Vikan


Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 27.02.1958, Blaðsíða 11
lagleg — þá munu karlmennirnir ekki telja það eftir sér að sigrast á þessu taumlausa stolti, en að öðrum kosti virkar of mikill hátíðleiki ein- ungis sem hindrun. Gefur framkoma þín í skyn mikla sjálfsánægju? Kann að vera að það só erfitt fyrir þig að dæma um þetta sjálf. Ungar stúlkur halda oft að þær séu að vera „fullorðinslegar" í hreyf- ingum en tekst þetta ekki betur en svo, að þeir sem til sjá halda að þær séu svona ánægðar með sig. Karlmenn hafa ekkert á móti eðli- legu kvenlegu stolti en þeir hata hroka. Eyðileggurðu fyrir sjálfri þér með því að leika um of — velja þér vit- laus hlutverk? Ég ætla að skýra þetta svolítið nánar. Margaf aðlaðandi konur eru tals- verðir leikarar, nota leikgáfu sína hóflega og verða meira aðlaðandi fyrir bragðið. Það er brot af leik- ara í okkur öllum. En stundum misnotum við þessa gáfu okkar herfilega. Ég skal gefa þér dæmi. Ein laglegasta stúlkan sem ég hef nokkurntíma kynnst, fluttist til smá- bæjar og fékk sér vinnu þar. Enda þótt nóg væri af karlmönn- um á staðnum, varð brátt augljóst, að hún var mjög einmana. Hver var skýringin? Jú, hlutverk- ið sem hún ákvað að leika á nýja staðnum átti svo illa heima þarna, að það hlaut að enda með voða. Þetta var lítill, vinalegur bær. En stúlkugreyið kaus að leika ósvikið heimsborgarahlutverk; það átti ekki aldeilis að fara framhjá mönnum, að hún var alin upp í stórborg. Afleiðingin var sú, að þegar ungir menn buðu henni út að borða og spurðu hvað hún vildi fá að drekka — þá bað hún um kampavín! Og ungu mennirnir hættu að bjóða henni út. Þeim fannst að visu mikið til um ,,heimsborgarasnið“ hennar, en þeir höfðu bara ekki efni á þvi að ala hana á kampavíni. Hirðuleysi í klæðaburði er enn eitt, sem ólofaðar konur skyldu forðast. Flestir karlmenn hafa ímugust á ,,sjúskuðu“ kvenfólki. Hinsvegar er það reynzla mín, að það sé rangt sem sumar konur halda, að einungis ,.fínn“ fatnaður gangi í augun á karl- mönnum. Karlmenn eru oftast skiln- ingsgóðir og þeim er rökrétt hugs- un. tamari en konum. Þeir láta sjaldn- ast fínar fjaðrir ginna sig. Þeir kunna að gera greinarmun á vinnu- fatnaði og spariflíkum. Ef konan vinnur þannig vinnu, að hún þarf að klæðast grófum fatnaði, þá hafa þeir ckkert við það að athuga. Þeir bera engu minni virðingu fyrir stúlkunni í nankinsfötunum — og verða engu síður ástfangnir af henni — en kven- manninum i samkvæmiskjólnum. Þetta kom gleggst í ljós í Bretlandi 1 stríðinu. En þeir kunna að meta hreinlæti og látleysi og góðan smekk. Ef þú ert ennþá ólofuð og ert kom- in á þann aldur að þú sért farin að bera kvíðboga fyrir framtíðinni, gæt- ii'ðu ef til vill haft gagn af því að lnigleiða, hvort eitthvað af því, sem Framhald á bls. 14 ÞRJÁTÍU O G SILKIÞRÆÐIR MORGUN nokkurn var maður einn að fara til vinnu sinnar í brezka bænum Leighton Buzzard, og var á leið upp þröngan skógar- stíg, þegar hann sá eitthvað útund- an sér. Hann nam staðar til þess að sthuga þetta nánar og brá ónotalega í brún. Við honum blasti lík ungrar stúlku. Það lá í augum uppi, að stúlkan hafði verið myrt. Hún lá á bakinu. Silkislæðu hafði verið brugðið um háls henni og hert 'að. Þess sáust ýms merki, að hún hafði varist eftir mætti. Maðurinn skundaðí til næstu lög- reglustöðvar. Fáeinum mínútum var lögreglan komin á staðinn og um kvöldið vissi allur bærinn nafn myrtu stúlkunnar: Ruby Keen. Daginn eftir var frú McCarthy stödd í eldhúsi sínu þegar barið var að dyrum. ,,Er . McCarthy lögregluþjónn heima?“ spurði ungur maður, sem sýnilega var í miklu uppnámi. „Nei, hann er á vakt,“ svaraði hún. „Viljið þér þá ekki gera mér þann greiða að hringja á lögreglustöðina. Ég þarf að tala við lögregluna. Ég ætla að hreinsa mig af gruninum, sem ég ligg sýnilega undir." Maðurinn, sem gaf þessa kindugu yfirlýsingu, kvaðst heita Leslie George Stone. Og hann bætti við þessari athyglisverðu setningu: ,,E{j skildi við hana kortér yfir tíu.“ Þegar hann var farinn, hringdi frú McCarthy á lögreglustöðina, þar sem Barker lögregluforingi var þegar önnum kafinn við rannsókn morð- málsins. Á morðstaðnum tók hann eftir dá- litlu fari í jörðinni, eins og maður hefði kropið þar. Enginn vafi var á þvi, að stúlkan hafði verið kyrkt. Það voru líka marblettir á líkinu. Þar sem mar myndast ekki á dauðum líkama, hafði stúlkan hlotið áverk- ana á meðan hún var enn á lífi. Nú vissi lögregluforinginn. að Leslie George Stone hafði aldrei komist undir mannahendur, svo að ekki gat hann búist við að grunur félli á hann af þeim sökum. Hvers- vegna virtist honum þá liggja lífið á að sanna sakleysi sitt? Stone hafði verið á ferli nálægt morðstaðnum rétt um þann tíma sem ætla mátti að morðið hefði verið framið, og þetta var auðvitað þýð- ingarmikið atriði í augum Barkers lögregluforingja. Hann átti auðvelt með að geta sér til um ástæðuna fyr- ir því að Stone hafði gert sér ferð heim til lögregluþjónsins. Þóttist hann ekki ætla að „sanna' sakleysi sitt með þessu kænskubragði, að sýna að hann hefði engu að leyna og ekk- crt að óttast? Ef Stone hefði ekki tekið upp á þessu, þá er hreint ekkert víst að mojrðingi Ruby Keon hefði nokkurn- tima fundist. Stone hafði ætlað sér að leika á lögregluna, þegar hann gaf sig fram’ og lýsti yfir, að hann hefði ekki haft hugmynd um morðið fyrr en daginn eftir að það var framið. Hann hafði gleymt að taka með i reikning- ir.n, hve fullkomnar starfsaðferðir lögreglunnar voru orðnar, hve öflug- um vopnum hún réði yfir. Stone tjáði lögreglunni, að hann hefði þekkt Ruby Keen áður en hann vár kvaddur í herinn og sendur til „Hann er svo hugulsamur. Yljar alltaf brjóstplötuna áður en hann ltyssir mig“. Kong Kong. Honum hafði þótt vænt um hana, og þótt þau trúlofuðust að vísu ekki, höfðu þau skrifast á í tvö ár. Svo höfðu þessi bréfaskipti hætt, þó að eklci sé vitað, hvor aðilinn átti þar upptökin. Eftir að Stone kom heim til Eng- lands aftur, hafði hann rekist á Ruby ai tilviljun. Þau höfðu mælt sér mót, og hann hafði verið með henni morð- kvöldið. Þau höfðu heimsótt tvær veitingakrár, gengið dálítið um bæ- inn og skilið rétt upp úr tíu. Ruby var i bezta skapi þegar þau skildu, tjáði Stone lögreglunni. Dr. Roche Lynch, einn af snjöll- ustu vísindamönnum Scotland Yard, var nú fenginn til hjálpar. Barker lógregluforingi sendi honurn ýms gögn, sem hann hafði safnað, þar á meðal fatnað hinnar myrtu, silki- slæðuna sem notuð hafði verið til þess að kyrkja hana, jarðvegssýnis- horn frá morðstaðnum, buxur og jakka, sem Stone hafði verið í morð- kvöldið — og fatabursta. Þegar dr. Lynch bar buxurnar undir smásjá, fann liann á báðum ATTA eftir George Godwin hnjám sandagnir af sama tagi og voru í jarðvegssýnishorninu. Rann- sókn leiddi lika í ljós, að buxna- skálmarnar — og þó sérstaklega hnén — höfðu verið mjög rækilega burstaðar. Næst tók dr. Lynch jakkann til athugunar. Þegar hann lagði flíkina undir smásjána, komu í ljós örgrann- ir silkiþræðir, sem stungu mjög í stúf við hið grófa fataefni. Það voru þrjátíu og átta þræðir. Nú dró vísindamaðurinn silkiþræði úr lcjól látnu stúlkunnar. Hann lagði þá við hliðina á hinum. I>eir voru ná- kvæmlega eins. Af þessu mátti draga þá ályktun, að Stone héfði að minnsta kosti strokist við hina myrtu af talsverðu afli. Eftir þetta var tiltölulega auðvelt að gera sér hugmynd um, hvernig glæpurinn hafði verið framinn. Stone hafði kropið við hlið stúlkunn- ar og myrt hana með slæðunni henn- ar. Og áverkarnir á líkinu gáfu til kynna, að hún hafði varist eftir mætti. Stone var ekki sérlega greindur maður. Framburður hans hafði frá upphafi verið mjög ósennilegur. En sagan, sem hann sagði í réttinum, var vægast sagt langsótt, Tveir kunnir og reyndir lögfræð- ingar tóku að sér vörn hans. Þeir réðu honum eindregið frá því að fara sjálfur í vitnastúkuna, enda hvíldi ekki sú skylda á honum. En hann liafði aðvaranir þeirra að engu, krafðist þess að fá að bera vitni. Hann tjáði réttinum, að hann hefði gengið niður skógarstíginn með Ruby og að hún hefði reitt hann til reiði með því að klípa í eyrað á honum. Hann hefði misst vald á skapsmun- um sínum, þau hefðu tuskast og loks slegist með hnefunum. I sviftingun- um hafði silkislæðan óviljandi herst að hálsi stúlkunnar. En hvernig stóð á því, að kjóllinn hafði verið upp um hana þegar hún fannst ? Hafði það ekki verið upp- hafið að hann reyndi að nauðga henni ? Nei, svaraði Stone, kjóllinn og önn- ur föt hennar höfðu ólagast, þegar hún féll. „Og hvað skeði næst?“ var hann spurður. Hann hafði ekki haft hugmynd um, sagði hann, hvernig komið var. Hann hefði enn verið ofsareiður og ekki vitað betur en stúlkan væri bara í yfirliði, þegar hann yfirgaf hana „Ég frétti ekki fyrr gp* daginn eftir, að hún væri dáin,“ sagði Stone. „Þessvegna fór ég til lögregluþjóns- ins: til þess að segja honum sann- leikann og hreinsa sjálfan mig af öll- um grun.“ Það tók kviðdóminn aðeins tuttugu og fimm mínútur að komast að nið- urstöðu, og Stone var hengdur. Það nrá kannski segja, að þrjátíu og átta silkiþræðir hafi vei'ið í hengingaról- inni. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.