Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 6
MENN MEÐ EMBÆTTISHIiFLR ANGTJS WILSON, höfimdur þessarar sögn, er alinn upp í Suður-Afríku, en gekk í skóla í Oxford. Á stríðsárunum vann hann í brezka utanríldsráðuneytinu og eftir striðið var honum falið að útvega aftur þau 200.000 bindi af bókum, sem eyðilagzt höfðu í loftárásum á bókasafn British Museum, en þar vann hann til 1955. 35 ára gamall gaf hann út fyrsta smásagnasafnið, 1956 var leikið eftir hann leikritið „The Mulberry Bush“ í Lon- don, og skáldsögur hans hafa vakið athygli sem meinhæðnar ádeilusögur. rBBI hennar Júlíu var alls ekki eins og feður annarra lítilla telpna. Hann fór ekki á skrifstofuna, i verksmiðjtma eða til vinnu út i sveit og hann var heldur ekki lækn- ir eða hermaður. Suma daga fór hann jafnvel ekki á fætur fyrr en seinni hluta dagsins. Þá var hann vanur að fara út og spila þangað til svo seint var orðið, að þegar Júlía vaknaði við að hann var að fara í bólið í næsta herbergi, þá hélt hún oft að kominn væri fótaferðatími, því sólin skein. Stundum komu heilmargir menn til að spila uppi í herberginu þeirra eða ibúðinni — því Júlía og pabbi hennar voru alltaf að flytja. Þá var pabbi hennar vanur að láta hana sitja á stól við hliðina á sér meðan hann spilaði. Og hann gaf henni súkkulaði og grænar plötur og rauð- ár, sem kallaðar eru spilapeningar, til að leika sér að. „Litli heillagrip- urinn minn“, var hann vanur að segja við hana. Þessi kvöld varð Júlía venjulega ósköp sifjuð og steinsofnaði oftast á stólnum sínum. Og að lokum bar pabbi hennar hana inn i rúm. Aðra daga fór pabbi hennar kannski snemma á fætur — einkum á sumrin, en þá árstíð kallaði hann . dauða tímann'' — og þá fór hann á skeiðvöllinn. Þetta voru einmana- iegir dagai’ fyrir Júlíu. Hún lék sér með leikföngin sín og las í sögubók- i-n.tun, en hitti ekki nokkra mann- eskju allan liðlangan daginn nema fwl Serumper, sem hreinsaði hjá þeim. Frú Scrumper var alltaf að tala um að þetta væri „skammar- legt" og „hreinasta hneyksli". Elinu sinni rifust hún og pabbi júlíu. Uppfrá því talaði hún varla Eokkurt orð við Júlíu, og átti það jafnvel til að svara þvi til „að það kæmi henni ekkert við", ef Júlía lagði fyrir hana spumingar. Auðvítað hafði JúUa gengið i skóla — heilmarga skóla meira að segja. En einhvei-n veginn var hún aldrei icngi í neinum þeirra. Ef henni geðj- aðist ekki að skólanum fyrstu dag- ana, sagði pabbi hennar alitaf að hún þyi’fti ekki að fara aftur. „Þeir geta ekki kennt litla óþekktarang- anum mínum neitt, sem hún ekki veit fyrir, eða hvað? var hann van- ur að segja. Jafnvel þó Júliu þætti ákaflega gaman í skólanum, eins og þegar liún var i barnaskólanum við Hamp- stead Heath, þá var hún þar sjaldan iengi. Fyrr en varði var pabbi henn- ar kominn i nöldurskapið og farinn að taia um að bjarga sér I tæka tíð, og þá var það búið. Einu sinni þegar þau bjuggu í ákaflega skuggalegu herbergi ná- lægt Oval, kom kona frá ráðuneyt- inu til að spyrja hvers vegna Júlía gengi ekki í skóla. Pabbi hennar virt- íst mjög ánægður með að fá hana, og hló og spjallaði heilmikið við hana. Áður en konan fór, sagðist hún vera svo fegin aö hafa getað orðið að liði. En þegar hún var horf- ín út úr dyrunum, varð pabbi Júlíu ofsareiður og daginn eftir fluttu þau í burtu. Þau voru alltaf að flytja. Þó Júlía væri ekki nema átta ára gömul, mundi hún eftir rúmlega tuttugu hús- um, sem þau höfðu búið í. Hún hafði verið þriggja ára gömul, þegar móð- ir hennar dó, og eftir það héldu feðg- irdn aldrei lengi kyrru fyrir. Stundum bjuggu þau í stórum hótelum með þjónum og dyravörð- um. Þá var hr. Chalpers, pabbi henn- ar, alltaf hress og kátur og keypti heihnikið af gjöfum handa henni. I fyrstu voru þjónamir og dyraverð- irnir líka ákaflega kátir. Þeir spil- uðu við hana og færðu henni sítrón- flöskur, án þess að hún bæði um það. En að lokum hættu þeir alltaf að skipta sér af henni og þá voru þeir reglulega -dónalegir við hr. Chal- pers. Júlia var búin að komast að raun um að þessi kynlega breyting á hegð- un allra, boðaði venjulega það að nú mundu þau bráðlega flytja af hótel- inu. Stundum skildu þau eftir öll fötin hennar og leikföngin, og í nokkrar vikur á eftir átti Júlia að- eins einn einasta kjól til að fara í. Þó hún hefði áhyggjur af því, þá var hún búin að læra að kvarta ekki við hr. Chalpers, því þegar svona stóð á var hann alltaf í vondu skapi hvort sem var. 1 lífi Júlíu tóku lítil og skuggaleg svefnherbergi með járnrúmum og brotnum þvottaskálum venjulega við af herbergjunum í fínu hótelunum. Upp í þessi herbergi lágu alltaf lang- ir stigar og þegar pabbi hennar kom seint heim frá því að spila, vaknaði Júlía oft við að hann hrasaði í stig- anum, hún heyrði dyr opnast og skella aftur og jeiðilegar raddir frammi i dimmunni. Sumar konurnar, sem þarna réðu húsum, voru feitar og vöfðu hárið upp á pappírspinna, en aðrar voru horaðar, með gullið hár og gengu í sírósóttum greiðslusloppum. En hvort sem þær voru feitar eða horaðar, skræktu þær allar eins og páfagaukurinn, sem Júlía hafði séð þegar hún fór með pabba sínum í dýragarðinn. Þessar konur virtust aðeins lifa á einum einasta rétti, hvít- káli, og það voru þær að elda allan liðiangan daginn, svo kállyktin ang- aði um allt húsið. Venjulega var hópur af börnum í parís á götunni fyrir framan þessi hús. Júliu dauðlangaði til að leika sér me3 þeim, en það hefði hr. Chalpers aldrei leyft. „Ég kæri mig ekki um að litla stúlkan mín fari að læra lélegt götumál," sagði hann. Tvisvar sinnum hafði Júlía búið með pabba sínum í stórri íbúð með húsgögnum, sem þau áttu sjálf. 1 annað skiptið hafði verið þar barna- herbergi með brúðuhúsi og ruggu- hesti. Um það leyti var hr. Chalpers síhlægjandi. Þá var það sem hann fór að tala um að fá barnfóstru fyr- ir „litla illa uppalda óþekktarang- ann sinn." En skömmu seinna komu nokkrir menn með einkennishúfur og þykk yfirskegg og settust að í ibúð- inni. Þeir héldu þar til í marga daga, voru alltaf að laga sér te og gáfu Júlíu súkkulaði. Frú Clarke, ráðskona hr. Chalpers, sem var ákaflega vönd að virðingu smni og ekkja tannlæknis, sagðist ekki vera á heimili sem lægi undir lögtaksúrskurði, rétt eins og menn- irnir með einkennishúfumar væru einhver skorkvikindi. Hún sagði því upp og fór. Nokkrum dögum seinna pökkuðu mennirnir með einkennishúfurnar brúðuhúsinu og rugguhestinum niður i kassa og fóru með öll húsgögnin í flutningabíl. Það siunar fór hr. Chalpers með Júlíu út að ströndinni. Þau bjuggu í ákaflega skuggalegum herbergjum í hliðai’götu nálægt járnbrautarstöð- inni. Hr. Chalpers var mjög niður- dreginn, en þar sem þetta var „dauði tíminn" var hann í burtu mestan hiuta dagsins. Þó Júlía ætti ekki að fara út ein, þá var hún vön að bíða þangað til pabbi hennai' var farinn og hlaupa svo niður á ströndina. Þetta var á- kaflega skemmtilegt timabil fyrir hana. Hún bjó til kastala úr sandi með hinum börnunum og stundum gáfu þau henni með sér af hádegis- matnum sínum. Einu sinni vakti hún heilmikla athygli með þvi að dansa álfadans, sem hún hafði samið sjálf, lyrir utan fjölleikahúsið á hafnar- bakkanum. En allt í einu var hr. Chalpers aft- ur orðinn hress og kátur, og þau fluttu á Grand I-Iotel við breiðgöt- una meðfram ströndinni. Þar gat Júlia setið undir pálmatrjám í stór- um pottum og hlustað á mann leika á fiðlu. Það var einmitt í Grand Hotel sem þau kynntust Rosemary frænku. Rosemary frænka hét í rauninni frú Gregoby og vai' amerísk hefðarkona. En þegar þau voru búin að þekkja hapa í eina viku, sagði pappi Júlíu henni að kalla hana Rosemary frænku. Þegar Rosemary frænka var ekki á hárgreiðslustofunni, til að láta gera hárið á sér blátt, óku þau öll í leigubíl út í sveit. Hvenær sem Rosemary frænku geðjaðist að ein- hverju sem hún sá í ensku sveitun- um, hvort sem það nú var kirkja, heystakkur eða bilskúr, þá sagði hún alltaf: „Er þetta ekki alveg dá- samlegt?" Júlíu fannst það ekkert dásamlegt, því pabbi hennar og Rosemary frænka voru alltaf að tala um nám- urnar sínar, hlutabréfin og höfuð- stólinn. Það endaði næstum alltaf með því að pabbi hennar tók um hönd Rosemary frænku, hló og sagði að hún þyrfti að fá mann til að gæta eigna sinna. Stundum gaf Rosemary frænka Júliu smágjafir og kallaði hana „litla skrýtna heimspekinginn" eða „litlu telpuna með vitra kollinn," en þegar pabbi hennar sá ekki til, fannst Júlíu hún senda sér æði lrvasst augnaráð. Loks tiikynnti pabbi hennar einn góðan veðurdag að hann ætlaði að kvænast Rosemary frænku. Hann sagði að Júlía yrði að vera góð við r.ýju mömmuna sina, því hún hefði átt ákaflega dapurlega æfi og taug- arnar væru ekki i sem beztu lagi. Hann bætti þvi við, að ef til vill væri bezt fyrir Júlíu að fara i heim- avistarskóla, en það yrði áreiðan- lega ákaflega góður skóli, því upp frá þessu yrðu þau forrik. Svo sagði hann Júlíu að Rosemary frænka ætti nlu ára gamlan dreijg, Timmie að nafni, sem væri í burtu, í skóla. Júlia fengi fljótlega aé kynnast Timmie, því i næstu viku mundu þau flytja á hótel í London og þaðan færu þau í heimsókn til Rosemary frænku I yndislegu íbúðina hennar við Hide Park. Því næst kyssti hr. Chalpers Júlíu og strauk henni um hárið. „Eg veit að litla stúlkan mín lætur sér koma vel sam- an við Timmie — vegna pabba," sagði hann. Þegar Júlía hitti Timmie, fannst henni hann ákaflega skrýtinn strák- ur í stuttbuxunum sinum og kúreka- skyrtunni. Hún var samt mjög kurteis við hann. Rosemary frænka gaf þeim heilmikið af tei og ameríska sítrónutertu, „aðeins til að sýna að hún ætti heima báðum megin Atlantshafsins," eins og hún sagði. En pabbi Júliu sagði að hvað sér við- kæmi táknaði það ekkei't annað en að ef hún héldi áfram að dekra svona við hann, yi'ði hann óhugnanlega feitur fyrr en vai'ði. Á eftir fóru Timmie og Júlia inn í annað stórt herbergi við endann á ganginum til að leika sér. I fyrstu gekk það hálf stirð- lega. Timmie sýndi henni bæk- rrnar sínai', sem voru flestar spjaldalausar og þaktar blekblettum, og einhver gömul leikföng til að byggja úr. Júlía vissi ekkert hvað hún átti Framh. á bls. 11 „Eru þau ekki alveg dásamleg?“ sagði Rosemary t'rænka, þegar hún sá börnin með embættishúfurnar. G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.