Vikan


Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 8
^^fe FAGEIK MUNIR t)R GULLI OG SILFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegi 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Yalur h.f. Box 1813. — Síml 19795 — Reykjavík. tRICHLORHREINSlÍN (ÞURRHREINSUN) MMú. bj(?)rg SÓLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ B SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skólavörðustfg 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. # Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. Alla vikuna í skóm frá HECTOR frd irtínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess Rakarinn minn segir heldur fátt, og kann ekki nærri eins mikið af kjafta- * sögum og rakari blaðamannsins í Speglinum, eða kannski hann geymi þser allar fyrir viðskiptavini af karlkyninu. Ég færi ykkur því engar kjaftasögur af rakarastofunni. En síðast sá ég þar nýtt bamashampoo, sem að vísu er fyrir börn á öllum aldri, allt frá því þau byrja ævina með skalla og þangað til þau ljúka henni, sum álíka ber á kollinum. Þetta shampoo hefur þann kost að ekki svíður undan því þó það f ari í aug- un. Það er vafalaust ástæð- an fyrir því að það er sér- staklega kennt við börn. Ef einhver ykkar skyldi eiga ó- þekktaranga, sem alltaf tekst að fá sápu í augun, þegar honum er þvegið um höfuðið, þá ættuð þið að reyna þennan hárþvottalög, sem ber hið þekkta vöru- merki „Johnson's". Til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka það fram, að ég er ekki svo ó- lánssöm að hafa dúntoppa á hökunni eða efrivörinni, og fer ekki þessvegna til rakara. Og hárið hefur ekki verið rakað af kollinum á mér síðan faðir minn ætlaði að tryggja mér fagra lokka um ævina með því athæfi, þegar ég var tveggja ára og hafði ekki enn fengið nokkurt hár á kollinn. Nei, skýringin er sú, að ég virð- ist ráða miklu betur við V^" Sítt hár er nú í tízku. rakara með skæri í hönd- unum (þetta segi ég af mikilli hæversku og roðna) en hárgreiðslukonur, sem eru flestar alltof flínkar í hinni vandasömu fjaðra- klippingu. Það er ekki af því að ég vilji vera öðru vísi en aðrir að ég vil enga f jaðraklippingu. Ég er alls ekki að reyna að innleiða neina „stælklippingu", held- ur er ég einfaldlega fyrir Laugaveg 11 Laugaveg 81 Síðan fóru að fást hand- hægar og léttar prjónavél- ar, hefur það færst í vöxt að kaupstaðakonur léttu sér vinnu eða reyndu að spara aðkeypta vinnu með því að fá prjónavél inn á heimilið, og eru þá oft margar um sömu prjónavélina. TJm daginn leit ég inn í Pfaff á Skólavörðustíg 1, þar sem frú Ingibjörg Steinsdóttir var að kenna á nýja gerð eða réttara sagt nýendurbætta gerð af Pas- sap prjónavélum frá Sviss, en þær hafa fengizt þar nú að undanförnu og munu væntanlega fást áfram. Þetta er ákaflega létt vél (20 pund), sem hægt er að stinga inn í skápinn hjá ryksugunni, þegar hún er ekki í notkun, og hafa á hvaða borði sem er meðan verið er að nota hana. Nál- arnar eru 201 að tölu, og breiddin á valsinum því um það bil pilssídd, en með þessum nálum er hægt að prjóna silkigarn jafnt sem gróft ullargarn. Jafnframt því að vera léttar virðast vélarnar ákaflega traustar og fylgir þeim ársábyrgð. Þær eru algerlega úr stáli og þannig útbúnar að skipta má um hvert smástykki sem bilar, og er það ekki svo lítill kostur. Frú Ingibjörg Steinsdótt- ir hefur verið úti í Sviss að læra meðferð þessarar teg- undar prjónavéla og veitir nú hverjum kaupanda til- sögn í fimm tíma. Að þeim tíma liðnum er kaupandinn búinn að læra að fella af, auka í, taka úr, búa til hnappagöt og bregða, svo að hann með meiri æfingu getur prjónað ótrúlega f jöl- löngu búin að beygja mig undir það að láta þessi um það bil 120.000 hár á kollin- um á mér ráða hvernig þau liggja. Enginn má við margnum. Framfarir í hárgreiðslu. Skelfing hlýtur það að hafa verið erfitt hér áður fyrr, meðan ekki var til siðs að klippa hárið, að berjast við öll þessi hár. Það er ekki að furða þó tekið hafi verið það ráð að hemja þau í fléttum. Hárið á kvenfólkinu mun fyrst hafa verið klippt upp úr frönsku stjórnarbylting- unni, þegar hárkollur og púðrað hár á almannafæri var alltof dýrt spaug — slíkt tildur gat beinlínis kostað viðkomandi höfuðið. Við nútímakonur njótum góðs af framförum í vísind- um og þá ekki sízt í olíu- iðnaðinum. Nú getum við með tiltölulega hægu móti f engið hárgreiðslu eftir okk- ar höfði. Hið svokallaða kalda permanent, sem kom á markaðinn í Bandaríkj- unum fyrir 15 árum og framleitt er úr steinolíu, hefur valdið byltingu í hár- liðun. En þó raf magnsperm- anentið sé nú óðum að hverfa af sjónarsviðinu, megum við ekki gleyma að vera Englendingnum Char- les Nestlé þakklátar, en Þessi mynd þarf engra skýringa við. t ) hann kom fyrstur manna auga á þann möguleika að nota rafmagnshita til hár- liðunar og hélt sýningu á fyrstu „permanentliðuninni" í London árið 1905. Sýningin var ákaflega söguleg. Keppinautar hans reyndu að brjóta niður per- manentvélina, af ótta við að uppfinningin mundi ryðja krullujárnunum úr vegi, sem hún og gerði. En við- skiptavinunum var allt ann- að en hlátur i huga, þar sem þeir sátu tímunum saman. með hárið fast í hylkjum, sem héngu ofan úr loftinu, og bjuggust á hverri stundu við að fá í sig rafstraum og detta niður dauðir. HANDHÆG PRJÓNAVÉL breytt gatamynztur, út- prjón, fléttuprjón o. s. frv. Ég spurði Ingibjörgu hve langan tíma það tæki að prjóna á slikar vélar, og hún svaraði því til, að mað- ur færi með um 50 gr. af garni á 4—5 mínútum þeg- ar fullri leikni væri náð. Sjálf var hún nýbúin að prjóna 5 pör af misháum leistum á einum sunnudags- eftirmiðdegi. Hvílíkur mun- ur fyrir þær mæður, sem eiga marga sokkaböðla! Prjónavélunum fylgir bæklingur með nokkrum mynstrum, og umboðið átti von á blöðum með prjóna- uppskriftum mjög bráðlega. Annars er hægt að prjóna eftir venjulegum uppskrift- um fyrir handprjón, ef að- eins er reiknuð út fyrst stærðin á hverri lykkju. Verðið á þessum prjóna- vélum er kr. 1700, en til að geta prjónað heila flík með brugðnu prjóni þarf nokk- uð dýran aukakamb. Allt annað (þarmeð talið stroff) er hægt að prjóna á vélina kamblausa. Það er vert að geta þess, að þetta verð er aðeins um % af verði gömlu, þungu vélanna, sem þó ekki höfðu sömu kosti. Þær þurf ti t. d. að skruf a fastar. Þegar maður sér svona hentuga og góða gripi, hlýt- ur maður að fá trú á að vöruval á innflutningi sé ekki alveg eins slæmt og það virðist of t vera. 1 þessu tilfelli mun viðskiptamála- ráðherra hafa liðkað sér- staklega til, svo að hægt væri að flytja inn þessar þörfu vélar. Hafi hann þökk fyrir! Um 1782 mun kvenhárið hafa staðið hæzt upp í loft- ið eða um 90 sm. Máttar- viffir í hárgreiðslunni voru úr vir, stoppið úr ull og hrosshári og borðar, fjaðr- ir og blóm haft til skrauts. Hefðarkonur áttu svo silf- urprjóna til áð klóra sér með. FyUt síld. Svo er hér einn síldarrétt- ur, sem er bæði hollur og gómsætur: Síldarnar eru vel skafnar, uggarnir klipptir af og beinin tekin Út Nú eru síldarnar fylltar með hökkuðum lauk, stein- selju og svolitlu raspi, sem fyrst þarf að bleyta í mjólk. Ofurlitlum pipar og salti er slráð yfir og siðan er bund- ið á tveimur stöðum utan um hverja síld. Þá er síld- unum velt upp úr hveiti og þær steiktar á pönnu. Bezt or að steikja i olíu, en það má nota ofurlítið og nota sömu olíuna hvað eftir ann- að. Síldin borðuð með soðn- um kartöflum, bræddu smjöri og ediki. REYKIRÐU of mikið? Drekkurðu kannski meir en góðu hófi gegnh"? Borðarðu of mikið? Ertu kannski óánægður með vinnu þína og óviss um að þú sért á réttri hillu? Eða kannski þú þurfir að fara að koma þér tii tannlæknis, en hræðist sprautur meir en allt annað. Það sem hér hefur verið nefnt, má ef til vill laga með dáleiðslu. Því að dá- leiðslan er orðin annað og meira en skemmtiatriði trúða. En þótt læknar og sál- fræðingar séu farnir að beita dáleiðslu í sívaxandi mæli, þá er hún sízt hættu- minni en áður í höndum við- vaninga. Hér er aðvörun að marggefnu tilefni: Leyfðu aldrei leikmönnum að gera á þér dáleiðslutilraunir. Það er lítill vandi að læra að dáleiða. En eins má segja, að það sé vandalítið að læra að aka bll. Þó get- ur viðvaningurinn við stýr- ið gert bílinn að ósvikinni vígvél, alveg eins og dá- leiðslan verður stórhættu- legt vopn í meðferð viðvan- ingsins. Friedrich Anton Mesmer er talinn upphafsmaður dá- leiðslunnar, eins og hún nú þekkist. Hann notaði hæfi- leika sína í lækningaskyni — þótt hann væri ekki held- ur frábitinn því að beita þeim til skemmtunar við hirð Marie Antoinette. Nefnd franskra visinda- manna rannsakaði starfsað- ferðir Mesmers og komst að þeirri niðurstöðu, að lækn- ingamáttur þeirra byggðist á ímyndun sjúklinganna. Síðan hafa þó ýmsir frægir læknar viðurkennt opinber- lega, að dáleiðsla geti verið hið nytsamasta vopn í hönd- um sérfróðra manna. Dr. Sigmund Freud notaði lengi vel dáleiðslu í sambandi við rannsóknir sínar á sálsýki, þótt hann tæki síðar upp aðrar aðferðir. En ýmsir nánir samstarfsmenn hans segja þó, að hann hafi alla tíð beitt aðferðum náskyld- um dáleiðslu. 1 dag nota þúsundir lækna og tannlækna einhver af- brigði af dáleiðslu. En að- ferðin er enn á tilraunastigi í augum margra lækna og hefur því ekki hlotið al- menna viðurkenningu. Þó fer þeim mönnum sífellt fjölgandi sem fengið hafa einhverja meinabót vegna dáleiðslu, og sá dagur kann að vera ekki langt undan, þegar vísindamenn almennt viðurkenna þessa lækninga- aðferð. Hundruð bóka hafa verið ritaðar um þetta efni — flestar þó ætlaðar viðvan- ingum. Nokkrar kenna hin- um upprennandi dávaldi að díleiða sjálfan sig, en það Hún er annað og meira en „skemmtileg brella" — MÞúlcíðslam er vægast sagt hæpið til- tæki. En það hafa líka verið skrifuð vísindarit um þetta efni. Má I því sambandi nefna bók G. H. Estabrooks, sálfræðiprófessors við Col- gate háskóla í New York. Estabrooks mælir með því, að sýningar á dáleiðslu séu bannaðar, enda geti þær verið skaðlegar í tvennum skilningi. 1 fyrsta lagi geti þær jafnvel valdið varan- legu tjóni á andlegri heilsu hins dáleidda, sé dávaldur- inn ekki því varkárari. Og í öðru lagi valdi þessar sýn- ingar því, að almenningur fái það álit á dáleiðslu, að hún sé einungis verkfæri trúða. „Frá læknisfræðilegu sjónarmiði hafa miklar og furðulegar framfarir átt sér stað á sviði dáleiðslunnar á undanförnum tíu árum", segir í bók prófessorsins. Estabrooks hefur á und- anförnum árum beitt dá- leiðsluaðferðum við hinar ólíkustu rannsóknir og með ágætum árangri að hann segir. Hann hefur til dæmis notað dáleiðslu til þess að hjálpa ungum mönnum, ný- skráðum úr hernum, til þess að uppgötva hverskonar vinna hæfi þeim bezt. Hann trúir þvi, að með dáleiðslu megi hjálpa ungu fólki að finna sér starfssvið við sitt hæfi og spara því þannig erfiði og margskyns von- brigði. Dáleiðslu má skipta í þrjá flokka. Fyrst ber að telja þá tegund dáleiðslu sem notuð er af læknum — þar með töldum tannlæknum — og sálfræðingum. Til dæm- is má nota dáleiðslu til þess að losa menn við slæma á- vana, losa menn úr fjötrum sem eiga sér rætur í sálar- lífi þeirra. Það er hægt að draga úr sígarettuástriðu manna með dáleiðslu. Batinn er kannski ekki varanlegur, en ef menn hætta á annað borð að reykja í nokkra mánuði, eru þeir undir mörgum kringumstæðum lausir við ávanann og frekari dá- leiðsluaðgerða því ekki þörf. Hér má geta þess, að Cary Grant kvikmyndaleikari notaði þessa aðferð fyrir skemmstu til þess að losa sig við sígaretturnar. Ofdrykkju og ofát má líka hindra með dáleiðslu, en fyrst skyldi læknirinn ganga úr skugga um, hvaða ástæður valdi því, að við- komandi maður leitar at- hvarfs í áfengum drykkj- um eða mat. Sem kvalastillandi meðal er dáleiðslan mjög mikil- væg. Hún hefur verið notuð í sambandi við uppskurði og fæðingar. Helzti kostur hennar er sá, að sjúkling- urinn losnar við hinar ó- þægilegu og óæskilegu eft- irstöðvar sem venjuleg deyfing getur haft í för með sér. Önnur tegund dáleiðsl- unnar er sú, sem almenn- ingur þekkir bezt, — dá- leiðsla til skemmtunar. Að dómi sérfróðra er hættan ekki fyrst og fremst i því fólgin, sem gerist uppi á sviðinu, heldur í þeirri stað- reynd, að trúðurinn er oft fús til að beita kunnáttu sinni í lækningaskyni. Maður, sem þjáist af stöð- ugum magaverk, kemur til dávalds, sem enga læknis- kunnáttu hefur, en er snjall sýningamaður. „Ég skal losa þig við þrautirnar", segir dávaldur- inn. Hann dáleiðir sjúkling- inn — og eins og hann lof- aði, hverfur verkurinn. Gall- inn er sa, að verkurinn kann að hafa stafað frá illkynj- uðum sjúkdómi. Þegar sjúklingurinn er laus við þrautirnar, hirðir hann ekki um að leita til læknis. Hversvegna skyldi hann vera að því? Hann kénnir sér einskis meins. Þriðju dáleiðslutegundina nota ræðumenn, auglýsinga- menn og áróðursmenn al- mennt. Þyljið nógu oft sömu þuluna yfir fólki, og án þess að það geri sér grein fyrir því, er það fall- ið undir áhrif dávaldsins, það hlýðir honum, það fer út og kaupir vöruna, sem hann hefur verið að sístag- ast á að það þyrfti að eign- ast. Hinn dáleiddi trúir kenningum og slagorðum, af því það er búið að berja þetta inn í höfuðið á hon- um. Er hægt að dáleiða hvern sem er? Alvarlega sálsjúkt; f ólk er of t ekki hægt að dá- leiða. Og það er sjaldnast hægt að dáleiða menn gegn vilja þeirra. Meinið er bara þetta, að þegar um f jölda- dáleiðslu er að ræða, gerá menn sér ekki ljóst, hvað er á ferðinni. Ef þú átt við einhvers- konar „innri erfiðleika" að glima eða ef þú villt sigr- ast á einhverjum ávana, getur vel verið að dáleiðsla geti hjálpað þér. En fyrst: ættirðu að leita læknis til þess að fá úr þvi skorið, hvort ekki sé hægt að sigr- ¦ ast fyrst á ástæðunni sem liggur á bak við vandræði þín. En þetta skyldirðu ávallt hafa hugfast: Að dáleiðsla er hættule<? í höndum viðvaningsins og leikmannsins og skottu- læknisins. Að hún er enn- f remur hættuleg þegar henni er beitt gegn afleið- ingu meinsins en ekki mein- inu sjálfu. Og að hún er stórhættulegt múgsef junar- vopn. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.