Vikan


Vikan - 06.02.1958, Page 4

Vikan - 06.02.1958, Page 4
Tilkynnina uwn tnorö eftir Agöthu Christie G ei' ekki viss um að hún hafi sagt mér allt, sagði Craddoclc forvitnislega. — Ég hugsa að það eigi eftir að koma, sagði ungfrú Marple. Hún er svo áhyggjufull á svipinn. 1 morgun færði hún mér steiktan fisk í staðinn fyrir síld og gleymdi mjólkinni minni. Undii' venjulegum kringumstæðum er þetta prýðiieg þjónustustúlka. Já, hún hefur einhverjar áhyggjur. Sennilega hrædd um að hún kunni að þurfa að bera vitni eða eitthvað þessháttar. En ég býst við að þér séuð fær um að láta hana segja yður hvað sem yður þóknast, bætti hún við og horfði með kvenlegri, viktoríanskri aðdáun á hinn laglega og myndar- lega lögreglufulltrúa. Craddock lögreglufulltrúi roðnaði og það skríkti i Sir Henry. Það gæti verið mikilvægt, sagði ungfrú Marple. Hann hefur kannski sagt henni hver það var. — Hver hver var ? Rydesdale glápti á hana. — Ég tala svo óskýrt. Hver það var sem fékk hann til þess, á ég við. — Svo þér haldið að einhver hafi fengið hann til þess? — Já, vissulega — það er að segja. .. Þarna er ungur maður, sem nælir .sér í ofurlitla smápeninga hér og þar, breytir lágum ávísunum, og hirðir kannski ómerkilega skartgripi, ef þeir liggja á glámbekk, eða stelur ofuriitlu úr kassanum -— fæst semsagt við lítilfjörlega smáþjófnaði. Það gerir honum fært að vera vel klæddur og bjóða stúlkum út með sér — og þessháttar. Allt í einu rýkur hann svo af stað með skammbyssu og ógnar heilum hóp af fólki, skýtur meira að segja á eina manneskju. Nei/ það hefði.hann aldrei gert. Ekki fyrir nokkurn mun. Hann var ekki þessháttar maður. Það er ekkert vit i þessu. Craddock dró snöggt andann. Þetta var einmitt það sem Letitia Black- lock hafði sagt. Og prestfrúin líka. Einmitt það sem hann var sífellt sann- færðari um. Og nú var gamla kerlinginn hans Sir Henrys líka þeirrar skoðunar. Hún virtist alveg sannfærð 'um þetta. — Kannski þér vilduð segja okkur hvað gerðist, ungfrú Marple, sagði hann allt í einu með ákafa. Gamla konan sneri sér undrandi að honum. „Hvernig ætti ég að vita hvað gerðist? Það var að visu sagt frá því í blöðunum — en aðeins í stór- um dráttum. Það er hægt að koma með ýmsar getgátur, en maður hefur engar nákvæmar upplýsingar." — Georg, væri það á móti öllum reglum að leyfa ungfrú Marple að lesa skýi'sluna um viðtölin, sem Craddock átti við fólkið í Chipping Cleghorn ? spurði Sir Henry. — Það er kannski á móti reglunum, en ég hef ekki komizt áfram með þvi að fylgja öllum reglum, svaraði Rydesdale: Henni er velkomið að lesa skýrsluna. Mér leikur forvitni á að vita hvað hún hefur um þetta að segja. Ungfrú Marple fór öll hjá sér: — Ég er hrædd um að þér hafið lagt eyrun við því sem Sir Henry segir um mig. Honum finnst alltof mikið til um smáathugasemdir sem ég hef kannski látið falla við ákveðin tækifæri. Satt að segja hef ég enga hæfileika — alls ehga .-r- néma þá kannski ofur- litla þekkingu á mannlegu eðli. Fólki hættir svo til að bera alltof mikið traust hvert til annars. Ég er hrædd um að ég trúi alltaf hinu versta. Það er ekki fallegt til afspurnar. En ég hefi svo oft rekið mig á það seinna að ég hafði rétt fyrir mér. Nú varð löng þögn meðan ungfrú Marple las. Loks lagði hún frá sér vélrituðu síðurnar. — Þetta er ákaflega eftirtektarvert, sagði hún og and- varpaði. Undarlegt hvað fólk segir mismunandi frá — og hugsar mis- munandi. Skrýtið hvað það sér eða heldur að það sjái. Og allt eru þetta svo miklir smámunir, þó flókið sé, ómögulegt að átta sig á því hvort eitt- hvað af því er mikilvægt — alveg eins og að leita að nál í heystakki. FPR5AGA: Heimilisfólk ungfrú Blacklock i Little Paddocks er allt statt í setustofunni, ásamt nokkrum gestum, þegar ljósin slokkna, og maður birtist i dyrunum með sterkt vasaljós. Hann skýtur þremur skotum. Eitt særir liúsráðandann í eyrað og sjálfur fellur hann fyrir því þriðja, Þetta reynist vera Svisslendingur, sem starfar á hóteli í næsta bæ. Lögreglunni hefur ekki tekizt að fá botn i málið, en nú er gömul kona, ungfrú Marple, sem stundum hefur veitt gagnlegar upplýsingar í erflðum málum, komin í spilið. Craddock varð fyrir vonbrigðum. Andartak hafði hann haldið að Sir Henry kynni að hafa rétt fyrir sér varðandi þessa skrýtnu gömlu konu. Það gat vel verið að hún hefði náð í eitthvað — gamalt fólk gat verið svo naskt. — Sannleikurinn er sá, sagði hann, að hér eru nokkrar staðreyndir, sem ómögulegt er að draga í efa. Það er sama hversu ósammála þetta fólk er um smáatriðin, eitt sá hver einasta manneskja. Þau sáu öll mann með grímu, vasaljós og skammbyssu opna dyrnai' og ógna þeim. Hvort sem þau halda að hann hafi sagt „upp með hendurnai'" eða „peningana eða lífið“ eða eitthvað annað, þá sáu þau hann öll. — En þau hafa samt ekki getað sér neitt, sagði ungfrú Marple blíðlega. Craddock greip andann á lofti. Hún hafði hitt naglann á höfuðið! Hún var þá skarpari en hann hafði í fyrstu haldið. Hún hafði ekki látið full- yrðingu hans blekkja sig. Hún var búin að gera sér grein fyrir því, alveg eins og hann núna, að fólkið sem hafði séð mann með grimu ógna sér, hafði í rauninni ekki getað séð hann. — Ef ég hef skilið rétt, þá var ekkei't ljós frammi í anddyrinu, og ekki einu sinni á stigapallinum, sagði ungfrú Marple. Roðinn hafði hlaupið fram í kinnarnar á henni og augun í henni tindruðu eins og í hreyknu barni. — Það er alveg vétt, sagði Craadock. Ef maðurinn hefur staðið í dyrunum og beint sterku vasaljósi inn í herbergíð, þá hefur enginn getað séð neitt nema ljósgeislann, eða hvað? — Nei, það hafa þau ekki. Ég hef reynt það. — Þegar sum þeirra segja að þau hafi séð mann með grímu, þá eru þau án þess að gera sér grein fyrir því aðeins að færa til það sem þau sáu á eftir — eftir að búið var að kveikja ljósin. Ef við gerum okkur því í hugarlund að Rudi Scherz sé hafður fyrir rangri sök, þá liggur þetta beint við, ekki satt? Þessi Rudi virðist vera alveg rétti maðurinn til að lenda i slíku. Hann er fremur heimskur, en ágjarn og ákaflega trúgjarn. Rydesdale brosti með umburðarlyndi og sagði: — Eigið þér við að ein- hver hafi fengið hann til að fara út og skjóta á hóp af fólki ? Það kallar maður nú að fara fram á nokkuð mikið. — Ég held að honum hafi verið sagt að þetta væri bara grín, sagði ung- frú Marple. Auðvitað hefui' hann fengið borgun fyrir það, það er að segja fyrir að fara með auglýsinguna i blöðin, njósna um alla tilhögim í húsinu og setja svo upp grímu og fara í svarta kápu þetta umrædda kvöld, fara til Chipping Cleghorn, opna hurðina, beina Ijósinu inn og segja: „Upp með hendurnar." — Og hleypa svo af? — Nei, nei, sagði ungfrú Marple. Hann var aldrei með neina skamm- byssu. -— En allir viðstaddir sögðu . . . byrjaði Rydesdale og þagnaði. - Einmitt, sagði ungfrú Marple. Jafnvel þó hann hafi haft skamm- byssu, þá hefur enginn getað séð hana. Og ég held að hann hafi ekki verið með neina. Ég er þeirrar skoðunar, að einhver hafi læðst aftan að hommi í myrkrinu, eftir að hann hrópaði „Upp með hendurnar", og hafi skotið þessum tveimur skotum yfir öxlina á honum. Hann hefur orðið dauðskelfdur, snúið sér við, og um leið hefur hinn skotið hann og látið skammbyssuna detta á gólfið . . . Mennirnir þrír störðu allir á hana. — Þetta er vel hugsanlegt, sagði Sir Hénry þýðlega. — En hvei' er þessi X, sem læddist aftan að honum i myrkrinu? spurði lögreglustjórinn. Ungfrú Marple ræskti sig. — Þið verðið að komast að því hjá ung- frú Blacklock, hvern getur langað til að drepa hana. Sko Dóru gömlu Brunner, hugsaði Craddock. Næmar tilfinningar reyn- ast gáfunum oft skeinuhættar. — Þér haldið þá að hér hafi verið um árás á ungfrú Blacklock að ræða? Það lítur út fyrir það, sagði ungfrú Marple. En þó er hængur á því. Ég var að velta því fyrir mér livort ekki væri hægt að stytta sér leið að sannleikanum í málinu. Ég efast ekki um að sá sem hefur fengfið Rudi til að gera þetta, hafi lagt ríkt á við hann að þegja um það, og kannski hefur hann gert það. En ef hann hefur talað um það við ein- hvern, þá hefur það lang sennilegast verið Myrna Harris. Og það getur verið - það er hugsanlegt —- að hann hafi gefið í skyn hvers konar manneskja eigi hér hlut að máli. - Ég fer og tala við hana strax, sagði Craddock og reis á fætur. Ungfrú Marple kinkaði kolli. „Já, gerið það, fulltrúi. Ég verð fegin þegar það er búið. Því þegar hún er búin að segja yður allt sem hún veit, þá ei' hún í miklu minni hættu. — Hættu? . . . Já, ég skil. Craddock fór. — Jæja, ungfrú Marple, þér hafið sannarlega gefið okkur ýmislegt að hugsa um, sagði lögreglustjórinn kurteislega, en ofurlítið tortryggnis- lega. 4 VTKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.