Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 11
biege-rif í Torre-sundi. Perlu- kafararnir hugðu í fyrstu, að koparstangirnar á hafsbotni væru úr gulli. Árið 1934 fór fiskimaður að nafni Bruce á land á Stephens- eyju, skammt frá Cape York, til þess að sækja vatn. I f jör- unni hrasaði hann um óvenju- legan stein, sem stóð upp úr sandinum. Hann gróf hann upp og sá sér til mikillar furðu, að þetta var óvenjuófrýnilegt goðalíkneski. Um háls höggmyndarinnar var festi úr rúbínum. Kann að vera, að hinir innfæddu þarna hafi stolið hálsfestinni frá skipreika konu. Kynni þá ennfremur að vera, að leitarleiðangur hafi fælt ræningjana frá ránsfeng þeirra, þeir hafi óttast afleið- ingarnar og því gripið til þeas ráðs að grafa guð sinn og nýja djásnið hans. En hvernig sem þetta hefur nú viljað til, þá er djasnið gam- alt, og spennandi saga hlýtur að vera á bak við það, hvernig það komst á þennan stað. — MICHAEL HERVEY !¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦! W LIbL 1 wJ "~™~ • 1. Hvað hefur maður á hægri höiid, þegar maður siglir frá Eyrarsundi inn í Kattegat? 5. A hve löngum tíma fór rúss- neska gerfitunglið kringum jörðina, þegar það var fyrst sett af stað? 3. Hvar og hvenær fæddist Jón Sigurðsson forseti? 4. Hverri er höfundur leikrits- ins „Sölumaður deyr" kvænt- ur? ð. Hver gaf Islandi nafnið Snæ- land? 6. Þrjú af eftirfarandi nöfnum eiga eitt sameiginlegt, það fjórða er boðsflenna: Derby, Hamborg, Kaupmannahöfn og Nympfenburg. Hver er boðs- flennan ? 7. Hvernig væri hugsanlegt að ferðast í bíl frá New York til London, án þess að taka nokkurn tíma ferju yfir meira en 90 km. breitt vatn? 8. Ein bezta kvikmyndin sem gerð var árið 1954 var byggö & einni af hinum frægu Síra BroWn leynilögreglusögum. Hvaða enskur leikari lék síra S Brown? ¦j 9. Hvaða fugl var það sem til forna var álitinn ódauðlegur? ¦ Hann átti að lifa í 500 ar og m byggja þá sjálf um sér bálköst til að brenna á og úr öskunni átti annar fugl að risa? S 10. Gata: Hvert er það fagurt himin- smíð, hlýrnir ber þann vottinn, sem ekki skapti í upphafs- tið, almáttugur drottinn. ! Svör á bls. 14. ¦ ^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦ni Æst fÞff pólitíh Konungurinn hótaði prinsinum: Ef þú giftist stúlkunni, læt ég drepa hana! KARDlNÁLINN lyfti hinni leiftr- andi kórónu hátt á loft, svo að allir viðstaddir msettu sjá hana. Svo laut hann áfram, og um leið og kirkj- an bergmálaði af hyllingarhrópum portúgalska aðalsins, hagræddi hann henni varlega á höfði konunnar, sem sat fyrir framan hann. Kardínálinn varð að gera þetta varlega — því að konan, sem hann var að kryna drottningu Portúgals, var búin að vera dauð árum saman. Lík hennar — það var raunar litið annað en beinagrindin — var bundið í hásætið. En hún var klædd fullum krýningarskrúða; og á nöktum kjúk- unum, sem voru fingur hennar, sátu dýrmætir gimsteinar. Þegar kórónan var komin á haus- kúpu drottningar, gengu aðalsmenn- irnir fram til þess að votta henni hollustu. Þeir krupu fyrir framan hana þarna í dómkirkjunni i Lissa- bon, hneigðu höfuð sitt og kysstu hendi hennar. Þeir gættu þess vand- lega að bera þann lotningarsvip sem athöfninni hæfði; þvi að bak við há- sæti drottningar stóð Pedro konung- ur í Portúgal — kunnari undir nafn- inu ,,Ófreskjan" — og hann var biáðlifandi. Hann var líka alveg <5- tvírætt vitskertur. En sú staðreynd breytti engu um það, að hann stjórn- aði ríki sínu með járnhnefa, og þeg- ar hann skipaði svo fyrir, að hin látna kona hans skyldi krýnd, dirfð- ist enginn að andmæla. Þessi furðulega krýningarathöfn fór fram árið 1353. En á bak við er einstaklega átakandi ástarsaga. Tólf árum áður, þegar Pedro var fjórtán ára, hafði faðir hans, Al- phonse konungur, ákveðið að gifta hann Constanze prinsessu í Aragon, sem þá var sextán ára. Þegar prinsessan kom til Lissabon til brúðkaupsins, voru í föruneyti hennar tvö hundruð þjónar, hirðmenn og hirðmeyjar. Meðal þeirra síðast- töldu var Inez de Castro, há og grónn f jórtán ára stúlka með möndlulöguð blá augu og glóbjart leiftrandi hár, sem tók henni í mitti. Pedro prins hafði aldrei litið konu- efnið sitt augum, og ekkert virtist hann hrifinn, þegar hann loks fékk aö sjá prinsessuna. Hann hafði orðið ástfanginn af Inez við fyrstu sýn og hugur hans var allur hjá henni. Þó varð hann að giftast prinsessunni; faðir hans krafðist þess af pólitísk- um ástæðum. Inez varð um kyrrt í Lissabon sem ein af hirðmeyjum Constanze. Pedro tókst að ná fundum hennar daglega í fáeinar dýrmætar mínútur, nægi- lega lengi til þess að kyssa hendur hennar, þrýsta henni andartak að sér og sannfærast um, að ást hans var endurgoldin. En pilturinn Pedro var ekki sam- viskulaus. Þótt hann gæti ekki elskað konuna sina, var hann henni ekki ó- trúr. Og svo varð hann skyndilega ekkjumaður. Prinsessan dó af fcarnsförum. Loksins, hugði Pedro, get ég kvænst konunni, sem ég elska. En konunginum föður hans fcnnst það hart að gengið að þurfa að „eyða" krónprinsinum í stúlku, sem ekki var í tengslum við neinn þjóðhöfðirtgja, sem hvorki mundi færa honum í heimanmund ný lönd né öfluga bandamenn. „Ef þú giftist þessum kvenmanni," öskraði hann framan í son sinn, „mun ég láta deyða hana áður en bruðkaupsnóttin er á enda." Pedro vissi, að ef hann dirfðist að óhlýðnast opinberlega, mundi líf Inezar ekki vera eyrisvirði. En nótt eina færðu þrír vinir hans stúlkuna inni sem mundi gera hann að kon- ungi og leyfa honum að leiða hína fögru konu sína fram fyrir auglit allrar veraldar. En forlaganornirnar — og njósn- arar Alphonse konungs — höfðu ann- að í bígerð. Hinum konunglegu snuðrurum tókst að þefa uppi dvalarstað Inezar, sáu hringinn sem hún dirfðisí að bera og hvísluðu tíðindunum í eyru konungs. Sagan segir að Aljthonse hafi gengið berserksgang, brotið spegla og húsgögn, risti sundur vegg- teppin með sverði sínu. Svo kallaði hann fyrir sig tvo af gæðingum sín- um og gaf þeim leynilegar fyrirskip- anir. Óþokkarnir komu að henni í kastalagarðinum á laun út úr Lissabon og komu henni fyrir í kastala i nágrenninu. Viku seinna dulbjó prinsinn sig sem óbreyttan hermann, og á mið- nætti reið hann inn í kastalagarðinn. I fylgd með honum var gamall prest- ur, sem orðinn var svo hrumur, að hann var nærri algjörlega blindur og heyrnarlaus. Um nóttina gaf gamli presturinn þau saman, Pedro og Inez. Einu vitnin voiu tveir af tryggustu vinum Pedros. En snemma næsta morgun sneri prinsinn aftur heim til Lissa- bon. Næstu fimm árin beitti Alphonse öllum brögðum til þess að vekja á- huga sonar sins á öðrum konum. Hann lét leiða fyrir hann fegurstu prinsessur Evrópu, grátbað hann að giftast einhverri þeirra, greip að lokum til hótana. En árangurslaust. Prinsinn svaraði eínarðlega, að hann væri „því fegn- astur að vera laus við þessa einu eiginkonu og ekkert áfjáður í að bindast annarri." En þegar hann mátti því við koma, reið hann til kastalans þar sem Inez beið hans. Hún ól honum tvo syni og eina dóttur. Hann beið óþreyjufullur eftir dauða föður síns, lausnarstund- Þeir riðu saman út að kastalanum. Þeir komu að Inez í garðinum. Þegar hún heyrði hófatakið, spratt hún a fætur og hljóp fagnandi að kastala- hliðinu. Hún bjóst við manninum sin- um. En i stað eiginmannslns, sem hún elskaði svo heitt, stóð hún and- spænis tveimur skeggjuðum óþokk- um. Alphonse konungur beið spöTkorn frá kastalanum. Annar morðingjanna þreif hið ljósa hár stúlkunnar og rykti höfði hennar aftur á bak. Hinn rak ryting sinn i háls henni og brjóst. Um leið og hún hneig örend til jarðar, rifu morðingj- arnir hin blóði drifnu klæði af henni og skildu við hana hálfnakta. Þeir sýndu konungi herfang sitt tar sem hann beið þeirra. „Þessu er lokið, herra," sögðu þeir. Konungur kinkaði kolli og reið burtu. Tveimur stundum síðar fann Pedro prins konu sína þar sem ó&æðismennirnir höfðu skilið við hana. Á sama augnabliki féll; svartur skuggi á sál hans og sinni. Hinn við- kvæmi og laglegi unglingur varð að fölum, óhugnarlegum rudda, sem virtist hafa ánægju af því einu að kvelja og drepa. Hann safnaði um sig allskyns Framhald á bls. 14, VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.