Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 3

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 3
Willy Ireland langaði að gleðja pabba sinn. Og hann samdi — „NÝTT LEIKRIT EFTIR SHAKESPEARE" AÐ er nokkurnveginn örugg vissa fyr- ir því, að William Shakespeare samdi að minnsta kosti þrjátíu og sjö leikrit. Þó hefur ekki fundist svo mikið sem blaðslitur úr handritum hans. Þarf þó ekki að lýsa því, að rækilega hefur verið leit- að, enda mundi eiginhandarrit skáldsins naumast verða metið til peninga. Það má því geta nærri, að uppi varð fótur og fit fyrir 160 árum, þegar sú fregn barst út, að glatað Shakespeare- leikrit, sem veröldin hafði ekki haft hug- mynd um, væri komið í leitirnar. Sérfræðingar athuguðu hið gulnaða handrit og staðfestu, að það væri ósvikið. Sheridan, forstjóri Drury Lane leikhúss- ins, fékk það næst í hendur. Hann las það fullur eftirvæntingar. En hann varð fyrir vonbrigðum. Leikritið var satt að segja heldur ómerkilegt. Shakespeare hlaut að hafa skrifað það kornungur. Þó var líka sú híið á málinu, að nýtt leikrit eftir skáldið mundi vekja stórmikla athygli, og ekki þurfti leikhúsið að óttast, að að- sókn yrði dræm. Svo varð heldur ekki. Sjaldan hafði sést önnur eins biðröð við leikhúsið. Það VEIZTU—? 1. Hvar liggtir Norðurheimskautsbaugurinn yfir Islanil? 2. f frœgri sögu og kvikmynd, sem nýlega var sýnd í Austurbæjarbíói, heitir aðal- söguhetjan Aliab skipstjóri. Hvaða saga er það? 3. I.iggur Neiw Foundland fyrir norðan eða sunnan Ástralíu? 4. Hvaða landnámskona nam land í Dölum? 5. Hvað er klukkan í London, þegar hún er 10 í Reykjavík ? En livað er hún þá á Grænlandi ? 6. Hvað er synodus? 7. Hver fann penicillínið ? 8. Hverjir flugu í fyrsta sinn kringuni linöttinn (þeir komu við á íslandi) og hvenær var það? 9. Gríski vínguðinn hét Dionysius. Hvað hé( liann hjá Rómverjiun? 10. GATA: Einhverju sinni voru tvær konur, þær sáu, hvar tveir menn komu; þá sögðu konurnar: „I>ar koma okkar menn og okkar mæðra menn og okkar feður“. Sjá svör á bls. 18. var bókstaflega slegist um aðgöngumið- ana. Meðlimir konungsfjölskyldunnar mættu á frumsýningunni, og þessi fyrsta sýning á „Vortigern og Rowena“ varð leiklistar- viðburður ársins. I heiðurssætinu næst konungsstúkunni sat ungur skrifstofumaður. Hann var maður kvöldsins. Fólk starði á þennan átján ára pilt, sem orðið hafði fyrir því makalausa láni að finna leikritið. hlann hét eftir á að hyggja Willy Ireland. Hann var mjög ókyrr í sæti sínu. Fólk hélt að það stafaði af feimni. Engan grunaði, að hin sýnilega vanlíðan hans átti sér aðrar rætur. Hann hafði nefni- lega skrifað þetta ,,Shakespeare-leikrit“ sjálfur, hvern einn og einasta staf! ,,Jæja, nú kemur það,“ hugsaði hann um leið og tjaldið fór frá. En honum til ósegjanlegrar furðu, var brátt byrjað að klappa fyrir leikurunum. Leikritið, sem hann hafði skrifað á laun á tæp- um tveimur mánuðum, virtist ætla að fá hinar ágætustu móttökur. Þegar tjaldið féll, flykktust leikararnir um Willy og óskuðu honum til hamingju. Sem finnandi leikritsins átti hann nefni- lega að fá helming ágóðans af sýningum þess. Og Willy Ireland var þegar byrjað- ur að velta því fyrir sér, hvort ekki væri reynandi að ,,finna“ nokkur leikrit enn eftir Shakespeare. Þótt ótrúlegt sé, átti þetta allt rætur sínar að rekja til saklauss hrekks. Faðir Willys var fornbókasali, sem hafði gam- an af að safna myndum af Shakespeare og bókum um hann. Willy þurfti að gefa honum afmælisgjöf og gróf upp bók frá dögum Elizabethar I. Þetta var falleg og góð gjöf. Og að gamni sínu — einungis til þess að glettast við föður sinn — skrifaði Willy á saurblað bókarinnar ,,tileinkun“ frá Shakespeare til drottningar. Honum til mikillar furðu gleypti faðir hans agnið. Ireland gamli heimtaði meir að segja að fá að vita hvaðan bókin væri komin, og Willy varð að búa til heilmikla sögu um kaupsýslumann, sem hefði gefið honum aðgang að gömlu skjalasafni. Faðir hans bað hann í guðanna bæn- um að halda áfram að leita. Willy féllst á það eftir nokkurt þóf — og gladdi gamla manninn nokkrum vikum seinna með því að færa honum afsalsbréf með „eigin- handarundirskrift" Shakespeares. Nú voru um þessar mundir aðeins til sex önnur sýnishorn af undirskrift skálds- ins, svo að geta má nærri að fundurinn vakti eigi litla athygli. Fræðimenn komu í hópum heim til feðganna. Allir vildu þeir fá að tala við Willy. Og af einskærri ,,skyldurækni“ — því að hann vildi ekki valda þeim vonbrigðum — náði hann sér í gamalt pergament, skrifaði á það nokkr- ar línur úr Hamlet og tilkynnti, að þarna hefðu þeir síðu úr frumriti leikritsins. Fræðimennirnir rýndu í letrið, þukluðu á pergamentinu og sögðu, að sennilegast hefði hann rétt fyrir sér. Því miður leit Willy á þetta sem hvatn- ingu til þess að halda ritstörfum sínum áfram. Kunningi hans, sem var bókbind- ari, kenndi honum að búa til vökva, sem var nauðalíkur æfagömlu bleki. Willy harðneitaði af augljósum ástæð- um að upplýsa, hver kaupmaðurinn væri, sem átti þetta makalausa skjalasafn. Hann sagði að maðurinn væri óhemju hlé- drægur og að hann — WiTly — hefði heit- ið honum því að ljóstra ekki upp um nafn íians. Hinsvegar mundi hann halda áfram að rannsaka skjalasafn hans og tilkynna veröldinni jafnharðan hvað kæmi í leit- irnar. Næst kom Willy með bækling trúarlegs efnis, og var þar hver stafkrókur með „ritliönd“ Shapespeares. Kunnir klerkar lofsungu bæklinginn og innihald hans há- stöfum. Þá komu nokkrar síður úr Lear kon- ungi og glefsur úr áður óþekktu leikriti, sem sýndist hafa fjallað um Vilhjálm bastarð. Og fáeinum 'dögum seinna kom Willy með kassa nokkurn, sem hafði að geyma lokk úr hári Shakespeares! Meðal gesta Ireland-feðganna þessar vikur voru margir frægir menn. Æfisögu- i’itarinn Boswell kom, kraup á hné fyrir framan handritin og hárlokkinn og lofaði guð hástöfum fyrir að fá að lifa þennan dag. Prinsinn af Wales mætti líka með fríðu föruneyti. Svo fór auðvitað, að Willy stóðst ekki mátið og ákvað að semja enn eitt „Shakes- peare-leikrit“. Kunnasti leikhússtjóri Lundúna hafði heitið honum sem samsvar- ai 150,000 krónum, ef hann gæti grafið upp leikrit á borð við „Vortigern og Rowena.“ En nú komu forlögin til skjalanna. Ver- ið var að sýna „Vortigern og Rowena“ fyr- ir fullu húsi, þegar það óhapp vildi til í lok sýningar, að tjaldið féll beint ofan á höfuð eins leikarans og hafði nærri rot- að hann. Vitanlega vakti þetta hlátur. Og ein- hvernveginn fylgdi það í kjölfar híáturs- ins, að fólk fór að gruna, að hér væru brögð í tafli. Þegar Willy lýsti yfir, að Framhald á bls. 18 VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.