Vikan


Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 8
 FAGRIR MUNIR UR GULLI OG SILFRI Sendum gegn póstkröfu. Guðlaugur Magnússon SKARTGRIPAVERZLUN Laugavegí 22 A. — Sími 15272. Valur- Vandar- Vöruna SULTUR — ÁVAXTAHLAUP MARMELAÐI — SAFTIR MATARLITUR — SÓSULITUR EDRKSÝRA — BORÐEDIK TÓMATSÓSA — ISSÓSUR — Sendum um allt land — Efnagerðin Yalur h.f. Box 1313. — Sími 19795 — Reykjavík. TRICHLORHREINSUN (ÞURRHREINSUN) BJ©RG SDLVALLAGÖTU 74 • SÍMI 13237 BARMAHLÍÐ 6 SÍMI 23337 Prjónastofan Hlín h.f. Skóiavörðustíg 18. Sfmar 12779 og 14508. Prjónavörur höfum við framleitt í síðastliðin 25 ár úr íslenzku og er- lendu garni. Höfum ávallt á boðstólum fyrsta flokks vinnu, og fylgjumst vel með tízkunni. Sendum gegn póstkröfu um land allt. Ég þakka þeim sem verzlað hafa í Söluturninum við Arnarhól ánægju- leg kynni, og bið þá um að beina við- skiptum sínum í Hreyfilsbúðina. Pétur Pétursson. Alla vikuna í skóm frá HECTOR Laugaveg 11 Laugaveg 81 frd mínuin bœjardyrum skrifar fyrir kvenfólkið, um kvenfólkið og hugðarefni þess Nýir herrar — ný tízka Um síðustu mánaðamót komu nýjustu hugdettur tízkuhöfundanna í Paris fyrir almenningssjónir. Við hér á eyjunni norður í höf- um látum líklega ekki á okkur standa fremur en fyrri daginn að fylgja fyrir- mælum þeirra. Þetta er í fyrsta skiptið í tíu ár, sem tízkukóngurinn sjálfur, Christian Dior, gengur ekkí með til leiks, en' hann lézt eins og ktmn- ugt er síðastliðið sumar. Það var hann sem í tíu ár bar ábyrgðina á því að hugmyndir okkar um hvers- konar kjólar væru falleg- astir gerbreyttust árlega, allt frá því hann slengdi framan í okkur „siðu tizk- unni“ árið 1947 og þangað til hann innleiddi pokakjól- ana frægu síðastliðið haust — skömmu eftir dauða sinn. Á þessu tímabili rak hver nýjungin aðra: prinsessu- kjólar, þröng belti, víðir dragtarjakkar, hálfsíðar kápur, skyrtukjólar, efni með leopardamynstri og þannig mætti lengi telja. Ailai' þessar hugmyndir hans flugu eins og eldur í sinu um allan heim. Alltaf biðu kvenfataframleiðendur í 20 höfuðborgum um viða veröld með öndina í háls- inum eftir nýjustu „línun- um“ hans. 1 augum Frakka var hann ekki aðeins frumlegur tízkuhöfundur, sem hafði meiri áhrif á klæðnað kvenna en eiginmennirnir, heldur var hann líka sá sem bar uppi eina stærstu iðn- grein þeirra, og tryggði landi sínu árlega heilmikl- ar gjaldeyristekjur (það er ekki bara á Islandi sem það skiptir miklu máli). Auk þess veitti hann hvorki meira né minna en 150.0 manns atvinnu í vinnustof- um sinum, að ótöldum öll- um þeim aragrúa, sem óbeint hefur af því tekjur að Frakkland stendur fremst í tízkuiðnaðinum. Nú þykir því mikið við liggja að einhver komi fram á sjónarsviðið, sem tryggt geti Frakklandi áframhald- andi forustu í tízkumálun- um. Arftaki Diors Sá sem tekið hefur við ríki Diors, eða réttara sagt hinum fimm stóru tízku- húsum hans, er einn af fyrr- verandi starfsmönnum hans, 21 árs gamall piltur að nafni Yves-Mathieu Saint- Laurent. Þessi ungi maður hefur starfað sem tízkuteiknari hjá Dior í undanfarin fjög- ur ár. Þá kom hann til Parísar frá Oran, þar sem foreldrar hans og tvær systur búa. Þangað fór hann alltaf til að vinna að nýjum hugmyndum i,,eðan Dior lifði, og þangað fer hann enn, til að gera trum- uppdrætti að nýju sýningar- fötunum. Þetta er hár og renglulegur piltur með gler- augu, ósköp svipaður Boudouin Belgiukonungi (og álíka umkomuleysisleg- ur). Við hann eru nú bundn- ar miklar vonir. En það má reikna með að aðrir tízkufrömuðir leyfi honum ekki að setjast svona alveg fyrirhafnarlaust í há- sæti Diors. Margir þeirra sem fremst ha.fa staðið í tízkuheiminum, en orðið að sætta sig. við að vera í skugganum af Dior, munu nú hugsa sér gott til glóð- arinnar að komast upp á tindinn. Og nú er nýja vetrartízk- an 1958 komin fram á sjón- arsviðið. Pokarnir hans Diors sáluga ku enn vera mest áberandi. En auk þeirra er komin ný lína — kjólar með víðum pilsum að neðan og mittinu uppi und- ir höndum, þannig að þeir minna á trekt á hvolfi. Heilræði Diors. En áður en Dior fellur i gleymskunnai: dá, væri kannski ekki úr vegi aö festa sér í minni ýmislegt sem hann hefur látið sér um munn fara um smekk- legan klæðnað. Það verður ekki véfengt að í þeim efnum vissi hann hvað hann söng. 1 sjálfsæfisögu sinni segir hann m. á.: • Það sýnir góðan smekk, ef þér getið verið alveg eðlileg í kjólnum, sem þér veljið yður. • Góður smekkur er ekki annað en listin að velja kjóla, sem eiga vel við per- sónuleika yðar og sem gerð- ir eru fyrir samskonar lifn- aðarhætti og þér eigið við að búa. • Það er alltaf ánægju- legt að hitta og klæða konu, sem er örugg um sjálfa sig og ekki hefur neina minni- máttarkennd. • Ef þér hafíð lítil aura- ráð, skulið þér ekki klæðast áberandi fötum. Ef þér gangið í fötum með sígildu sniði, eruð þér alltaf vel klædd. • Hafið það alltaf í huga að áberandi og skrýtinn klæðaburður er sjaldan fall- egur. • Góður smekkur í klæðaburði lýsir sér eink- um í því að lögð er áherzla á að vera sjálfum sér sam- kvæmur — vera maður sjálfur. • Ljóshærð stúlka, sem klæðir sig eins og væri hún dökkhærð, missir alla kosti ljóshærðu stúlkunnar. • Strengið þess heit að samsvara aldri yðar eða að minnsta kosti þeim aldri, sem útlit yðar segir til um. Verið yður meðvitandi um hvort þér eruð lágvaxin eða há, of grönn eða of feit. Spyrjið aðra hve gömul þeir halda að þér séuð og hvers- konar manngerð þér eruð. Þá vitið þér hvernig þér lítið út og hvernig þér eigið að klæða yður. • Ef þér eruð há, þurfið „Svokallað kaffi“ Ef austan að svokallað kaffi kolamylsnu þeir girnast saup, þá segi ég komi af syndastraffi soddan prjálsemdar elkast kaup; af einiberjum betri drykk bý ég sem hefir sama skikk. Svona kvað Eggert Ólafsson um 1764. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið kaffi verið drukkið á Islandi. Nú mundu kaffikerlingarnar sjálfsagt fussa og sveia við einhverjum einiberjadrykk, og heimta sitt kaffi — með kaffibæti. Þessi gamla vísa rifjaðist upp fyrir mér sem ég sat í nýrri kaffistofu í Uppsalakjallaranum hér í bæ og dreipti á ítölsku expressokaffi. Það er kaffi, sem búið er til við gufuþrýsting x þartilgerðum vélum, og froðumjólk höfð út í ef óskað er. Þetta kaffi hefur á undanförnum árum afl- að sér mikilla vinsæl^a í Evrópulöndunum. T. d. ku ensku bjórstofueigendurnir hafa af því þungar áhyggjur að expressokaffistofurnar dragi viðskiptavini frá „pubunum" frægu, og er þá langt gengið. Eftirfarandi skrýtla er þá líklega orðin úrelt: f,Ég hef aldrei getað skilið af hverju Englendingar drekka svona mikið te“ sagði ferðamaður- inn, „en nú veit ég það. Eg er búinn að bragða kaffið þeirra.“ Expresso-kaffistofan í Reykjavík er einstaklega vistleg og notaleg — eiginlega of notaleg, þvi sætin (þau minna á sæti á reiðhjóli) og háu borðin, sem staðið er við, sýna að ekki er ætlazt til þess að fólk stanzi þar nema rétt á meðan það rennir úr bollanum. Veggirnir eru fóðrarir ómáluðum striga og ljósin eru þægilega dauf. Kaffikerlingum eins og mér finnst kaffiskammturinn nokkuð lítill, en góður er sopinn — og stei'kur. þér fyrst og fremst að læra að bera yður vel, venja yður af að setjast með kross- lagða fætur og hætta að hegða yður eins og litil telpa. • Það er ekki lengur neinn sérstakur klæðnaður fyrir gamlar konur. Þvert á móti. Á þeim aldri eiga konur að velja hinn ein- falda klæðnað skólastúlk- unnar: blússu, fellt pils og jakkapeysu. • Til að vera glæsilegur, þarf maður að nota það sem maður hefur til sjónhverf- inga. • Ef þér eruð litil, á hálsmálið á fötunum að vera flegið, axlalínurnar eðlilegar, brjóstin ekki of áberandi, ermarnar alltaf „of“ stuttar, beltið þröngt, mjaðmirnar flatar, pylsin vel víð og efnið I fötunum ekki þykkt. 1955. 1956. Rautt nef er ósköp óklæðilegt. Rauð nef hafa að undan- förnu verið aðalsmerki ís- lenzkra kvenna, enda hafa nefbroddarnir mátt taka óvarðir við öllum þeim næð- ingi, sem blásið hefur á voru kalda landi í vetur. Þó hver maður hljóti að hafa samúð með nefi, sem þola má aðra eins meðferð, er ómögulegt að segja að roði á nefi sé klæðilegur. Fegrunarfræðingar þykjast kunna ýms ráð við þessu Þeir segja m. a.: 1) Þvoðu nefið með baðm- ullarhnoðra upp úr heitu vatni um það bil klukku- stund áður en þú ætlar á stefnumót. Endurtaktu þetta þrisvar eða fjórum sinnum og nuddaðu svo nef- ið varlega ofurlitla stund. 2) Forðastu að nota bleikt púður, kinnalit og bláleitan varalit, ef nefið er rautt. Fúðrið á að vera dökkt og varaliturinn með rústrauð- um eða koparrauðum blæ. Ejns ku vera gott að púðra nefbroddinn með grænu púðri, ef þið getið grafið það upp einhvers staðar. 3) Orsökin fyrir rauðu nefi er oft meltingartrufl- un, svo það er reynandi að sleppa öllum sterkum og 'krydduðum réttum, þegar þannig stendur á. BERIÐ MIG UPP EN EKKI NIÐUR! ekki fisjað saman sem ganga á fjöll ar undantekningar. Til dæmis var það bandarísk kennslukona, sem varð til þess fyrst manna að klífa fjallið Huascaran í Peru. Það er rösklega 22,000 fet. Og kennslukonan — Annie Peck hét hún rfsyndar var komin á sextugsaldur þegar hún vann þrekvirkið! Árið 1955 klifu þrjár skoskar konur fjallstind einn í Himalayafjöllum, sem enginn mennskur maður hafði stigið fæti á áður. Þessi tindur er 22,000 fet. Og fyrir skemmstu hélt 54 ára gömul brezk kona til Caucasus í boði rússnesks fjallgöngufélags og gekk á Elbruzfjall, sem mun vera Þeim er konunum FYRSTA konan sem komst upp á Mont Blanc, hæsta fjallstind Ev- rópu, hét Henriette d’Ange- ville. Hún vissi hvað hún vildi. „Ef þetta kostar mig lífið,“ sagði hún við fylgd- avmenn sína, ,,þá verðið þið að lofa mér þvi að bera mig upp en ekki niður." Hún var komin að þrot- um af þreytu. Það var eins og þúsund glóandi nálar stæðu í fótum hennar, og þar að auki þjáðist hún af ægilegum þorsta. En lof- orðið tók húri af fylgdar- mönnunum, þegar nokkrir tugir metra voru enn eftir upp á tindinn, hengiflug undir fótum hennar og bergið fyrir ofan nærri lóð- rétt. En hún lifði og sigraði. Og uppi á fjallstindinum var efnt til óvenjulegrar sigurhátiðar. Með því að Hemúette var fyrsta konan sem komst upp á tindinn, kröfðust svissnesku fylgd- armennirnir þess að fá að kyssa hana. Þvi næst lyftu þeir henni upp á axlir sér og sögðu sigiú hrósandi: „Og nú ei-uð þér hærx-i en Mont Blanc!“ Heni'iette d’Angeville var vissulega óvenjuleg kona. Nú eru liðin 120 ár frá þessurn atbxu'ði. Árið 1838 var það ekki á hverjum degi sem konur klifu fjöll. Það þótti saga til næsta bæjar ef „heiðvirð" kona ferðaðist milli bæja hjálp- arlaust. Utbúnaður æfintýrakon- unnar þætti harla ski'ýtinn nú á dögum. Auk ketmetis af ýmsu tagi, hafði hún meðferðis talsverðar birgð- ir af víni. Hún ætlaði fylgd- armönnunum — þeir voru sex — tvær flöskur á dag, og burðai-mönnunum, sem báru farangurinn að rótum tindsins, eina tunnu af víni. Sjálf drakk hún uppi á tindinum skál frönsku kon- ungsfjölskyldunnar, sem þá var reyndar ekki lengur við völd, og sleppti bréfdúfu íneð tilkynningu um farsæl endalok leiðangursins. Einn fylgdarmannanna hafði bor- ið hana upp fjallið í búri. Alpaklúbburinn, einn fyrsti félagsskapur fjall- göngurnanna, var stofnað- ur fyrir einni öld, en kvennadeildin, sem nú tel- ur 150 þrauti'eynda með- limi, fimmtíu árum síðar. Félagið á því tvö merkis- afmæli í ár. Hið stranga siðalögmál síðustu aldar háði fjalla- konurn á ýmsa lund. Þegar brezka konan Aubrey Le Bond tók sér fyrir hendur að klífa Mat- terhorn, eitt óárennilegasta fjall Evrópu, þoi'ði hún ekki að láta nokkurn mann vita, að hún hugðist verða í karl- mannsbuxum. Hún fór því í pils utan yfir buxux'nar áður en hún yfirgaf Alpa- hótelið. Seinna smeygði hún sér úr pilsinu og faldi það í jökulsprungu áður en hún lagði á f jallið. En þegar hún kom sigri hrósandi til baka, uppgötvaði hún sér til mikillar skelfingar, að snjó- ski’iða háfði grafið pilsið hennar. Hún átti ekki annarra kosta völ en að fela sig á meðan fýigdai'maður henn- ar hélt til hótelsins í leit að fatnaði. Það eina sem hann fann, var ballkjóllinn hennar. Hann færði henni hann, og þannig klædd fór fjallgöngukonan síðasta spölinn niður Matterhorn. Nú á dögum klæðast kon- urnar auðvitað þeim fatn- aði, sem bezt hentar íþrótt þeii-ra, nefnilega buxum af sterkustu gerð. En þær standa vissulega i þakkar- skuld við fyrirrennara sína, konurnar sem fyrstar dirfð- ust að brjóta „siðalögmál- ið“ og oft voru allt að því ofsóttar fyrir bragðið. Flestar konur, sem iðka fjallgöngu, feta í fótspor karlmanna. Þó eru nokkr- 18,000 feta hátt. Það er í frásögur fær- andi, að kona sú, sem enn hefur komist hæst kvenna í fjöllum, gerði sér eigin- lega ekki fulla grein fyrir því, hve mikið afrek hún var að vinna. Hún heitir Hettie Dyhrenfurth og er gift einum kunnasta fjalla- manni Atpasvæðisins. Þeg- at maðurinn hennar spurði, hvort hún vildi taka þátt í leiðangri til Karakoram- fjalla á Indlandi, var hún fús til þess. Þetta var árið 1934. Og áður en hún vissi hvaðan á sig stóð veðrið, var eigin- maðurinn kominn með hana upp á Queen Mary tind, sem skagar 24,000 fet yfir sjáv- armál. Svona eftirá, var hún ekkert sérlega hrifin. „Þetta geri ég aldrei aftur," sagði hún vinum sínum. „Þetta er alveg hræðilegt.” Og hún stóð við orð sín. Hjá öðrum konum verður þetta hinsvegar fullkomin ástríða. Eiga konur eftir að fikra sig upp á Everest í fétspor Tensings og Hilla- rys? Mjög sennilega; því að í dag ganga þær á fjöll, sem fyrir einum tuttugu ár- um voru álitin allt of erfið fyrir kvenfólk. Konurnar horfast auðvit- að í augu við nákvæmlega sömu hætturnar og karl- mennirnir. Mjög sviplegt slys varð í Alpafjöllum fyrir nokkrum árum, þegar John Hopkinson, kunnur brezkur vísindamaður, hrapaði þai- til bana ásamt þremur uppkomnum börn- um sínum. Tvö þeirra voru stúlkur. Fjallafólkið hafði verið að reyna sig við nýja leið þegar slysið skeði. Fallið var 5,000 fet. Þegar faðir- inn fannst, hélt hann enn dauðahaldi í reiplð, sem hafði bundið hann við börn- in hans. Margar f jallgöngukonur hafa sýnt mikið hugrekki og dæmalaust þrek. Brezk stúlka að nafni Millicent Hill, sýndi að henni var ekki fisjað saman, þegar hún varð fyrir því óhappi, að steinn féll á fót hennar þegar hún var að klifra upp úr gjá noltkurri í 2300 feta hæð. Fóturinn brotnaði á tveimur stöðum. En þótt svona væri komið fyrir hcnni, tókst henni al komast upp úr gjánni og gera vai't við sig. Framhald á bls. 14 Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 3 1. Sigfússon. — 2. Pokinn er ekki tómur ef krystal- vasi er í honuin. — 3. Denier gefur upplýsingar um þykkt- ina á þræðinum, en gauge hve þéttar lyklcjurnar eru. — 4. Tvö þúsund og fimm hundruð milljónir. — 5. Um 45. — 6. Norðurljósin. — 7. Kreutzer-sónatan eftir Tolstoy. — 8. Það er ekki ítölsk nýlenda, heldur landsvæði, sem Italir stjórna á vegum Sameinuðu þjóðanna, og fær sjálf- stæði árið 1960. — 9. Jörðinni fylgir 1 tungl, Marz 2, Júpiter 9, Satúrn 10, Uranusi 4 og Neptún 1. — 10. Stólar. 8 VIKAN VIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.