Vikan


Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 20.02.1958, Blaðsíða 13
„Myndir þú hafa matarlyst í mínum sporum?“ svaraði ég þurr í bragði. „Ef til vill ekki,“ sagði hann. Joe leit á mig yfir borðið. „Hvað er að? Líður þér eitthvað illa, Neil?“ „Nei, nei, mér líður ágætlega," sagði ég. En hann sannfærðist ekki og fór yfir að barnum og náði í eitthvað að drekka handa mér. „Ætli það sé ekki bezt að við fáum okkur allir að drekka,“ sagði hann. „Það myndi ef til vill eitt- hvað hreinsa loftið.“ En það gerði það ekki. Vínið virtist kalt og bragðiítið og munnur minn var þurr eftir sem áður. Þegar máltíðinni var lokið, stóð Joe upp og sagði: „Hræddur um að ég verði að yfirgefa þessa glaðværu samkundu." Og enginn bað hann um að vera kyrran, svo að hann hélt áfram að framkalla niðri í þvottaherberginu. Mayne stóð upp og fór upp. Við heyrðum lykil snúast í skránni að herbergi Valdinis, síðan heyrð- ist í stígvélum hans við gluggann. Síðan var hurðinni lokað og lyklinum snúið í skránni á ný. Þegar hann kom aftur niður, sagði hann. „Nú getum við byrjað. Komdu með mér, Engles." Keramikos og ég vorum einir eftir. Við litum hvor á annan. „Getum við ekki gert eitthvað?“. sagði ég. Keramikos yppti öxlum. „Það er erfitt, þegar maður á í höggi við vopnaðan mann, sem hikar ekki við það að skjóta. Maður gæti reynt að taka upp stól og reynt að slá hann í hausinn, þegar hann kemur inn. Eða maður gæti reynt að kasta flösku framan í hann, í þeirri von að hann rot- aðist. Eða þá að maður gengi út í snjóinn og reyndi að komast niður með togbrautinni. Hvað sjálfum mér viðvíkur kýs ég helzt að bíða. Mayne er ekki sá eini, sem er með byssu. Ég átti hálf- vegis von á einhverju þessu líku. Ég hef lent i miklum vandræðum um æfina. Og ég hef séð, að alltaf er örlítil von. Við skulum sjá.“ Hann var náfölur, og litlar varimar voru sam- anherptar, svo að þær höfðu sama lit og hör- undið. „Ég vil heldur reyna að komast undan, heldur en að eiga það á hættu að verða skotinn eins og Stelben skaut þessa menn,“ sagði ég. Aftur yppti hann öxlum. Honum virtist ekkert koma þetta við. Ég leit eftir ganginum inn i eld- húsið. Það bólaði hvergi á Mayne. Ég leit á gluggann sem sneri út að togbrautinni. Kera- mikos var með byssu — en myndi hann nota hana til þess að hjálpa okkur? Ég treysti hon- um ekki. Ég tók skyndilega ákvörðun. Ég gekk yfir að glugganum og opnaði hann. Það var þykkt snjólag á trépallinum undir glugganum. Og handan við pallinn sást togbrautin hverfa í snjóhafið. „Lokaðu á eftir mér glugganum," bað ég Keramikos. „Láttu ekki eins og kjáni, Blair,“ sagði hann þegar ég klifraði upp á gluggakistuna. „Hann sér förin eftir þig. Þetta þýðir ekkert.“ En ég skeytti þessu engu. Það var allt betra en að bíða eftir dauðanum. Ég stóð upp í glugg- anum og stökk út. Ég lenti í mjúkum snjó. Ég sentist áfram og gróf andlitið í snjónum. Síðan leit ég upp og þurkaði snjóinn framan úr mér. Hann var iskaldur. Ég sá niður eftir togbrautinni. Ég staulaðist á fætur og stökk að brautinni. Snjórinn var djúpur og ég rann góðan spöl með honum niður á við. Síðan kom ég að stað, þar sem snjórinn var allur fokinn af brautinni. Ég rann til og rann á bakinu um það bil tíu metra spöl og lenti loks í skafli. Ég staulaðist á fætur. Það heyrðist hrópað fyrir ofan mig. Ég leit upp og varð hissa, þegai' ég sá, hve nálægt kof- anum ég var ennþá. Slóðin eftir mig sást greini- lega. Það heyrðist skotið og kúla lenti í snjón- um rétt hjá mér. Það var aftur kallað á mig. En röddin kafnaði í vindgnýnum. Ég sneri mér við og hentist niður á við. Það var ekki skotið á mig aftur. Og þegar ég I°it við aftur, sást kofinn mjög ógreinilega. Ég fór að verða æstur. Ég var í skjóli fyrir vind- Framhald á bls. 14 og ég er viss um að það er sannleikanum sam- kvæmt: — Ég eyði aldrei meiru en fimm pundum (tæpum 230 krónur) á sjálfan mig. Auðvitað sér umboðsmaður minn um all- an ferðakostnað og annað í sambandi við hljómleikana. Og fimm pund eru meira en nóg fyrir hinu. 1 þessari viku keypti ég mér þessar buxur, og í siðustu viku keypti ég fiskistöng, til að nota þegar ég fæ noklt- urra daga< frí í Wales. Sjáðu til, ég drekk ekkert nema te, kaffi eða kók. Og ég reyni að minnka við mig reykingarnar. Hve margar sígarettur á dag? Um'tutt- ugu, hugsa ég. — Það er sjálfsagt álit- ið slæmt fyrir söngröddina í þér, sagði ég. — Söngröddina í mér? Hver segir að ég hafi söng- rödd ? hreytti hann i mig og brosti breitt. Mér hafði strax geðjast að honum og mér til mik- illar undrunar haft gaman af skemmtiþættinum hans, þegar ég sá hann í fyrsta sinn á sviði. En mér geðj- VALIÐ LIÐ Ef til vill hefur ekkert leikrit dramatisks eðlis vak- ið hér jafnmikla athygll á undanfömum árum og „Glerdýrin“ Xennessees Williams í Iðnó. Víst er það, að gagnrýnendur hafa keppst um að lofsyngja leikritið — listgildi þess, leikstjórn, leiktjöld, ljósa- búnað og síðast en ekki síst Ieikarana sjálfa. Þeir eru reyndar ekki margir, aðeins f jórir. En leikur þeirra allra hlýtur að teljast til merki- legri leiklistarviðburða í Reykjavilí: sjaldan hefur sést valdara lið á leiksvið- inu í Iðnó. Leikararnir em: Helga Valtýsdóttir, Gísli Halldórsson, Kristin Anna Þórarinsdóttir og Jón Sig- urbjömsson. Myndin er af Helgu og Jóni. Framhald af bls. 9 aðist jafnvel ennþá betur að honum núna, þegar hann íór að segja mér frá því hvernig hann byrjaði ellefu ára gamall að semja lög og raula lögin sem hann átti að búa til fyrir skólaleikinn bermondsey-strákarnir. Ég held að fólk geri sér al- mennt ekki ljóst hve mörg af lögunum sem hann syng- ur eru eftir hann sjálfan, og textarnir oft líka. — Hvað er uppáhaldslag- ið þitt, Tommy? spurði ég, þegar við vorum aftur komnir niður í setustofuna til móður hans. — Rebel Rock er uppá- haldslagið mitt. Ég skal setja það á fyrir þig. —• Æ, mér þykir nú Sliiralee skemmtilegast, greip móðir hans fram i. Og þegar ég féllst á það, setti Tommy þá plötu á líka. Við héldum satt að segja heilmikla. hljómleika, og það féll prýðilega á með okkui', nema þegar ég spurði Tommy hvers vegna hann hefði viljað hafa allt s\'o nýtízkulegt í húsinu. — Af þvi það er svo hrein- legt, hrópaði hann upp. — Áttu við að það sé svo mikil andstæða við Bermondsey ? — Farðu nú ekki að segja að Bermondsey sé ekki hreinn staður, því það hefur eitthvert það bezta . . . — Andrúmsloft, greip ég fram í. — Einmitt. Það bezta andrúmsloft, sem ég hef nokkurn tíma kynnzt. Og ég skal segja þér eitt. Það or sama hvað seint ég kem heim á nóttunni, ég ek alltaf gegnum Bermondsey og framhjá gamla húsinu okk- ar. Skilurðu það? Já, ég skildi vel hvað hann var að reyna að út- skýra fyrir mér. Satt að segja geðjaðist mér betur að honum á þessarri stundu en nokkru sinni fyrr. Hann gekk ofur rólega á eftir móður sinni út í garðinn, til að hjálpa henni við að taka niður þvott og teygja sig eftir skyrtunum sínum. Bermondsey eða Catford, það er enginn munur á heimkynnum ef gott fjöl- skyldulíf er annai's vegai', hugsaði ég ánægður, þegar ég horfði á hann kyssa móð- ur sína, áður en hann fór til að æfa nýtt lag. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.