Vikan


Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 4

Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 4
Tilliiiitniitfj um morð eftir Agöthu Christie JANE frænka, vertu ekki svona æst á svipinn. Hvað er að ? — Nei, það getur ekiii veriö.. Það er engin ástæða . . . — Jane frænka! Ungfrú Marple andvarpaðí og brosti svo hressilega. — Það er ekkert, væna min, sagði hún. — Hélztu kannski að þú vissir hver morðínginn er ? spurði Bunch. Hver er það ? — Ég veit ekkert um það, svaraði ungfrú Marple. Mér datt snöggv- ast svolítið í hug — en nú er hugmyndin flogin. Ég vildi bara að ég vissi það. Það er svo stuttur tími til stefnu, svo hræðilega stuttur tími. -— Hvað áttu við með því? — Gamla konan norður í Skotlandi getur dáið á hverri stundu. Bunch starði á hana: — Þú trúir þá á Pip og Emmu. Þú heldur að það hafi verið þau — og að þau muni reyna aftur. — Auðvitað reyna þau aftur, svaraði ungfrú Marple, ailt að því úti á þekju. Ef þau hafa reynt einu sinni, þá reyna þau aftur. Ef einhver ei’ búinn að ákveða að myrða annan, þá hættir hann ekki við það þó það takist ekki í fyrsta skiptið. Einkum ef það er nokkurn veginn öruggt að hann er ekki grunaður. En ef Pip og Emma hafa gert það, þá er aðeins um tvær r.ianneskjur að ræða. Þau hljóta þá að vera Patrick og Júlía. Þau eru systkini og þau eru einustu manneskjurnai- á réttum aldri. — Svo einfalt er það nú ekki, væna mín. Alls konar skyldleiki og tengdir geta lika komið til greina. Við getum reiknað með konu Pips, ef hann er kvæntur, og eiginmanni Emmu. Svo er það móðir þeirra — hún er aöili, þó hún erfi ekkert sjálf. Úr þvi Letty Blacklock hefm’ ekkí séð hana i þrjátíu ár, þá mundi hún sennilega ekki þekkja hana. Fuliorðnar konur eru hver annarri líkar, Frú Wortherspoon tók alltaf út ellistyrldnn sinn og líka eUistyrk frú Bartletts, þó sú síðarnefnda hefði verið dáin í mörg ár. Auk þess er Letitia Blacklock nærsýn. Hefurðu ekld veitt þvl athygh hvernig hún Idprar augun, þegar hún horfir á mann ? Svo er það faðirinn. Hann var víst óttalega óvandaður. —- Já, en hann var útlendingur. — Já, að uppruna. En það er engln ástæða til að haida aö hann tali lélega ensku og baðí út höndunum fyrir það. Ég mundi halda að hann gæti leildð — ja t. d. ensk-indverskan ofursta rétt eins og hver annar. — Er þetta það sem þú heldur? — Nei, það geri ég ekki, væna mtn. Ég veit bara að hér er um mikla peninga að ræða. Og ég er hrædd um að mér sé allt of kunnugt um hvað fólk getur gert hræðUega hluti, til að ná í mikla peningaupphæð. — Ég býst við að það sé rétt, sagði Bunch. En það hefur venjulega ekkert gott af þeim. Ekki þegar til lengdar lætur. — Nei, en þaö veit það ekki tU að byrja með. .— Ég get að vissu leyti skilið það, sagði Bunch allt í einu og brosti s'.nu bliða brosi. Það virðist vera öðru máli að gegna ef maður á sjálf- ur í hlut . . . Jafnvel mér finnst það. Við teljum okkur kannski trú um að við munum gera svo mörg góðverk með peningunum. Heimili fyrir munaðarleysingja eða þreyttar mæður, yndislegar hvíldarferðir út fyrlr landsteinana fyi’ir eldri konur, sem orðnar eru útslitnar . . . Það syrti yfir svip hennar og augun urðu allt í einu dimm og hrygg. Ég veit hvað þú ert að hugsa, sagði hún við ungfrú Mai’ple. Þú hugsar að ég mundi verða af verstu tegund. Þvi ég mundi gabba sjáifa mig. Þeir sem girnast peninga af eigingjörnum hvötum, vita þó að minnsta kosti hvers konar manneskjur þeir eru. En um leið og maður byrjar að telja sjálfum sér trú um að maður ætli að gera gott með þeim, þá er svo auðvelt að tala um fyrir sjálfum sér, og segja að ef til vill sé það ekki svo slæmt að drepa einhvern . . . Augu hennar urðu aftur björt og skær. •— Það mundi ég aidrei gera, sagði hún. Ég mundi aldrei drepa neinn. Jafnvel ekki þó hann væri gamall og veikur eða gerði aðeins illt af sér í veröldínni. Jafn- vel ekki þó hann væri fjárkúgari eða — eða regluleg skepna. Hún veiddi flugu varlega upp úr dreggjunum af kaffinu sínu og lagði hana á borðið. Allir vilja fá að lifa, ekki satt? Flugurnar líka. Jafnvel þó þeir séu gaml- ir, þjáðir og geti rétt aðeins skriðið út i sólina. Júlian segir að slíku fólki finnist jafnvel ennþá erfíðara að deyja og það berst ennþá hraðara fyrir lífinu. Ég nýt þess að lifa — ekki bara að vera ánægð og hamingjusöm og skemmta mér vel — ég á við raunverulega að lifa — vakna og finna með öllum líkamanum að maður er til, með líf i öllum æðum. Hún blés varlega á fluguna. Hún veifaði fótunum og flaug i burtu eins og hún væri enn ringluð. — Hafðu engar áhyggjur, Jane frænka, sagði Buch. Ég mundi aldrei taka lífið af neinum. FJÓRTjÁNDX KA.FLI. Skyggnst inn í fortíðina. Þegar Craddock lögregluforingi steig út úr næturlestinni á litlu stöð- inni í háfjöllum Skotlands, beið hans stór, gamaldags Dailmer bíll og roskinn einkabílstjóri. Þetta var sólríkur dagur og Craddock naut þessarar 20 mílna ökuferðar yfir eyðilegt iandslag. Hann undraðist það að frú Goedler, sem átti hús við fínt torg í London, sveitasetur í Hampshire og einbýlishús í Suður-Frakklandi, skyldi kjósa að dvelja á þessum eyðilega stað, en bílstjórinn fræddi hann á þvi að þarna hefði hún búið sem ung stúlka, og þarna hefðu þau hjónin verið hamingjusömust, þá sjaldan Goedler hafði tíma til að fara frá London. Eftir morgunverðinn kom hjúkrunarkona, sem kvaðst heita systir Mc Clelland, og sagði að sjúklingurinn væri tilbúinn til að taka á móti honum. Það er betra að ég geri yður aðvart um hvað þér eigið i vændum. Yður mun sýnast frú Goedler hress og eins og hún á að sér. Hún spjallar við yður og hefur sýnilega gaman af því, en skyndilega svíkja kraftamir hana. Sendið þá strax eftir mér og yfirgefið hana. Henni er haldíð við með sterku morfíni, skiljið þér? Oftast liggur hún í móki, en vegna komu yðar hefi ég gefið henni sterkt hressingarlyf. Um leið og áhrif þess hverfa, mun hún aftur verða hálfmeðvitundarlaus. — Ég skil. En gætuð þér sagt mér nákvæmlega hvemig heilsu frú Goedlers er háttað? — Hr, Craddock, hún er að deyja. Það verður hægt að halda i henni lifinu i mesta Iagi í tvær vikur í viðbót. Yður finnst það sjálfsagt kyn- legt, þogar ég segi að hún hefði átt að vera dáin fyrir mörgum árum, en það er satt. Hún hefur aldrei verið sterk til heilsunnar —• en þó furðu- legt sé hefur hún haldið i viljann til að lifa, jafnvel þó hún hafi varla komið út fyrir heimilí sitt í 15 ár. Hún er ákaflega hrífandi kona, það eigið þéi’ eftir að sjá. Craddock var vísað inn í stórt svefnherbergi, þar sem eldur brann í arni og gömul kona lá í stóru rúmi með sængurhimni. Þó hún væri ekki nema um sjö eða átta*árum eldri en Letitia Blacklock, þá var hún svo veikbyggð að hún sýndist miklu eldri. Hvita hárið var vandlega greitt og Ijósbláu gljúpu ullarsjali var sveipað um háls hennar og axlir. Það voru þjáningadrættir í andliti hennar, en líka mildir, blíðir drættir. Og Craddock gat' ekki betur séð en það væri prakkaraglampi í augunum á henni. — En hvað þetta var skemmtilegt, sagði hún. Það er ekki oft að lögTeglan heímsækir mig. Mér er sagt að Letitia Blacklock hafi ekki slasazt 1 árásinni, sem gerð var á hana. Hvernig líður minni kæru Blackie? Það er orðið langt síðan ég hef séð hana ... I mörg ár höfum við aðeins skipzt á jólakortum. Ég bað hana um að koma hingað norðureftir þegar hún kom til Englands eftir dauða Karlottu, en hún sagði að það mundi bara valda okkur báðum vonbrigðum eftir svona langan tíma og ef til vill hefur það verið rétt hjá henni . . . Blackie var alltaf svo skynsöm. Gömul skólasystir mín kom i heimsókn til mín í fyrra, og hamingjan góða — nú brosti hún — við vorum að drepa hvora aðra úr leiðindum. Eftir að allt þetta ,,manstu?“ var búið, þá höfðum við ekkert meira að segja. Ákaflega leiðinlegt. Craddock fannst ágætt að leyfa henni að tala, áður en hann færi að bera fram spurningar, til að fá veður af því hvernig sambandi Goedler- hjónanna og Letitiu hefði verið háttað. •— Ég býst við að þér séuð hingað kominn til að spyrja mig um arf- inn? sagði Bella. Randall arfleiddi Blackie að öllum okkar eigum eftir minn dag. Auðvitað datt Randall aldrei í hug að ég mundi lifa hann. FDRSAGA: Það hefur verið ruðzt inn á heimili Letitiu Blacklock og skotið á hana. Lögreglan er þeirrar skoðunar, að elnhver af gestum hennar eða helmilisfólkinu hafi læðst I myrkrinu út um hiiðardyr á stof- unnl, þar sem allt fólkið var samankomið, og berl ábyrgð á skot- unum. Við eftirgrennslan kemur i ljós, að Letitla á von á miklum arfi eftir fyrrverandi húsbónda sinn, milljónamæringinn Randall Goedler, en eiginkona hans og vinkona hennar er um það bil að deyja norður 1 Skotlandl. En þannig er gengið frá erfðaskránni, að ef ungfrú Blackloc.k deyr á undan frú Goedler, eiga systurböm Randalls Goedlers að fá allan arfinn. Það eltt er vitað um þau, að þau voru sem böm kölluð Pip og Emma, 4 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.