Vikan


Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 2

Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 2
_____rpGjd^ ó/r/jaýsAtggu kf#u/?rr&r* SÉRA John Updegraff, sem er formaSur Prestafélags- ins í Miami í Bandaríkj- unum, er öskuvondur. Ástæðuna sjáið þið á myndinni hérna fyrir neðan. Það er verið að gefa þessi skötuhjú sam- an. Og eins og þið sjáið, er ekki nóg með að brúð- hjónin séu á náttklæðun- ¦ um, heldur sýnist prestur- inn líka vera í einhvers- konar náttskyrtu undir jakkanum. Sumum Bandaríkjamönnum finnst þetta sniðugt. EN EKKI séra John. Hann vill láta banna öll skrípa- stiga og framkvæmdi at- höfnina. 3) Hjónaefnin voru splæst saman í flugvél og at- höfninni útvarpað. „Það er verið að eyðileggja helgi stundarinnar," segir séra John. • GÖÐ tíðindi fyrir sköll- ótta — vonum við. Læknar eru farnir að taka skalla hátíðlega. Tvö hundruð læknar komu ný- lega saman á ráðstefnu þar sem aðalumræðuefnið var skalli. Á ráðstefnunni kom fram að bandarískur læknir að nafni Lubowe þykist hafa læknað all- marga „skallasjúklinga" með hormónagjöfum. En aðferðin er enn á tjl- raunastigi. • NÚ ER ný uppfinning að koma á markaðinn, sem við Islendingar eigum kannski eftir að njóta góðs að — eftir svosem ,*< mmmmmm. Líka uppi í loftinu og niðri á hafsbotni læti í sambandi við hjóna- vígslur. Hann vill láta banna hjónavígsluna, sem tveir tamningamenn (ann- ar er að sjálfsögðu kona) nú hafa í bígerð, og sem þannig er hugsuð að hjónaefnin ætla að ríða út á skeiðvöll og svo á presturinn að koma ríð- andi á eftir þeim og gefa þau saman á meðan öll hersingin ríður í hringi á skeiðvellinum. Hér eru síðustu dæmin um óvenjulegar bandariskar hjónavígslur: 1) Hjónaef nin klæddust kafarabúningi og voru gefin saman á hafsbotni. 2) Hjónaefnin klifruðu upp í flaggstöng en prest- v.rinn klöngraðist upp i hálfa öld. Bandaríkja- menn eru að byrja að sjónvarpa kvikmyndum beint úr kvikmyndahús- um inn á heimilin. Til- raunin er gerð á Long Is- land í New York. Þetta gengur svona fyrir sig: Ef mynd kemur í bíó, sem mann langar að sjá en vill ekki af einhverjum ástæðum fará út til þess að sjá, labbar maður sig bara niður í miðasöluna, borgar tuttugu krónur og fær fyrir það merki. ÞEGAR sýningarstundin rennur upp, stingur mað- ur merkinu í rauf á ör- litlu galdratæki, sem kvikmyndahúsið hef ur • látið festa á sjónvarps- tækið manns frítt og ó- keypis. Myndin blasir þá við manni alveg eins og maður sæti- í bíóinu, og nú getur öll fjölskyldan séð hana samtimis og án þess að þurfa að fara út í vonda veðrið. Eftirmáli: Það er ekki hægt að „svindla sér inn" með því að nota biómerk- ið tvisvar. 1 fyrsta lagi er ekki hægt að ná því úr „galdrakassanum" án þess að brjóta hann upp, og i öðru lagi eru gefin út ný og breytt merki þegar skipt ei' um mynd. • ÞAÐ blasti hérna við okkur á Vikunni fyrir skemmstu mynd af broshýrri kín- verskri stúlku í khaki- treyju og með kastskeyti á höfðinu. Þetta er ein- kennisbúningur bílfreyja í Taipei á Formósu. En hversvegna stúlkan er svona skælbrosandi, það er ofar okkar skilningi. I fréttinni, sem fylgir myndinni, er nefnilega skýrt tekið fram, að stúlkan hafi fyrir skemmstu verið sektuð um fimmtíu krónur fyrir að aftra verðandi við- skiptavini, sem henni fannst hafa of mikinn farangur, inngöngu í strætisvagn — með því að bíta hann í hendina. Dómarinn lét þau orð falla um framkomu bílfreyj- unnar, að svona lagað væri „alls ekki kvenlegt". • "STUNDARÐU fjárhættu- spil ? Varaðu þig þá á rauðeygðum mönnum! Augnlæknir að nafni Geor- ge N. Jessen upplýsir, að óvandaðir fjárhættuspil- arar séu farnir að nota sérstaka gerð af sjón- glerjum eða sjónhimnum, sem hægt er að smeygja yfir augnahimnuna og gerir svindlurunum kleift að lesa ósýnileg merki á bökum spilanna. En sjónglerin valda því, að augun fá rauðleitan blæ. LOKS er þess að geta, að sama daginn sem Buddy nokkur Cole og kona hans fengu skilnað í Los Angeles, skunduðu þau til borgardómarans og létu splæsa sig saman aftur. „Gamla hjónabandið dugði bara alls ekki,'" sagði Buddy í viðtali við blaða- menn. „Nú byrjum við upp á nýtt." Ástæða okkar til skrifa þessara er að vísu nokkuð brosleg, en okkur langar til að fá skorið úr deilumáli, sem upp hef ur komið á milli okkar nokkurra stúlkna. Þrætueplið er; Mega flug- freyjur hafa falskar tenn- ur. Við höfum borið pessa spumingu undir fulltrúa hjá öðru flugfélaginu og svarið var þetta: Það er æskilegt að flugfreyjur hafi sínar eigin tennur, en þó álitum við betra að þœr hafi fdlsk- ar en engar. Við viljum bœta við, að tennur eru ekki alltaf taldar til fegurðarauka. T. d. sagði Rúna Brynjólfs- dóttir tizkusýningardama í London okkur, þegar hún kom i viðtal til Vikunnar, að sýningarstúlkur í Lond- on létu alveg hiklaust draga úr sér alla jaxlana, til að verða kinnfiskasognar og „interessant". Geturðu gefið okkur upp- lýsingar um það hvað kennt er í Húsmæðraskóla Suður- lands ? Geta ekki norðlenzk- ar stúlkur fengið þar skóla- vist? Hvað er það langur skóli? / Húsmœðraskóla Suður- lands á Laugarvatni eru stúlkur víðs vegar að af landinu. Það er 7 mánaða skóli og námsefnið er mikið til það sama og í öðrum húsmœðraskölum, en lögð meiri áherzla á iþróttir og útiveru en i flestum hinna. Aftur á móti var a. m. k. ekki kenndur vefnaður þar, hvort sem nú er farið til þess eða ekki. Eg sé að þú birtir stund- um kvæði. Viltu birta fyrir mig kvæðið Ast eftir Sigurð Nordal. Eg hef hvergi get- að fundið það á prenti. Ein vísan er svona . . . Ljóðið fundum við í kverr inu „Islenzk ástarljóð". Það mun vera gert árið 1917. Sólin brennir nóttina og nóttin slökkvir dag, Þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag. Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur ris, svölum í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins is. Svali á sumardógum og sólskin um vetrarnótt, þögn i seiðandi solli og söngur ef allt er hljótt. Söngur i þóglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig. Eg fann ei hvað lífið var fagurt fyrr en ég elskaði þig. Ég fæddist til Ijóssins og lifsins, ég lærði að unna þér, og ást mín fœr ekki fölnað, fyrr eh með sjálfum mér. Ást min fœr áldrei fölnað, því eilift lif mér hún gaf. Aldimar hrynja sem óldur um endalaust tímans haf. Aldir og andartök hryiija með undursamlegum nið; það er ekkert i heiminum öllum uema eilífðin, guð — og við. Verðlaunagetraunin seðill í verölaunakeppni Vlkunnar: Finnið happdrættis- 'l skuldabréfin á forsíðunni Tala happdrættisskuldabréfanna er ................ að þessu sinni. Nafn........................................................ Heimilisfang .......................................... Utgefandi VIKAN H.F, Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástbórsson Tjarnargötu 4, sími 15004, pósthólf 149.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.