Vikan


Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 13.02.1958, Blaðsíða 11
ann Asmani fara fyrir sér með bandaríska fánann, en fólkið vék til hliðar fullt eftirvæntingar. Þegar hann stóð frammi fyrir doktornum, tók hann ofan, hneigði sig, rétti fram hendina og sagði rólega og alvarlega: „Dr. Livingstone, vænti ég?“ ,,Já,“ sváraði doktorinn. Livingstone hneigði sig og tók lika ofan. Hann horfði athugulum augum á Stanley. Fáeinum sekúnd- um seinna mýktust andlitsdrættirn- ir og hann brosti. Þetta var sögulegt augnablik. Á þessu augnabliki mætti Stanley, hinn þrjóskufulli, beisklundaði útlagi, þeim manni, sem hann átti eftir að elska og tigna til dauðadags. Og í for- lagabókinni stóð skráð, að hann ætti eítir að feta í fótspor gamla trú- boðans og ljúka lífsstarfi hans. Stanley var um kyrrt í Ujiji í tvær vikur og hjúkraði doktornum. Hann lét bera fram allan fatnað sinn, lyf og annan útbúnað og gaf doktornum helminginn, en að auki spánýjan al- fatnað. Livingstone gaf honum á móti hið snjáða kastskeyti sem minn- isgi-ip. En Stanley lá á að komast aftur til strandar. Hann varð að koma fréttunum til New York. Livingstone hefði ekkert verið kærara en verða honum samferða, komast heim, hvíla sig og sjá fjölskyldu sína. En hann var staðráðinn í að halda áfram leit sinni að upptökum Nílar. Hann af- réð að hverfa með Stanley til baka til Tabora, hvíla sig þar og bíða eftir því, að Stanley sendi honum ti austa menn frá ströndinni. Stanley kvaddi Livingstóne hinn 34. mars 1872. Hvorugur hafði lyst á morgunverðinum. Báðir voru dapr- ir, þögulir og annarshugar. Svo tók- ust þeir í hendur og skildu. Tárin streymdu niður kinnar Stanleys. Kippkorn frá þorpinu nam hann staðar og leit við. Gamli doktorinn stóð kyrr í sömu sporum og horfði á eftir honum, lítill, lotinn, einstæð- ingslegur og hugrakkur. Enginn hvítur maður sá Livingstone aftur á lífi. Stanley kom heim sigri hrósandi, hreykinn af því að geta fært ver- öJdinni fréttirnar af Livingstone. En þótt ýmsir fögnuðu honum sem skyldi í Paiás, kölluðu aðrir hann svikahrapp, sögurnar hans uppspuna. t London var hlegið að honum. Þetta var bara, sögðu menn, „amerísk b)aðalygi.“ Þegar hann efndi til fyr- irlestra, var gert hróp að honum. Hann var kallaður öllum hugsanleg- nm ónöfnum og blöðin birtu af hon- um rætnar skrípamyndir. Þáttur Konunglega brezka landfræðifélags- ins í ofsóknunum var meðlimum þess til lítils sóma. Þó sigraði Stanley að lokum, sneri aftur til Afríku og vann það þrek- virki, sem alla tíð mun halda nafni hans á lofti. Hann tók við þar sem dr. Livingstone hafði orðið frá að hverfa. Og eftir 3,000 mílna ferð um fjöll og fen og frumskóga fann hann upptök Nilar í Congo. Hann stofnaði Fríríkið í Congo, varð fyrsti landstjóri þess og efndi enn til mikils og ógleymanlegs leið- ar.gurs, þegar hann hélt inn í Sudan og bjargaði Emin Pasha úr um- .sátri andstæðinga sinna. Victoría drottning aðlaði hann. F’ramhald á blaðsíðu lh- VOFAN SKRIFS Eftir Frank Richmonú * / TOFUNNI Adelaide Branch elskaði Coueh dómara. En hann var giftur. Hvað áttu þau að taka til bragðs? RÆSTINGARKONAN hagræddi afþurrkunarklútnum vandlega á miðju gólfteppinu, gekk úr skugga um að glugginn væri lokaður, fór svo út og læsti á eftir sér. Þetta var herbergi C-13 á fjórðu hæð skrif- stofubyggingarinnar. Enginn hafði lykil að því nema leigjandinn, Melvin Couch dómari. Til þess að komast inn í það á kvöldin, varð ræstingarkonan að fara til húsvarðarins og fá hjá honum lvkil, sem hún skilaði aftur strax að verki loknu. Nú gaf hún hurðinni gætur á með- an hún skúraði ganginn. Enginn fór inn i herbergið, enginn kom út úr þvi. Og þó var afþurrk- unarklúturinn kominn upp á skrif- borð, þegar ræstingarkonan tók sér bessaleyfi og gægðist inn i her- bergið áður en hún skilaði lyklinum og fór heim. Fleiri dularfullir atburðir höfðu raunar gerst í þessu dularfulla skrif- stofuherbergi. Það var satt að segja altalað í húsinu, að þarna væri reimt. Dag nokkurn gerðist það, að raf- magnsmaður, sem var að gera við ljósastæði, tók þrjár stórar laga- bækur úr bókaskápnum og hlóð þeim undir sig til þess að ná betur upp í stæðið. Hann gleymdi að láta bæk- urnar aftur upp í skápinn þegar hann fór, en mundi eftir því nokkrum mín- útum seinna og sneri þá aftur til herbergisins til þess að fjaz-lægja bækurnar. En þær voru þá þegar lcomnar á sinn stað. Einu sinni tók húsvöi'ðurinn sig til og rannsakaði herbergið. En árang- urslaust. Þó lá eitthvað í loftinu — ilmvatnslykt ef til vill — sem benti lil þess, að einhver eða eitthvað hefði forðað sér út um leið og lyklinum var stungið í skrána. Þegar Couch dómari vann fram eítir á kvöldin, heyrðist mönnum stundum, sem um ganginn fóru, eins og hann væri að tala við sjálfan s:g. Þegar húsvörðurinn rannsakaði skrifstofuna, dvaldist honum nokkuð fyriz’ framan stóran læstan skáp. En dómarinn hélt því réttilega fram, að á meðan hann stæði í skilum með leiguna, gæti enginn krafist þess, að hann færi að Ijúka upp og sýna inn I þær hirzlur þar sem hann geymdi skjöl skjólstæðinga sinna. Um þessar mundir — rétt í byrj- un fyrri heimsstyrjaldar — var Couch dómari einn af kunnustu lög- fræðingum bæjarins Monticelli í New York fylki. Hann var lögfræði- legur ráðunautuz' ýmsra merkra borgara. Fyrrnefndur skápur var að því leyti frábrugðinn öðrum geymsl- vm af þessu tagi, að loftið vantaði í hann þótt framstykkið næði ekki alveg til lofts í herberginu. Þótt hús- vörðurinn teldi ástæðulaust að hafa orð á því, afréð hann nú að grzpa íyz-sta tækifærið seizz gæfist til þess að ná sér í stiga og gægjast ofan í hina dulaz-fullu geymslu. Þó fór svo, að áður en hann kæmz þessu í verk, varð leyndarmálið upp- skátt. Dómarinn var mjög heilsu- tæpur og dvaldist oft á skrifstofu sinni um helgar við vinnu og lestur. Þar sem vitað var, að hjónaband hans var síður en svo hamingjusamt, vakti þetta út af fyrir sig enga fi:rðu. En svo gerðist það sunnudags- nzorgun einn, að fólk sem var á leið til kirkju, sá laglega konu nzeð tár- storkið andlit hlaupa út úr skrif- stofubyggingunni og til læknis þess, sem bjó í gz-endinni. Hún bað hann angistarfullum rómi að koma með sér. Couch dómari hafði fengið slag og var látinn. Þegar ókunna konan var búin að sækja hjálpina, hvaz-f hún eins og jcrðin hefði gleypt hana. En þegar eiginkona dónzarans kom á skrif- stofuna í fylgd með dóttur sinni, varð það hennar fyrsta verk að benda á skápdyz-nar og spyz-ja: „Hvað er þarna inni ? Melvin vildi aldz'ei hleypa nzér næz-z’i þessum skáp.“ Vinur ekkjunnar stakk upp á þvz, að dyrnar yrðu sprengdar upp. Lækn- zz-inn klifraði upp á borð til þess að gægjast niður í skápinn. Og við hon- „Brjótið ekki upp hurðina,“ bað hún bænarrómi. „Ég skal koma út.“ um blasti andlit konunnar, sem fyrr um nzorguninn hafði sótt hann! „Brjótið ekki upp hurðina,“ bað hún bænarz'ómi. „Eg skal koma út.“ Eftirleikurinn var ófagur fyrir nær- stadda. Ekkjan stóð steinrunnin á rniðjzi gólfi og hoz’fði á þessa fríðu konu, sem komið hafði út úr skápn- um. „'Ég var hin razznverulega kona hans,“ grét hún. „Þér báruð nafnið hans, en það var ég sem hann elsk- aði. I fimmtán ár höfum við . . .“ Sorg huldukonunnar var átakan- leg. En sannarlega hlaut ekkjan líka að vekja meðaumkun. Svo fór, að hún krafðist þess, að lögreglan yrði kvödd til. Og þegar sex dollarar af peningum dómarans fundust í veski ókunnu konunnar, var hún handtek- in og sett í varðhald fyrir þjófnað. Þarna gerðu aðstandendur dómar- ans vissulega skyssu. Afleiðing hand- tökunnar hlaut að verða sú, að blaða- menn fengju af þessu pata. Sú varð ííka raunin á, og áður en lauk, var þetta orðin forszðufrétt blaða um gjörvöll Bandarikin. Blaðakona, sem heimsótti hina handteknu í fangelsissjúkrahúsinu, þar sem henni var haldið, fékk hana til að segja alla sögu sína. Og þar með vissu öll Bandarzkin, að unga kozian fagra — „vofan í skrifstof- uzini“ eins og blöðin kölluðu hana — hafði í nærri fjögur ár samfleytt hafst við í skápnum! Á daginn hafði hún naumast þor- að að hreyfa sig í hinu þrönga lylgsni sínu af ótta við að til hennar heyrðist. Dómarinn hafði deilt með henni matnum, sem hann hafði lát- ið færa sér úr veitingahúsi í grend- mni, og á nóttinni, þegar allir voru fainir heim og skrifstofugímaldið var autt og hljótt, hafði hún læðst fram á snyrtiherbergið i gangnum tii þess að þvo sér og skola úr fata- plöggum sínum. ,,'Ég mundi gera þetta aftur — hiklaust,“ tjáði hún fréttakonunni. „Það er sannarlega ekki of mikið af ást i heiminum. Ég naut meira ástríliis en flestar konur; yfir hverju átti ég þá að kvarta?" Milcil má ást Couch dómara hafa verið, því að Adelaide Branch, en svo hét þessi stúlka, hafði í raun- inni fói-nað öllu fyrir hana. Hún hafði dvalist í ósviknu fangelsi í fjögur ár, þröngu dimmu skoti sem var síst beti'a en jafnvel ömurlegasti fangelsisklefi. Vegna þrengsla hafði hún orðið að vera án frumlegustu þæginda. Einangi’un hennar var lika meiri en gerist um venfliiega fanga. 1 fjögur ár mátti heita a,ð hzin hefði engan séð nema elskhuga sinn og gæzlunzann. Aðeins einu'Sinni é. þessu tímabili hafði einangrunizi þó orðið henni um megn. Þá hafði einveran lagst svo þungt á hana, gjjS cómrzrizzn hafði teflt á tvær hættpr og telcið hana út hálfa dágstund. Ea aðeins scnzsagt í.þetta eina skipti. Framhald á bls. 14'. , 11 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.