Vikan


Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 5
III — Mér þykir það afskaplega leiðinlegt, sagði Myrna Harris. i>að er svo sœtt af yður að vera ekki reiður. En mamma er ein af þessum sem gerir svo mikið veður af öllu. Og það er ekki eins og ég hafi verið með- sek, skiljið þér? Eg á við að ég óttaðist bara að þér munduð aldrei trúa því að ég hefði haldið að þetta væri bara grín. Craddock lögreglufulltrúi endurtók hvatningarorðin, sem þegar höfðu brotið niður varnir Myrnu. — Eg skal segja yður allt af létta. Ætlið þér þá að halda mér eins mikið utan við þetta og mögulegt er, vegna mömmu? Það byrjaði með þvi að Rudi kom ekki á stefnumót við mig. Við ætluðum í bíó um kvöldið, en svo sagðist hann ekki geta farið, og ég var ekkert of alúðleg við hann, því hann hafði sjálfur stungið upp á þessu og ég kæri mig ekkert um að útlendingar séu að stinga mig af. Hann sagðist ekkert geta að þessu gert, og ég sagði að það væri líkleg afsökun, eða hitt þó heldur. Þá sagði hann, að eitthvað sérstakt væri í bígerð þetta kvöld og að það mundi gefa svolítið í aðra hönd, hvernig mér litist á að fá arm- bandsúr. Hvað meinarðu með að eitthvað sé í bígerð? spurði ég, og hann sagði að ég mætti engum segja það, en það ætti að vera veizla einhvers staðar og hann ætti að leika gerfiárás. Svo sýndi hann mér auglýs- inguna, sem hann .hafði sett i blaðið og ég gat ekki annað en hlegið. Hann hafði hálfgerða fyrirlitningu á þessu öllu, sagði að það væri ótta- lega barnalegt — en að það væri rétt eftir Englendingum. Þeir yxu aldrei xipp úr þessháttar, og auðvitað spurði ég hann hvað hann meinti með því aS tala svona um okkur — svo við rifumst dálítið en sættumst aftur. í>ér hljótið að geta skilið það, fulltrúi, að ég vissi ekki hvað ég átti af mér að gera, þegar ég las um það í blöðunum að þetta hefði ekki bara verið grín og að Rudi hefði skotið einhvern og sjálfan sig á eftir. Ég hélt að fólk mundi halda að ég væri meðsek, ef það vitnaðist að ég hefði vitað xim þetta fyrirfram. En svei mér þá ég hélt að það væri bara grín, þegar hann sagði mér frá því. Eg hafði ekki einu sinni hugmynd um að hann ætti byssu. Hann minntist ekkert á að hann ætlaði að taka með sér byssu. Craddock hughreysti hana og lagði að því búnu fyrir hana mikil- vægustu spurninguna. — Hver sagði hann að hefði undirbúið leikinn? En við því fékk hann/engin svör. — Hann sagði ekkert um það hver hefði fengið hann til þess. Eg býst ekki við að nokkur maður hafi gert það. Hann hefur sjálfsagt útbúið þetta allt sjálfur. — Nefndi hann nokkurt nafn? Sagði hann hún — eða hann? — Hann sagði bara að þetta yrði alveg stórskemmtilegt. ,,Hvað ég skal hlægja að svipnum á þeim," sagði hann. Hann hafði ekki hlegið lengi, hugsaði Craddock. Verzlun okkar í Vesturveri býður yður Matar- og kaffistell úr postulíni í fjölbreyttu úrvali. Stakan leir, hvítan með blárri rönd. 2 stærðir af matardiskum. Sósukönnur. Matarföt, 5 stærðir. Kartöfluföt, 2 stærðir. Desertdiska og bolla, margar gerðir. Mislitur leir frá Arabíu er væntanlegur mjög bráðlega. Við höfum á boðstólum öll þau búsáhöld, sem fáanleg eru á hverjum tíma. Skoðið og þér munuð sannfærast. Verzlunin Hamborg Vesturveri. Verzlunin Hamborg Laugavegi 44. — Sími 12527. IV — Þetta er aðeins tilgáta, sagði Rydesdale, þegar þeir óku til baka til Medenham. Og hún er ákaflega ósennileg. Einhver dularfullur X kemur allt í einu út úr myrkrinu á bak við vin okkar, Svisslendinginn. Hvaðan kom hann? Hver er hann? Hvar hafði hann falið sig? — Hann hefði getað komið inn um garðdyrnar, alveg eins og Scherz, sagði Craddock. Og hann hefur getað komið framan úr eldhúsi. — Áttu við að hún hefði getað komið úr eldhúsinu? — Já, það er hugsanlegt. Ég hef aldrei verið ánægður með stúlkuna. Mér lízt ekki á hana. Allur þessi hávaði og þessi taugaveiklun — það getur vel verið leikaraskapur. Hún hefði vel getað fengið piltinn til að koma, hleypt honum inn á réttri stundu, skotið hann og flýtt sér inn í borðstofuna, og farið að fægja silfrið. Síðan gat hún byrjað ópin og óhljóðin. — Það er eitt sem mælir gegn því — þessi, hvað heitir hann nú aftur — ójá, þessi Edmund Svettenham heldur því ákveðið fram að lyklinum hafi verið snúið í skránni að utan, og að hann hafi opnað með honum til að hleypa henni út. Eru nokkrar dyr inn í þá álmu hússins? — Já, það eru dyr fram í bakdyraganginn rétt undir stiganum, en húnninn losnaði víst fyrir þremur vikum og hefur ekki verið festur á aftur. Á meðan er ekki hægt að opna. Ég hugsa að það sé alveg rétt með farið, því báðir húnarnir og járnið á milli þeirra lá á hillu í and- dyrinu, þakið ryki, en auðvitað mundi æfður maður geta opnað án mik- illa erfiðleika. Við ættum að rannsaka stúlkuna ofurlítið nánar og athuga hvort skilríkin hehnar eru í lagi. — Já, ég veit — ef yður finnst að við ættum að láta við svo búið standa, þá verður svo að vera. En ég vildi gjarnan fá að vinna ofurlítið meira að þessu. Craddock til mikillar undrunar, sagði lögreglustjórinn aðeins ofur rólega. — Ágætt, drengur minn. — Við getum reynt að vinna út frá byssunni. Ef tilgátan er rétt, hefur Scherz ekki átt haná. Ég veit að vísu að það er fullt af þýzkum byssum í landinu. Ameríkanarnir komu með þær úr striðinu og piltarnir okkar reyndar líka. í>að verður líklega ekki mikið upp úr því að hafa. — Satt er það. Nokkuð fleira? — Einhver ástæða hlýtur að vera. Ef nokkuð er til í þessari tilgátu okkar, þá hefur það sem gerðist á föstudaginn var ekki verið neitt grin, heldur kaldrifjuð morðtilraun. Einhver reyndi að myrða ungfrú Black- lock. En hversvegna? Ég get ekki betur séð en að ef einhver veit svarið við þvi, þá sé það ungfrú Blacklock sjálf. — Mér skilst að hún hafi vísað þeirri tilgátu á bug. — Já, hún neitaði því afdráttarlaust að Rudi Scherz hefði ætlað að myrða sig. Og hún hafði rétt fyrir sér. Og svo er það annað. Einhver gæti gert aðra tilraun. Framháld á blaðsiðu llf. NÝJA BLIKKSMIÐJAN Höföatúni 6. — Símar: U672 - U804. REYKJAVÍK Stærsta blikksmiðja landsins. Framleiðir: Hraðfrystitæki og flutningsvagna með gúmmíhjólum fyrir hraðfrystihús o. fl. Eirþök á hús. — Þakglugga — Þakrennur. Alúminíum veggrör. Lofthitunar- og loftræstingartæki með tilheyrandi. . . Hjólbörur með upppumpuðum gúmmí- hjólum. Olíugeyma á tankbíla, frá 3000—7500 lítra. Ennfremur allar tegundir olíugeyma til húsa og skipa. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.