Vikan


Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 9

Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 9
 FAGRIK MUNDi tÍR GULLI OG SILFRI Sendnm gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegl 22 A. — Simi 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — Á V AXTAHL AUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDIKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÖSA — ÍSSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Valur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURBHREINSUN) SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 - _____á Prjónastofan Hlín h.f. Skðlavörðustig 18. Símar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í siðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu gami. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tíakunni. Sendum gegn póstkröfu um land aUt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Sölutuminum við Amarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. Alla vikuna í skóm frá HECTOR Laugaveg 11 Laugaveg 81 írd mínum bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, iun Uvenfólkið og hugðarefni þess Sko kerlingarnar! Þetta vai- snjalt hjá þeim! Þessi orff kváðu við um all- an bæ á kosninganóttina, þegart útvarpið byrjaði að tiikynna að Barnaspitala- sjóður Hringsins mundi hafa símavörslu alla nótt- ina, til að taka á móti gjöf- um og áheitum. Og milli þess sem nýjustu 'kosninga- tölur bárust, voru menn minntir á að heita á Hring- inn. Auðvitað kemur það í hlut Sjálfstæðismanna að opna budduna í þetta sinn, og það gera þeir sjálfsagt með ánægju. Algengt var að Hringnum væru lofaðar 50 króna í barnaspítala og eiga hálfa aðra millj. króna i sjóði. Þetta er alveg furðu- lega há upphæð, þegar þess er gætt hve bærinn er smár og félagskonur í Hringn- um aðeins um 160. En þó liðið sé ekki stórt, leggur það á sig gífurlegt erfiði og fyrirhöfn, svo að sem minnst fari í kostnað. Það liggur t. d. ekki svo lítil vinna í því að útbúa sölu merkja á hverju ári: festa bönd í merki, telja þau í umslögin, afgreiða þau til sölubarna, auglýsa o. m. fl. Það hlýtur að vera þess- um konum mikil uppörfun að sjá árangurinn af starfi sínu, sem nú er að byrja að koma í ljós. Á þeim sjö Þessi unga stúlka hefur lítið herbergi. I dyr- um sem hún ekki þarf að nota hefur hún komið fyrir bókahillu og sængurfatakassa. krónur ef D-listinn kæmi S mönnum í bæjarstjórn í Reykjavík, 100 krónum ef þeir yrðu 9 og 150 krónum yrðu þeir 10. Daginn eftir byrjuðu Hringkonur svo að vinna úr áheitunum, greina frá þau áheit sem ekki höfðu dugað, og sækja féð til þeirra' sem hafði orðið að ósk sinni. Síðast þegar ég hafði spurnir af upp- hæðinni, var hún orðin 11 þúsund krónur og voru þó engan veginn öll kurl komin til grafar. Já, það er víst óhætt að segja að hugmynd- in var bráðsnjöll. Þó er þetta aðeins brot af því fé, sem safnaðist í Barnaspítalasjóð Hringsins þennan dag. Fyrir merki komu inn 70—80 þúsund krónur (í 5 og 10 króna seðlum), enda er þetta mál- efni sem allir vilja leggja lið. Hringkonur eru nú bún- ar að leggja fram 3 millj. mánuðum, sem liðnir eru síðan barnadeildin var opn- uð á Landspítalanum, hafa 285 börn notið þar læknis- hjálpar og hefur hvert ein- a.sta af „litlu hvitu rúm- unum" sem þar eru, verið skipað hvern dag. Þetta sýnir greinilega hversu mikil þörf er fyrir fórnarstarf þessarra ágætu kvenna. Við hinar, sem framtakslausari erum og óduglegri, erum stoltar af þeim. Siðsemi á Spáni. Spánn er það land, sem ísienzkir ferðamenn hafa hvað mest heimsótt á und- anförnum árum. Margar konur hafa á ferðalagi sínu á Spáni komizt að raun um, að sumt það sem þykir góð latína hér, er hin mesta ósiðsemi á Spáni. Maður Kona segir frá matarnautn bðnda sins Það er alkunna að leiðin að hjarta mannsins er gegn- um maga hans. Það hefur því ekki verið nein smáræðis ást, sem liann Sumarliði bar í brjósti til kerlu sinnar, ef marka má þessa vísu eftir Hallgrím Pétursson. íig gef honum fisk með flautum og fergjað skyrið óskammtað, átján stykki af ísum blautum, ellefu hrogn og svilja spað, og sextán merkr af sullugrautum hann Sumarliði minn étur það. getur t. d. átt það á hættu að vera tekinn fastur á flestum baðströndum Spán- ar, ef maður dirfist að láta sjá sig í sundbol í tvennu lagi. Og þeirri reglu ka- þólsku kirkjunnar er fylgt fast eftir, að konur hafi eitthvað á höfðinu og hylji upphandleggina í kirkju. Auðvitað er það hinn mesti dónaháttur að ryðjast inn í annað land og móðga íbúana með þvi að þver- brjóta siðareglur þeirra. Til þess að ekki leiki neinn vafi á því hvers konar klæðnað- ur sé siðsamlegur eða ósið- samlegur þar í landi, hefur yfirmaður kaþólsku kirkj- unnar, erkibiskupinn í To- ledo, nýlega gefið eftirfar- andi reglur: Það er ósiðlegt að láta ermarnar ekki hylja upp- handleggina. Jafnvel litlar'telpur verða að vera í pilsum, sem ná niður að hné. Það er siðlaust að ganga berfættur. Drengir mega ekki vera í fötum, sem sýna mjaðm- irnar. Fari konur í kirkju, verða þær að vera í sokkum og kjólum, sem ná upp í háls, hylja meiri hluta leggjanna og hafa ermar. Skólar og klaustur mega ekki taka við stúlkum, sem ganga ósiðlega klæddar. Það er ekki svo lítil hætta í því f ólgin fyrir ungan karlmann og unga konu að vera ein á afviknum stað. Trúlofað fólk má ekki leyfa sér neina ósiðlega eða nána hegðun. Þá vitum við til hvers er ætlazt af okkur, ef við sækj- um Spánverja heim á næsta sumri. Og þið skulið ekki ímynda ykkur að boð kirkj- unnar séu eitthvað sem enginn tekur mark á á Spáni. Uppátæki kvenna úti í heimi • Fínustu dömurnar í New York eru nú faxnar að bursta hunda sína oft á dag til að fá sem mest hár af þeim. Hárið fara þær með til Sylvíu nokkurrar Thorne, sem spinnur það og vefur úr þvi hálsklúta og peysur. • 1 Bandaríkjunum hafa verið sett á stofn fyrirtæki, sem leigja út pelsa. Efnað- ar stúlkur, sem þó vita aura sinna tal, borga 200 dali á ári og geta svo spókað sig í nýjum pelsi i hverri viku, rétt eins og þær eigi klæða- skáp fullan af minkapelsum, safalapelsum og hreysi- lcattapelsum. • Það er þó ekki aðeins kvenfólkið sem er hégóma- gjarnt. Florence nokkur Barry rakar saman fé í New York á því að selja snobbuðum karlmönnum notuð föt af frægum mönn- um. Hið nýstárlega fyrir- tæki hennar þrífst svo vel, að nú er hún búin að setja upp aðra verzlun, þar sem konur geta keypt ný föt fyrir peningana sem menn- irnir þeirra þykjast spara á að kaupa notuð föt. • Stúlkur sem sitja yfir börnum i Bandaríkjunum nxeðan foreldrarnir fara út, eru nú að færa sig upp á skaftið. Þær fara fram á kauphækkun á helgidögum og vilja fá ríflega auka- greiðslu á hátiðisdögum eins og jólunum. Auk þess vilja þær að foreldrarnir greiði barnagæzluna fyrir- fram með ávísun, svo þær tapi ekki á því ef þeir skyldu . hætta við að fara út. * Skólastelpur í Michi- gan hafa ákveðið að hafa einn „Subbudag" á ári. Þann dag ætla þær að koma í skólann í bættum gömlum fatadruslum, til að vekja athygli piltanna á því hvað þær séu venju- lega snyrtilega til fara. Skinnklútur á ungu stúlkurnar m---> Svona skýluklútur hefur marga kosti: það er auð- vellt að búa hann til, hann er hlýr og hlífir eyrunum í vetrarkuldunum og síðast en ekki sízt, hann myndar klæðilegan ramma um and- litið. EFNI: 1 hann þarf 65 sm. af 30 sm. breiðu gerfi- skinni, og gamla peysu í fallegum lit i fóðrið og böndin. AÐFEBÐ: Sniðið tvo þríhyrninga, annan úr skinninu, hinn úr peysunni. Lengsta hliðin á að vera 65 sm. löng og klúturinn 30 sm. þar sem hann er breiðastur (frá lengstu hlið- inni yfir í hornið). Saumið saman á röngunni, en skilj- ið eftir gat svo hægt sé að sntia klútnum við. Klippið síðan tvö 42. sm. löng og 8 sm. breið bönd úr peysu- efninu, saumið þau saman á röngunni og snúið þeim við (2 sm. fara í sauminn). Klippið nú 2 liornin af skýluklútnum, þannig að endarnir verði jafnbreiðir böndunum, sem í þá eru festir, eða 3 sm. Eins og þið sjáið, er næstum minna verk að sauma höfuðfatið en útskýra hvernig eigi að fara að því. NÝ stjarna á nýja árinu. Einskonar Brando í pilsi. Furðulegasta stúlkan sem ég hef nokkurntíma kynnst. Hún heitir Diane Varsi. Hún er aðeins nítján ára, en hún hefur þegar að baki sér tvö misheppnuð hjóna- bönd. Óvenjulega glæsileg framtíð kann að bíða henn- ar. Kunnáttumennirnir í Hollywood virðast að minnsta kosti reikna með því. Þeir fá henni um þess- ar mundir hvert stórhlut- verkið á fætur öðru. Tekst henni eða tekst henni ekki að komast upp ð stjörnuhimininn ? Við skulum virða hana dálítið betur fyrir okkur. Þegar ég talaði við hana, var andlit hennar gjörsam- lega ,,ósnyrt“ — enginn varalitur, elckert púður og þar fram eftir götunum. Hún var lika stuttklippt. Hún var í svartri prjóna- peysu, snjáðu og teygðu gráu pilsi og háum svörtum ullarsokkum. Þessu tók ég fyrst eftir. En ég tók eftir fleiru. Ég tók eftir því, að Diane er ekkert sérlega lagleg. Og ef það er aðalatriðið fyrir upprennandi stjörnur að þær séu brjóstamiklar, þá á Diane vissulega ekki mikla framtíð. Hvemig komst hún þá til Hollywood ? Hún fór þangað fótgang- andi með vinkonu sinni. Það er ekki blöðum um það að fletta, að Diane fer sinar eigin götur. Hún hefur alla tíð gert það. Hún hætti menntaskóla- námi af því henni leiddist hinar þröngu, litlausu skóla- stofur, og ákvað að gerast sín eigin skólastýra. Hún eyddi sex stundum á dag í að mennta sig, las kynst- ur af bókum um eðlisfræði, efnafræði, list, guðfræði og heimspeki. Eftir það byrjaði hún á „tilraununum" sínum. Hún sagði mér sjálf söguna: „Eg gerðist tízluidama. Eg vís- aði gestum til sætis í veit- ingahúsi. Eg tíndi epli á stórum búgarði. Eg vann i kertaverk- smiðju — í vaxinu. Þá var ég nærri því orð- in þjóðlagasöngvari. Þetta var svo klippt og skorið — svo einfalt -— að ég fékk ást á því.“ En þess í stað lagði hún af stað fótgangandi með vinkonu sinni frá San Fran- cisco til Hollywood. Það er 400 mílna leið. Hún segir svona frá þessu: „Við sváfum oft undir berum himni. Eina nóttina sváfum við í fjörunni. En stundum vorum við teknar upp í bíla. Eg átti aðeins fimmtíu dollara þegar við fórum frá San Francisco. Eg ætlaði mér ekki að hafa neina við- dvöl í Hollywood.“ Diane hefði líka haldið áfram — eitthvað út í busk- ann — ef hún hefði ekki kynnst ungum manni í Los Angeles. „Hann var á leikskóla og einn daginn elti ég hann þangað,“ tjáði hún mér. „Eg fékk áhuga á því, sem þar var að gerast, og ég ákvað að verða leikkona. Eg giftist, en ég lofaði því einu sinni að ljóstra ekki upp um nafn manns- ins. Eftir fjóra mánuði skild- um við. Og fáeinum dögum seinna uppgötvaði ég, að ég var með barni.“ Nú á Diane son sem hún kallar Sean. „Afi minn sendi mér húsaleigupeninga og ég hélt áfram að læra að Ieika,“ bætti hún við. Það var eigandi og for- st öðumaður leikskólans, maður að nafni Jeff Corey, sem útvegaði henni hlut- verk í myndinni „Peyton Place“. Þai' leikur hún dótt- ur Lana Turner. Hún hafði hvorki lesið bókina né kvikmyndarhand- ritið, en fékk hlutverkið eft- ir að hafa talað einu sinni við framleiðanda myndar- innar. Þegar myndatökunni lauk, buðust henni um- svifalaust ný hlutverk. Hún lék aðalhlutverkið í mynd um afbrotaungling. Og fyrir nokkrum vikum byrjaði hún að leika í ann- arri þar sem Gary Cooper leikur föður hennar. Nú er hún búin að gera sjö ára samning við Twen- tieth Century-Fox kvik- myndafélagið. En á meðan á öllu þessu gekk, giftist Diane James Dickson kvikmyndafram- leiðanda. Þó að þau séu ekki skilin að lögum, fór hjóna- bandið út um þúfur eftir íáeinar vikur og skilnaðar- mál er • í bígerð. Eg spurði Diane hvort það kæmi henni ekki á óvart, hve vel henni hefði vegnað í Hollywood. Hún svaraði: „Nei. Eg hef ekki haft tíma til að verða undrandi. Og ég trúi því ekki enn, að ég eigi eftir að verða kvik- myndastjarna. Mér finnst að eitthvað hljóti að koma fyrir, og þá gufar þetta upp eins og allt hitt. Þar að auki er ég ekki búin að sætti mig við að vera leikkona. Eg er aðeins búin að sætta mig við að vera móðir. Sean er fyrir öllu. Nú er hann orðinn fjórtán mán- aða.“ Getur þessi Öra, greinda stúlka í rauninni leikið ? Lesandinn verður að bíða með dóm sinn þar til hann fær að sjá myndirnar henn- ar. En á því er enginn vafi, að hér er stúlka á ferð sem gædd er óvenjulegum töfrum, óvenjulegum per- sónuleika. Að þeirri niðurstöðu hlýt- ur maður að komast eftir að hafa talað við hana. Diane er vissulega ekki steypt í sama mótið og all- ar hinar. Og það sem hún sagði, þegar við kvöddumst, undirstrikar þetta. Fáar Hollywoodstjörnur hefðu þorað að tala svona; hrein- skilni af þessu tagi má heita óþekkt í kvikmynda- borginni. Hún sagði: „öll þessi vinna veldur því, að ég er farin að vera andvaka á nóttinni. Þess- vegna er ég með þessar ótætis bólur í andlitinu." VIKAN minnir áhugaljós- myndara á ljós- myndakeppni blaðs- ins. Auglýst er eftír mjmdum sem á ein- hvern hátt má setja í samband við starf- semi Flugfélags Is- lands. Keppninni lýk- ur 22. febrúar. Verðlaun: Flugferð til London og heim aftur. 8 VTKAN VIICAN 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.