Vikan


Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 13

Vikan - 13.03.1958, Blaðsíða 13
,,Auminginn,“ sagði Joe. Hann stðð við hliðina á mér, hálfklœddur. „Er þessi bölvuð greifynja þín brjáluð?" „Ég held að hún sé dauð,“ sagði ég. „Klæddu þig í. Ég ætla að fara og sjá, hvort við getum nokkuð gert.“ Hluti af þakinu féll saman, þegar ég hélt út að togbrautinni. Neistar og gufustrókar þyrluðust upp í næturhimininn, síðan bar vindurinn gufuna burt. Carla lá á kafi í snjó, nálægt pallinum. Hún hreyfðist ekki. Rauð treyja hennar ljómaði. Ég sneri henni við. Augu hennar störðu út í nóttina. Andlit hennar var þakið snjó, og það var blóð- blettur í snjónum, þar sem hún hafði legið. Kúla hafði rifið öxlina á henni. Tvær kúlur höfðu lent í brjósti hennar. Blettirnir voru dekkri en treyj- an. Hún var dauð. Ég fór yfir pallinn, þangað sem Mayne lá. Hann lá beint undir þeim stað, þar sem eldurinn var hvað mestur. Stórar eldtungur læstu sig um tré- verkið. Eldtungurnar voru eins og laufin á ein- hverju fjarrænu blómi, sem skulfu af lostafullum ákafa. Ég sá strax, að það var ekkert hægt að gera fyrir Mayne. Lik hans var eins og sviðið hrúgald i bráðnum snjónum. Hann lá í ákaflega afkáralegri stellingu. Og þar sem fötin voru brunnin af honum, gat að líta brunnið hold, sund- urtætt af höglum. Þetta var óhugnanlegur dauð- dagi. Joe kom til min. ,,Dauður?“ spurði hann. Ég kinnkaði kolli. „Við getum ekkert gert. Farðu og náðu í myndavélarnar þínar. Ég skal hjálpa þér.“ Joe hreyfði sig ekki. Hann starði á logandi skálann. Síðan kvað við hár brestur. Loftið á herbergi Mayne féll saman. Við stauluðumst gegnum snjóinn á síðustu stundu. Logarnir læstu sig um rústina með miklum ofsa. Neistar flugu út í nóttina. Nokkrir sviðnir bjálkar féllu á lík Maynes. Þeir stóðu stundarkorn upp á endann, en féllu síðan upp að húsveggnum, það logaði í þeim, en það sem hafði fallið í snjóinn ólgaði og sauð. Það var byrjað að loga í trégólfinu. „Flýt- um okkur, Joe,“ sagði ég. En hann sagði aðeins: ,Guð minn góður. Þvílík kvikmynd." „Hvað með Aldo og konuna hans og önnu?“ sagði ég og hristi handlegginn á honum. „Ha? Nú, þau búa niðri. Þau skila sér.“ Við sáum þau bak við skálann, þar sem þau voru að draga hafurtask sitt út í snjóinn. Kon- urnar tvær voru að minnsta kosti að því. Aldo reikaði um, neri saman höndunum og muldraði: „Mamma mia. Mamma mia.“ Ég geri ráð fyrir að hann hafi ekki haft hreina samvizku, þar sem hann hafði hjálpað Cörlu að flýja. Víð náðum i áhöld Joes og settum þau í snjó- inn. Það var þá, sem ég mundi allt í einu eftir skíðunum. Án þeirra væri ég margar klukku- stundir níður til Tre Croci. Ég staulaðist fram fyrir skálann. Mér féll allur ketill í eld, þegar ég sá framhliðina. Hún var öll logandi, helming- urinn af þakinu var farinn og efri hæðin var ekki orðin annað en logandi bjálkar, sem bentu Iogandi fingrum sínum til mánans. Hurðin að vélarúminu var opin, eins og Engles og Kera- mikos höfðu skilið við hana. Hún var þegar svið- in af hitanum. Gólfið fyrir ofan steinskúrinn var alelda og stoðimar loguðu. Allur skálinn hlaut þá og þegar að falla. Ég velti mér upp úr snjónum, þangað til föt mín voru orðin rennvot. Síðan fór ég inn um log- andi dyrnar, með blautan vasaklút fyrir vitum mtnum. Inni var eitt logandi helvíti. Herbergið var fullt af reyk. Ég sá ekki glætu. Ég hrasaði um hakann sem Engles hafði notað til þess að brjóta upp hurðina og þreifaði mig áfram að hominu, þar sem skiðin áttu að vera. Nokkur skíði duttu á gólfið, þegar ég kom við þau. En hávaðinn í þeim heyrðist varla fyrir brestunum í viðnum fyrir ofan mig. Ég fann nokkur skíði bundin saman. Ég tók þau upp á öxlina, og staul- sðist út um logandi dyragættina og út i kaldan bráðinn snjóinn. Ég stakk slcíðunum í skafl með oddana upp og Framhald á bls. 14 INNAN um allan yndislega plöntu- gróðurinn, sem vex um víða ver- öld, leynast morðplöntumar, sem ekki aðeins eta skordýr heldur líka önnur dýr og jafnvel menn. Þó plantan, sem þekkt er undir nafn- inu „Flugugildra Venusar“ sé lítil, er hún auk þess sem hún er flugnaveiðari ein af dásemdum náttúrunnar. Til að seðja græðgi sína í lifandi skordýr, en án þeirra getur plantan ekki haldið lífi, er hún frá náttúrunnar hendi útbúin frábærlega vel gerðri gildru, sem samanstendur af blöðum á stilkum, og þau mynda nokkurs konar fallegt rósa- skraut. Inni í gildrunni er blað á ákaflega sterkum hjörum. Um leið og komið er við hárin, hversu laust sem þau eru snert, fer gildran umsvifalaust í gang. Hjarimar skella blöðunum saman og fíngerðar tennur, sem liggja þétt á brúnum þeirra, læsast saman. Áður en hið grunlausa skordýi’ hef- ur nokkur tök á að forða sér, er það fangað. Fyrir áhrif hára á efra borði blaðanna, fara kyrtlar nú að gefa frá sér vökva, og gildran opnast ekki fyrr en skordýrið er fullmelt. Aðrar plöntur sem veiða skordýr eru nepenthes eða ,,krukkuplantan“, sem vex á eyjunum í kringum Malakka- skaga, og sarracenia, sem finnst í mómýrum í norðurhluta Kanada og sumstaðar nálægt hitabeltislöndum Ameríku. Þessar morðplöntur em ákaf- lega ,,vitrar“. Þær lokast kannski ef þær em snertar með priki, en um leið og plantan finnur að hún hefur fengið einhvem óætan hlut, opnast hún aftur og spennir gildruna að nýju. I Bretlandi eru tvær plöntur, sem eta lifandi skordýr. Þær hafa þó miklu ein- faldari útbúnað en systur þeirra hand- an hafsins. Rauðleitu blöðin á Sundew- plöntunni em þakin fálmöngum, eins og angarlítil kolkrabbi. Þessir fálm- angar eða fálmhár eru límkennd, svo að flugan situr föst um leið og hún hefur sezt á blaðið. Meðan hún berst um til að losa sig, rúllast blaðið utan um fluguna og hylur hana alveg. Siðan gefur plantan sér góðan tíma til að njóta þessa yndæla bita sem hún hefur náð sér í. Hin plantart starfar á p\jög svipaðan hátt. Þessar skordýraætur em þó aðeins lítið brot af morðingjunum í plöntu- heiminum. Á vatnsbökkum í Suður- Ameríku vex hræðilegur „kolkrabbi". Plantan lítur svosem út fyi'ir að vera nægilega meinlaus þangað til menn eða dýr koma nálægt henni. Þá rúllast út langir angar, sem vefjast utanum fóm- arlambið og það kyrkist smám saman. I Ástralíu leynist óhugnanlegur morð- ingi í líki trés. Tréð er ákaflega fallegt á að líta og freistandi, þar sem það stendur með geysistóru, skuggsælu blöð- in, sem slúta sakleysislega eins og regn- hlífahjálmur. En um leið og maður gengur undir hann, lokast þykk, mjúk, hljóðdrepandi blöð utan um mann . . . Einu sinni óx í Kew Gartens, skammt frá London, einhver sú hættulegasta planta sem grasafræðingar þekkja, Jatrophaurens. Þessi planta getur stungið og dælt inn í sárið illkynjuðu eitri. Margir gestir sem heimsóttu garð- inn og snertu plöntuna í fáfræði sinni, urðu veikir, og það varð ekki uppvíst um orsök sjúkdómsins fyrr en eftir mikla rannsókn. En undir eins og það komst upp að plantan vár þessi teyni- legi eiturbyrlari, var hún umsvifalaust eyðilögð. — L. E. ROTBERA l'EISINAVIIMIK Þorbergur Ormsson (við stúlkur 15—18 ára), Klett, Geiradal, A-Barð. — Ómar Guðmundsson (við stúlkur 20—25 ára), Gylfi Magnússon og Ásbjörn Gunnarsson (við stúlkur 17—20 ára), Hannes Bogason (við stúlkui' 18—20 ára) og Gunnar Sigurðsson (við stúlkur 16—20 ára), allir á M.B. Guðmundi Þórðarsyni, GK. 75, Kefla- vík. — Margrét Ásmundsdóttir og Gréta Guð- mundsdóttir (við pilta 19—25 ára), báðar á Hús- mæðraskólanum á Varmalandi, Borgarfirði. — Hallfríður I. Ragnarsdóttir, Guðrún Flosadóttir, Edda Jóhannsdóttir (við pilta eða stúlkur 18—21 árs), Laugum, Reykjadal, S-Þing. — Kristján Björnsen, Kristján Þórarinsson (við stúlkur 16 —17 ára), báðir á Núpsskóla í Dýrafirði. -— Hanna Hannesdóttir (við pilta eða stúlkur 17— 21 árs), Bjarndís Indriðadóttir og Elin Jónsdótt- ir (við pilta og stúlkur 17—20 ára), allar á Reykjanesskóla, N-ls. — Jórun Hansen (við pilt 15—16 ára), Kósini, Klakksvík, Foroyar. -— Guð- rún Erna Jónsdóttir (við pilta eða stúlkur 15— 17 ára), Þóroddsstöðum, ölfusi, Arn. — Ásta Jóhannsdóttir og Guðriður Ingibergsdóttir (við pilta 19—23 ára), báðar á Húsmæðraskólanum á Varmalandi, Borg. — Toni Kærnested, Gtinter Johnson, Pétur Bjarnason, Tjlfur Teitsson, Páll Þorsteinsson, Eyjólfur Þorkelsson og Árni Gísla- son (við stúlkur 15—19 ára), allir í Reykholts- skóla, Borg. — Ármann Magnússon, Magnús Ólafsson, Einar Bragi og Örn Magnússon (við stúlkui' 17-—20 ára), allir á Bændaskólanum á Hvanneyri. — Agnes Svavarsdóttir, Kaupvangs- stræti 23 og Guðrún H. Gunnarsdóttir, Hafnar- stræti 86 og Ásdís E. Axelsdóttir, Ægisgötu 15 (við pilta 17—20 ára), allar á Akureyri. — Ingi- björg B. Jónsdóttir (við pilta eða stúlkur 15—18 ára), María Guðröðsdóttir (við pilta 15—17 ára) og Ósk Elín Jóhannsdóttir (við pilta 17—19 ára), allar á Héraðsskólanum á Reykjanesi, N-ls. — Guðbjörg Helgadóttir (við pilt eða stúlku 17—19 ára), Guðbjörg Guðmundsdóttir (við pilta 16— 18 ára) Jónlna Högnadóttir (við pilta 15—17 ára) og .Tóhanna Jóakimsdóttir (við pilta 15— 18 ára), allar á Héraðsskólanum á Reykjanesi, N-Is. — Margeir Gunnarsson (við konur 38—40 ára), Þvergötu 3, Isafirði. — Aldís Björgvins- Framháld d bls. Uf. Þýzk stúlka, sem nú nemur baraahjúkrun í London, óskar eftir islenzkum pennavinum. Hún hefur í hyggju að eyða smnarfrii sínu á Islandi og vill gjarnan eignast hér kunningja áður en hún kemur. Hún er frá Stuttgart. Núverandl heimilisfang hennat er: Miss Charlotte Raff, The Belgrave Hospital for Children, 1 Clapham Road, London SW 9. VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.