Vikan


Vikan - 06.02.1958, Síða 6

Vikan - 06.02.1958, Síða 6
VÆSKILSLEGUR PILTUR HÁLF ÞETTA var hálf væskilslegur pilt- ur. Hann var flóttalegur á svip- inn, sídeplandi augunum og gekk þannig fram hjá manni að það var engu líkara en að hann væri tilbú- inn til að hverfa ef maður skotraði til hans augunum. Hann kom til okk- ar snemma á starfsferíi sínum sem kolanámumaður. Ráðningarstofan hafði sent hann uppeftir til okkar, með þeim orðum að við gætum kannski notað hann sem verkamann. Þarna stóð hann með kortið sitt í hendinni, tvístígandi og deplandi augunum. Hann kvaðst vera þrítug- ur. Lágvaxinn piltungur, hálf ræksn- islegur og hálf hræddur. Hvað um það, maður varð að taka það sem fókkst. Þetta sem við gerum, er kölluð opin kolavinnsla. Við erum búnir að grafa okkur stóra gryfju hérna í Yorkshire, um það bil 12 metra djúpa og guð má vita hvað langa, og við erum önnum kafnir við að róta upp hálfri milljón tonna af kolum, áður en við dembum óþverranum aftur ofan í, svo við erum ekkert vandir að verkamönnum. Ef maðurinn getur haldið á skóflu, ýtt börum og haldið sér nokkurn veginn uppréttum í tíu tíma á dag, þá dugar hann. Litli, væskilslegi pilturinn líktist sannar- lega ekki neinum verkamanni þegar ég tók við honum. 1 fyrsta lagi var hann ekki Iri, og þegar hann lyfti skóflu, þá var engu líkara en það væri stærsta skóflan sem nokkur maður hefði haldið á. Já, hann virtist hálf smeykur. Ykk- ur hefði aldrei komið til hugar að svona lítill bógur ætti það til sem ég ætla nú að segja ykkur frá. Ég ? Ég er verkstjórinn á þessum vinnustað. Ég er sá sem leysi af hendi meginið af vinnunni hérna, en fæ ekkert þakklæti fyrir . Það eru piltarnir með hvíta hálstauið uppi á skrifstofunni, sem fá allt hrósið; verkamennirnir raka inn eftirvinnu- kaupi; en ég — ja, ég sveitist við að leysa úr öllum vanda og halda öllu gangandi. Svo við snúum okkur aftur að litla manninum. Það leið ekki á löngu áður en hann reyndist vera einhver bezti verkamaðurinn sem við höfð- um. Hann þaut um með börurnar sínar og skófluna, snar, liðlegur og áhugasamur, eins og krakki á bað- strönd. Hann lét ekkert tefja sig. Eitt var það sem ég veitti strax at- hygli: stóru vélskóflurnar heilluðu hann alveg. 1 fyrstu virtist hann hálf- smeykur við þær. Við létum hann hreinsa upp eftir eina, sem var að moka kolum á trukk, og hann hörf- aði alltaf í hvert skipti sem skóflan sveiflaðist yfir höfðinu á honum. Svo fór hann að bera meira traust til hennar. Stundum kom ég að honum, þar sem hann hallaði sér fram á skófl- una og starði á þennan risa, þegar hann læsti tönnunum í kolasárið, sveiflaðist hátt upp með svartan kolasallann vellandi út úr skóflunni og skellti kolunum, bang!, niður á trukkana. Þetta kunni hann að meta, og það er vissulega nokkuð sem ekki JOHN McGHEE, höfundur þessarar sögu, býr í Sidney í Ástralíu. Hann hefur nokkr- um sinnum unnið verðlaun í samkeppni bók- menntarita fyrir smásögur sínar og skáld- sögur, sem þykja með afbrigðum snjallar. gleymist svo auðveldlega, ef maður horfir á vélskóflu vinna. 1 kaffihléinu fór hann ekki yfir til hina mannanna, en flæktist i kring- um vélarnar, virti fyrir sér lyfti- stengurnar, og steig upp á beltið, til að geta horft á útblástursreykinn koma í gusum upp um loftið á stýris- húsinu. Hann fór að spjalla við stjórnendur vélanna, og ekki leið á löngu áður en hann var farinn að hjálpa þeim við að smyrja þær. Stundum leyfðu þeir honum að fara upp í sætið og stjórna ofurlítið. Þá fói' hann að nauða í mér að sctja hann á einhverja vélskófluna. Þetta var honum mikið hjartansmál ........Og allt var þetta með rauðar varir og — og hann talaði um það við mig á hyerjum degi. „Gefðu mér tækifæri,“ sagði hann. „Ég veit að ég get stjórnað vélinni." En hann var svodd- an óttalegur væskill. Að lokum fékk hann sitt fram. Meðan sumarleyfin stóðu yfir, lét- um við hann leysa af á lítilli vél- skóflu sem mokaði mold í litla hauga. Hann var eins og skrattinn sjálfur! Hann hreinsaði svo vel upp hornið sitt, að það var eins hreint og gesta- stofan hennar mömmu gömlu, og um leið og hvert kaffihlé byrjaði var hann farinn að klifra upp um alla vélina sína með tusku í hendinni, til að þurrka af henni rykið. Það er ekki hægt að neita því að hann hafði það sem þarf til að vera skrambans góður vélskóflustjóri. Og áður en sex mánuðir voru liðnir var þessi litli náungi vissulega orðinn bezti vélastjórnandinn á staðnum. Við létum hann vera á stærstu tenntu vélskóflunni á vinnustaðnum og vinna I grjóti, og hann fór með hana eins og hún væri leikfang. Þessar stóru vélskóflur hafa meira aðdráttarafl á gesti en nokkuð ann- að. Guð má vita hvaðan þeir komu allir, en á hverjum degi standa þeir þarna uppi og glápa niður á vinnu- vélarnar. Og þið hafið aldrei séð neitt eins hégómlegt og vélskóflu- stjórnanda, þegar hann er að leika fyrir áhorfendurna. Stóra skóflan á vélinni rífur og bítur i klapparsárið, svo vélin öskr- ar og vélahúsið hristist og skekst á beltunum. Skóflan lyftist ofar og of- ar, rykkir og stritar og missir úr sér salla og steina, svo fer hún hægt í hring og teygir sig út yfir hleðslu- vagninn, sem bíður fyrir neðan. Lok- an undir skóflunni opnast og allt irnihaldið dembist niður í kvið flutn- ingavagnsins með þvílíkum skruðn- ingi, að það er engu líkara en verið sé að fylla alla flutningavagna vítis. Allan tímann er stjórnandinn að leika á lyftistengurnar sínar, ýta og rykkja í þær, og öðru hverju gefur hann áhorfendum hornauga, ti2 að fullvissa sig um að þeir skilji hversu slingur hann er, að geta snú- ið allri veröldinni svona í kringum sig. vegna þybbinnar hnyðru ístleitið augnaráð." En það var eitthvað nýstárlegt við aðfarir litla mannsins, þegar hann var að sýna listir sínar. Ef það voru gestir nær en í hálfrar milu fjar- lægð frá honum, þá gekk hann ber- serksgang í klefanum sínum, stökk tii og frá, kippti í lyftistengurnar, hoppaði upp og niður í sætinu — eins önnum kafinn og einhentur veggfóðrari með kláða. Hann var svo lítill og svo pervisinn, að hann varð að sitja fremst á stólbrúninni og spyrna í stöngina, þegar skóflan grófst inn í klöppina — og hann varð næstum að hoppa upp til að geta kippt í taugina sem opnaði skófluna yfir flutningavagninum. En hvernig hann stjórnaði! Það kom fyrir að við stóðum sjálfir með opinn munninn og góndum á aðfarir hans. Jæja, þá kemur stúlkan til sög- unnar. Þetta var ein af stúlkunum úr þorpinu, hún vann á skrifstofunni. Hún var vön að stanza uppi á brún- inni, þegar hún kom framhjá á morgnana, og horfa niður á vél- skóflurnar. Hún stanzaði þarna í öll- Um veðrum. Og eins þegar hún fór heim á kvöldin. Þetta var ofurlítil hnyðra, með rauðmálaðar varir og ástleitið augna- ráð, og pilsið hennar kipptist upp að aftan. Langt frá því að vera við mitt hæfi — sei sei nei — en i augum litla mannsins var hún eitthvað í líkingu við fyrirheitna landið. Þegar hún var einhvers staðar nærri, gat ekkert haldið aftur af honum. Hann næstum tætti vélskófluna sína í sundur, þegar hann rak hana í klapp- arsárið fyrir hana, og gegnum rykið og hnullunga á stærð við píanó, sem komu rennandi og veltandi niður, glytti í grannleita andlitið á honum, sem brosti flírulega upp til hennar með glampandi augum, eins og hann væri þéttkendur. Og hún stóð þarna, þar sem vindurinn lék í hárinu á henni, og veifaði til hans með litl- um vasaklút. Þetta endurtók sig á hverju kvöldi og hverjum morgni — hún stóð uppi á. brúninni, hann þarna niðri. Brátt fóru þau að ganga saman á kvöldin. Hann bjó í skála niðri í þorpinu og piltarnir sögðu mér stundum frá þvi að hann gengi berserksgang við að skipta um föt til að geta komizt út til þessarar litlu drósar. Hann var al- varlega ástfanginn. Maður þurfti ekki að líta á hann tvisvar til að sjá breytinguna sem orðin var á honum. Hann var al- sæll. Á hverjum morgni kom hann flautandi og syngjandi — og leit út éins og hann væri reiðubúinn til að velta einhverjum trukknum. Þegar íram liðu stundir varð hann þó stillt- ari og rólegri, hamingjusamur á sinn kyrláta hátt, sem gaf honum, ja, fjandinn hafi það, ég býst við að hægt sé að segja virðulegt yfirbragð. Hann virtist ekki vera neinn væskill lengur, þessi litli maður. Hann hafði vaxið við þetta og orðið að karl- manni. Nxy, um þetta leyti settum við stóran Ira, að nafni Callaghan, á ,einn af Euclid flutningavögnunum, ■sem unnu í sambandi við vélskóflu litla mannsins. Hefurðu nokkurn tima séð Euclid trukka? Ef svo er, þarf ég ekki að minna þig á hvern- ig þeir líta út, en ef þú skyldir ein- hvern tíma standa við vegabrúnina í eigin erindum og sjá eitthvað sem líkist opnum áætlunarbíl með hús í togi, þá er það Euclid. Þeir taka um 20 tonn af mold, og eru stærri en sæmilegt er. Jæja, þessi Callaghan ók einum slíkum. Þetta var myndarlegur piltur. Hann hafði mikið svart hár, hvítar tennur, handleggi eins og á risa og þegai' hann hló, mátti heyra það um allan vinnustaðinn. Já, þetta var sannarlega stór og myndarlegur ná- ungi — en guð minn góður hvað hann var mikið kvennagull. Hvar sem ég frétti af honum í vinnu, var hann á eftir einhverri litilli hnátu. Og eftir því sem bezt varð séð, þurfti hann ekki að ganga lengi á eftir þeim. Nei, þetta var piltur, sem maður mundi ekki treysta hjá henni ömmu sinni. Euclid trukkarnir koma einn og einn í einu að vélskóflunni, sem fyll- ir þá af grjóti, og siðan fara þeir og losa. Þetta gera þeir allan liðlangan daginn, þangað til landslagið er ekki orðið svipur hjá sjón. Callaghan vai' enginn viðvaningur við stýrið. Hann fór með stóra trukkinn eins og hann væri einhver smábill. Þama sat hann, brúnn og herðabreiður og hlægjandi undir stóru stýrinu. Framháld á bls. lh- G VIKAN

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.