatali, enda voru þær verð- lausar í þeirra augum. Yfirvöld- in höfðu pata af starfsemi hans og gerðu út hermenn til þess að taka hann höndum. Le Maire faldi perlurnar sín- ar þegar hann sá, að honum yrði ekki undankomu auðið. Á leiðinni heim til Hollands, þar sem hann skyldi dreginn fyrir rétt, veiktist hann og dó. En hann þverneitaði að ljóstra upp um felustað perlanna. Talið er, að bandarískur æf- intýramaður, sem nefndist „Yankee Ned", hafi falið annan perlusjóð á Massigeyju. Hann hafði mikil viðskipti við hina innfæddu. Hann varð að lokum forríkur, reisti sér stórhýsi á Massigeyju og giftist innborinni stúlku — að talið er til þess að koma sér í mjúkinn hjá lönd- um hennar. , Svo kom að hinir innfæddu gerðu hann að trúnaðarmanni sínum. Hann varð einn af for- ingjum þeirra. Þó hafði hann jafnan miklar áhyggjur af perlusafni sínu, sem hann ætlaði að eftirláta börnum sínum. Svo að hann tók að Iokum það ráð að grafa perlurnar í jörðu. En svo illa tókst til að Ned hinn ameríski varð bráðkvadd- ur. Og þótt synir hans fjórir pældu upp megnið af eynni, fundust perlurnar aldrei. Ennþá gildari fjársjóður — verðmæti hans er talið ekki minna en 90,000,000 króna — á að hafa verið grafinn í jörðu á Savage-hæð í grend við Inverloch í Victoríufylki. Trú- boði að nafni Donald Nicholson fullyrti, að afi hans hefði falið nokkrar kistur af gulli og gim- steinum í jarðhúsi í hæðinni. Þessu hafði öllu verið rænt úr kínverskum musterum, sagði trúboðinn. Einsetumaðurinn í Inverlock, eins og hann var kallaður, leit- aði að jarðhúsinu í sextán ár. Honum tókst meir að segja að sannfæra stjórnarvöldin um, að fjársjóðurinn væri fólginn þarna einhverstaðar, og þau sendu herdeild með jarðýtur til hjálpar. Þó fannst ekki gull í eina tannfyllingu, hvað þá meira. Nicholson dó fyrir þremur ár- um. Við Nares-drang undan strönd Norður-Queenslands liggur mikill gullsjóður. Þarna fórst eimskipið Gothenberg hinn 24. febrúar 1875. Með skip- inu voru yfir áttatíu gullleitar- menn, flestir með mikið af gulli. I lest skipsins voru líka 30,000 sterlingspund í gulli. Flestir gullgrafaranna fórust, af því þeir neituðu að varpa frá sér gullsekkjum sínum. Skipið liggur á hundrað faðma dýpi, þar sem kafarar komast ekki að því. I Tullaree í Victoríu er minni sjóður. Þýzkur smiður að nafni Weiburg braut upp peninga- geymslu eimskipsins Avoca og stal 4,000 gulldúkötum. And- virði þeirra mundi í dag vera um 2,250,000 krónur. Hann fór að skipinu í Mel- bourne, hélt til Tullaree og keypti sér þar jörð. Þessi þýzki smiður fékk að lokum makleg málagjöld, en þótt lögreglunni tækist að f inna um 1,000 gullpeninga, fékkst þjófurinn ekki til þess að ljóstra upp um felustað afgangsins. Dularfullt skipsflak liggur í f jörunni á Long Island við Whitsunday-sund. Gamlir spænskir gullpeningar finnast oft í námunda við flakið, og margir eyjarskeggjar trúa því, að mikill fjársjóður sé grafinn í jörðu einhverstaðar í nágrenn- inu. Fyrir nokkrum árum fundu menn á perluveiðara verðmætan koparfarm í sjónum við Mau- - AUMINGJA JENNY - kóng), þér þykir gaman að útvarp- inu, mér f innst það þvert a móti vera bansettur friðarspillir. Og nú get- urðu gert hvað sem þig langar til, án þess að nöldursamur eiginmaður finni að öllu". Hún var alveg mállaus. Þetta gat ekki verið. Úr því hún hafði verið á- nægð, þá hlaut hún að sjálfsögðu að reikna með því að hann vœri það líka, því þannig átti hjónabandið að vera, það hafði mamma hennar sjálf sagt henni. Orð hans byltust hvert um annað í höfðinu á henni. Aðeins nokkur þeirra fengu ákveðna og ljósa merk- ingu. Það mundi líða langur tími áð- ur en hún skildi hin. Ef til vill mundi hún aldrei skilja að hann vildi losna við hana, að hún hló of mikið, talaði of mikið, gerði alltof mikið veður af öllu .... að hún var of glöð í lund! Já en .... en voru þau þá alls ekki hamingjusöm saman? Hvers vegna vildi hann skilja — skilja — hún — Jenný ..... FRAMHALD AF BLS. 6. Hann reis á fætur og hneppti að sér jakkanum: ,,Nú ætla ég að ganga svolítið út, Jenný. Þú þarft að fá tíma til að hugsa um þetta. Þú hef- ur tekið þessu ákaflega skynsamlega og ég þakka þér fyrir það .... (hún var alls ekki farin að hugsa neitt, hún sat bara og reyndi að finna eitt- hvert ráð til að losna við að aðhafast nokkuð). Á morgun förum við til lög- fræðingsins, vina min, og göngum frá þessu öllu formlega". Hann gekk fram hjá stólnum henn- ar og lagði hendina snöggvast á öxl- ina á henni. Eins og þegar maður klappar hundi .... bara ekki nærri eins hlýlega. Hann valdi símanúmer í hæsta símklefa og sagði ánægður og alls hugar fenginn: „Ég er búinn að segja henni það, Elsa, og það gekk vonum framar". Jenný sat i sömu stellingum. Hún leit alveg ringluð frá einum hlut til annars .... svo kom hún auga á prjónana. Grænn ullarþráður 1 gráu prjónlesi .... tvær réttar, tvær rang- ar, tvær réttar, tvær rangar, og ein litil setning ruddi sér braut upp á yf- irborðið meðal allra þessara ruglings- legu hugsana: Hverjum á ég nu að gefa peysuna, þvi hann vill hana víst ekki lengur? Þegar gráturinn byrj- aði nú loks að skekja hana, eins og ábyrgðarlaust barn, sem hefur verið slegið utan undir, þá gripu máttvana hendur hennar, sem aldrei voru van- ar að vera ¦ kyrrar, prjónana. Úr mjúku garninu féllu gráir og grænir ullarhnoðrar á pilsið hennar, án þess að hún veitti því athygli og allt í einu reis hún á fætur og gekk að símanum. Hún starði sljóum augum á tólið meðan hún valdi ósjálfrátt númerið. Svo heyrði hún kunnuglega rödd, sem sagði þýðlega: „Já, ert þetta þú, Jenný mín?" Þetta var móðir hennar. Þarna var heimilið hennar. Og barnið sagði með veikri röddu og alls hugar fegið: „Ó, hvað það er gott að þú ert heima i kvöld, mamma. Ég kem undir eins. . „ 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.