Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 3
JMaðurinn sewn fnnn npp TjUNU sinni var ógæfusamur -*-J ketinnflytjandi, sem átti ekki aðra ósk heitari í eigu smni en að búa til krana handa sonum sínum. Svo hann smíðaði kranann og hætti að flytja inn ket, og þegar hann dó 35 árum seinna, var hann einn af ham- ingjusömustu mönnum jarð- ríkis, forríkur og eigandi feykn- stórrar leikfangaverksmiðju. Víst minnir þetta mann á æfintýrin sem maður las í æsku. En svona er hún í hnotskurn saga Franks Hornby, mannsins sem fann upp Mekkanóið. Þótt málið hafi aldrei verið 1 annsakað niður í kjölinn, halda menn í Mekkanó, að það hafi verið seint á níunda tug nít- iándu aldarinnar sem Frank Hornby eignaðist bókina, sem átti eftir að gjörbreyta lífi hans. Bókin hét „Hjálpaðu þér sjálfur" og var eftir Samuel nokkurn Smile. Hún hafði að geyma æfiágrip ýmsra kunn- ustu uppfinningamanna verald- ar. Hornby gleypti þetta í sig, og þegar hann lagði bókina frá sér, var hann búinn að gera það upp við sig, að skjótasta leiðin til fjár og frama væri að finna eitthvað upp. Hvað þá? spurði hann sjálfan sig. Hann byrjaði á því að koma sér upp dálítilli vinnustofu heima hjá sér, og þegar hann var búinn að ná sér í nokkrar fleiri bækur eftir Smile og lesa þær af engu minni áfergju en þá fyrstu, þá tók hann sér fyrir hendur að finna upp — eilífðar- vél! Minna mátti nú kannski gagn gera, en svona var Frank Horn- by. Það er ekki vitað hve mörg- um árum hann sóaði í eilífðar- vélina, en til allrar hamingju byrjaði hann kornungur, eða innan við tvítugt, þegar hann var nýbyrjaður að vinna fyrir sér. Hann var skrifstofuþjónn og vikapiltur hjá stóru inn- f lutningsf yrirtæki. Þótti allt gengi á tréfótum með eilífðarvélina, vegnaði Hornby betur á verzlunarsvið- inu, og upp úr 1890 varð hann íyrst skrifstofustjóri fyrirtæk- isins og síðan meðeigandi. Það tók sér nýtt nafn, hét Elliott, Hornby & Co. og sneri sér smá- saman einvörðungu að ketinn- flutningi. Svona stóðu málin, þegar Hornby var orðinn eiginmaður og faðir, byrjaði að smíða leik- fong handa sonum sínum og fékk hugmyndina, sem átti eft- ir að láta drauma hans um hamingju, auðlegð og frægð rætast. Tvennt angraði Frank Horn- by í sambandi við leikfanga- smíði hans. 1 fyrsta lagi, hve. fljótt drengirnir urðu leiðir á leikföngunum.. Og í öðru lagi, að þegar svo var komið, voru leikföngin engum til gleði. Hann byrjaði að velta því fyr- ir sér, hversvegna engum hefði ennþá dottið í hug að búa til leikfang — sem hægt væri að nota til þess að búa til enn önn- ur leikföng. Skömmu seinna var hann á íerðalagi með járnbrautarlest, þegar vagninn, sem hann sat í, staðnæmdist í grend við stóran krana. Hann horfði á þetta þarfa og ágæta verkfæri og byrjaði að búa til líkan af því í huganuki. Fáeinar málmlengj- ur, fáeinar rær og boltar. . . Ef kranahúsið væri tekið af, þá væri það orðin sæmilegasta kerra. Og ef kerran væri tekin í sundur, þá mætti sennilega nota partana úr henni til þess að búa til allskyns skemmtilega hluti. Engar sögur fara af því, hvaða afrek Hórnby vann í ket- mnflutningnum þennan dag. En Roland sonur hans, sem nú er forstjóri Mekkanóverksmiðj- unnar, skýrir svo frá, að faðir hans hafi verið í miklu uppnámi þegar hann kom heim um kvöldið. Og í höndunum hélt hann á koparplötu, sem hann hafði keypt á leið sinni heim, og járnklippum. Þetta sama kvöld bjuggu þeir feðgar til fyrsta Mekkanósettið. Hornby klippti koparinn niður í lengjur og Roland boraði á þær göt með hálfrar tommu milli- bili. Lengjulengdirnar — tvær og hálf tomma, fimm og hálf og tólf og hálf — hafa haldist óbreyttar ætíð síðan. Hornby var í sjöunda himni, þegar kranasmíðinni lauk. „Það verður rifist um að framleiða þetta leikfang!“ hrópaði hann. En þar skjátlaðist honum heldur betur. Framleiðendurnir vildu ekki líta við leikfanginu. Þeir sögðu Frank Hornby, að uppfinningin hans væri barna- leg, líktist engu leikfangi og mundi aldrei verða vinsæl með- ai drengja. Nokkrum vikum seinna var Hornby nærri því farinn að trúa þessu. Þá tók hann eftir merkilegum hlut. Hann kom aldrei svo heim á livöldin að synir hans lægju ekki yfir Mekkanósettunum tveimur, setn hann hafði smíð- að og gefið þeim. Ekki vantaði áhugann hjá þessum drengjum. Og Hornby byrjaði að hugsa um hvort hann ætti kannski að hætta á að reyna að framleiða nýja leikfangið sjálfur. Hann skrifaði kunnum verk- fræðiprófessor við háskólann í Liverpool og spurði um álit hans á leikfanginu. Svar pró- fessorsins, sem var mjög örf- andi, réði úrslitum. Hornby hófst handa. Og er nú skemmst frá að segja að fyrstu settin, sem hann sendi á markaðinn, voru rifin út. Hann réði fleiri menn, byrj- aði að auglýsa. Hann lagði á- herzlu á það í auglýsingum sín- um, að nýja leikfangið væri hið þarfasta kennslu- og uppeldis- tæki, auk þess sem börn héldu áfram að hafa gaman að því ár- um saman. Þarna, sagði hann sigri hrósandi, var loks fundið leikfang, sem aldrei varð úr- elt. Verksmiðjan hans hélt sífelt áfram að stækka. Hann tók heila bílaverksmiðju á leigu yf- ir starfsemina. Nokkrum árum seinna byggði hann svo sitt eig- ið stórhýsi, Mekkanóverksmiðj- una í Liverpool, þar sem 3700 manns starfa í dag. Frank Hornby var hug- myndaríkur og iðinn maður. Hann fjölgaði sífellt stykkjun- um í Mekkanóunum sínum. Þegar nýjar vélar eða merkileg tæki komu á markaðinn, smal- aði Hornby saman aðstoðar- mönnum sínum og svo var haf- ist handa um að búa til og fram- leiða þau stykki sem vantaði til þess að hægt væri að búa til líkön af nýju vélunum og tækj- unum úr Mekkanóhlutum. Stærð Mekkanósettanna jókst stöðugt. Úr stærstu gerðinni — númer tíu — mátti búa til bók- staflega allt. Samtímis þessu hóf Hornby útgáfu Mekkanó- tíðinda, þar sem kynntar voru nýjungar og sýndar myndir af nýsmíði allskonar: nýjum lík- önum, nýjum Mekkanóuppfinn- ingum. Loks beitti hann sér fyr- ir því, að stofnaður var alþjóð- iegur félagsskapur Mekkanóeig- enda, og er meðlimatalan núna um 400,000. En af Mekkanó- iíðindum seljast í dag yfii' 100,000 eintök á mánuði. Óþrjótandi er tala þeirra vóla og tækja, sem smíðuð hafa verið úr Mekkanóhlutum. Ungur pilt- ur smíðaði hreyfanlega beina- grind í fullri stærð, aðrir hafa byggt líkön af strætisvögnum, raforkuverum, feiknstórum verksmiðjum og flóknum véla- samstæðum. Mekkanóklúbbur í Durham í Englandi bjó fyrir skemmstu til líkan af heillri kolanámu — með sporbrautum og allskyns vinnuvélum — sem gátu unnið. Og í Chile hefur Mekkanó-á- hugamaður árum saman unnið til verðlauna fyrir líkön sín. Hann er reyndar áttatíu og' fimm ára. Þeir fullorðnu virðast eftir á að hyggja hafa engu minni á- huga á mekkanósmíði en börn- in. Það bera bréfin með sér, sem Mekkanóverksmiðjan fær, en tala þeirra er að jafnaði hvorki meira né minna en 7000 a viku. Og þess má geta að lok- mn, að þegar rússnesk verk- fræðinganefnd var í heimsókn í Bretlandi fyrir skemmstu, var stærsta gerðin af Mekkanó með- al tækja þeirra, sem vöktu at- hygli hennar og hún keypti. -- RANDOLPH WARD LYON VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.