Vikan


Vikan - 06.02.1958, Side 10

Vikan - 06.02.1958, Side 10
Hún hefur yndi af listum og hefur börnin með sér til að skoða list- sýningar út um heim. Sigríður í dyrunum milli listiðnaðardeildarinnar og sýningarsalarins. Ljósrn.: O. Ölafsson „TjlJN er mjó.“ Ég fæ hér að láni ii lýsingu Nóbelsverðlaunaskálds- ins á annarri íslenzkri konu, til að gefa ykkur, lesendur góðir, hugmynd um það hvernig hún lítur út háa, diikkhærða konan, hún Sigríður Kristin Davíðsdóttir, sem veitir for- stöðu Sýningarsalnum við Hverfis- götuna, þar sem seldur er listiðnað- ur og haldnar sýningar á listaverk- um, eins og kunnugt er. En hún kemur ekki „bláklædd í gulli og silfri“ á móti manni, til að taka við tíkallinum, inngangseyrinum að sjálfum sýningarsalnum. Nei, hún gengur i svörtum síðbuxum og köfl- óttri ofinni úlpu og er nútímakona í húð og hár. Hvers vegna er hún svona mjó? (Ég tek hlutverk mitt sem blaðasnáp- ur alvarlega og læt spurningarnar af hverju og hvers vegna dynja á Sigríði, eins og þar væri kominn heill barnaflokkui- úr Laufásborg). Jú, hún er svona grönn og spengileg af því að hún hefur ekki látið egg, kjöt, fisk, krydd, og guð má vita hvað meira, inn fyrir sinar varir í sjö ár. Þá var hún sjúkrahúsmatur, veik í maga og með liðagigt, en semsagt, hún komst í kynni við kenningar sænska læknisins Werlands, og fór að lifa á mjólkur- og jurtafæðu, og á sjúkrahúsið fór hún aldrei. „Það dugar ekki að láta bílabenzín á flugvélarnar, og ekki hvað sem er í líkamann,“ segir hún. Þeir sem hlíta reglum Werlands, láta daglega í sig nákvæmlega það sem líkaminn þarfnast og ekkert umfram. T. d. ku Jíkaminn þurfa í allt 3 lítra af vatni á dag og það skal drukkið á vissum tímum. Gunnar S. Magnússon list- málari, eiginmaður Sigriðar, og drengirnii' hennar tveir, lifa allir á samskonar fæðu, þó þeim hafi aldrei orðið misdægurt, og þrífast vel af. Slíkur matur hlýtur að vera hrein- asta kjarnafæða, ef hann færir öll- um annan eins kjark og dugnað og Sigríði. Máli minu til sönnunar verð ég að segja ykkur frá því þegar yngri drengurinn hennar fæddist suður í Frakklandi fyrir hálfu öðru ári. Hjónin voru i 9 mánaða námsferð um listaborgir Evrópu til að skoða það sem söfn stórborganna hafa upp á að bjóða. Sigríður lét það ekki aftra sér þó hún ætti von á barni eftir tvo mánuði. „Eins og það sé ekki hægt að fæða börn hvar sem er i heimin- um“, svo notuð séu hennar eigin orð. Fjölskyldan lagði því af stað — ekki með nesti og nýja skó, heldur með plasttösku undir hinn nýja meðlim fjölskyldunnar, ef hann skyldi verða cf bráðlátur að komast á söfnin og fæðast í einhverri lestinni. Þau ferðuðust í hálfan annan mán- uð um Holland, Frakkland og Spán og þaðan til Italíu, en ætluðu að stanza einn dag í Grenoble í Suður- Frakklandi á leiðinni, til að skoða myndlistarsafnið þar. En þá vildi barnið ekki bíða lengur og lá svo mik- ið á, að það lét sig það engu skipta þó um hánótt væri og húsvörðurinn fyrirfyndist ekki til að hleypa móð- urinni út úr húsinu, svo að hún kæmist á fæðingardeildina. Þrátt fyrir það komst hún þangað í tæka tíð og fékk inngöngu, þar sem vega- bréfið hennar sannaði að hún væri gift. Að fimm dögum liðnum fór Sig- riður af sjúkrahúsinu, í stað þess að hreyfa sig ekki fyrr en á niunda degi eins og hinar sængurkonurnar, enda varð hún að skrifa undir það að hún tæki sjálf alla ábyrgð þaraf. Og á sjöunda degi, þjóðhátíðardegi Is- lendinga, var búið um unga manninn í töskunni frægu, farið með hann í strætisvagni niður á járnbrautarstöð og lestin tekin til Genova, svo að foreldrarnir gætu neitt atkvæðisrétt- ar síns hjá aðalræðismanninum þar. En þó ungi maðurinn hefði tafið ferðina eins lítið og hann frekast gat, eins og tilvonandi íslenzkum kjós- anda sæmir, þá urðu þau of sein og einhver flokkur varð af tveimur at- kvæðum í síðustu kosningum. En það var líka það eina sem pilturinn gerði af sér alla leiðina. Því þó hann væri fluttur í tösku milli borga á Italíu og borinn um listsýningar, grét hann aldrei og hegðaði sér alveg jafn heimsborgaralega og eldri bróðir hans, 7 ára, sem líka var með i ferð- inni. „Þegar ég kom heim, eftir að hafa kynnt mér sýningarsali víða í Evrópu og það sem þeir hafa upp á að bjóða, fannst mér hér tilfinnanleg þörf fyrir einhvern stað, þar sem hægt væri að skoða allt það nýja, sem fram kem- ur í myndlist og listiðnaði," segir Sigríður. Hún setti því með hjálp góðra manna á stofn Sýningarsalinn, sem hefur þegar haft um 20 sýningar á listaverkum erlendra og innlendra listamanna. 1 listiðnaðar- deildinni fyrir framan salinn eru til sölu ýmsir fagrir gripir, eins og stólmottur og skermar eftir Bar- böru Árnason, batik eftir Sigrúnu Jónsdóttir, skartgripir úr tré eftir Baldvin Jóhannsson og skartgripir úr málmum eftir „diter rot“ og Sig- riði Björnsdóttur, svo eitthvað sé nefnt. „Nei, ég fæst ekki sjálf við neina listsköpun, segir hún. En ég hef á- huga fyrir öllu sem að listum lýtur. Hef t. d. alltaf haft mikið yndi af músik og söng, en það er ekki hægt að gera allt. Ef maður reynir það, verður maður aldrei heill í neinu, og það vil ég ógjarnan. 1 Noregi lærði ég að sniða kvenfatnað og barna- föt og hef alltaf gaman af að sauma á mig og börnin. Ég hef alltaf unnið úti, og mundi alls ekki una við það að hafa litið fyrir stafni,“ bætir hún við. 1 vetur hefur Sigríður stúlku, sem hjálpar henni heima og leysir hana af i salnum. „En í sumar verður yngri drengurinn orðinn nægilega stór til að fara á barna- heimili, og þá verður þetta allt auð- veldara," segir Sigríður. Kjarkurinn er alveg óbilandi. Aðsóknin að salnum hefur til jafnaðar verið góð. Sigríður kveður hér vera all stóran hóp af fólki, sem hefur áhuga og vit á listum. Um þessar mundir er í salnum leiktjalda- sýning Magnúsar Pálssonar og Sig- fúsar Halldórssonar. Þessi sýning er fyrsta leiktjaldasýning hér á landi ef undan er skilin sýning Sigfúsar á málverkum og leiktjöldum í Lista- mannaskálanum 1947. Sýningarsalurinn er opinn alla virka daga frá klukkan 10 á morgn- ana til 10 á kvöldin og sunnudaga frá 2—10. „Mér finnst þetta starf ákaflega skemmtilegt og ég vildi ekkert frekar gera,“ segir Sigríður. ,,Að vísu er við ýmsa erfiðleika að etja. En allt nýtt á erfitt uppdráttar, það vissi maður fyrir. Og sýningum verður haldið hér áfram í framtíðinni. Eg var síðast í dag að fjalla um sýningu á verkurn eftir hollenzkan nútímamálara, sem hefur hug á að sýna hér,“ segir Sig- ríður Kristín að lokum. -— E. Pá. Sigríður Kristín Daviðsdóttir veitir sýningarsalnum við Hverfisg. forstöðu 10 VIKAN

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.