Vikan


Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 16

Vikan - 06.03.1958, Blaðsíða 16
HAMMOND INNES FORSAGA Engles kvikmyndastjóri hefur beðið vin sinn Neil Blair að heimsækja skíða- skála nokkurn í ítölsku Ölpunum. 1 fylgd með honum er Joe Wesson kvik- myndatökumaður. Þeir eiga að láta líta svo út sem þeir séu að undirbúa kvik- myndatöku á staðnum. Baunin er þó allt önnur. Á stríðsárunum var mikill gull- sjóður falinn þarna og hafa ýmsir menn — og sumir æði skuggalegir — hug á að klófesta hann. Uppgjörið hefst þegar Engles kemur til skálans. JOE stundi. „Það er eins og þið hafið verið að vinna í holræsi." Mayne fór upp. Joe stóð upp. „Það er allt að verða vitlaust hérna,“ sagði hann. Hann beindi orðum sínum að Engles. „Fyrst segirðu, að þið Mayne séuð ósáttir. Síðan hverfurðu með honum, ásamt hirvum. Valdini og greifynjan eru búin að læsa sig inni á herbergjum sínum. Segið þið mér nú hvað gengur á." Engles sagði: „Setztu niður og vertu rólegur, Joe. Þér er borgað sem myndatökumanni en ekki barnfóstru." „Já, en þetta er hlægilegt, karl minn,“ sagði hann þrár. „Það er eitthvað að gerast." „Ertu myndatökumaður eða ertu það ekki?“ Rödd Bngles var hörð. „Auðvitað er ég myndatökumaður ?“ Joe var vonsvikinn. „Jæja, haltu þá áfram að taka myndir. Ég er ekki hérna til þess að eltast við þig. Þú hefðir getað náð ágætum myndum í dag, ef þú hefðir skki verið svona latur.“ „Já, en —“ „Gíóði maður, á ég að hugsa um þig eins og fcrakka?" Joe gafst upp fúil i biagði og fór að lesa aftur. Þetta var meinlegt og óréttlátt. En það þaggaði niður í honum. Við fórum og settum verkfærin í áhaldaskúrinn. Þegar við vorum að stafla þeim i eitt hornið, sagði Keramikos. „Ég held, að Mayne vilji komast að einhverju samkomulagi. Honum leiðist að vera einn. Og nú, þegar hann veit ekki hvar gullið er, líður honum bölvanlega. Hann þorir ekki að skjóta okkur því að það getur verið, að við vitum hvar guilið er. Og hann þorir heldur ekki að leyfa okkur að lifa, nema að við séum í félagi með honum. Ég held að hann vilji, að við göngum allir í félag með honum núna.“ „En ættum við að fallast á það?" spurði ég hann. „Með þinni hjálp, gætum við komið honum fyrir kattamef." Ég var að hugsa um byssuna, sem hann var með. Keramikos hristi höfuðið. „Nei. Nei. Það er ef til vill hægt að nota hann. Við vitum ekki hversu mikið hann veit. Við ættum fyrst að, komast að samkomulagi." „En ætli hann viti nokkuð betur en við hvar gullið er?“ spurði Engles. Keramikos yppti öxlum. „Fjögur höfuð eru alltaf betri en eitt, vinir mínir," svaraði hann tvírætt. Við fórum nú upp. Ég var feginn að komíist úr köldum fötunum og fara í eitthvað hlýtt. Engles kom inn til mín, þegar ég hafði skipt um töt. „Hvernig líður þér, Neil?" „Ekki sem verst,“ svaraði ég. „Þú ættir að setja plástur á sárið," sagði hann. „Ég er með plástur með mér.“ Hann kom stuttu síðar, með plástur í hendinni. „Hérná," sagði hann og klappaði mér á öxlina. „Þetta er ekki djúpt sár. Mér þykir leitt, að þú skyldir ekki sleppa. Þú gerðir að minnsta kosti allt sem í þínu valdi stóð." „Það var vonlaust að reyna," sagði ég afsak- andi. „Ónauðsynlegt, skulum við segja.“ Hann glotti glaðlega. „En ekki gazt þú vitað það.“ „Meinarðu, að þú hafir vitað, að gullið var ekki í þessum kössum?" spurði ég. „Við skulum segja, að ég hafi haft sterkan grun um það.“ Hann kveikti sér í sígarettu og horfðí á eldinn deyja út, síðan sagði hann: „Víð þurfum nú að fylgjast vel með vini okkar, Kera- mikos. Hann er miklu viðsjárverðari náungi en Mayne. Og hann heldur, að við vitum hvar gullið er.“ „Og — vitum við það?“ spurði ég. Hann brosti. „Það er bezt að vita sem minnst um það,“ svaraði hann glaðlega. „Komdu niður, við skulum fá okkur að drekka. Við skulum verða blindfullir í kvöld. Og þú skalt verða enn fyllri en ég.“ Þetta var óhugnanlegt kvöld. Engles var i essinu sínu, sagði hverja söguna af annarri um kvikmyndastjörnur, sem hann þekkti, leik- stjói'a, sem hann hafði farið illa með, kokteil- boð, sem höfðu endað með skelfingu. Hann var eins og götusali, sem selur áheyrendum sinum glaðlyndi. 1 fyrstu var ég eini áheyrandinn. En síðar gat Engles slitið Joe frá kúrekasögunum hans. Síðan bættist Keramikos i hópinn, og Mayne var einn eftir, einn síns liðs. Það var þetta, sem Engles hafði verið að biða eftir. Mayne fór að píanóinu og hamraði á það eitthvað eftir Bach. Hann hlífði píanóinu á eng- an hátt. Gamla píanóið túlkaði átakanlega vel vonleysi hans og reiði. Og Engles hélt áfram að segja sögur, þangað til við vorum allir farnir að veina af hlátri. En við vorum aðeins glaðir á yfirborðinu, hreifir af koníakinu. En hláturinn var ósvikinn. Og Mayne stóðst ekki mátið. Hann var ekki lengur húsbóndi okkar, heldur einn af okkur. Hann vissi ekki hvert hann átti að snúa sér, þar sem leitin að gullinu hafði misheppnazt. Með byssu í hendinni hafði hann að vísu nokkuð sjálfsöryggi til,að bera. En að honum væri alls ekki gefinn neinn gaumur! Að sjá okkur hina í að því er virtist bezta skapi. Það Var einum of mikið. Hann sló skyndilega báðum höndum á nótnaborðíð og stóð upp. „Hætt- ið þessum hlátri!" öskraði hann. „Skiptið ykkur ekki að honum," hvíslaði Eng- les. Og hann hélt áfram að tala. Við byrjuðum aftur að hlæja. „Hættið þessu, heyrið þið það?“ Engles sneri sér að honum. Hann riðaði ör- lítið. „H-hætta hverju?" spurði hann sljór. „Setjist þið við eldinn og hættið þessum háv- aða,“ skipaðí Mayne. „Hvaða hávaða? HeyrU- þú einhvern hávaða, Neil?" Hann sneri sér virðulega að Mayne. „Eng- inn hávaði hérna, karl minn. Hlýtur að vera í píanóinu." Ég leit á Mayne. Hann var fölur af reiði. En hikaði. Hann vissi ekki hvernig hann átti að hegða sér. „Engles," sagði hann. „Farðu og seztu." „O, farðu til fjandans," svaraði Engles. Hann fór með höndina ofan í vasann, þar sem byssan var. En hann hætti við að ná i hana. Hann stóð stundarkorn og virti okkur fyrir sér og beit sig i vörina. Síðan settist hann við pianóið aftur. Stuttu síðar fór Anna að leggja á borðið. Engles leit á okkur. „Við viljum ekkert éta, er það? Mér er sama, étið ef þið viljið. En ég vil bara halda áfram að drekka. Eða eigum við ekki að láta setja matinn á barinn? Þá geta þeir sem vilja náð sér í bita.“ Og hann benti Önnu að setja matinn á barinn. Þetta var smiðshöggið. Annað hvort varð Mayne að láta önnu færa sér matinn eða koma að barnum og borða með okkur. Hann tók síð- ari kostinn. Stuttu síðar tók hann Engles af- síðis. Síðan kallaði hann á Keramikos. Samtalið stóð í nokkrar mínútur. Síðan tókust þeir allir í hendur. Ég heyrði Engles segja: „Mér finnst þú haga þér ákaflega skynsamlega, Mayne.“ Mayne fór inn fyrir barinn og byrjaði að blanda einhverju saman handa okkur. Þegar hann beygði sig niður, til þess að ná í flösku, hallaði Engles sér að méi'. „Verður ekkert skotið. Skiptum þessu þrír á milli okkar.“ Það var auðséð á honura, að honum var skemmt. „Hvað með Cörlu?“ hvislaði ég. „Við höfum ekkert hugsað um hana," svaraði hann. Mayne rétti úr sér og byrjaði að blanda ein- hverju saman og notaði tóma flösku til þeen að hrista veigarnar í. Hann var orðinn rólegur á ný. Maður hefði getað haldið, að hann væri fyrirmyndar gestgjafi, þarna sem hann stóð og talaði, brosti og sinnti vinföngunum, eða þá hann hefði getað verið ríkur kvennamaður, ef til vill leikari, kannski jafnvel listamaður, en aldrei hefði maður trúað því, að þarna væri morðingi, sem sveifst einskis. Og hversvegna drukkum við svona mikið þetW kvöld? Við höfðum hver sína ástæðu. Engles byrjaði og við fórum að dæmi hans. Og hann varð fljótt vel kenndur, því að hann vildi láta hina drekka líka. Ég drakk, vegna þess að mér hitnaði af víninu og þar að auki Engles til samlætis. Joe drakk, vegna þess að allir voru sáttir og það gladdi hann. Hann hataði að sjá menn ásátta. Það var eflaust þessvegna sem hann var ekki giftur. Mayne drakk, vegna þess að hann langaði til þess að skemmta sér með okkur og gleyma því sem komið hafði fyrir við píanóið. Og Keramikos? Ég vissi ekki þá vegna hvers Keramikos drakk. Engles virtist verða drukkinn á undan öllum hinum. Um klukkan ellefu fór hann að rífast við Joe og skjögraði út úr herberginu í versta skapi. Keramikos fór eitthvað klaufalega að með glas- ið sitt og velti þvi á gólfið. Hann leit sljóum aug- um á það, tók ofan gleraugun, þurrkaði sér um 16 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.