Vikan


Vikan - 06.02.1958, Page 12

Vikan - 06.02.1958, Page 12
aígmiuy í ÖLPUIMUM HAMMOND INNES . FORSAGA Engles kvikmyndastjóri hefur beðið vin sinn Neil Blair að heimsækja skíða- skála nokkurn í ítölsku ölpunum. 1 fylgd með honum er Joe Wesson kvik- myndatökumaður. Þeir eiga að láta líta svo út sem þeir séu að undirbúa kvik- myndatöku á staðnum. Baunin er þó allt önnur. Á stríðsárunum var inikill gull- sjóður falinn þarna og hafa ýmsir menn — og sumir æði skuggalegir — hug á að kiófesta hann. Uppgjörið hefst þegar Engles kem ur til skálans. G vildi hafa auga með Mayne,“ svaraði Valdini hægt. „Þú varst að njósna um mig,“ sagði Carla reiði- lega á ítölsku. „Hversvegna varstu að njósna um mig?“ Hann kipraði saman augun og virtist allur tútna út. Honum var skemmt. ,,Þú heldur að þú getir haft mig að fífli,“ svaraði hann á ensku. Rödd hans var ógnandi. „Þú heldur að ég hafi enga sómatilfinningu. Einu sinni þótti þér heiður að geta sagt. Si, si, Signor Valdini. Það var þeg- ar ég átti þig og fimmtíu aðrar stelpur eins og þig. Og þegar ég leyfði þér að kalla mig Stefan, varstu frá þér numin af gleði. Mér var sama um Stelben og alla hina. Það voru viðskiptamenn. En nú er allt breytt. Eg treysti þér ekki lengur." „Þú segir, að Mayne hafi verið í Feneyjum," sagði Engles. „Hvað var hann að gera þar?“ „Koma sér vel við Cörlu,“ svaraði Valdini og herpti saman varirnar svo að skein í tennurnar. Hann var með fyrirlitningarsvip á vörum. Þá sló Carla til hans. Hún sló hann með hand- arbakinu, og demantshringurinn reif kinn hans, svo að blæddi. Hann þreif um úlnliði hennar, snaraði henni yfir öxl sér. Höfuð hennar lenti á barhandriðinu með óhugnanlegum dynk. Hann gekk að henni og byrjaði að ota í bringu hennar með tánni á skón- um. „Þú skilur við mig vegna ensks liðhlaupa- ræfils, sem er sama um allt nema gullið,“ öskr- aði hann á ítölsku. Hann var öskuvondur og æpti bókstaflega af reiði. „Hversvegna treystir þú mér ekki? Ég hefði fundið það fyrir þig. En núna —“ Áður en nokkru okkar gafst tími til þess að hreyfa sig, var Mayne kominn til okkar. Hann tók í hnakkadrambið á Valdini og sneri honum við og sló hann með hnefanum á milli augnanna. Sikileyjarbúinn skall aftur á bak utan í vegginn, þar sem hann seig hægt til jarðar eins og pokadrusla. Mayne sneri sér við og leit á okkur. Hann var á varðbergi. Hann var með aðra hendina í jakkavasanum. „Varaðu'þig nú“, hvíslaði Engles að mér. „Nú er soðið upp úr, og hann er með byssu í vasan- um". Hanh virtist æstur. Hann sneri sér að Mayne. „Þessir tveir Þjóðverjar", sagði hann. „Getur þ'að verið að þeir hafi heitið Wilhelm Miiller og Friedrieh Mann?“ Hann sagði þetta harkalega, eins og þegar saksóknarinn mælir sín síðustu orð í morðmáli. Og áhrifin léyndu sér ekki. Mayne varð fölur í framan og hann hafði stöðugt auga með okkur. „Þú komst Cörlu í samband við þessa tvo", sagði Engles. Rödd hans var köld en eðlileg. „Hún kynriti þá fyrir Stelben. Og Stelben þótti mikill fehgrir í að fá þá, þar sem þetta voru U'jlijl i ; glæpamenn, og enginn myndi sakna þeirra þegar þeir hyrfu. Hann vissi ekki, að þetta voru þinir menn. Þegar þeir höfðu komizt að þvi, sem þú vildir vita, léztu handtaka þá ásamt Stelben1'. „Og ég geri ráð fyrir þvi, að ég hafi séð fyrir því, að þeir voru skotnir i uppþatinu í fangels- inu“, sagði hann gremjulega. „Þú varst þá i Róm“, sagði Carla skyndilega. Hún hafði risið upp við dogg og horfði grimmd- araugum á hann. „Það hefði verið hægt að koma því við fyrir því“, sagði Engles, „ef maður þekkti aðeins rétta fólkið. Og ég held að þú hafir þekkt einmitt rétta fólkið". „Hversvegna heldurðu það?“ Mayne horfði rannsakandi á Engles, Honum leið síður en svo vel. Eg óskaði þess, að Engles hætti. Mér var ekkert farið að lítast á blikuna. „Vegna þess", sagði Engles rólega, „að þú ert ekki Gilbert Mayne". „Og hver er ég þá?“ Mayne kreppti hnefann. „Þú ert morðingi og glæpamaður", sagði Eng- les snöggt. „Við höfðum næstum því hendur í hári þér í Napoli 1944. Þú hafðir gerzt lið- hlaupi, þegar lent var í Salerno. Síðan hafðir þú bófaflokk, sem hafðist við niðri við höfnina I Napoli. Þú varst sakaður um morð og rán. Einn- ig varstu sakaður um að hjálpa þýzkum föng- um gegnum víglínuna. Þessvegna fór ég að hafa áhuga á þér. Við náðum í þig í Róm, þremur mánuðum eftir uppgjöfina. Þú og kærastan þín voru tekin ásamt fleiri svikurum. Þá fékkstu þetta ör eftir kúluna. Ég yfirheyrði þig. Þú kannaðist við mig, þegar ég kom hingað, en þú hélzt að ég myndi ekki kannast við þig, vegna þess að höfuð þitt var reifað, þegar ég sá þig síðast". „Þvílik endaleysa", sagði Mayne. Hann var að reyna að vera eðlilegur í framkomu. „Þú tekur feil á mér og einhverjum öðrum. Ég stóð mig vel í hernum. Ég var höfuðsmaður í stórskotaliðinu. Ég var tekinn til fanga, og þegar ég slapp gekk ég í UNRRA. Þú getur litið í skýrslur hersins". „Ég gerði það, áður en ég fór frá Englandi", sagði Engles rólega. „Gilberts Mayne höfuðs- manns var saknað í janúar, 1944. Það var álitið, að hann hefði verið drepinn nálægt Cassino. Tveimur mánuðum seinna er hann sagður hafa sloppið úr þýzkum fangabúðum. Þú þóttist hafa fengið taugaáfall, þegar þú komst fyrst fram á sjónarsviðið sem Gilbert Mayne, og þér var veitt innganga 1 UNRRA. Þú baðst um að fá að vera sendur til Grikklands, þar sem litlar líkur voru fyrir þvi, að þú rækist á einhvern af mönn- um Gilberts Mayne, Ég geri fastlega ráð fyrir þvi, að Gilbert Mayne hafi verið drepinn á víg- vellinum. Þú heitir hins vegar Stuart Ross — og MUller og Mann voru menn i bófaflokk þínum í Napoli". Mayne hló, Það var tryllingslegur hlátur. Hann var náfölur og mjög æstur. „Fyrst ásakar þú mig fyrir að hafa reynt að myrða Blair og ætl- að að myrða Cörlu. Og núna —" „Það er satt“, greip Carla fram í fyrir honum hásri röddu. „Allt sem hann sagði er satt. Ég veit að það er satt". Hún hafði staulazt á fætur. Hún var föl undir andlitsfarðanum og að gráti komin. „Þú ætlaðir að drepa mig. Þú sagðist ætla að komast að því hvar gullið væri. Þú sagðist n PEIMIMAVIIMIK Ágúst Ormsson, Dambar- völlum, Bitrufirði, um Óspaks- eyri. — Eiríkur Hólmsteinsson (við stúlku 15—17 ára), Strandgötu 13, Patreksfirði. — Andrés Þórðarson (við stúlkur 17—21 árs), Aðalstræti 79, Jón G. Waage, (við stúlkur 14—16 ára), Bræðraborg, og Jóhannes Þórðarson (við stúlkur 19—24 ára), Aðalstræti 79, allir á Patreksfirði. — Fanney Páls- dóttir (17 ára) Bjarnastíg 4 og Sólrún Guðmundsdóttir (16 Iára), Hringbraut 41 (við pilta 19—21 árs), báðar í Reykjavík — Þóra Þórisdóttir og Þuríður Steingrímsdóttir (við pilta eða stúlkur 13—15 ára), báðar að Reykholti, Borgarfirði. — Magnús Ólafsson, Guðmundur Torfason, Guðjón Magnússon, Stefán Jóhannesson, Sigurður Kr. Jakobsson og Vigfús Sig- valdason (við stúlkur 16—20 ára) allir á Bændaskólanum á Hvanneyri Borgarfjarðarsýslu. —: Maríus Kárason (við stúlk- ur 18—21 árs), Hólmavík, Strandasýslu. — Berglind Þrá- insdóttir Skaftahlið 6 (við pilta og stúlkur 18—21 árs) og Björk Hauksdóttir, Eskihlíð 6B (við pilta og stúlkur 17—20 ára), báðar i Reykjavík. — Margeir Gestsson (við stúlkur 17—22 ára), Giljum, Hálsa- sveit, Borgarfirði. — Franklín Klauber (við 13 ára dreng), 3260 Netherland Avenue, Bronx 63, New York, U.S.A. — Pálmar Guðjónsson (við pilta eða stúlkur 18—23 ára), Syðri- Rauðalæk, Rang. — Gunnar Þór Magnússon, Gísli Helga- son, Brandur Jónsson (við stúlkur 15—19 ára), Bænda- skólanum á Hvanneyri, Borg- arfirði — Ævar Ivarsson (við stúlku 17—21 árs), Jón Stef- ánsson, Kristján Þórðarson og ölver Axelsson (við stúlkur 18 —25 ára), Rafn Skarphéðins- son (við stúlku 19—25 ára), Ólafur Axelsson (við stúlku 18 —24 ára), Sigurður Þórðarson (við stúlku 18—22 ára), Sölvi Stefánsson (við stúlku 19—24 ára), Ölver Thorarensen (við stúlku 19—26 ára), Gísli Thor- arensen (við stúlku 19—-23 ára), allir hjá h.f. Garði, Sand- gerði. —■ Þóra Jónsdóttir (við pilta 19—25 ára) og Óskar Jónsson (við stúlkur 15—22 ára), bæði að Skipagerði, Vest- ur-Landeyjum, Rang. — Ernst Ingólfsson, Ásgeir Kristinsson, örn Árnason, Gunnar Stefáns- son, Elías Þórhallsson, Þorvald- ur Baldvinsson, Gylfi Baldvins- son, Sigurður Baldvinsson (við stúlkur 17—25 ára), allir að Gjögri, Grindavík. — Ásta Jó- I hannsdóttir og Guðríður Ingi- bergsdóttir (við pilta 18—23 ára), báðar á Húsmæðraskól- anum á Varmalandi, Borgar- firði. — Annegret Baldursdótt- ir, Hafnarbraut 8, He.rdis Ósk Herjólfsdóttir, Hlíðargötu 1 og Anna Sigríður Bjarnadóttir (við pilta eða stúlkur 14—16 ára) allar í Neskaupstað, Norð- firði. — Ásdís Kristinsdóttir (við pilta 14—18 ára), Miðkoti, V.-Landeyjum, Rang. — Ás- laug Benediktsdóttir og Þórunn Adda Eggertsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—16 ára) og Sig- ríður Loftsdóttir (við pilt eða stúlku 17—18 ára), allar á Héraðsskólanum á Laugar- vatni, Árnessýslu. -— Guðjón Magnússon, Sigurður Jakobs- son, Stefán Jóhannesson og Magnús Ólafsson (við stúlkur 16—22 ára), allir á Bændaskól- anum á Hvanneyri, Borgar- firði. ■— Auður Sigurðardóttir (við pilt eða stúlku 16—19 ára), Heiðmörk, Hveragerði. 12 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.