Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 8

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 8
Á efri hæðinni selur Rafha eldavélar og ísskápa. UTAN úr Austurstræti sjá vegfar- endur inn um stóran sýning- arglugga á annarri hæð í Morgun- blaðshöllinni hvar stúlka gengur um innan um eldavélar, þvottavélar, þvottapotta og ísskápa og veitir við- skiptavinum upplýsingar um kosti þessa varning. Hún heitir Þyri Huld Sigurðardóttir og það er hún sem þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan. Eldavélin, sem hún er að sýna við- skiptavininum, er frá Rafhaverk- smiðjunni í Hafnarfirði, eins og öll önnur rafmagnsáhöld, sem þarna eru á boðstólum. Rafmagnstækin frá Rafha þarf ekki að kynna. Þau eru svo að segja til á hverju heimili á landinu, enda er verksmiðjan búin að framleiða 65 þús. rafmagnstæki frá því hún tók til starfa veturinn 1936—37, þar af bðlega 38.000 heimiliseldavélar. Á þessu tímabili hafa rafmagns- tækin tekið miklum framförum, enda er stöðugt verið að endurbæta þau samkvæmt nýjustu uppfinningum. Við báðum Þyri Huld um að benda okkur á nýjustu umbæturnar, sem gerðar hafa verið. Hún sýndi okkui’ „grillelement" í bakaraofninum á nýjustu eldavélategundinni, hvernig nú er hægt að stilla hitann á plöt- unum með miklu meiri nákvæmni, livernig hægt er að lyfta upp hringj- unum og komast að því að þrífa undir þeim og hvernig hægt er að láta klukku hringja eftir ákveðinn tima. Ennfremur vakti hún athygli okkar á kæliskápunum, sem nýlega hafa verið gerðir miklu rúmbetri og þannig að þeir eyða minna rafmagni. I* kjallaranum, hægra megin þegar niður er komið, er tízkuverzlun- in Bezt til húsa. Myndin hér að ofan sýnir snyitideildina. tJti á gólfinu er svo komið fyrir tilbúnum kvenfatn- aði, þannig að viðskiptavinirnir kom- ist auðveldlega að því að skoða hann. Eigandi verzlunarinnar, frú Guð- rún Arngrímsdóttir saumakona, hef- ur lengi saumað á konur bæjarins. Hún setti upp saumastofu árið 1934 og rak þá verzlunina Tízkan í sam- btndi við hana. Árið 1950 stofnsetti hún svo verzlun og saumastofu á Vesturgötu 3, undir nafninu Bezt. Nú hefur hún flutt snyrtivörudeildina og tilbúna fatnaðinn, ásamt saumastof- unni, í Vesturver, en selur efni og því um líkt á gamla staðnum við Vest- urgötuna. Við hittum Guðrúnu að máli í verzluninni og spurðum hana hvort isienzkar konur legðu mikið upp úr því að fylgja tizkunni. Hún játaði því, en kvað ungu stúlkurnar hér skapa sér tízku sjálfar. Ef einhver vel klædd skólastelpa kæmi í fall- egri flílc, vildu hinar allar fá eins. Ennfremur hefði reynzlan orðið sú, að ekki þýddi að hafa alveg nýjasta erlendan tízkufatnað á boðstólum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðrún hefur sjálf téiknað upp og sniðið hetturnar á Bezt-úlpurnar, sem mikil eftirspurn hefir verið eft- ii undanfarin ár. Bezt rekur saumastofu í sama húsi, og lagfærir þar fatnaðinn á viðskiptavinina, ef með þarf. Enn- fremur er lærð snyrtidama, frú Jens- son, við afgreiðslu og til leiðbeininga í snyrtideildinni. Tízkuvörur og snyrtivörur í stærsta húsrýminu. Skartgripadeildin elzta verzlunin. ■ y ,, ___ y m 3 ;: 'ék;: # m^Emrn —i m fi k WmSí _ SjKARTGRIPA- og skrautmuna- deildin í Vesturveri blasir við um leið og komið er niður stigann, niður í kjallarann. Það er útibú frá verzlun Árna B. Björnssonar, sem hefur verið til húsa í einu elzta húsi bæjarins við Lækjartorg (en það var byggt 1852) frá því Árni keypti úr- smíðavinnustofu Péturs Hjaltested, og setti þar upp silfursmíðaverkstæði og verzlun. Upphaflega voru þar að- allega á boðstólum silfurmunir frá Georg Jensen, en nú er orðið langt síðan tekið var fyrir innflutning á þeim fallega listiðnaði. Enn fæst þó fluttur inn stálborðbúnaður frá Georg Jensen verksmiðjunum. Nú starfa fjórir gullsmiðir á verk- stæði verzlunarinnar. Þaðan hafa löngum komið fagrir gripir, og má þar nefna kirkjugripina, sem Leifur Kaldal teiknar og smiðar, og sjá má í kirkjum um allt land. Við hittum að máli Gunnar Guð- mundsson verzlunarstjóra, og spurð- um hann hvers konar skartgripir væru mest keyptir hjá þeim. Okkur tii talsverðrar furðu, sagði hann að ailtaf seldist mikið af vírivirki, eink- um sem minjagripir til útlendinga. Víravirki þætti sérkennilegt. Það væri einhver elzti iðnaður á landinu, hefði flutzt hingað í fornöld frá ná- lægari Austurlöndum og tekið á sig sérstakan svip. Við spurðum hvernig stæði á því að verzlunin hefði opnað útibú í Vesturveri, svona nálægt aðalverzl- uninni. — Jú, við höfum trú á svona fyr- irkomulagi, þar sem fólk getur geng- ið um og skoðað í fögru umhverfi. Þarna er aðalumboð AÐ flutti í Vesturver síðastliðið haust og fékk rúmgott húsnæði á efri hæðinni. Ekki veitti af, því á þeim þremur árum sem happdrættið er búið að starfa, hefur miðunum fjölgað úr 30.000 í 65.000, og af þeim eru nú um 35.000 miðar endur- nýjaðir á þessum stað. Þessir miðar eru ætíð uppseldir fyrst á happ- drættisárinu, en það byrjar 1. maí. Síðustu dagana áðui' en dregið er, ei' því oft mikil ös í aðalumboðinu, því dregið er þriðja hvers mánaðar og margir endurnýja ekki fyrr en þeir eru búnir að fá kaupið sitt. Geta þá kannski komið 3—4 þúsund manns á einum degi. Þá er oft mikið að gera við af- greiðsluna hjá stúlkunum. Á mynd- inni hér fyrir neðan eru tvær þeirra, þær Erla Jónsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Við spurðum Guðrúnu hvort ekki væri hætta á að miðarn- Happdrættis DAS. iv rugluðust hjá þeim á slíkum dög- um, en hún kvað allt vera í svo föstum skorðum að það kæmi sjaldan fyrir. Auk þess væru miða- umslögin lesin saman við bækurnar, þegar tóm gæfist til. Hún lét vel yfir því hve vinnuskilyrðin væru góð á þessum nýja stað. Þar væri rúm- gott og borðið væri svo hátt að hægt væri að standa uppréttur við að leita að miðunum, sem komið er fyrir í þeim. Vinningar eru aftur á móti ekki afhentir þarna. Strax og búið er að draga og ganga úr skugga um að vinningsmiðinn sé endurnýjaður, er farið heim til eigandans og honum tilkynnt þetta óvænta happ. Um leið er fengið leyfi til að birta nafn hans í dagblöðunum. 1 hverjum mán- uði kemur vinningur upp á 10 miða, stærstu vinningarnir þrír eru ibúð og tveir bílar. 8 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.