Vikan


Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 3
Eftir ROBERT BLACK (sem hér er með indíána- spjót). Er G FÓR fyrir skemmstu í skrýtið ferðalag. Ég var að f æra tveimur hvítum konum og börnunum þeirra tveimur tára- gassprengjur. Konurnar og börnin lifa í sí- felldri lífshættu. Blóðþyrstir in- díánar sitja um líf þeirra. Eiginmaður annarrar konunn- ar hefur þegar verið drepinn. t>etta var erfið ferð. Konurn- ar eru trúboðar. Þær hafa trú- boðsstöð í Arajuno, sem er aust- arlega í Ecuador. Til þess að komast til þeirra, varð ég að ferðast hundruð mílna um Græna vítið, sem er frumskóg- ur Suður-Ameríku. Síðasta á- fangann fór ég í lítilli flugvél. Ég sá trúboðsstöðina því fyrst úr lofti: lítið hús með báru- járnsþaki innan rammgerðrar gaddavírsgirðingar. Og um- hverfis girðinguna hinn dimmi, dularfulli frumskógur. Þetta er eitt af einangruðustu útvirkj- um hins kristna heims. Foringi trúboðsstöðvarinnar, hinn fimmtíu og fjögra ára gamli dr. Wilfred Tidmarsh, tók á móti mér þegar ég stökk nið- ur úr flugvélinni. Hann er brezkur. Hann var klæddur grænni skyrtu, khakibuxum og striga- skóm. Og við belti hans hékk skammbyssa. „Gleður mig að sjá yður", sagði hann og rétti mér hönd sína. Það var rétt eins og hann væri að taka á móti mér í kaffi- boð í Englandi. Hann kynnti mig fyrir kon- unni sinni og Teddy litla syni þeirra, sem er fjögra ára, og fyrir Betty Elliot og hinni þriggja ára gömlu dóttur henn- ar, Valeriu. Eiginmaður frú Elliots var einn af fjórum trúboðum, sem hinir herskáu Auca-indíánar drápu í grennd við Arajuno fyr- ir tveimur árum. Þegar ég gekk inn í húsið, minnti það mig á enskt prests- setur. Það var ábreiða á gólf- inu, hægindastólar, bókahillur, rósótt gluggatjöld. Og þá tók ég eftir því, að gaddavír var strengdur fyrir gluggana bak við tjöldin. I einu horni herbergisins stóð knippi af hinum hryllilegu, níu feta löngu spjótum Aucanna. Dr. Tidmarsh tjáði mér hæg- látlega: „Þessi spjót voru notuð fyrir nokkrum dögum í árás á stöð, sem ég setti upp um tíu mílur héðan. Einn innfæddur héraðs- BETTY ELLIOT „Indíánarnir hérna í héraðinu, sem eru okkur vinveittir, segj- ast hvað eftir annað hafa heyrt til Aucanna á nóttinni. Nú eru innfæddu hjónin, sem hjálpuðu til hér í húsinu, farin að sofa í þorpinu hinumegin árinnar. Hættan er minni þar". Á meðan við ræddum saman, heyrði ég að flugvélin var sett í gang. Dr. Tidmarsh og frú Elliot ætluðu í könnunarflug. Ég gekk út úr húsinu og horfði á vélina hefja sig til flugs. Mér varð hugsað til þess hve hættulegt þetta var. Ef eitt- Fyrir spjótum eins og hún heldur á féll maður hennar. búi féll. Þegar við komum að honum, stóðu tuttugu og tvö spjót í líkinu". Ég tók eftir því, að pappír var vafinn um endann á hverju spjóti — blöð úr Biblíu. Dr. Tidmarsh sagði: „Blöðin eru úr Biblíum tveggja trúboðanna, sem drepn- ir voru ásamt manni frú Elliots. Aucarnir telja sennilega, að blöðin séu einhverskonar gald- ur hins hvíta manns og geri spjótin þeirra áhrifameiri". Svo baðst dr. Tidmarsh af- sökunar, hann yrði að fara; og skildi mig eftir hjá spjótunum. Ég játa fúslega, að mér var hálf órótt innanbrjósts. Skömmu seinna kom frú Tid- marsh inn í herbergið. „Eruð þér ekkert hræddar hérna?" spurði ég. „Við erum satt að segja í sí- felldri lífshættu", svaraði hún. hvað kæmi fyrir flugvélina og hún hafnaði í frumskóginum, þá gat það tekið marga daga að komast á staðinn, jafnvel þótt hann væri í fáeinna mílna f jar- lægð. Svona þéttur er skógur- inn. Og þar að auki mundu Auc- arnir sennilegast verða fyrstir á staðinn. En áhyggjur mínar voru á- stæðulausar í þetta skipti. Tutt- ugu mínútum seinna birtist flugvélin aftur yfir trjátoppun- um. Dr. Tidmarsh stökk út úr henni og sagði: „Nú vitum við, að Aucarnir, sem gerðu árásina í síðastlið- inni viku, eru þeir sömu sem við höfum verið að kasta gjöfum til". „Venjulega þegar við fljúgum yfir þorpið þeirra, koma þeir út og vinka. En í þetta skipti þutu þeir inn í kofana og komu út aftur veifandi spjótum". En enginn virtist hafa af þessu sérstakar áhyggjur. Mér var boðið kaffi, eins og ekkert hefði ískorist. Við sátum við kaffiborðið og spjölluðum um alla heima og geima — já, alveg eins og við værum í kaffigilli heima í Englandi. Svo færði ég Aucana aftur í tal. Þeir vöktu vissulega for- vitni mína. Ef það vofði yfir mér að fá spjót í gegnum mig, þá lék mér forvitni á að vita eitthvað meira um hina vænt- anlegu morðingja mína. Þegar skvggði, óx hávaðinn í frumskóginum. Stundum kæfðu öskur villidýranna radd- ir okkar. Dr. Tidmarsh sagði mér, að Aucarnir væru ósviknir stein- aldarmenn, en annars væri lítið um þá vita£. Og þeir hata hvíta, menn. „Þeir eru undirförulir", sagði dr. Tidmarsh; „það er okkur sí- fellt að lærast betur". Ég spurði hann, hverju trú- boðsstöðin hefði áorkað þarna. „Starfsemi okkar hefur borið ágætan árangur meðal indíán- anna hérna næst okkur", sagði hann. En hvað um hina herskáu Auca? „Einungis kraftaverk getur breytt hjörtum þeirra", tjáði hann mér. Nú var kominn háttatími. Ég spurði: „Fylgjast Aucarnir með því sem hér gerist? Eru þeir kannski núna að læðast þarna úti í myrkrinu?" „Já", ansaði dr. Tidmarsh. ,,En svo hljóðlega fara þeir um skógana, að aðrir héraðsmenn halda, að þeir búi yfir einhverj- um sérstökum töframætti. En við höfum gert okkar var- úðarráðstafanir. Við höfum stóran varðhund og efsti þráð- urinn í gaddavírsgirðingunni er rafmagnaður". Framhald d blaðsíðu 14. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.