Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 10

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 10
Audrey Whiting, brezk blaðakona, heimsótti Dachau {>egar 25 ár voru liðin frá stofnun nazistaflokksins. Hún bregður upp ömurlegri, átakanlegri, hræðilegri mynd. En við höfum gott af að rif ja upp þessa atburði. Það ætti að verða öllum heimi þörf áminning um að — ÞETTA MÁ ALDREl SKE AFTIJR ÁTTA ÁRA strákur á stuttbuxum leit upp frá leik sínum og sagði við mig: „Kona, á ég að sýna þér helofnana? Ég veit hvar þeir eru.“ Svo gengum við saman inn í Dachau, þýzku fangabúðirnar þar sem nazistarnir myrtu tugi þúsunda. Þarna voru hinir alræmdu pyndingaklefar Hitlers fyrir þrettán árum. Þarna voru framkvaemdar ■— „í þágu vísindarma11 — tilraunir á lif- andi fólki. Þarna notuðu þýzkir læknar þúsundir manna sem tilrauna- dýr. Þarna hefur maðurinn komist næst því að verða að villidýri. Þarna var konum og körlum hrúgað saman í ólýsanlegum fangastíum, þarna voru þurrkaðar út allar mannlegar tilfinningar. Þarna voru barsmíð- ar og pyndingar daglegt brauð. Og þó er Dachau í dag heimili og einasta athvarf mörg hundruð f jölskyldna. Á þessum hræðilega stað alast upp hundruð af börnum ársins 1958. Litli strákurinn fylgdi mér meðfram múrveggnum — veggnum sem bar rafmagnaðan gaddavir fyrir þrettán árum. Hann sýndi mér svefnherbergisgluggann sinn. Við pessum glugga blasa brennsluofnarnir, þar sem hinir tœrðu Jíkaingr fanganna voru brenndir og þar sem beinaleifunum var safnað sama/n af þýzlcri hirðusemi og búinn til úr þeim áburður. Við gengum fram hjá eina lögregluþjóninum, sem ég sá þarna við gæzlustörf, og inn um aðalhliðið. Það fyrsta sem ég sá var gríðarstór haugur. Við rætur hans var steinn, sem á var letrað: „Fjöldagröf þúsunda." Allai' áletranir þarna eru á þremur tungumálum: „Ensku, frönsku og þýzku. í grendinni var dálítil dæld með minningartöflu, sem bar áletrun- ina: „AftBkustai5ur.“ Þar fyrir aftan var önnur tafla sem á stóðr „Blóðvöllurinn." Þarna var fórnardýrunum stillt upp í langar raðir áður en þýzku böðlarnir felldu þau með hnakkaskotí. Litli strákurinn kunni þessa sögu alla. Staðarkona, sem gekk hjá, spurði kurteis'.lega: „Yður langar kannski að taka myndir ?" Svo komum við að annarri fjöldagröf. Litli strákurinn gat frætt mig um hana: „Hér er grafið heilmikið af fólki," sagði hann. Við komum að tveimur múrsteinsbyggingum. Það hafa engir leiðbeiningabæklingar verið gefnir út um Dachau fangabúðirnar. En litli strákurinn kunni þetta allt upp á tíu fingur. Þessar byggingar, sagði hann og benti, gengu undir nafninu „gamla" og „nýja" brennsluhúsið. Ég tók eftir því, að „nýja" líkbrennsluhúsið var merkt: „Bygg- ing 243A." Fi-emsta herbergið var lítið og tómt. Litli strákurinn benti á nöfn- in á veggjunum. Þarna hafa varðveizt nöfn, sem fólk, sem stóð á mörkum dauðans, rispaði á veggina. Svo gengum við inn í herbergið þar sem stóru ofnarnir eru. Nú er þetta helgur staður. Litli strákurinn sagði: „Á sumrin kemur fólk með blóm og leggur þau hérna." Ég gægðist inn í ofnana og sá ristarnar sem fangarnir — sumir enn með lífsmarki — voru lagðir á til brennslu. Innstu herbergin voru nýrri en aðalbyggingin, viðbótarbygging, sem reist var á seinni helmingi styrjaldarinnar. Heinricli Himmler, yfirmaður Gestapo, ákvað að drepa fórnarlömb- in með gasi í stað þess að skjóta þau. Sn aðferð var álitin „hreinlegri." Auk þess var hún ódýrari. 1 þessum herbergjum var fólkinu sagt að afklæðast: það ætti að fara í bað. Það átti víst ekki að vita hvað beið þess. Svo var því smalað inn i herbergi, sem á voru átján ventlar, sem gasinu var dælt inn um. En auðvitað leið ekki á löngu þar til allir í Dachau vissu um hinn raunverulega tilgang litlu herbergjanna. Og þess voru dœmi, að mœð- ur reyndu að bjarga ungabörnum sínum með því að skilja þau eftir undir fatahrúgunni. Veik von það. Það setti að mér skjálfta og mér varð óglatt. Litli strákurinn horfði undrandi á mig, þvi fyrir hann vai' staðurinn fyrir löngu búinn að tapa ógnum sínum. Þegar ég vai' að kveðja búðirnar, kom maður til inín og sagði: „Þér megið ekki fara án þess að sjá minnismerkið." Ég gekk að líkneskinu, sem stóð í miðjum búðunum. Þetta er Framh. á bls. 14 Engu var þyrmt — ckki heldur börmmum 10 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.