Vikan


Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 6
FUGLA VÍNURINN DYRABJALLAN hringdi. Konan mín, sem alltaf verndar mig fyrir skuldheimtumönnum, leiðinda- púkum, sölumönnum og beininga- mönnum, var ekki heima, svo ég var aleinn í litla húsinu okkar. Bg var rétt að ljúka við málverk, og ef þú værir einn af þessum sem vit hefur á, þá mundiiðu segja að það væri eftir Manet. Þaö er líka einmitt það sem ætlast er til að þú haldir og segir, þvi það er í samræmi við starf mitt. Eg er ekki beinlínis neinn Van Meegeren, en ég stend mig vel fyrir það. Ég er ekki málverkafalsari. Við skulum halda okkur við staðreind- irnai'. Ég set ekki nokkurt nafn á myndirnar. Umboðsmaðurinn minn b.’ður mig kannski um að mála blómamynd eftir Manet, skulum við segja, eða þá eina af Tahitistúlkum Gauguins eða jafnvel Gainsborough- málverk. Ég mála það sem hann pantar og hann borgar mér þetta frá 50 upp í 200 þund fyrir mynd- ir.a, eftir stærð. Hann hefur hana svo til sýnis í myndlistarsalnum sínum í Old Bond stræti. Kannski kemur Kani inn og gengur að kyrralífsmyndinni minni eftir Manet. Hann hallar undir flatt og segir spekingslega: — Þetta er Manetniynd. Hvað kostar hún? Umboðsmaður minn nýr hendur sínar, bí'osir fleðulega og segir: — Myndin er eignuð Manet, en hún gæti þó verið eftir einhvern af nemendum hans. Ég þori ekki að ábyrgjast neitt, herra minn. — Hvað kostar hún? spyr Kaninn aftur og umboðsmaður minn virð- iv hann vandlega fyrir sér áður en hann svarar: — Þúsund dali. Ég get ekki farið fram á meira, herra minn. Ef þetta er ósvikin Manetmynd, þá hafið þér gert kostakaup, því allt að því systurmynd þessarar var seld i París í vikunni sem leið fyrir tíu þúsund dali. Kaninn telur fram dalina sina. Honum er fjandans sama hvort mál- verkið er ósvikið eða ekki. Ef til vill er hann sjálfur listaverkasali, og þá kemur hann myndinni yfir á ein- hvern annan heima fyrir tíu þús- und dali. Eða þá hann er safnari, og þá hengir hann hana upp á vegg keima hjá aér og segir Öllum að þetta sé málverk eftir Manet og að Manet hafi ekki sett nafnið sitt á helminginn af myndunum sínum eða einhverja állka vitleysu. Allir eru þvi harðánægðir með þetta fyrir- komulag og enginn skaði skeður. Möguleikarnir á að sá sem var að hringja dyrabjöllunni minni væri væntanlegur kaupandi voru einn á móti þúsund, þvi ég mála sjaldan nokkuð nema samkvæmt pöntun frá umboðsmanni mínum. Sá sem stóð á tröppunum hlaut því að vera gest- ur, sennilega einhver ókunnur mað- ur, og áreiðanlega af einhverjum ástæðum óvelkominn. Það var hlýtt og notanlegt í vinnustofunni minni. en úti var rok og hellirigning. Ef ég færi og opnaði dyrnar, yrði ég að horfast í augu við veðrið, þó ekki 5MÁ5AGA EFTIR NEIL BELL Brátt fór að saxast á peningana hans, þeir fóru i hesta, hunda, konur og þessháttai'. Um það leyti kynnt- ist ég honum. Við urðum ágætir kunningjar í fyrstu og síðan perlu- vinir. Ég hafði gert honum mik- inn greiða og hann var mér þakklát- ur, þessvegna varð okkur svona vel til vina. Hann þagnaði og aftur færðist þunglyndissvipur yfir andlit hans. Mið dauðlangaði til að spyrja um þennan mikla greiða, en áleit meiri líkur fyrir að ég fengi alla söguna, ef ég léti hann í friði. Ég varð þó fyrir vonbrigðum, því þegar hann hóf aftur máls, sagði hann: —- Þetta híýtur að hafa verið i septembermánuði, því að þá eru St. Legef veðreiðarnar. Það ár átti Rósaknúppur hans Sir Xsáacs Meyef- sLeins að keppa, og hryssán var álit- væri nema brot úr mínútu. Eg ákvað að aðhafast ekkert. Dyi'abjallan hringdi aftur, miklu ájtafar. Ég er ekkert síður forvitinn en aðrir karlmenn og álíka rómantísk- ur í hugsunarhætti og kvenmaður. M.ér hættir alltaf til að halda að mín bíði auðæfi á næstu grösum. Ég átti í harðri baráttu við sjálfan mig. Aftur var hringt, lengi og ákaft. Ég fór niður og opnaði dyrnar. Um leið og ég leit á manninn, vissi ég hvað hann mundi vilja. — Ég vona að þér afsakið, herra minn, sagði hann auðmjúkur. Má ég tala við yður i tvær mínútur. — Ekki hérna, sagði ég og horfði á blautu skóna hans og regnfrakk- ann, sem vatnið lak úr. — Ég gæti komið inn fyrir, herra minn. Mér líkaði það illa að vera kallað- ur ,,herra“, og þessi vælulegi mál- rómur fór í taugarnar á mér. Eg var að þvi kominn að segja hvasst: — Ég hef ekkert handa yður. Hypjið yður í burtu. En þá leit hann á mig eins og veikt hundkvikindi, brosti vesældarlega og laut höfði. Þetta var hann vafalaust búinn að æfa í mörg ár. Ég reikna með að bragðið hafi dugað í fimm af hverj- i:m tíu skiptum. Ég get ekki staðið hérna í allan dag, sagði ég byrstur. Komið iim fyrir. Ég gekk á undan honum upp í vinnustofuna mína og bauð honum að setjast. Hann afþakkaði sígarettu en þáði í staupinu, svo ég gaf hon- um enskt sherry úr Gonzalez-flösku. Merkari gestum gef ég sama sherryið úr ftösku með fínna vörumerki. Og næstum undantekningarlaust eru viðbrögð gestanna þau sömu: — Prýðilegt sherry, þetta! En nóg um það. Og nóg um vínþekkjendur og listagagnrýnendur. Vesældarlega hundkvikindið mitt náði ekki alveg þessari athugasemd, en hérumbil. — Ákaflega góður drykkur, herra minn, sagði hann. — Hættið að kalla mig herra. Eruð þér kannski sölumaður? Þessu svaraði hann ekki, en gaf málverkinu, sem ég var rétt að ljúka við, hornauga. Það var kyrra- lífsmynd með einum dauðum fas- ana, tveimur skógarsnípum og einni stokkönd. — Ég er ekkert hrifinn af fuglaveiðum, sagði hann. — Nú, fuglavinur? Hann virtist niðursokkinn í dapur- legar hugleiðingar og svaraði engu. Svo otaði hann fingrinum í áttina að myndinni og sagði: — Það var maður á akurhænuveiðum, sem eyði- lagði alla framtíð mína. —• Hvað vilduð þér mér? —- Ég skal bera upp erindið undir eins, herra . . . fyrirgefið . . . og tefja yður ekki lengur. Ég er búinn að fá loforð fyrir vinnu í London. — Og eigið ekki fyrir farinu. — Ja, ef þér sæuð yður fært . . . — Hafið þér hugmynd hvað ég hef heyrt um margar væntanlegar stöður í London? Hann svaraði ekki, setti bara upp hundssvipinn aftur og ég bölvaði sjálfum mér fyrir ístöðuleysið, um leið og ég sagði: — Jæja, þér segið mér þá söguna af akurhænunni og ef hún er einhvers virði, skal ég borga yður fyrir hana. Annars fá- ið þér ekki grænan eyri. — Jæja, ég skal þá byrja. En ég verð fyrst að segja yður frá Bill Hawkins, vini mínum. Hann hafði verið golfleikari niðri í Surrey og það fyrsta flokks golfleikari. Hann var alltaf að keppa. Honum grædd- ist talsvert fé, svo hann sagði upp starfinu, settist að í Sussex og gerð- ist meðlimur i einum af þessum fínu golfklúbbum þar. Hann var vanur að vinna flestar keppnirnar. „Þetta gamla góða mannkyn", sagði málarinn — „ekkert nema svikarar og þorparar." in svo víss úm sigur, að 'mörgum vikum fyrir kappreiðarnar var búið að veðja meira á hana en nokkurn tíma hafði þekkzt. Eini hesturinn, sem nokkurt álit var á, fyrir utan hana, var Sólargeisli hans Cheneys lávarðar. Það var búið að veðja ein- hverju smáræði á hina hestana, en það var ekkert senl talizt gat. 1 þetta sinn kepptu þó heilmargir reiðskjótar, sem sögur fóru af, en þeir sem vit höfðu á — og meðal þeirra var Bill Hawkins — létu ekki gabba sig. Þeir vissu, að Rósaknúpp- ur mundi vinna ef hún hlypi, og ef hún hlypi ekki, þá var hérumbil ör- uggt að Sólargeisli yrði fyrstur að marki og það þyi'fti engar fjandans ljósmyndir til að sanna það. Gallinn var bara sá, að það var ekki hægt að treysta á Rósaknúpp. Það gekk sá orðrómur að hún væri hölt. Þjálfarinn vildi ekkert segja. Það var haft viðtal við Sir Isaac, sem sagði bara: — Hver segir að hún keppi ekki ? Og knapinn vai' ekki einn af þeim sem hægt er að múta eða plata. Það virtist ekkei't hægt að gera. Daginn fyrir veðreið- arnai' sögðu blöðin að Rósaknúppur mundi vera með, svo ekki var veðj- að meira á Sólargeisla. Jæja, þann dag, einmitt daginn fyr- ir veðreiðarnar, var hin árlega keppni í golfklúbbnum og Bill átti að keppa við Sír- Isaac Meyerstein. Það var hreinasti leikur fyrir Bill að sigra, því hann hafði hvað eftir ann- að slegið öllum við á þessari braut, þar sem Meyerstein gamli vai’ aftur á móti óttalegur klaufi. Þá var það að Bill datt snjallræði í hug. Hann ætlaði að koma öllu sínu fé fyrir í pakka -— og ég skrap- aði líka sama alla þá peninga sem ég gat. Ef ráðagerðin heppnaðist mund- um við græða stórfé. Ef hún færi út um þúfur . . . já, það tók þvi ekki. að vera að hugsa um það. Bill ráðgerði að koma Meyerstein gamla i gott skap, með því að leyfa honum að vera á undan aftur fyrir tíundu holuna, þá þóttist hann örugg- ur um að vera búinn að fá það út Framhald á bls. 14 G VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.