Vikan


Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 12

Vikan - 23.01.1958, Blaðsíða 12
HAMMOND INNES FORSAGA Engles kvikmyndastjóri hefur beðið vin sinn Neil Blair að heimsækja skíða- skála nokkurn í ítölsku Ölpunum. 1 fylgd með honum er Joe Wesson kvik- myndatökumaður. Þeir eiga að láta líta svo út sem þeir séu að undirbúa kvik- myndatöku á staðnum. Baunin er þó allt önnur. Á stríðsárunum var mikill gull- sjóður falinn þarna og hafa ýmsir menn ¦— og sumir æði skuggalegir — hug á að klófesta hann. Uppgjörið hefst þegar Engles kemur til skálans. EN mér er alvara," svaraði Engles hægt. Síð- an hallaði hann sér fram. Það var eins og hann hefði slegið manninn. „Þessi atburður í gær var jafnmikil morðtilraun og ef þér hefðuð reynt að skera Blair á háls." Mayne hló. Þetta var ekki eðlilegur hlátur. „Eeynið að sanna það. Guð minn góður, Engles, ef við værum í Englandi, myndi ég stefna yður fyrir meiðyrði." „Ef við værum í Englandi, góði minn," svar- aði Engles, ,,þá væruð þér í fangelsi og biðuð dauðaref singarinnar.'' Mayne yppti skyndilega öxlum. „Þér hljótið að vera vitskertur," sagði hann og fékk sér aftur í glasið. Engles hefur áreiðanlega fundizt hann hafa sagt nóg, en Carla rauf nú þögnina. „Gil- bert," sagði hún og röddin var mjúk eins og kött- ur í leit að bráð, „hversvegna ætlaðirðu að drepa mig?" Mayne lauk úr glasi sínu og sagði: „Hvað veit ég um það? Spurðu Engles. Þetta er ævintýrið jhans. Hann getur ef til vill sagt þér það." „Ef til vill þarf ég ekki að spyrja hann," sagði hún eins og malandi köttur, malandi af Iiatri. „Ef til vill veit ég það." Mayne var á varðbergi, hann kipraði saman augun. „Og hvers vegna ætti ég að drepa þig?" spurði hann blíðlega. „Vegna þess að þú þarft ekki lengur á mér að halda og ég veit of mikið." Hún hækkaði Töddina. Hún var reið og bitur. „Fyrst lékstu á Heinrich. Og þegar hann vildi ekki segja þér hvar það var falið, léztu taka hann til fanga. Fantur! Þú drapst aumingja Helnrieh minn." „Aumingja Heinrich þinn! Þú hataðir hann. Og hann fyrirleit þig." „í>að er ekki satt," sagði hún æst. „Hann elskaði mig — alltaf." Mayne hló. „Elskaði þig! Hann fyrirleit þig. Hann hélt í þig, vegna þess að hann hafði gagn af þér. Hann var flóttamaður í ókunnu landi, og þú yissir hvernig átti að fela hann. Og þú hélzt í hann, vegna þess að græðgin í gullið var svo mikil." „Græðgi! Þú talar um græðgi! Þú . . ." Mayne hélt áfram að drekka og lét orðaflaum Cörlu sem vind um eyru þjóta. Skyndilega hætti Carla. Augu hennar loguðu. „Ég hata þig!" „Nei, er það Carla?" svaraði hann hlæjandi. „Og það er svo stutt síðan þú sagðist elska mig. Elskarðu mig ekki lengur?" Hæðnin í rödd hans virtist særa hana. „Hversvegna fórstu frá mér, Gilbert?" Rödd hennar var full af örvæntingu. „Við hefðum getað yerið svo hamingjusöm. Hversvegna yfirgafstu mig?" „Af því að eins og þú sagðir, þurfti ég ekki lengur á þér að halda," svaraði hann kuldalega. „Þú veizt ekki einu sinni hvar gullið er, Carla, er það? Aumingja Heinrich þinn, sem þú elsk- aðir svo heitt, sagði þér það aldrei. Hann drap marga til þess að ná í þetta gull. Hann skaut þá og gróf þá hérna uppi. Þegar hann hafði lokið þessu erfiði, var hann svo sem ekki að segja litlu hórunni, sem hann hafði nælt sér í í Milano frá þvi." „Þinn . . ." Skyndilega braut Carla glasið sitt á borðröndinni og þeytti brotnum leifum þess að Mayne. En hann beygði sig snögglega niður, þreif um úlnllB hennar og sneri hana niður í gólfið. Þannig hélt hann henni fastri, en hún reyndi árangurslaust að klóra hann í framan með eldrauðum nöglum sínum. Það var þá, sem Valdini og Keramikos komu inn í barstofuna. Eg tók ekki einu sinni eftir því, þegar Valdini þreif til byssunnar. Hann var bersýnilega mjög æfður í þeirri kúnst. Ég sá hann útundan mér. Hann var bak við Keramikos. Báð- um mönnunum brá illilega, þegar þeir komu inn. Carla kallaði eitthvað á ítölsku — eða ef til vill Sikileysku, því að ég skildi það ekki. Og skyndilega birtist skammbyssa i hendi Valdinis. „Hafið ykkur hæga, herrar mínir," sagði hann smeðjulega og nokkuð valdsmannlega vegna byssunnar. „Ég er fyrirtaks skytta. Hreyfið ykk- ur ekki. Sleppið greifynjunni, Mayne." Mayne sleppti takinu af Cörlu og hún féll á gólfið. Síðan reis hún á fætur og náði í brotna glasið. Hún kreppti hnefann utan um glasið og leit á Mayne. Andlit hennar var afmyndað af bræði. Hún lét skína í tennurnar og augu henn- ar loguðu af hatri. Við vorum ekki í vafa um hvað hún ætlaði að gera við brotna glasið. Hún gekk rólega í áttina til Maynes, hreyfingar hennar voru mjúkar, en ógnandi. Það fór titringur um neðri kjálkann á Mayne, þar sem örið var, og hann kingdi tvisvar. Við gátum ekkert aðhafzt. Það hafði verið eitthvað í fari Valdinis, sem sann- færði okkur um, að hann myndi ekki hika við að skjóta. Það var þá, sem Joe kom hljóðlega inn. Hann var að athuga nokkrar ljósmyndafilmur. Það fyrsta sem hann kom auga á var byssan í hendi Valdinis. „Guð minn góður," sagði hann. „Þér ættuð ekki að miða byssunni á fólkið hérna. Þér gætuð hleypt óvart af. Má ég sjá, hvort hún er hlaðin." Hann rétti út hendina og tók byssuna af Valdini. Við hreyfðum okkur ekki. Við vorum svo undr- andi. Og Valdini var mest hissa. Eg veit, að þetta er ótrúlegt. En ég fullvissa yður um, að þetta var nákvæmlega það sem kom fyrir. Joe gekk inn og tók byssuna af Valdini. Og Valdini leyfði honum að taka hana. Eina skýringin er sú, að Joe var ekkert hræddur. Honum datt aldrei í hug, að Valdini væri reiðubúinn til að skjóta. Og vegna þess að hann var allsendis óhræddur, missti Valdini móðinn. Joe tók skothylkin úr byssunni og leit reiði- lega á Valdini. „Gerið þér yður grein fyrir því, að byssan er hlaðin?" Hann hristi .höfuðið og muldraði eitthvað um „fávitaskap", og rétti hon- um síðan byssuna og skothylkin. Þetta hafði sömu áhrif á okkur eins og hellt væri yfir okkur isköldu vatni. Við urðum rólegri. Mayne tók upp glas sitt. Carla róaðist. Við héld- um áfram að drekka og vorum hin eðlilegustu. Það var eins og kippt hefði verið í strengina á strengbrúðum. Herbergið sjálft virtist varpa önd- inni léttara. „Þú komst á réttu augnabliki, Joe," sagði Engles. „Valdini var að sýna okkur hvernig sikileyskur glæpamaður tekur upp byssu sína. Hvað viltu drekka?" bætti hann við og skeytti engu illu augnatilliti Valdinis. „Eg ætla að fá koníak," muldraði Joe. Hann gretti sig furðu lostinn. „Hversvegna í ósköpun- um létuð þið þennan litla skíthæl leika sér með byssuna?" hvíslaði hann að okkur. „Eg geri ráð fyrir að allir séu með bysleur á sér í þessu and- skotans landi. En menn ættu ekki að vera að leika sér með skotvopnin." Hann rétti Engles tvær filmurúllur. „Nokkrar myndir af togbrautinni, og þarna að auki nokkr- ar innimyndir. Líttu á þær. Ágætis myndir." Hann rétti mér þriðju rúlluna. „Langar þig til þess að sjá sjálfan sig að þrotum kominn ? Það er ekki nóg ljós á henni. En þetta er góð mynd. Hún gagntekur mann, enda þótt þú ofleikir dá- lítið." Hann saup á glasi sínu. Þegar hann lét það frá sér, sagði hann: „Jæja, það er víst bezt að fara að framkalla. Það er ekkert annað hægt að gera í þessu veðri. Vildi að ég hefði haft mynda- vélina með mér, þegar ég kom inn áðan. Ég hefði viljað ná mynd af Valdini með byssuna. Þetta var einhvern veginn allt svo eðlilegt. Segir mér seinna hvað þér finnst um þessar myndir, karl minn." „Eg skal gera það," sagði Engles. Og Joe fór út. Ég leit í kringum míg. Allt virtist með kyrr- um kjörum. Mayne hafði sezt við píanóið og var að leika eitthvað lag, sem ég kannaðist ekki við. Carla var í áköfum samræðum við Valdini, Keramikos sat yfir glasi við hinn endann á barn-r um. Mayne breytti nú skyndilega yfir í La Donna Immobile. „Jamm, það er að sjóða upp úr," sagði Engles lágt. „Ef þetta kemur fyrir aftur, þá verður áreiðanlega skothrið. Ég er viss um, að Valdini er ekki sá eini, sem er með byssu." „Hvað var allt þetta tal um milljón í gulli?" spurði ég. Við gátum talað saman í hálfum hljóðum vegna hávaðans í píanóinu. „Manstu eftir blaðaúrklippunum úr Corriere della Venezia, sem þú sendir mér. önnur þeirra fjallar um þetta. Það var gullfarmurinn, sem hvarf á leiðinni. Hann hvarf í Tre Croci skarðinu. Og þessvegna eru þessar fuglahræður hérna. Mayne, Keramikos, greifynjan og Valdini vita öll um gullið. Þau halda að það sé einhvers staðar hérna. En það sem skiptir mestu máli er — hver veit nákvæmlega hvar það er?" „Veizt þú það?" spurði ég. Hann hristi höfuðið. „Nei. Eg gizkaði aðeins á að það væri hér, vegna þess að Stelben átti einu sinni Col da Varda. Þegar Stelben var fyrst tekinn til fanga, yfirheyrðf ég hann í Mílanó. Og við höfðum áhuga á sögunni um horfna gull- ið. Eg hef rannsakað málið mikið. Eg fór meira að segja til Berlínar og sá —" Mayne hætti í þessu að leika á. píanóið. Það var skyndileg þögn, Vindurinn gnauðaði á húsveggjunum. Og 12 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.