Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 6

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 6
Vesturveri BÚÐABORGIN i T^EGAR tók að sjá fyrir endann á byggingu Morgunblaðshallarinnar svokölluðu fyrir þremur árum, kom í ljós að í húsakynnum henn- ar hafði verið gert ráð fyrir nýstárlegri búða- borg eða nokkurs konar búðasamsteypu, þar sem nýjar og gamalgrónar verzlanir settu upp deildir undir sama þaki, til að gefa viðskiptavin- um sínum kost á að fá sem flesta hluti á sama stað. Síðan hafa fleiri verzlanir bætzt í hópinn, og nú er svo komið að hægt er að koma þar inn og kaupa flest það er hugurinn girnist, eins og föt á húsbóndann og kjól á frúna í deildum Herrabúðarinnar og Bezt í kjallaranum, grípa svo með sér skartgrip við kjólinn á leiðinni upp hjá skartgripadeild Árna B. Björnssonar, bók til að lesa eða hljómplötu til að dansa eftir þegar heim kemur í bókadeild Lárusar Blöndals og hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur, blóm eða konfektkassa hjá Rósinni og ABC til að blíðka frúna, nú eða þá hversdagslegri hluti eins og búsáhöld og eldavélar í Hamborg og Rafha. Og þegar buddan er svo orðin tóm, er kannski ráð að koma við í happdrætti DAS eða Háskól- ans og fá sér einn happdrættismiða, til að hafa að minnsta kosti von um að eiga fyrir mjólk- inni. Mörgum, bæði kaupmönnum og viðskipta- vinum, þykir þetta fyrirkomulag hreinasta af- bragð; kaupmönnunum af því að þarna streyma daglega framhjá deildum þeirra þúsundir manna, sem erindi eiga í húsið, og viðskiptavin- unum af því þá losna þeir við að eltast við hlut- ina, sem þá vanhagar um, víðsvegar um bæinn. Nú vill Vikan gefa lesendum sínum kost á að kynnast ofurlítið betur þessum tíu fyrirtækjum í Vesturveri, sem öll eru á þremur hæðum, á ca. 600 fermetra gólfleti og því öll undir sama þaki. Moi-g-unblaðshöllinni — að þeim sem erindi ættu i húsið kynni allt í einu að langa í sigarettu eða súkkulaði- mola —- og því komið upp lítilli, smekklegri sælgætis- og tóbakssölu, þar sem umferðin er mest inn í Vest- urver, og rétt við dyrnar þar sem leiðin liggur upp á skrifstofurnar í húsinu. Þetta stórhýsi er eins og lítið þorp, þar vinnur á f jórða hundrað manns á sama tíma sem verzlunin er opin, og verður að gera ráð fyrir að tals- verður hluti þess fólks drýgi aðrar e>ns smásyndir eins og að reykja og narta í súkkulaðimola. Við afgreiðslu er Ólöf Tómasdóttir, (sjá myndina). Hún kveður það skemmtilegt starf. Þarna sé alltaf mikil umferð og margt að sjá. Bókadeild Lárusar Blöodals fremst í Mðaborginni. ÞEGAR inn í Vesturver er komið blasir við bókadeild Lárusar Llöndals. Það er orðin þekkt verzl- un í bænum. Aðalverzlunin er til húsa á Skólavörðustíg 2. Þar setti Lárus á stofn bókaverzlun árið 1943 undir eigin nafni, en hafði þá starfað við Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar frá 1932 og í Bókabúð Isa- foldar, sem hann stofnsetti fyrir Isa- foldarprentsmiðju 1939. 1 bókadeildinni í Vesturveri er bók- um og blöðum þannig fyrir komið að kaupendur eigi sem greiðastan að- gang að þeim. Eins og sést á mynd- inni hér fyrir ofan, hefur bókaverzl- im Lárusar Blöndals ávallt mikið úr- val af blöðum, enda hefur hún einka- umboð fyrir mörg vinsæl erlend blöð, eins og American Home, Satur- day Evening Post og Ladies Home Journal. Þegar fréttamaður frá Vikunni leit þar inn fyrir skemmstu, hitti hann að máli deildarstjórann, Axel Sigurðsson, og spurði hann hvort það væru sömu viðskiptavinirnir sem kæmu í báðar verzlanirnar og hvort eftirspurn væri eftir sömu bók- um á báðum stöðum. Hann kvað það áberandi hve yngra fólk sækti meira bókadeild- ina í Vesturveri, þar sem ávallt er mikið um að vera, en eldri viðskipta- vinirnir kysu heldur að koma í aðal- verzlunina við Skólavörðustíginn og liafa þá meira næði til að skoða og velja. Auk þess sækir fólk að sjálf- sögðu meira í þá verzlun sem nær því' er. Sælgætis- og tóbaksdeildin A.B.C. við aðalinnganginn. VIÐ könnumst öll við söguna hans Somersets Maughams um hinngjarann í St. Pauls, sem lang- aði allt í einu i sígarettu á götu þar sem enga tóbaksbúð var að finna og áttaði sig undir eins á því að þann- ig hlyti a3 vera ástatt um fleiri. Músikin frá hljóðfæradeildinni ómar um alla búðaborgina. Þetta endaði með þvi að hann átti tóbaksverzlanir um alla London og gekk á milli þeirra einu sinni í viku til að hirða ágóðann. Þetta sama hefur einhverjum dottið i hug, þegar verzlanir og skrif- stofur fóru að taka sér bólfestu í ÞAÐ er óþarfi að taka það fram hvar hljóðfæraverzlunin í Vest- urveri er staðsett. Maður gengur bara á hljóðið. Sú deild sér af- greiðslufólkinu og viðskiptavinunum í búðaborginni fyrir dynjandi músík ailan daginn, og af nógu er að taka, því þar eru fyrirliggjandi calypso- plötur og heilar óperur og allt þar á milli. Þetta er hljóðfæraverzlun Sigríð- ar Helgadóttur, sem allir Reykvík- ingar kannast við. Hún var áður til húsa í Lækjargötu 2 og er ein af eldri verzlunum bæjarins. Sigríður Helgadóttir keypti hana árið 1938 af Katrínu Viðar, sem hafði stofnsett þarna hljóðfæraverzlun 1925 og jafnframt verzlað með austurlenzkar vörur. Nú hefur verzlunin flutt alla starfsemi sína í Vesturver og selur eingöngu músíkvörur og hljóðfæri, allt frá blokkflautum upp í flygla. Hefur þessi verzlun unnið mikið og þarft starf með þvi að flytja inn og útvega hverskonar hljóðfæri, m. a. fyrir barnalúðrasveitir og ódýr hljóð- færi fyrir byrjendur. Préttamaðui' frá Vikunni spurði verzlunarstjórann hvaða hljómplötur og hverskonar músik væri eftirsótt- ust um þessar mundir meðal við- skiptavinanna í Vesturveri. Hann sagði að eftirspurnin eftir dægurlög- 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.