Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 5

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 5
— Gerði Randall Goedler systur sina þá arflausa þegar hún giftist þessum manni? — O-o Sonja var sjálf vellauðug. Randall var búinn að yfirfæra til hennar heilmikla upphæð, þó þannig að maðurinn hennar gæti ekki snert upphæðina. En ég held að þegar lögfræðingurinn hans hvatti hann til að nefna einhvern, ef ég skyldi deyja á undan Bellu, þá hafi hann í vandræð- um sínum nefnt börn Sonju, af þeirri ástæðu einni að honum datt enginn annar í hug og var ekki þessháttar maður að hann færi að gefa peninga sína til líknarstofnana. Það hafa þá fæðzt böx-n í hjónabandi Sonju? Já, Pip og Emma, svaraði ungfrú Blacklock og hló. Eg veit að það lætur hlægilega í eyrum. En það eina sem ég veit um það, er að Sonja skrifaði Bellu skömmu eftir að hxin gifti sig, að bað hana um að skila því til Randalls, að hún væri ákaflega hamingjusöm og væri nýbúin að eign- ast tvíbiu’a, sem hún kallaði Pip og Ernmu. Mér vitanlega skrifaði hún aldrei framar. Auðvitað getur verið að Bella geti gefið yður meiri upp- lýsingar um þetta. Ungfrú Blackiock hafði sýnilega skemmt sér við að segja frá þessu, en fulltrúanum var allt annað en hlátur i hug. — Niðurstaðan er þá sú, sagði hann, að tvær manneskjur að minnsta kosti hefðu sennilega oi’ðið auðugar, ef þér hefðuð verið drepin þetta umrædda kvöld. Þér hafið rangt fyrir yður þegar þér haldið því fram, að enginn i veröldinni hafi ástæðu til að drepa yður, ungfrú Blacklock. Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur, sem hafa þar hagsmuna að gæta. Hve gömul mundu þessi systkini vera? Ungfrú Blacklock hrukkaði ennið. —- Við skulum nú sjá . . . 1922 . . . nei — það er erfitt að muna það nákvæmlega ... 25 eða 26 ára, býst ég við. Hún var orðin alvarleg í bragði. — En þér haldið þó ekki. . . — Ég held að einhver hafi skotið á yður í þeim tilgangi að myrða yður. Og mér finnst það ekki ósennilegt að sú manneskja eða þær manneskjur kunni að reyna aftur. Ég vil mælast til þess við yður að þér farið ákaflega gætilega, ungfrú Blacklock. Ein morðtilraun hefur verið gerð, þó hún mis- tækist. Og ég tel það ekki ómögulegt að önnur verði gerð áður en langt um líður. II. Philippa Haymes rétti úr bakinu og ýtt.i hrokknum hárlokk frá sveittu enninu. Hún var að klippa kantinn á blómabeði. — Já, fulltrúi? Hún leit spyrjandi á hann. Hann virti hana nú betur fyrir sér en hann hafði gert í fyrra sinnið. Já, þetta var ákaflega snotur stúlka, ljóshærð, fremur lang- leit og mjög ensk í útliti. Svipurinn um munninn og kjálkana var ein- beitnislegur. Hún virtist hafa gott taumhald á sér. Augun voru blá og augnaráðið stöðugt, en það gaf ekkert til kynna. Þetta var stúlka, senx áreiðanlega mundi geyma leyndarmál vel. — 1 morgun hefur komið fram nokkuð, sem kernur yður við. Philippa lyfti augnabrúnunum litilsháttar. — Sögðuð þér ekki, frú Haymes, að þér hefðuð ekki þekkt þennan Rudi Scherz neitt? ( — Jú. — - Að það hafi verið í fyrsta skiptið senx þér lituð hann augum, þegar þér sáuð hann liggjandi þarna dauðann? — Jú, vissulega. Ég hafði aldrei séð hann áður. — Þéi’ hafið þá til dæmis aldrei átt samræður við hann í sumarhúsinu í Little Paddocks? 1 sumarhúsinu? Hann var næstum viss um að hann heyi’ði ótta bregða fyrir í rómnum. — Já, frú Haymes. — Hver segir það? — Mér er sagt að þér hafið átt samræður við þennan Rudi Scherz, sem hafi spurt yður hvar hann gæti falið sig, og að þér hafið svarað að þér munduð sýna honum það, og að minnst hafi verið á tímann korter yfir sex. Það hefur einmitt verið um það leyti sem Scherz hefur komið hingað af áætlunarbílnum, kvöldið sem árásin var gerð. Það varð andartaks þögn. Svo gaf Philippa frá sér hæðnislegan hlátur. Henni virtist skemmt. — Ég veit ekki hver hefur sagt yður þetta, sagði hún, en ég get ímyndað mér það. Þetta er ákaflega heimskuleg og klaufa- leg saga og fram úr hófi illlcvittnisleg auðvitað. Af einhverjum ástæð- um hatar Mitzi mig jafnvel meira en hitt fólkið. - Þé.r neitið þessu þá ? — Auðvitað er það ekki satt. . . Ég hef aldrei séð eða heyrt Rudi Scherz á æfi minni, og ég var ekki nálægt húsinu þennan morgun, því ég var hér að vinna. Hvaða morgun ? spurði Craddock lögreglufulltrúi þýðlega. Hún hikaði andartak og deplaði augunum. — Á hverjum morgni. Ég er hér alla morgna. Ég fer ekki héðan fyrr en klukkan eitt. Svo bætti hún við með fyrirlitningu: - Það er tilgangslaust að hlusta á það sem Mitzi segir. Hún er sígljúgandi. — Þannig standa málin, sagði Ci'addoc við Fletcher á leiðinni frá hús- inu. Frásagnir þessara tveggja kvenna stangast illilega á. Hvorri á ég að trúa? — Öllum vii'ðist koma saman um að útlenda stúlkan sé alltaf að segja einhverjar furðusögur, sagði Fletcher. Mín reynsla af útlendingum er sú, að lygin sé þeirn eðlilegri en sannleikurinn. Það virðist liggja í augum uppi að henni er illa við frú Haymes. Ég mundi trúa frú Haymes, ef ég hefði ekki beinlínis ástæðu til annars. Það hafði Craddock í rauninni ekki — hann hafði aðeins í huga alltof stöðug blá augu og oi-ðin þennan morgun, sem þó var ómögulegt að festa Framhald á blaðMðu lit. HIJSEIGENDtR Smíðum olíukynta miðstöðvarkatla, fyrir ýmsar gerðir af sjálfvirkum olíubrennurum. Ennfremur sjálftrekkjandi olíukatla, óháða rafmagni, sem einnig má setja við sjálfvirku olíubrennarana. Sparneytnir og einfaldir í notkun. Viðurkenndir af öryggiseftirliti riksins. Tökum ábyrgð á endingu katlanna. Smíðum ýmsar gerðir eftir pöntunum. Smíðum einnig ódýra hitavatnsdunka fyrir baðvatn. Vélsmiðja Álftaness Sími 508Jt2 J Jeppaspil sem nýtt til sölu. Sími 50842 Til þess að vernda húð yðar ættuð þér að verja nokkrum mínútum ó hverju kveldi til að snyrta andlit yðar og hendur með Nivea-kremi. Það hressir, styrkir og sléttir andlitshúðina og hendurnar verða mjúkar og fallegor. Nivea-krem hefir inni að halda euzerit, sem er skylt eðlilegri húðftu. Þess vegna gengur það djúpt inn í húðina, og hefir óhrif longt inn fyrir yfrborð hörundsins. fess vegno er Nivea-krem svo gott fyrir húðina. AC 177 VIKAN 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.