Vikan


Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 11

Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 11
ÞENNAN ÐA G IIO POMPEI AÐ var kosningadagur í Pompei, ,,bæjarstjórnarkosningar“, og það var mikið tilstand. Utanbæjar- mennirair, sem líka áttu kosn- ingarétt þama voru farair að flykkjast til borgarinnar; þeir komu úr þorpun- um í nágrenninu og af sveitasetrum auð- mannanna. Kosningabaráttan var hörð og atkvæða- smalamir voru ennþá önnum kafnir. Það úði og grúði af fólki á strætum og torg- um borgarinnar, og við musterin og leik- húsin og á sjálfum íþróttaleikvanginum voru ræðumenn enn að brýna lýðinn og hvetja hann til að kjósa nú rétt, að kjósa þennan eða hinn, að kjósa hina annáluðu heiðursmenn sem þeir nefndu. Þetta var í nóvember árið 79 eftir Krist. Það var fagurt um að litast þarna við Napolíflóa, litirnir hreinir og tærir í sól- skininu. Fólkið á þessum slóðum var orðið vant hinum kenjótta Vesuvius: það var hætt að láta það raska ró sinni þó að eldfjallið gamla væri eitthvað að muldra. Svona lætur Vesuvius alltaf — það var viðkvæðið. Skyndilega sást svört reykjarsúla standa upp úr tindi fjallsins. Mökkurinn teygði sig í áttina til borgarinnar. Svo var hann kominn yfir hana og ofan á hana, «g hann var þá fullur af ösku og glóandi grjóti. Niður fjallshlíðina rann bráðið hraun. Það var komið myrkur — niða- myrkur — um miðjan dag. Fólkið tók til fótanna viti sínu fjær af hræðslu. Ræðumennimir hættu að tala, leik- vangurinn tæmdist, strætin og torgin berg- máluðu af angistarópum hins flýjandi skara. En hvert átti fólkið að fara? Auðug kona í ríkmannlegu húsi sópaði saman skartgripum sínum og lagði á flótta niður götuna með þjónustufólkinu. En þegar öskunni og steinunum tók að rigna yfir hana, réði hún ekki við hræðslu sína og sneri við. Hún var naumast fyrr kom- in inn í hina fögru dagstofu sína en þakið féll og gróf hana undir sér. í Grafhýsagötu var nýbúið að jarða mann og erfidrykkjan hafin. Ættingjar og vinir hins látna voru mættir í húsi sonarins. Þar sátu þeir sína eigin erfi- drykkju. Önefndur maður, sem leitað hafði sér skjóls í afkyma í húsi sínu, rispaði orðin „Sodoma og Gomora“ á vegginn, minnug- VIKAN minnir menn eim á verðlaunaþrautina, sem nú er meir on hálfnuð. Áttundi seðillinn er á síðunni hérna á móti. I’á eru aðeins tveir ó- komnir. En þó geturðu enn orðið þátttakandi i keppninni. Þú þarft aðeins að ná þér í tölu- blöðin með undang-engnum seðlum. Og ef lánið er með, geturðu hreppt vinninginn: — Flugforð fram og aftur til Kaupmannahafnar. ur orða biblíunnar um borgiraar sem eydd- ust af eldi og brennisteini. Svo reyndi hann árangurslaust að forða sér. En hraunið hélt áfram að flæða og ösku- regnið féll án afláts og allar undankomu- leiðir voru lokaðar. Þeir sem ekki höfðu forðað sér strax, þeir sem ekki höfðu lagt á flótta um leið og fyrsti kippurinn fór um jörðina undir fótum þeirra — þeir voru dauðadæmdir. Þeir sem hlaupið höfðu í ofboði inn í hús sín, þeir sem reynt höfðu að forða lífi sínu með því að leita inn í innstu afkyma jarðhýsa og neðanjarðar- ganga — þeir sátu fastir í gildrunni. Og þeir sem nú reyndu að komast undan með því að hlaupa 1 gegnum strætin, þeir upp- götvuðu ýmist, að allar leiðir voru lokað- ar, eða féllu fyrir hinum hvítglóandi loft- steinum. Askan og leðjan, sem gróf Pompei og nágrannaborg hennar, Herculaneum, geymdi minninguna um þennan skelfilega dag. Mörgum, mörgum öldum seinna, þegar byrjað var að grafa í rústimar, þá var allt á sínum stað, allt nákvæmlega eins og Vesuvius hafði skilið við það. En það eru líka til frásagnir af þessum atburði, frásagnir ritaðar af samtíðar- mönnum íbúanna í Pompei. Pliny yngri, sagnritarinn frægi, sem var á staðnum og bjargaðist nauðuglega ásamt móður sinni, lýsir því sem skeði: „Myrkrið hvolfdist yfir okkur . . . Þetta líktist þó engu myrkri. Þetta myrkur var líkast því sem væri maður í herbergi þar sem vandlega hafði verið lokað fyrir allar glufur — allt ljós birgt úti. Og nú heyrð- ist ekkert nema vein kvenfólksins,. hljóð barnanna, angistaróp karlmannanna; si^pn- ir kölluðu á börain sín, aðrir á foreldrína, aðrir á konur sínar eða konumar á menn sína; sumir grétu þegar látna ástvini; sumir lyftu raust sinni í bæn til guðanna; en flestir hugðu, að nú væri kominn sá heimsendir sem eyða mundi bæði himni og jörð . . . Öskunni rigndi látlaust yfir okkur; við urðum að strjúka hana af okkur í sífellu til þess að grafast ekki undir henni. Loks tók að rofa til. En sú veröld, sem við okkur blasti, var gjörbreytt, því að yfir öllu lá hvít aska, eins og landið væri hulið djúpum snjó.“ Eyðileggingin var algjör. Þúsundir fór- ust, sumir þar sem þeir húktu, aðrir á flótta. Fáeinir létu lífið af tryggð og skyldu- rækni. Á syllu, sem snýr út að garði, hef- ur fundist beinagrind dúfu. Hún sat í hreiðri sínu á meðan ósköpin dundu yfir, og undan henni voru teknar leifarnar af eggjunum, sem hún yfirgaf ekki hvað sem á gekk. Við aðalhlið borgarinnar var varðskýli. I því stóð varðmaður og gerði skyldu sína og hreyfði sig hvergi. Hann dó með aðra hendi á sverði sínu, en hafði borið hina upp að munninum til þess að bægja frá sér eiturgufunum. Hann fannst nærri tvö þúsum árum síð- ar á verði við dauða borg. — PATRICIA VOS. Þessi fagri blái og hvíti vasi fannst óskemmdur í grafhýsi í Pompei. I»essar konur fundust í kjallaraher- bergi í liúsi sínu. Sú yngri heldur dauðahaldi í þá eldri. Mæðgur kannski. I búrum húsanna hef ur fundist mik- ið af matvælum. Hér ern fíkjur og hitetur og hveitibrauð. VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.