Vikan


Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 3
Hvernig þú átt að krækja þér i mann! Æ öferðir ag tœkni Hvernig maður hefur upp á mannsefninu 1. Farðu í kvöldskóla — veldu þér námsefni, sem karlmenn hafa áhuga á. 2. Gangtu í ferðafélag. 3. Lestu dánartilkynningarnar — þá veiztu hvað ekkjumennirnir heita. 4. Legðu land undir fót í sumar- fríinu þínu frekar en að halda kyrru fyrir á sama stað. 5. Farðu niður að Tjörn og gefðu öndunum. 6. Fáðu þér vinnu í læknaskóla. 7. Þú skalt gerast hjúkrunarkona eða flugfreyja -— dæmin sanna að þær pipra sjaldan. 8. Vertu viðmótsþýð við alla — þeir eiga kannski ógifta bræður. 9. Vertu vingjarnleg við ófríða karlmenn — friðleikinn er ekki fyrir öllu. 10. Láttu vini þína vita að þig langi að giftast. Haltu því ekki leyndu. 11. Farðu ein á knattspyrnuleiki. 12. Forðastu að vinna hjá fyrirtækj- um þar sem kvenfólk er í meiri- hluta. 13. Skiptu öðru hvoru um íbúð. 14. Fáðu þér vinnu í búð sem selur veiðistangir og íþróttaáhöld. 15. Búðu í litlum hótelum þegar þú ert á ferðalagi, þvi að i þeim er auðveldast að kynnast fólki. Hvernig maður dregur að sér athygli hans 16. Reyndu að misstíga þig þegar þú gengur inn í herbergi þar sem hann er fyrir. 17. Vertu óhrædd við að hringja á hann endrum og eins. 18. Gangtu með plástur. Fólk spyr alltaf, hvað hafi komið fyrir. 19. Græddu sand af peningum. 20. Farðu til hans og segðu hon- um, að þú þarfnist ráðlegginga. 21. Lærðu að baka góðar kökur. Farðu með nokkrar í vinnuna og gefðu piparsveinunum. 22. Hlæðu að skrítlunum hans. 23. Stattu úti í horni hábeljandi. Sennilegast kemur hann til þín og spyr hvað sé að. 24. Fáðu þér fallegri gleraugu — gleraugu þurfa ekki að vera til óprýði. 25. Ef þú litar hár þitt, þá haltu þér við sama litinn. 26. Segðu honum að hann sé lag- legur. 27. Gættu heilsu þinnar. Karlmenn foi'ðast heilsuveilt kvenfólk. 28. Klæddu þig öðruvísi en hinar stúlkurnar á vinnústaðnum. 29. -Gættu tungu þinnar. 30. Megraðu þig ef þörf krefur. Cpumingin er: Hvernig áttu að krækja þér í mann? ^ Ætlun okkar er: að hjálpa þér að finna svarið. Eitt víðlesnasta kvennablað Bandaríkjanna, McCALL’s, efndi fyrir skemmstu til „ráðstefnu“ um þetta efni. f»að fékk sextán konur og karla til þess að mæta á skrifstofu blaðsins og ræða málið. Meðal þátttakenda voni: vinsæll dægurlagahöfundur, sambúðarsérfræðingur („marriage consultant“ lieitir það á enskunni), flugfreyja, lögreglu- stjóri, húsmóðir, bankastjóri, sálfræðingur, piparsveinn, verkfræðingur og nýgift stúlka. Viðfangsefni dagsins var þannig lýst fyrir þátttakend- um: I FYKSTA LAGI: Að þeir ættu að koma með tillögur um, hvaða aðferðir kvenfólk gæti notað til þess að krækja sér í karlmann. í ÖÐKU LAGI: Að það væri ekki ætlunin að skegg- ræða tillögurnar, vega þær og meta, heldur bæri að leggja alla áherzlu á að sem allra flestar kæmu fram. OG I ÞRIÐJA LAGI: Að frumlegar uppástungur væru þegnar með þökkum. Svo var bjöllunni hringt og fundur settur, og þegar honum lauk, voru komnar frain hvorki meira né minna en 404 uppástungur um „aðferðir og tækni.“ McCALL’s valdi úr 129 og birti þær. Vikan hefur svo enn stytt listann og birtir hann hér með. Og við vonum, kæra kvenfólk, að hann verði ykkur að liði! 39. Hrósaðu honum í eyru vina hans. 40. Sendu móður hans afmælis- kveðju. 41. Ekki tala um hve mörg börn þú viljir eiga. 42. Reyndu að hafa áhuga á tóm- stundagamni hans. 43. Stoppaðu ekki við hvern búðar- glugga, þegar þið eruð úti að ganga. 44. Segðu honum ekki hvað fötin þín kosta. 45. Lærðu að sauma og sýndu hon- um hvað þú ert myndarleg. 46. Láttu hann aldrei gruna, að hann sé sá eini, jafnvel þótt þú verðir að sitja heima tvö þrjú kvöld á viku. 47. Reyndu að sýnast dálítið kost- bær, þegar hann býður þér út. 48. Kynntu þér hvaða stúlkum hann hefur gefizt upp á. Láttu þig ekki henda sömu skyssurnar. 49. Ekki taia um gömlu kærastana þína. 50. Ekki reyna að siða hann — það er að segja fyrr en þið ei'uö gift'. 51. Láttu fara vel um hann, þegar hann kemur í heimsókn. 52. Lærðu að spila bi'idge. 53. Ekki segja vafasamar skrítlur. 54. Vektu athygli hans á þeirri stað- reynd, að dánartala piparsvema er helmingi hærri en giftra. 31. Franskar konur kunna að seiða með augunum. Æfðu þig fyrir framan spegil. 32. Gættu þess að saumarnir á sokk- unum þínum séu á sínum stað. 33. Mundu að hreinlæti er dásamleg dyggð. 34. Notaðu öskubakkann; di'eptu ekki í sígaiettunni i undirskál- inni! 35. Vei’tu ekki of áköf — flaðraðu ekki upp um hann. 36. Ástundaðu siðgæði. 37. Ekki kvarta og kveina — karl- menn forðast konur sem veina. Hvernig maður klófestir hann. 38. Láttu foreldra þína ekki urn- gangast hann eins og „öruggan tengdason". Veiztu — ? 1. Hvað hét afi Nóa gamla? 2. Hvað voru mörg ár á milli 1. jan. ár- ið 10 f.Kr. og 1. janúar árið 10 e.Kr. ? 3. Hvaða stúdent á titilinn stúd.perpet. ? 4. Hvaða mál er talað í smáríkinu An- dorra? 5. Hvar á landinu er Skinnalón? 6. Hvaða tvö ríki innan samveldislanda Bretaveldis urðu sjálfstæð ríki á sið- asta ári? 7. Kvikmyndaleikarinn Spencer Tracy vann óskarsverðlaunin tvö ár í röð. Fyrir hvaða myndir fékk haim þau? 8. September þýðir sjöundi mánuðurinn, en þó er september níundi mánuður ársins. Hvernig stendur á því? 9. Hvað kostar undir flugpóstbréf (1— 20 gr.) til eftirtalinna landa: Dan- merkur, Bretlands, Rússlands, Banda- rikjanna? 10. Gáta: Hvert er það tjald, sem turnum er hærra, viðára ummáis en veldi jarðhnattar. Taugar þess ná í metal og málma og; gegnum vefjast öll elimenta. S V □ R I N 'SnjOT; 'ox — BuuBCxnJnpuBa 1!1 SS'f J ddn gf'z ?JJ So spuBjsBnH jjj qz's 'spuBj -FJa i!i Sf'K ‘.injjjouiuBa iíi gg'z 'jx '6 — 'nujjB jj uujjnönuBtu jpunpfs .taqiunjdas flJBA pqj 'jBnupui njj i idjxjs jba nuj.ilí 3o zjbui I JöBfjAq jbjbSbp bjjsj3AU'9.i bSoi -Bunjddn öjh '8 — '(joij puAs öjjoa jjsoxj bisuujui gB jnjoq uaxoj, s.Coa) 'uaxoj, s.Coa So snooSBjnoo sutBjdBO 'L — bAbjbm So (njjjjjy i ujpuojisjjnD .inQB) bubijd '9 — 'niipiSBJjijBJioM v '9 — 'jbui Bjoqujdo öiq jjjjjo os jjBtj oq 'njjsucjjj bjbj jjujb -pqj Jiuins uo ‘(BjjsuBds jjjjjo) bjjsupjbibh > --- 'UUIlUOpniSJBejJIja '£ -- 'JJl IJJXJO .IBA o QIJB JAq 'JB 61 'Z — 'lUOJBSnpOJAI 'I Örþrifaráð — öllum vopnum beitt 55. Fáðu þér byssuleyfi. 56. Sé móðii' þin feit, þá segðu ho»- um að þú líkist föður þlnum. Hf hann er líka feitur, þá segðu bara að þú sért tökubarn! 57. Farðu á togara. 58. Settu auglýsingu i blöðin með mynd þinni og símanúmeri. 58. Málaðu nafn og símanúmer á þakið og bættu við: „Flugmen* velkomnir.“ 59. Komdu af stað flugufregnun* um hve umsetin þú sért. 60. Láttu mömmu þína taka leigj- endur — karlmenn auðvitað. 61. Fáðu þér vinnu í búð sem sel- ur hárkollur. Það er tiltöluleg* auðvelt að klófesta sköllótta menn. 62. Fai'ðu niður að höfn á mesta annatímanum — og dettu í sjó- inn. 63. Settu upp bílaverkstæöi — við- skiptavinirnir verða flestir karl- menn. 64. Stattu upp fýrir karlmönnum i strætisvagninum. 65. Gerðu óskunda - - og haltu áf ram að gera óskunda — þar til yfir- völdin neyðast til að senda þig þangað þar sem þú getur verið ein um hituna — nefnilega á Litla Hraun. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.