Vikan


Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 06.02.1958, Blaðsíða 13
elska mig. Þú sagðist œtla að finna gullið og giftast mér siðan, og síðan ætluðum við að deila með okkur gullinu. En þú laugst öllu þessu". Rödd hennar skalf af geðshræringu. „Þú lýgur alltaf að mér. Það varst þú sem keyptir Col da Varda á uppboðinu. Eg komst að því í gær. Og — þú veizt hvar gullið er. Þú — þú", öskraði hún. „Eg óska þess, að það verði þér til jafnmikillar gæfu og það varð hinum". Mayne gekk til hennar. Það var enginn vafi á því hvað hann ætlaði sér. Hann skalf af heift. Hann lyfti hendinni til þess að slá hana. Þegar hann tók hendina úr vasanum, seildist Valdini, sem var vaknaður til meðvitundar, til byssu sinn- ar. Hann hafði hana í slíðri undir handarkrikan- um, en þar sem hann var enn dasaður eftir högg- ið fataðist honum eitthvað. Mayne varð á undan. Hann skaut hann áður en hann hafði svo mikið sem náð byssunni úr slíðrinu. Hann skaut hann í brjóstið. Lítill svartur blettur kom skyndilega fram á sterkbláum jakka Valdinis. Það korraði í honum og hann féll við. Enginn hreyfði sig. Blár reykur steig upp frá byssuhlaupi Maynes. Hvellurinn í byssunni virtist lama okkur öll. Valdini gaf frá sér hryglukennd hljóð og byrjaði að hósta upp blóði. Carla varð fyrst til þess að hreyfa sig. Hún gaf frá sér lágt óp og kraup á kné við hlið Vald- inis. Við horfðum á hana lyfta höfði hans og þurrka blóðið af munninum á honum með gulum silkivasaklút, sem hún tók úr brjóstvasa hans. „Carla — cara mia". Hann reyndi að brosa til hennar, síðan féll höfuð hans máttlaust niður á brjóst hans. „Stefan", hrópaði hún. „Stefan. Farðu ekki frá mér". En hann var dauður. Hún leit upp. Hún hélt ennþá utan um hann. Og hún grét. Ég held, að það hafi verið það átak- anlegasta af öllu — að hún skyldi vera að gráta vegna þess að Valdini var dauður. „Hversvegna þurftirðu að drepa hann?" Rödd hennar var þreytuleg. „Hann elskaði mig. Aum- ingja Stefan minn. Hann var allt sem ég átti. Allt sem ég hef nokkurn tíma átt. Ég átti hann. Hann var sá einj, sem elskaði mig. Hann var eins og hvolpur. Hversvegna drapstu hann?" Hún virtist reyna að harka af sér. Hún sleppti Valdini og stóð upp. Hún gekk hægt i áttina til Maynes. Hann horfði á hana, og reyndi um leið að hafa auga með okkur. Hann hélt enn á byssunni í hendinni. Þegar hún var komin þétt að honum, stanzaði hún. Augu hennar voru stór og logandi af æsingi. „Píflið þitt!" sagði hún. „Við hefðum getað drepið Heinrich svo að lítið bar á og skipt gullinu á milli okkar. Við hefðum getað verið hamingjusöm eftir það. Hversvegna léztu handsama Heinrich? Og þessa tvo vini þína? Það þurfti ekki að verða opinbert". „Vinir mínir tveir þoldu ekki að sjá gullið", sagði Mayne hörkulega. Carla andvarpaði. „Ég hef alltaf lifað með mönnum, sem svíkja og drepa. En ég hélt að þú værir heiðarlegur. Ég hélt, að þú elskaðir mig. 1 Feneyjum hlakkaði ég svo til þess að verða rík og að við gætum lifað góðu áhættulausu lífi. Þá fórstu frá mér, og Heinrich og vinir þínir tveir voru handteknir. Þá fór mig að gruna margt. Ég lét Stefan elta þig. Þá vissi ég, að öllu var lokið, og þú elskaðir mig ekki, heldur gullið. Þú yfirbauðst mig á uppboðinu. Þú setlaðir að myrða Stefan og mig. Þú ert auðvi'rðilegur lygari og svikari". Hún sagði þetta tilfinningalaust. En hún hækkaði röddina, þegar hún hélt áfram. „Og nú ertu búinn að drepa Stefan. Hversvegna drep- urðu ekki mig líka? Þú ert með byssu. Þú ættir ekki að vera hræddur með byssuna í hendinni. Jæja, hversvegna drepurðu mig ekki?" Hún hló. „Fiflið þitt, Gilbert. Þú ættir að drepa mig núna — og alla hina. Hugsaðu um gullið — og mundu, að þú ert sá eini, sem veit hvar það er". Hún brosti biturlega. „Það verður þér bara ekki til neins góðs. Arrivederci, Gilbert". Hún sneri sér við og gekk hægt út úr her- berginu. Framhald l nœsta blaði. ÞEIR VILJA DKKUR BÚSTNAR OG ÞRIFLEGAR! Hér eru ný sjónarmið í „megrunarstríðinu" — alveg spáný &i FRÆGUR skopleikari sagði stundum frá manni, sem átti að vera svo grindhoraður, að hægt var að fleygja hon- um gegnum slaghörpu án þess að hann snerti einn einasta streng. Jæja, guði sé lof að ég skyldi aldrei kynnast' honum. Það hefði verið annað en gam- an að heyra hann tala um megrunaraðferðirnar sinar. Þegar ég var ung stúlka, var gaman að fara í boð. Þá höfðum við um- eitthvað að tala. En farðu í boð núna, og þú mátt vera viss um, að hjón- in við hliðina á þér fást ekki til að tala um nokkurn skap- aðan hlut nema megrunarað- ferðir — þá sem þau notuðu síðast, þá sem þau eru að reyna núna, og loks þá sem þau ætla að byrja á í næstu viku. Ég kenni vísindunum um þetta allt saman. 1 gamla daga var þessu þannig háttað, að ef maður stóð upp í strætisvagni og tók eftir því að tveir sett- ust samstundis í sætið hans, þá fór hann að gruna, að hann væri kannski að verða of feit- ur. Svo að hann labbaði sig til læknisins og læknirinn sagði: „Hættu að éta yfir þig, Jón." Og Jón hætti annað hvort eða hætti ekki, en hann var sann- arlega ekki sifellt að tala um þetta. Þetta voru nefnilega engar rosafréttir í hans aug- um. Nú er öldin önnur. Nú eru matsiðavísindin komin á svo hátt stig, að umræðuefnið er óþrjótandi. Það er meir að segja búið að gefa megrunar- aðferðunum nöfn. Það er Roc- kefeller-aðferðin, Mayo-aðferð- in, svelti-aðferðin, hrað-svelti- aðferðin og guð má vita hvað. Hvar í ósköpunum grefur fólkið þetta upp? Ekki í blöð- uhum svo mikið er víst. Þeg- ár blöðin byrja að segja frá nýjum megrunaraðferðum, þá gera þau það í framhaldssögu- stíl, og þá bregst það ekki, að maður missir af fyrstu köfl- unum og veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. ! i ; Bezta megrunaraðferðin, sem ég hef heyrt getið um upp á síðkastið, er um leið sú ein- faldasta. Walter Slezak leik- ari fullkomnaði hana eftir margra ára tilraunir. Hann ráðleggur fólki einfaldlega að borða eins mikið og því sýn- ist af þeim mat — sem því finnst vondur. Og- ef manni liggur lífið á að megra sig (ef maður er til dæmis farin að gildna undir belti og barnið orðið átta mánaða gamalt), þá borðar maður bara eingöngu þann mat sem maður hatar eins og pestina. Hvernig stendur á því, að bandarískar konur hafa ekki stundlegan frið fyrir mönnum, sem vilja þröngva upp á þær vaxtarlagi, sem hvorki hent- ár þeim né er þeim eðlilegt' nema rétt á gelgjuskeiðinu ? Nú skal ég segja ykkur það. I fyrsta lagi er gengið út fra því, að grannt fólk lifi lengur en feitt. (Þegar maður er „á kúr", finnst manni dagarnir vissulega lengri en ella.) 1 öðru lagi er gengið út frá því, að kvenmaður, sem er ekkert nema skinn og bein, sé svo ið- andi af lífsorku, að hægt sé að senda hana upp á þak að hreinsa rennurnar. Og í þriðja lagi er gengið út frá því — og það á víst að heita aðal- atriðið — að þér fari svo vel að vera grindhoruð, að ókunn- ugir menn'ætli að éta þig með augunum og eiginmaðurinn reki þér rembingskoss í tima og ótíma. Og þetta — takið nú vel eftir — er haugalýgi. Hugsaðu um hjónaböndin sem þú veist að eru farsæl. Hve margar af konunum: kom- ast enn í kjóla númer 12 ? Eg var rétt áðan að enda við að hugsa um þetta í tuttugu mín- útur samfleytt, og ég yii hér með lýsa yfir, að þær konur í nágrenni mínu, sem eigin- mennirnir virðast vera búnir að fá nóg af, eru undantekn- ingarlaust þvengmjóar og aum- ingjalegar. . Ég held að karlmenn vilji oftast hafa konurnar sínár dá- lítið bústnar og þriflegar af því að þannig konur eru hota- legar ásýndum og umhverfi þeirra verður þar af Ieiðandi notalegt. 1 hjónabandinu fölnar ekkert eins fljótt og iíkamleg fegurð. Þegar öllu er á botn- inn hvolft, skiptir það þar af leiðandi mestu máli, að konan sé skemmtilegur og góður- f é- lagi. Og mér er sama hver konan er, hafi hún ekkert Framhald á blaðsíðu llf. BíJstjórar í knattspyrnu Þeir gera meira en aka bílum, bílstjórarnir. Hér er mynd af knattspyrnu- liði Hreyfils. Það eru um þrjú hundruð bifreiða- stjórar á Hreyfli, og eru sextíu þeirra meðlimir í knattspyrnufélagi stöðv- arinnar, en milli tuttugu °g þrjátíu stunda æfingar að staðaldri á sumrin. I fyrra æfðu bilstjórarnir tvisvar i viku, allt frá maílokum og til septemberloka. Þjálfari var Bretinn Alexander Weir, sem þá var hér á vegum Vals. — Hreyfilsmenn léku 16 kappleiki á sumrinu, sigruðu i sjö, gerðu fimm jafntefli og töpuðu fjór- um leikjum. Leikina háðu þeir gegn ýmsum stafsmannahóp- um, svo sem múrurum prent- urum og starfsmannaliðum beggja flugfélaganna. Á sumri hverju fer líka fram sérstök knattspyrnukeppni milli bif-. reiðastöðvanna i Reykjavík, og fór svo síðast, að Hreyfilsmenn unnu bikarinn sem í umferð var, til eignar. 1 stjórn knatt- spyrnufélagsins eru nú: ' Ölaf- ur Jakobsson, formaður, Karl Filippusson, varaformaður, Jón Sigurðsson, gjaldkeri, Brynleif- uí Sigurjónsson, ritari, og Helgi Ágústsson, meðstjórn- andi. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.