Vikan


Vikan - 23.01.1958, Qupperneq 14

Vikan - 23.01.1958, Qupperneq 14
890. KROSSGÁTA VDttJNNAR LÁR.ÉTT SKÝRING: 1 er helzt á botninum — 5 er andstyggð allra — 8 situr í Spandaufangelsi — 12 eign sem alltaf er að minnka — 14 „Nóbel“-persóna — 15 bæjarnafn — 16 bás — 18 veiðitæki — 20 afkvæmi Alþingis — 21 þannig enda sum orð — 22 biður sá um sem ekki veit — 25 fangamark íþróttafélags — 26 gafst hún upp á hún Grýla — 28 þykir sumum gaman að gera öðrum — 31 áverki — 32 gripur suma í vandræðum — 34 saurga — 36 á sá sem fyrst finnur — 37 heimskingjar — 39 minna en einn — 40 nöldur — 41 missa — 42 telpuhnokki — 44 yfirráðasvæðið — 46 hernaðarbandalag — 48 er flestum sárt um — 50 lík — 51 til þessa — 52 gera tjón — 54 eyddur að gróðri — 56 sk.st. — 57 ljær okkur ljós og hita — 60 tvíhljóði — 62 áma — 64 Kinverji — 65 rúmfat —- 66 venju — 67 duglegur — 69 færir okkur hlýju — 71 skussa — 72 klæðast konur •— 73 sál. LÓÐRÆTT SKÝRING: 1 kemur frá ljósi — 2 bera útvaldir við hátíðleg tækifæri — 3 rugga — 4 greinir — 6 sykur — 7 ómur — 8 upphrópun — 9 bókstafur — 10 af sér geng- in — 11 millilandaflugvél — 13 fengur — 14 horfa fast — 17 magur — 19 hálf- ur einstaklingur á byrjunarstigi — 22 taka „23 lóðrétt" úr skepnum — 23 innyfli — 24 haftið á ritfrelsinu — 27 viljayfirlýsing — 29 tunna — 30 linna — 32 sjaldséð — 33 örnefni í Hafnarfirði — 35 náttúra í hestum -— 37 launung — 38 nefnd — 43 nothæf — 45 gefa upp sakir — 47 elska — 49 deyjandi stétt — 51 ritvélategund — 52 þjóðsagnaskepnan á Þyrli — 53 íorföður — 54 dvelja — 55 atómhluti — 56 höfuðprýði karlmanns — 58 hraun- gróður — 59 er yndi hins hégómagjarna — 61 ástundun — 63 formóðir Davíðs konungs — 66 band — 68 tónn — 70 egypzkur sólguð. Lausn á krossgátu nr. 889. Lárétt: 1 gegn —• 5 kló — 7 meri — 11 feit — 13 ræsi — 15 ker — 17 torfbær — 20 grá — 22 Oran — 23 lesum — 24 snót — 25 rot — 26 ell — 27 Rut — 29 ala — 30 ötul — 31 anís — 34 snara — 35 nakin — 38 Jóku — 39 Lóló - 40 ógnar — 44 speki — 48 Anna — 49 Keli — 51 sat — 53 nam — 54 all — 55 gát — 57 tros — 58 nugga — 60 foli — 61 err — 62 baming — 64 tin — 65 gras — 67 nóta — 69 hark — 70 iðn — 71 Lára. Lóðrétt: 2 Efrat — 3 ge — 4 nit — 6 lífs — 7 mær — 8 es — 9 rigna — 10 skor — 12 tollur — 13 ræmuna — 14 gáta — 16 Eros — 18 rella — 19 buran — 21 róla — 26 eta — 28 tík — 30 önuga — 32 silki — 33 sjá — 34 skó — 36 nói — 37 mót — 41 nnn — 42 ananas — 43 ramur — 44 skagi — 45 pelann — 46 ell — 47 barr — 50 Váli — 51 stef — 52 torga — 55 Gotar — 56 tind — 59 gnoð — 62 bak — 63 gól — 66 rr — 68 tá. ÁST OG PÓLITÍK Framháld af bla. 11. óþjóðalýð og hóf uppreisn gegn föð- ur sínum. 1 nærri ár fóru uppreisn- armenn um norðurhéruð landsins með ráni og rupli. Þeir þyrmdu engum. Þegar Pedro sá, að her hans var ekki nógu öflugur til að steypa föð- ur hans af stóli, samdi hann frið. Kann að vera að Alphonse gamli kon- ungui- hafi þá haft einhvern snefil af samvizkubiti. Að minnsta kosti fyrir- gaf hann syni sinum og tók hann til sín í höll sína. En óveðursskýið í sál Pedros varð sífellt dimmara. Hann eigraði um salina tautandi bölbænir, skók hnef- ana framan í málverkin af föður sín- um, kveikti í einu æðiskastinu í höll- ir.ni. Þegar Alphonse dó og Pedro varð konungur, varð það hið fyrsta opin- bera embættisverk hans að láta hand- taka morðingja konunnar sinnar og pynda þá til dauða svo hægt og liroðalega, að það tók þá sex klukku- tíma að gefa upp öndina og jafnvel hinum harðgerðustu meðal áhorfenda varð flökurt. Síðan lét hann reisa Inez veglegt grafhýsi úr svörtum marmara. En áður en lík hennar var sett í graf- hýsið, lét hann færa það til Lisabon og krýna þar með allri þeirri við- höfn, sem drottningu hæfði. Hann kvæntist aldrei aftur. Á hverju kvöldi vitjaði hann drottning- arinnai' sinnar, settist hjá kistu henn- ar og sagði henni helztu fréttirnar úr höfuðborginni. Hann laut yfir kistuna, hlustaði þögull og alvarlegur á svörin, sem enginn annar gat heyrt, kinkaði kolli eins og hann væri sam- mála og sneri aftur til hallarinnar. Hann skrifaði aldrei undir skjöl, skuldbatt sig aldrei til neins án þess að ráðfæra sig við hina látnu Inez. Þegar fram liðu stundir, varð Pedro rólegri í vitfirringu sinni, og hann hætti að vera „ófreskjan". En heimsóknum sínum til grafhýsisins hélt hann áfram til hinsta dags. Og þar var hann lagður til hinstu hvíldar. Og samkvæmt skipun hans við fætur þessarar einu konu, sem hann hafði nokkurntíma elskað. — JOHN GODWIN. MORÐIÐ Framhald af bls. 5. — Já, það var ekki svo mikil fjarstæða. Edmund Swettenham er menntamaðui', sem skrifar bækur og hefur lítinn áhuga fyrir hrekkj- um, og Easterbrook lávarði mundi ekki finnast neitt fyndið við þetta. En Patrick er mesti galgopi. Ég verð samt að biðja hann afsökunar á að hafa látið mér detta þetta i hug. Hélt vinkona yðar líka að Patrick ætti þátt i þessu? — Murgatroyd? Þér ættuð að tala við hana sjálfa. Ekki svo að skilja að þér fáið nokkuð af viti upp úr henni. Hún er niðri i ávaxta- garðinum. Ég skal kalla á hana. Ungfrú Hinchliffe hækkaði röddina, og þrumaði. - Hæ, Murgatroyd . . . Ég er að koma . . . svaraði mjóróma rödd. — Flýttu þér —~ lögreglan, þrumaði ungfrú Hinchliffe. FOXTROT ... Framh at ws 3 er iðkuð. Þeir dansleikir eru ennþá haldn- ir á íslandi — lof sé guði — að ef maður rekst á mann í dansinum, þá gefur annar- hvor hinum á’ann, síðan gefa báðir dyra- verðinum á’ann og loks fleygir dyravörð- urinn báðum út. Á þesskonar dansleikjum skemmta menn sér oft prýðilega. En svo er líka efnt til dansleikja, sem þó eru aldrei nefndir því nafni heldur heita samkvæmi eða hóf, og þar er það aðalatriðið að kon- an manns sé í fínni kjól en kona hins mannsins, og þar er dyravörðurinn svo kurteis að maður þarf að gefa honum þrisvar sinnum á’ann til þess að hann skilji grínið. Á svona dansleikjum er það ekki aðal- atriðið að menn skemmti sér heldur að þeir fái að sitja við háborðið. Svona dansleikir byrja alltaf með borðhaldi, því að annars væri ekkert varið í verðið. Menn fá kalda súpu með frönsku nafni með tveimur rit- villum, kalda steik með frönsku nafni með þremur ritvillum og volgan rjóma í skál — og það var ísinn. Sigurpáll Hl. Sveins- son gleymist og fær hvorki vot.t né þurrt í tvo klukkutíma. Yfirþjónninn hellir ítalskri sósu niður um hálsmálið á Rósu ræðismannsfrú. Hjörtur Mt. Bjarnason er allt í einu orðinn haugafullur og situr úti í horni í hrókasamræðum við borðfána. Klukkan tíu kemur þjónn og gefur Sigur- páli brúnaðar kartöflur og sultutau en ketið gleymist. Klukkan tíu mínútur geng- in í ellefu kemur annar þjónn og gefur honum meiri kartöflur, en á hæla honum kemur þriðji þjónninn, fjarlægir diskinn og hnífapörin og spyr hvort hann sé mað- urinn sem hafi verið að biðja um sinep. Klukkan hálf ellefu stendur kynnirinn upp til þess að kynna fyrsta ræðumann. Klukkan ellefu er kynnirinn enn að. Klukkan hálf tólf birtist skyndilega kjól- klæddur maður á sviðinu, horfir með ísköldum hæðnissvip á samkomugesti og syngur „Hraustir menn“. Á miðnætti rísa þjakaðir og þreyttir menn úr sætum. En um leið o'g Sigurpáll Hl. Sveinsson stend- ur skjögrandi á fætur og horfir æðislegu augnaráði í áttina til barsins, rennir fjað- urmagnaður þjónn upp að síðunni á hon- um og fær honum matskeið. Borðhaldinu er lokið. Ef það er rétt hermt hjá konunni minni að ég dansi eins og engill, þá þykir mér auðvitað vænt um það. Þó vildi ég að hún væri ekki að blanda þessu saman við sængurver og dót. Annaðhvort dansa ég eins og engill eða ég dansa ekki eins og engill. En líklega ekki. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 11: 1. Fimm fingur. 2. 9,5 mínútum. 3. Á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 1811. 4. Kvikmyndaleiltkonunni Marilyn Monroe. Sjálfur lieitir hann Henry Miller. 5. Naddoður, þegar haim kom hér fyrst. 6. Hamborg. Hinar borgirnar eru frægar fyrir postulínsframleiðslu sína. 7. Með því að aka þvert yfir Ameríku, upp til Alaska, yfir Beringsund, sem er ekki fuUir 90 km. á breidd, og þvert yfir Síberíu, Kúss- land og Mið-Evrópu til Calais og þar er Erm- arsund lielmingi mjórra en leyfilegt er. 8. Alec Guinness (A. m. k. eln af Brown-mynd- imum hans hefur komið hingað og var sýnd í fyrra í Stjörnubíó). 9. Það var fuglinn Fönix. 10. Regnlioginn. 14 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.